Þjóðviljinn - 18.04.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.04.1986, Blaðsíða 8
GLÆTAN Jóhanna Vilhjálmsdóttir nemandi í 9. bekk í Hóla- brekkuskóla. Nei, ég er ekki búin að fá vinnu en ég fæ örugglega einhverja. Undanfarin sumur hef ég unnið i sjoppu, fataverslun og unglinga- vinnunni. Það var langskemmti- legast að vinna í fataverslun því þar var maður að starfa við það sem ég hef áhuga á. Svo hef ég líka unnið við að skúra en það fannst mér mjög erfitt. Það eru margir alveg á móti því að vinna í unglingavinnunni en mér fannst það mjög gaman. Það var svo gaman að vera úti og vinna með mörgum skemmtilegum krökk- um. Kaupið var að vísu lélegt en kaupið er bara ekki það eina sem skiptir máli og svo er betra að fá eitthvert kaup heldur en að vera atvinnulaus og fá ekkert. Mér finnst 120 kr. á tímann vera sann- gjarnt kaup fyrir unglinga. Ljósm. Sig. Guöný Pétursdóttir 19 ára í Fjölbraut í Breiöholti. Já ég er búin að fá vinnu. Ég er á Heilsugæslubraut hér í Fjöl- braut og því fer ég að vinna á Borgarspítalanum sem sjúkra- liðanemi. Ég efast um að ég fái gott kaup, er ekki borgað svo illa á spítölunum að þetta er eins og sjálfboðavinna? Mér finnst alveg nauðsynlegt að maður fái alla- vega yfir 20 þúsund á mánuði ef eitthvað á að verða úr peningun- um. Gott kaup skiptir miklu máli en líka að það sé góður mórall á vinnustaðnum. Ég held að það sé ekkert mál að fá vinnu á sumrin ef maður byrjar bara nógu snemma að leita, svona upp úr jólum. Maður þarf bara að leggja sig fram og þá er þetta ekkert mál. Það er að vísu erfiðara að fá vinnu ef maður er ekki orðinn 16 ára. Ljósm. Sig. Gyöa Eyjólfsdóttir 15 ára í 9. bekk Hólabrekkuskóla. Já, ég er búin að fá vinnu. Ég verð að afgreiða í sjoppunni Nesti. Ég fékk starfið í gegnum mömmu. Það fá flestir starf í gegnum klíku. Þeir unglingar sem eiga enga ættingja, sem eru í aðstöðu til að útvega þeim vinnu, fara flestir í fyrirtæki og sækja sjálfir um starf. í fyrra var ég í bæjarvinnunni og þar var hræðilega lélegt kaup. En í Nesti fæ ég líklega í kringum 21 þús- und á mánuði. Ég vinn 6 daga í viku á vöktum. Flestir sem ég þekki taka það starf sem býður upp á gott kaup. Ég fékk vinnuna strax í febrúar en sumir bíða ró- legir fram í maí með að útvega sér vinnu. Siguröur Sighvatsson 15 ára nemandi í 8. bekk Hóla- brekkuskóla. Nei, ég er ekki búinn að fá endanlegt loforð um vinnu í sum- ar. Pabbi er að reyna að útvega mér vinnu við að búa til harðfisk í Kópavoginum. Þar fæ ég ábyggi- lega mjög gott kaup. 3 síðastliðin sumur vann ég við að þurrka þorskhausa. Flestir fá vinnu í gegnum foreldrana, en ef það tekst ekki held ég að margir reyni að komast í sveit eða fara í bæjarvinnuna. Örn Arnarson 15 ára í 9. bekk í Hólabrekkuskóla. Já, ég fæ vinnu hjá pabba. Ég á að vinna við ýmislegt t.d. að grafa fyrir hitaveitu o.fl. Ég hef ekki unnið við þetta áður. I fyrra var ég í bæjarvinnunni, það var leiðinlegt. Ég veit ekki hvað ég fæ í kaup í sumar en 120 á tímann væri ágætt. Flestir sem ég þekki fá vinnu í gegnum foreldrana. Berglind Raf nsdóttir 15 ára í 9. bekk í Hólabrekku- skóla. Nei, eða svona kannski. Það getur verið að ég fái vinnu við að vaska upp á Lækjarbrekku. Ég hef gert það áður og það var ágætt kaup. Ef ég fæ þetta starf ætla ég að labba í ýmis fyrirtæki og athuga hvort þaö vantar ekki starfsfólk. Ég held að flestir fari í þá vinnu sem er vel borguð, það skiptir mestu máli. Mér finnst 120 kr. á tímann vera nokkuð gott kaup fyrir unglinga en það fer náttúrlega eftir því við hvað mað- ur vinnur. Unglingavinnan er illa borguð en það er þó betra að fara í unglingavinnuna en fá enga vinnu. / Kjartan Guöbergsson 19 ára í Fjölbraut í Breiöholti. Já, ég verð að vinna í Klúbbn- um. Ég hef verið plötusnúður þar í vetur og verð það áfram í sumar. Svo verö ég líka að vinna við að innrétta Klúbbinn upp á nýtt, það á að breyta staðnum í sumar. Það fá flestir vinnu út á það að maður þekki mann. Þetta er tóm klíka. Þeir sem eru ekki í neinni klíku neyðast til að fara i fisk út á land. Það er í sjálfu sér ekki svo hræðilegt nema að því leyti að þá getur maður ekkert sinnt áhug- amálunum í bænum. Mér finnst að kaup fyrir fólk á mínum aldri eigi ekki að fara undir 30 þús. á mánuði. Maður getur ekki lifað af minna en 30 þúsund. Annars fer það mikið eftir því við hvað maður er að vinna. Draumavinnan mín er þannig að það er mikið kaup, lítil vinna og mikið frí. Vinsældalistar Þjóðviljans FellaheHir 1. (5) Move away- Culture Club 2. (3) Kiss - Prince 3. (6) Litle girl- Sandra 4. (2) La-Lif- Smartband 5. (-) Living doll- Cliff Richards 6. (-) Love comes quickly- Petshop Boys 7. (-) 1 won’t steal away- Time Bandits 8. (-) Touch me (1 wantyour body)- Samantha Fox 9. (~) Kyrie- Mr. Mister 10.(-) Different Corner- George Michael Grammió 1. ( -) Parade- Prince and the Revolution 2. ( -) Straight aid bushwaker- Wooden Tops 3. ( -) Meet is murder- Smiths 4. ( 1) Dirty work- Rolling Stones 5. ( -) Techö Primitive - Chris and Cosey 6. ( 2) Echoes in a shallow bay- Cocteau Twins 7. ( -) lllustrated musical encyclopedia- Ryuichi Sakamoto 8. ( -) Hatefull of hollow-Smúhs 9. (10) Waiting for the floods- The Armory Show 10.( 4) Secret wish- Propaganda Rás 2 1. ( 1) La-líf- Smartband 2. ( 3) Little girl-Sandra 3. ( 2) Waiting for the morning- Bobbysocks 4. ( 4) Absolute beginners - David Bowie 5. ( 7) Move away- Culture Club 6. ( 8) The Kiss - Prince 7. ( -) A Different corner- George Michael 8. (17) Goodbye is forever- Arcadia 9. (21) Önnur sjónarmið- Edda Heiðrún Bachman 10.( 5) Gaggó-Vest (í minningunni) - Eiríkur Hauksson, Gunnar Þórðarson o.fl. 8 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 18. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.