Þjóðviljinn - 18.04.1986, Blaðsíða 9
HEIMURINN
Líbya
Bandaríkjamenn
Strasborg — Evrópuráöið sam-
þykkti í gær að fordæma
harkalega sprengjuárásir
Bandaríkjamanna á Líbýu sem
„smánarlegt brot á alþjóða-
lögurn".
Samþykkt var ályktun þar sem
segir að alþjóðlegu öryggi og friði
stafi hætta af árásunum. Á fundi
utanríkisráðherra EBE var mælt
á móti frekari hernaði og lögð
áhersla á að endir yrði bundinn á
það hættuástand sem nú ríkir.
Varast var að taka afstöðu sem
væri andstæð Bandaríkjunum á
þann hátt að hún gerði sambúð-
ina erfiðari en hún er nú.
Sovéski utanríkisráherrann,
Shevardnadze, sendi aðalritara
Sameinuðu Þjóðanna, Javier
Perez De Cuellar, bréf þar sem
hann fór fram á neyðarráðstafan-
ir til að stöðva það sem hann
nefndi frekari árásaraðgerðir
Bandaríkjamanna, í ljósi loftá-
rásanna á Líbýu. Yfirvöld í
Moskvu ásökuðu einnig Banda-
ríkjamenn um lygar varðandi þá
atburði sem leiddu til sprengjuá-
rásanna.
Bandaríkjamenn sögðu hins
vegar í gær að þeir teldu árásirnar
hafa verið nær gallalausar hern-
aðaraðgerðir unnar við erfiðar
aðstæður, flugmenn sprengju-
flugvélanna ættu lof skilið fyrir
vel unnið verk við erfiðar aðstæð-
ur. Bandaríska varnarmálaráðu-
neytið birti loftmyndir sem sýndu
verksummerki við sprengingarn-
ar. Pær voru teknar um leið og
sprengjuárásirnar fóru fram.
Sýndar voru myndir af eyði-
lögðum hernaðarmannvirkjum,
m.a. búðum Gaddafis sjálfs.
Engar myndir voru birtar sem
sýndu sprengingar í íbúðahverf-
um.
í gær voru yfirvöld á Italíu og í
Austurríki að íhuga brottflutning
ítala og Austurríkismanna í Lí-
býu. í gærkvöldi var von á sendi-
manni Gaddafis til Aþenu til við-
ræðna við grísk stjórnvöld. Ekki
var ljóst hvert umræðuefnið átti
að vera. Gaddafi hefur undanfar-
ið gefið í skyn að hann vilji eins
konar vopnahlé á Miðjarðar-
hafssvæðinu og er ekki talið ólík-
legt að sendimaður Gaddafis í
Aþenu hafi átt að ræða það mál
við grísk stjórnvöld.
Sovétmenn svöruðu í gær á-
sökunum Bandaríkjanna um að
sovésk yfirvöld hefðu neitað að
taka þátt í að forða hryðjuverk-
um, Bandaríkjamenn hefðu
e.t.v. getað komist hjá sprengju-
árásum á Líbýu ef Sovétmenn
hefðu brugðist jákvætt við beiðni
þeirra. „Slík yfirlýsing er kald-
ranaleg lygi,“ svaraði talsmaður
Sovétríkjanna. Hann staðfesti að
Bandaríkjamenn hefðu haft sam-
band við Sovétstjórnina hinn 27.
mars vegna grunsemda um ný
hryðjuverk Líbýumanna. Hann
sagði að Bandaríkjamönnum
hefði verið tilkynnt að Sovét-
menn væru á móti öllum hryðju-
verkum en þeir vildu ekki láta
draga sig inn í áróðursherferð
gegn Líbýumönnum.
Þúsundir Spánverja fóru í gær í
mótmælagöngu um miðborg Ma-
drid til að mótmæla loftárásum
Bandaríkjamanna. Pá mótmæltu
mörg hundruð manns fyrir utan
sendiráð Bandaríkjanna í Lissa-
bop. í Kaíró tóku 100 lögfræðing-
Bretlana
Skæruhemaður qegn
Frá ívari Jónssyni, fréttaritara
Þjóðviljans í Bretlandi:
Scotland Yard, breska lögregl-
an, handtók konu á Heathrow flug.
vellii í gaer og gerði upptæk 27 kg
af sprengiefni sem hún hafði í far-
angri sínum. Konan var skráð
sem farþegi ísraelska flugfélags-
ins El Al. Hún hafði arabískt
vegabréf, að sögn lögreglunnar.
