Þjóðviljinn - 18.04.1986, Side 3

Þjóðviljinn - 18.04.1986, Side 3
FRETTIR Félagsmálastofnun Ollum úrbótum hafnað Tillögurminnihlutans umfjölgun starfsmanna hverfaskrifstofafelldar af meirihlutanum. Starfsmenn margsinnis farið fram á aukinn mannafla. Ohóflegt vinnuálag. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins felldu tvívegis í gær til- lögu minnihlutans um að fjölgað verði starfsmönnum hverfaskrif- stofa Félagsmálastofnunar. Starfsmenn skrifstofanna hafa margsinnis bent á að bráðnauð- synlegt sé að auka mannafla vegna fjölgunar þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð frá borginni að halda. Slíkum málum hefur fjölg- að um 30-40% á síðustu árum. Guðrún Agústsdóttir borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins lagði tillögu um fjölgun starfs- manna fyrir félagsmálaráð, en hún var felld af meirihlutanum á fundi ráðsins í gær. A borgar- stjórnarfundi í gærkvöldi flutti Guðrún Jónsdóttir Kvennafram- boði samhljóða tillögu, en hún var einnig felld af meirihlutan- um. Það hefur komið í ljós að vinnuálag á starfsmönnum hverfaskrifstofanna hefur verið óhóflegt urn langan tíma. Auka- vinna er gífurleg á stofnuninni og í skýrslu sem lögð hefur verið fram í félagsmálaráði kemur fram að kostnaður við yfirvinnu starfs- manna á síðasta ári jafngilti kostnaði við 7 og hálft stöðugildi. Starfsmenn hafa kvartað sáran yfir miklu vinnuálagi. Ástandinu á hverfaskrifstofun- um hefur verið líkt við neyðará- stand, bæði vegna skorts á mann- afla og vegna fjárskorts sem var viðvarandi fyrstu rnánuði ársins og leiddi til mikillar notkunar beiðna í stað peninga þegar greitt var úr vanda skjólstæðinga. -gg Katla h.f. Samningar að takast Rekstur Kötlu gœti hafist innan tíðar Enn hefur orðið dráttur á því að Byggðastofnun finni aðila til að taka yfir rekstur Prjónastof- unnar Kötlu h.f. í Vík í Mýrdal, en að sögn Stefáns Melsteð hjá stofnuninni er búist við að saman gangi innan tíðar. Byggðastofnun hefur um nokkurt skeið verið í samningum við ónafngreindan aðila um að leigja reksturinn. Ef samningar nást mun Byggðastofnun leggja fram kauptilboð í þrotabúið og rekstur gæti hafist að nýju. Stefán sagði í gær að hann gæti ekki upplýst hver það er sem hef- ur áhuga. Þessi aðili hefur sótt um afurðalán til Búnaðarbank- ans í Vík og bendir allt til þess að það fáist, en dráttur á samningum hefur orðið m.a.vegna þess að það hefur ekki fengist afgreitt. -«8 Frambjóðendur á fullri ferð. Kristín Ólafsdóttir og Össur Skarphéðinsson á skrifstofum Flugleiða í gær. —E.ÓIa- Byggingavísitalan Hækkun jafn- gildir 22.5% verðbólgu Hagstofan hefur reiknað vísi- tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í apríl 1986. Reyndist hún vera 265,32 stig, eða 0,19% hærri en í mars. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 32,4%. Hækkun vís- itölunnar um 0,19% á einum mánuði frá rnars 1986 til apríl 1986 svarar til 2,3% árshækkun- ar. Undanfarna þrjá ntánuði hef- ur vísitalan hækkað um 5,2% og jafngildir sú hækkun 22,5% verð- bólgu á heilu ári. Allir launaliðir vísitölunnar héldust óbreyttir og flestir efnis- liðir einnig. Örlítil hækkun varð þó á raflagnaefni, málningarefni og nokkrum öðrum efnisliðum. Tekið skal fram, að við upp- gjör verðbóta á fjárskuldbindingar samkvæmt samningum þar sent kveðið er á um, að þær skuli fylgja vísitölu byggingar- kostnaðar, gilda hinar lögform- legu visitölur, sem reiknaðar eru fjórum sinnum á ári eftir verðlagi í ntars, júní, september og des- ember, og taka gildi fyrsta dag næsta mánaðar. Vísitölur fyrir aðra mánuði en hina lögboðnu útreikningsmánuði gilda hins vegar ekki nerna sérstaklega sé kveðið á um það í samningum. Námsstefna um fjölmiðla Æskulýðsfylkingin hcldur námsstcfnu með öðrum ungum sósíalistum á Norðurlöndum, (Færeyjum, Danmörku, Noregi og Svíþjóð) dagana 19. og 20. apr- íl á Miðgarði, Hverfisgötu 105. Ath.: Allt er flutt á skandinav- isku, en hægt er að þýða ef þörf er á. Veitingahúsin Deilan leystist Ekkert verður af verkfalli Fé- lags starfsfólks í veitingahúsum í dag og á morgun því síðdegis í gær samþykktu félagsmenn sátt- atilboð sem sáttasemjari lagði fyrir deiluaðila í gærmorgun. 