Þjóðviljinn - 04.04.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.04.1986, Blaðsíða 4
LESÐÁRI Stjómin sýnir kennumm valdiö Opinberir starfsmenn hafa oröiö verr úti í launaþróun undanfarinna missera en margir starfshópar á hinum svokallaða „frjálsa vinn- umarkaði“. Nú orðið er gengið út frá því, að yfirborganir, launaskrið, sé verulegur hluti af tekjum fjölmargra á vinnumarkaði. Opinberir starfsmenn hafa ekki fengið slíkt launaskrið, þó þeir mæti kaupmáttarrýrnunni oft með meiri aukavinnu. En launaskriðið til opinberra starfs- manna lætur á sér standa, þrátt fyrir yfirlýsingar valdhafa um að starfsmenn í opinberri þjónustu eigi að njóta hliðstæðra launakjara og tíðkast á almennum vinnumarkaði. Fagurgali og loforð valdhafanna gagnvart kennurunum að undanförnu er að mörgu leyti dæmigerður fyrir núverandi handhafa ríkis- valdsins. Með lúðraþyt og söng lýsti Sjálfstæð- isflokkurinn því yfir þegar hann hrifsaði til sín menntamálaráðuneýtið, að nú ætti að byggja upp eðlileg tengsl fjölskyldna við skólakerfið, það átti að leggja megináherslu á að auka tengsl foreldra við skólana. En öll þau fögru orð féllu þegar á fyrsta valdadegi ríkisstjórnarinnar dauð og ómerk, þar sem samningsbundin laun voru skorin niður um 30% á tiltölulega skömmum tíma. Það þýddi að foreldrarnir þurftu að vinna meira, - og gátu þeim mun síður sinnt „tengslum við skólana". Kennararnir áttu að sama skapi erfiðari vinnudag. Niðurstaða hinnar raunverulegu pólitísku stefnu var því ekki sú að fjölskyldurnar styrktust, að meiri tengsl sköpuðust milli heimila og skóla, þvert á móti. Niðurstaðan varð nefnilega sú, að tengslin urðu minni, börnin vansælli, skólarnir verri, - enda fóru þeir fljótlega að tala um einka- skóla í stað skólakerfisins. Með stólaskiptum í ríkisstjórninni sl. haust hætti menntamálaráðherrann skyndilega að heita Ragnhildur Helgadóttir, en heitir þess í stað Sverrir Hermannsson. Hann ann tungu feðranna meir en margur annar, - og hefur gefið út hetjulegar yfirlýsingar um að bæta þurfi kjör kennara, sem hann vitaskuld gerir sér grein fyrir að þurfa að lifa til að gera kennt móðurmálið. Kennarar hafa hvað eftir annað á umliðnum misserum reynt að vekja athygli ráðamanna og almennings á launakjörum sínum. Það hefur hins vegar verið regla að einmitt þegar kemur að því að ríkisstjórnin þurfi að efna heit sín, þá hættir hún að muna, þá hættir hún að skilja. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við ábendingum kennara um launamál virðast einkennast af stéttarhatri, einsog því sem braust út í ræðu eins ráðherrans á alþingi haustið 1984. í sl. mánuði fjölluðu kennarar víða um land með ýmsu móti um kjaramál sín. Sums staðar var efnt til kennarafunda svosem mælt er fyrir um í reglugerð, annars staðar var vinna lögð niður, en víða var ekkert aðhafst sem truflaði kennslu. Hvernig skyldi nú ríkisstjórnin hafa tekið þessu máli? Einhverjir í ríkisstjórninni hafa ætlað að taka „faglega" á málinu og spyrjast fyrir um það hverjir hefðu lagt niður vinnu svo hægt væri að draga frá launum þeirra. Á vegum fjármálaráðu- neytisins eru send bréf til fræðslustjóranna og j þeir beðnir um lista yfir þá sem lögðu niður vinnu í febrúar. Fræðslustjórarnir sendu síðan skólastjórum sams konar erindi. En áður en þeim gafst tóm til að svara í mörgum tilfellum, hafði ríkisstjórnin misst þolinmæðina. Hún vildi standa að því með sínu venjulega flaustri þegar láglaunafólk á hlut að máli. 6% voru tekin af laununum sem greidd voru um mánaðamótin. Þá skipti heldur ekki máli, hvort viðkomandi kennarar hefðu verið í aðgerðum eða ekki. Það lá svo mikið á að hýrudraga, refsa og sýna valdið að ríkisstjórninni þótti minna gera til þótt nokkur hundruð „saklausra" misstu 6% af föst- um mánaðartekjum. Þetta er vinnulag fagráðherrans Þorsteins Pálssonar og með sérstöku samþykki og vel- þóknun menntamálaráðherrans, Sverris Her- mannssonar. Þeir hafa nú sýnt kennurum skiln- ing sinn, velvild, vandvirkni, alúð og hlýju - að ekki sé nú minnst á höfðingsskapinn. -óg KUPPT OG SKORID Mikki mús Þau gleðitíðindi hafa nú verið flutt íslensku þjóðinni að á sumri komanda mun hún fá Mikka mús á skjáinn. Menningarþyrst þjóð getur þar með varpað önd sinni léttar og leyft sér þann munað að hlakka til surnars. Pað var að sjálfsögðu Morgunblaðið sem boðaði þetta ljúfa fagnaðarerindi með stuttu viðtali við vellátinn menningarpostula, Hinrik Bjarnason. En Hinrik kemur þjóðinni sífellt á óvart með vali sínu á efni fyrir sjónvarpið. Mikið