Tveir Bretar og Iri, að því er
talið er, voru teknir af lífi í Líban-
on í gær. Á miða sem var festur
við líkin, var sagt að mennirnir
hefðu verið njósnarar CIA og
bresku leyniþjónustunnar. Mið-
inn var undirritaður af samtökun-
um Arab Commando Cell. Jafn-
framt var breskum fréttamanni
rænt í gær þegar hjann var á leið
til flugvallarins í Beirút og
flugskeytum var skotið að sendi-
ráði Breta í borginni.
Þessir atburðir eru taldir fyrstu
merki um hefndaraðgerðir arab-
ískra skæruliða gegn Bretum fyrir
þátttöku þeirra í loftárásum
Bandaríkjamanna á Líbýu.
í Gallup skoðanakönnun sem
Daily Telegraph birti í gær og var
gerð á þriðjudag, kemur fram að
69% Breta eru andvígir þátttöku
þeirra í loftárásinni en 27% sam-
mála. 65% spurðra voru andvígir
loftárásum Bandaríkjamanna en
29% sammála.
Daily Telegraph birti einnig í
gær skoðanakönnun um fylgi
stjórnmálaflokkanna í Bretlandi.
Þar kemur fram að íhaldsflokk-
urinn heldur áfram að tapa fylgi,
hann hefur nú aðeins 28%.
Verkamannaflokkurinn er í sókn
með 38,5% fylgi og bandalag
Frjálslynda flokksins og Sósíal-
demókrata hefur 31,5 % fylgi og
hefur tapað 3 % síðan í mars.
{ gær birtu fjölmiðlar upplýs-
Vínhneykslið
Tveir ákærðir um morð
Tveir ítalskir feðgar sem nú eru grunaðir um að hafa eitrað vín, hafa verið ákærðir
um morð, voru áður ákœrðir um manndráp
Mílanó — Tveir ítalir sem grun- hanól í vín hafa nú verið fram í tilkynningu saksóknar-
aðir eru um að hafa sett met- ákærðir um morð. Þetta kom ans j málinu.
ítalskt vín sett í ræsið í V-Þýskalandi.
Nú er staðfest að 20 manns hafi
látist vegna eitrunar í víni. í fyrri-
nótt var framkvæmd krufning á
karlmanni sem dó í Monza sem
sýndi að hann hafði dáið úr met-
hanóleitrun. Talan gæti enn átt
eftir að hækka þar sem beðið er
eftir niðurstöðum úr fleiri krufn-
ingum.
Italskur ríkissaksóknari sagði
fréttamanni Reuters í gær að
hann hefði breytt ákærum á
hendur þeini Giovanni og Dani-
ele Ciravegna. Þeir höfðu verið
ákærðir um manndráp en eru nú
ákærðir um morð. Reuter frétta-
stofan hefur eftir heimildar-
mönnum í ítalska dómskerfinu að
mennirnir tveir, faðir og sonur
sem eru vínsalar frá Narzole,
sunnan við Tórínó, séu sakaðir
um að hafa af ásettu ráði sett
hættulega mikið magn af metha-
nóli í vín í lágum gæðaflokki, til
þess að gera það sterkara.
Sjö aðrir menn eru nú í varð-
haldi vegna þessa methanól vín-
hneykslis, þeir hafa verið ákærðir
um manndráp. Saksóknari segir
að þeir hafi dreift eitruðu víni en
hefur ekki sönnun fyrir því að
þeir hafi vitað af því.
fordæmdir
Gaddafi ásamt konu sinni og þremur sonum. Hvað gerir hann eftir að hafa
misst eina fósturdóttur?
ar sem þar voru á fundi, sig til og
brenndu fána Bandaríkjanna,
Bretlands og ísraels til að mót-
mæla loftárásum Bandaríkja-
manna, stuðningi Breta við þær
og hersetu ísraelsmanna á arab-
ísku landi.