153 voru samningum fylgjandi, en 66 voru á móti. Veitingamenn sam- þykktu einnig. Sigurður Guðmundsson for- maður Félags starfsfólks í veitingahúsum sagði í samtali við blaðið í gær að samkomulagið fæli í sér þær kauphækkanir sem samið var um milli ASÍ og VSÍ, en launabætur verða talsvert hærri. Auk þess náðist hluti sér- krafna félagsins fram. -gg Radíóamatörar Félagið 40 ára Félag íslenskra radíóamatöra er 40 ára í ár, en það var stofnað 1946. Félagið er aðildarfélag að IARU, alþjóðasamtökum radíó- amatöra. I dag, 18. apríl, er al- þjóðadagur radíóamatöra, en IARU voru stofnuð á þessum degi í París 1925. í fréttatilkynningu frá íslensk- um radíóamatörum segir, að ra- díóamatörar geti rætt við félaga sína víðs vegar um heiminn og þannig brúað bilið milli stjórnmálaskoðana, trúar- bragða, kynþátta, stétta og fjar- lægða á sérstæðan hátt, sem vart á sér hliðstæðu á öðrum vett- vangi. -Sáf Arnarflug Tníi (jeim ekki eins vel Matthías Bjarnason: Sár yfir vinnulagi Flugleiða. Svona vinnubrögð þykja mér ekki góð Eg er auðvitað sár yfir þessu vinnulagi Flugleiða, sagði Matthías Bjarnason, ráðherra við Þjóðviljann í gær, í tilefni af sölu hlutabréfa í Arnarflugi. „Maður talar við þessa menn í trúnaði og óskar eftir að þeir taki ákveðin mál til athugunar. Svo berast bara fréttir á skotspónum um að það sé eitthvað að gerast í málinu og hcldur öðruvísi en upp- haflega var ætlað. Og þegar ég spyr þá Flugleiðamenn, þá svarar forstjórinn því til, að þeir hafí nú verið að ganga frá málinu fyrir örfáum mínútum. Svona vinnu- brögð þykja mér ekki góð.“ - Nú þykir mörgum líklegt að styttast kunni í að Flugleiðamenn þurfi að koma bónarveg að stjórnvöldum, ekki síst með fyrir- sjáanlega þróun á Atlantshafs- fluginu í huga. Má gera ráð fyrir að þetta vinnulag Flugleiða nú kunni að hafa áhrif á viðbrögð við mögulegunt óskum um einhvers konar aðstoð? „Stjórnvöld verða auðvitað að vega og meta hvað rétt er og sanngjarnt hverju sinni. En það er auðvitað klárt, að maður trúir þeim ekki eins vel hér eftir," sagði Matthías Bjarnason ráð- herra að lokum. -ÖS Dagskrá: Laugardagur: Setning: Helgi Hjörvar 1. kl. 10, Þorbjörn Broddason talar um áhrif fjölmiðla. 2. kl. ll,ÆvarKjartansson,hlut- leysi fjölmiðla og breyting þeirra. 3. kl. 13. Frá fréttastofu sjón- varps, Ögmundur Jónasson eða Guðni Bergsson, alþjóðlegur fréttaflutningur. 4. kl. 14, Sigurður G. Tómasson, Ameríkansering. 5. kl. 16, Helgi Guðmundsson, verkalýðshreyfing og fjölmiðlar. Sunnudagur: 1. kl. 13. Guðrún Helgadóttir, Nordsat. Umræður verða eftir hvern lið og fruntmælendur svara fyrir- spurnum. Á sunnudag verða síðan um- ræður. Utanríkismálanefnd. Málm - og skipasmíðasambandið Dökkar horfur í atvinnumálum 12. þing Málm- og skipasmíðasambandsins stendur nú yfir. GuðjónJónsson, formaður: Ástandið íkjara- og atvinnumálum slæmt. Lífeyrissjóðurinn hvattur til að kaupafyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu af byggingarsjóðunum Atvinnumál og kjaramál verða ofarlega á baugi á 12. þingi Málm- og skipasmíðasambands- ins, scm hófst í gær og lýkur á morgun, laugardaginn 19. apríl. Liggur fyrir þinginu ályktun um atvinnumálin þar sem fjallað er um ástandið hjá skipasmíða- stöðvum hér. Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skiðasmíðasambands- ins, sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær, að þeim væri þetta tvennt, þ.e.a.s. atvinnumálin og kjaramálin mjög hugleikið, enda séu horfurnar dökkar. Ástandið í skipasmíðum og viðgerðum er mjög slæmt þar sem ótrúlega al- gengt er að skip sigli í viðgerðir erlendis. Á þinginu mun Páll Kr. Páls- son, forstjóri Iðntæknistofnunar, fjalla um stöðu málmiðnaðarins hér á landi og Ari Skúlason, starfsmaður Kjararannsóknar- nefndar heldur erindi um viðhorf í kjaramálum. Á þinginu eru málefni lífeyris- sjóðsins einnig til umræðu og í gær var samþykkt ályktun til stjórnar hans, að hann keypti fyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu af byggingarsjóðum ríkisins, svo sjóðsmeðlimir nytu fullra rétt- inda við lántökur hjá Húsnæðis- stofnun. Þingið sækja 103 fulltrúar, en 110 eiga rétt á setu, og sagði Guðjón að það sýndi að mikill áhugi væri nteðal félagsmanna á málefnum sambandsins. -Sáf Guðjón Jónsson ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.