var þetta annars vel tii fundið hjá sjónvarpinu. Þjóöin hefur lengi liðið fyrir átakanlegan skort á Mikka mús. Þaðvar líka einkar vel til fundið hjá Markúsi Erni, útvarpsstjóra, að láta Morgunblaðið tilkynna þetta ein- mitt núna. Þjóðin er nefnilega döpur og leið eftir þær illu fregnir að Davíð Oddsson, ástsæll borg- arstjóri, fær ekki að flytja erindi um Daginnog veginn íútvarpinu. Morgunblaðið og Markúsi Erni finnst greinilega að besta leiðin til að bæta þjóðinni upp sáran missi á Davíð sé að gefa henni Mikka mús. Hlutleysisbrot Annars var það alveg dæmi- gerð frekja í Kvennaframboðinu sem olli því að Davíð var úthýst úr Dag og vegi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var þar með erindi á dögunum og leyfði sér þá ósvífni að tala um borgarmál. Það má náttúrlega ekki þegar kosningar eru á árinu. Það liggur auðvitað í augum uppi að borgarfulltrúi sem heldur erindi um Daginn og veg- inn má ekki tala um borgarmál- efni. Annaðhvort væri nú. Þaðer auðvitað brot á hlutleysisreglum ríkisútvarpsins, sem allir vita að eru mjög í heiðri hafðar. Svona geta nú máiin snúist á skondinn hátt. Ríkisútvarp sem er svo „hlutlaust“ að það er fullt upp í rjáfur af Sjálfstæðis- mönnum er allt í einu komið með svo magnaða hlutleysisstefnu að aumingjans borgarstjórinn, sem er búinn að vera í margar vikur að fínpússa erindið sitt, fær ekki að tala. Skyldu þessar hlutleysisinn- tökur Ríkisútvarpsins líka ná til þess að stjórnarandstöðunni í borgarstjórn verði gert jafn hátt undir höfði í ríkisfjölmiðlunum og Sjálfstæðisflokknum? En fyrst verið er að minnast á hlutleysisbrot: það er ekki bara Davíð sem skal úthýst úr Degi og vegi. Með honum var nefnilega vísað í brottu uppáhaldi allra peysuklæddra Vestmannaey- inga, Kryndísi Schram. Og fyrst Mikki mús á að koma í staðinn fyrir Davíð, er þá nema von mað- ur taki upp þykkjuna fyrir ann- arra hönd og spyrji: Hvers á þá Andrésína Önd að gjalda? Verður hún ekki sýnd líka? Er ekki allt annað hlutleys- isbrot gagnvart krötum? Stórbrotin menningarstefna Sú stórbrotna menningar- stefna sjónvarpsins sem hefur gefið okkur Dalls og Hótel hefur semsagt leitt til þess að nú fáunt við Mikka mús. Við því er svo- sem ekkert að segja nema bara pass. Nagdýrið Mikki er mun heilsusamlegra en margt af því sem sjónvarpið hefur flutt til þessara menningarlegu útkjálka, þar sem menn héldu til skamms tíma að sápa væri bara til að þvo sér með, en ekki til að fylla með sjónvarp heillar þjóðar. Enginn amast við Mikka mús og því slekti. Sleppum því líka að skattyrðast útí Dallas og gleymum um stund köpuryrðun- um um yndisfagra fólkið í Hóteli, þar sem mannleg vandamál eru leyst með því að smella saman fingrum. En leyfum okkur samt þann munað að spyrja: Á hvaða leið er íslenska sjónvarpið? Gervilimirnir Það er nefnilega staðreynd að sem ríkisfjölmiðill hefur sjón- varpið ákveðnar menningarlegar skyldur. Við hrósum okkur af því að vera menningarþjóð, og við erum alin upp í þeirri trú. Við meira að segja ölum okkar eigin börn upp í þeirri vissu, að menn- ingararfur okkar sem þjóðar sé einstakur, öðru vísi, dýrmæturog umfram allt: lifandi! Sjónvarpið hefur hins vegar gersamlega brugðist þeirri skyldu að rækta þennan arf. Nú er málum svo komið í þeirri stofnun, að ekki einn einasti þátt- ur fjallar um menningu í breiðum skilningi. Það er búið að skella aftur Glugganum, og ekkert kom í staðinn. Sjónvarpið fjallar ekki lengur um bækur, ekki um mynd- list, ekki um leiklist, og svo mætti lengi raunir rekja. Það einfald- lega fjallar ekki um neitt sem máli skiptir í menningarlegum efnum. Sjónvarpið er á síðustu misser- um orðið að léttvigtarstofnun. Það skortir allan þunga. Menn- ingarleg stefnumótun þess virðist við það eitt miðast-að flytja til landsins sápulöður, framhalds- þætti um gervifólk sem lifir gervi- lífi í gerviheimi. Gæti hugsast að í æðstu stöðum stofnunarinnar sé komið samansafn af gervi- mönnum? Guð lofi það sé rangt. En það er rétt að minna á, að erlendis er menningarefni gert hátt undir höfði, og er vinsælt sjónvarpsefni. Vikulegur bóka- þáttur er vinsælasta efnið í franska sjónvarpinu. í Bretlandi eru heilar rásir sem sinna bara menningunni, og skora grimmt hjá fólkinu. Við hins vegar höf- um bara Hrafn, Hinrik og Mark- ús. Og núna á Mikki mús semsagt að bæta það kompaní. -ÖS DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Uígáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðír: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.