Bretum
ingar um atvinnuleysi frá at-
vinnumálaráðuneytinu. Sam-
kvæmt þeim hefur öfgastjórn
Thatchers slegið enn eitt atvinnu-
leysismetið. Atvinnuleysi í mars
jókst um 12.900 og eru nú
3.323.476 manns atvinnulausir.
Ef atvinnuleysið er framreiknað
miðað við árstíðabundnar hag-
stærðir, sem er talinn besti mæl-
ikvarðinn á atvinnuleysið, er
atvinnuleysi talið hafa aukist um
37.000 í mars.
Talið er að þessar tölur sýni að
langtíma atvinnuleysisaukning sé
farin af af stað að nýju. Þess ber
að geta að vegna breytinga á
skráningu atvinnuleysis sem
stjórnin hefur staðið fyrir til að
lækka opinberar tölur, eru
600.000 atvinnuleysingja sem eru
í sérstakri starsfþjálfun, ekki
taldir með.
ERLENDAR
fRÉTTIR
hjörleVfsson/ R E UT E R
Nicaragua
Mótmælaqönaur
s
Ibúar mótmœla
loftárásum
Bandaríkjamanna á
Líbýu og umrœðum í
bandaríska þinginu
um aðstoð við Contra
hryðjuverkamenn í
Nicaragua
Managua — Tugir þúsunda
íbúa í Nicaragua fóru út á götur
í fyrradag í mótmælagöngur til
að mótmæla loftárásum
Bandaríkjamanna á Líbýu og
áætlunum Reagans um að
veita Contra hryðjuverka-
mönnum í Nicaragua 100
milljóna dollara aðstoð.
Árás Bandaríkjamanna var
fordæmd og hétu mótmælendur
því að standast allan þrýsting
Bandaríkjamanna og jafnvel
beina íhlutun. I Managuasöfnuð-
ust 10.000 manns saman á Óliáða
torginu svonefnda, hrópandi
byltingarslagorö og veifandi
spjöldum. „Deilan á bandaríska
þinginu er eins og samræða
tveggja pyndingameistara um
hvort rífa skuli burt nöglina eða
kremja fingurinn," sagði Carlos
Carrion Cruz, fulltrúi forseta
landsins á fundinum. „Eina
skiptið sem viö beygjum okkur
fyrir Kananum, verður til að
miða á hann,“ hrópaði þá einn
fundarmanna til baka.
Stjörn ustríðsáœtlun in
Leyndarmal eða ekki
Stjórnin í V-Þýskalandi segir samkomulag
hennar við bandarísk yfirvöld um þátttöku í
Stjörnustríðsáœtluninni ekki vera leyndarmál
en neitar að birta það
Bonn — Vestur-þýska stjórnin
neitaði í gær að hún hefði gert
leynisamkomulag við Banda-
ríkin um hina svonefndu
Stjörnustríðsáætlun. Stjórnin
neitaði hins vegar kröfu stjórn-
arandstöðunnar um að
samkomuiagið yrði birt.
Efnahagsmálaráðherra V-
Þýskalands, Martin Bangenrann,
neitaði því að þeir tveir samning-
ar sem hann undirritaði þann 25.
mars um hlutverk V-Þjóðverja í
Stjörnustríðsáætlun Reagans,
væru leynilegir. Vestur-þýskir
jafnaðarmenn gerðu grín að því
að svo virtist sem samningarnir
væru ekki leynilegir en sarnt svo
leynilegir, að enginn mætti líta á
þá. Þá sögðu þeir fáránlegt að
einkafyrirtæki sem hefðu áhuga á
að taka þátt í þessari áætlun
fengju enga vitneskju um þessa
samninga. V-þýska stjórnin á-
kvað að ekkert fjármagn færi í
þessa áætlun úr vasa almennings,
aðeins var um að ræða samþykki
um að einkafyrirtæki i v-þýskum
iðnaði mættu taka þátt í áætlun-
unum. Breska stjórnin ætlar hins
vegar að leggja leggja fram fé úr
ríkissjóði.
Stjórnin í Washington hefur
boðið ríkjum í Atlantshafsbanda-
laginu að taka þátt í „Stjörnu-
stríðsáætlunum" sínum og þar að
auki Japan og ísrael.
Föstudagur 18. april 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9