Þjóðviljinn - 18.04.1986, Side 4

Þjóðviljinn - 18.04.1986, Side 4
LEIÐARI bókelskrar þjóðar á borö við þetta á skömmum tíma til að nýta fjárfest- inguna sem best. Það er fátæk þjóð, sem fremur vill byggja flugstöð, stórverslanir, seðlabanka og bari en eiga myndar- legt þjóðarbókasafn. Nú er að ganga í garð ný öid í atvinnumálum. Ef okkar nýja sókn í atvinnumálum á að heppnast, er alger forsenda að vel sé búið að menntun og rannsóknum. Þarmeð má leiða marg- vísleg rök að því að dugnaður við Þjóðarbókhlöðu- na geti verið ein leiðanna að bættum lífskjörum á íslandi. Þjóðviljinn brýndi alþingi fyrir afgreiðslu fjárlag- anna sl. haust til að taka með rausnarskap á bygg- ingu Þjóðarbókhlöðunnar. Nokkrir þingmenn Al- þýðubandalagsins lögðu til aukið fjármagn til þjóðar- bókasafnsins, en tillögur þeirra voru felldar. Ríkisstjórnin sem nú situr hefurfram að þessu ekki sýnt þessu máli mikinn skilning fremur en ýmsum öðrum framfaramálum. Nú bregður hins vegar svo við að menntamálaráherra Sverrir Hermannsson hefur lagt fram frumvarp um fjármögnun byggingar- innar. Auðvitað má deila um einstaka efnisþætti frum- varps menntamálaráðherra, en hitt skiptir meiru að ríkisstjórnin hefur brugðist jákvætt við áskorunum, - og ágreiningur um einstaka efnisatriði má ekki verða til þess að bregða fæti fyrir þjóðþrifamál af þessum toga. Þjóðviljinn ítrekar þá stefnu sína, að Ijúka skuli byggingu Þjóðarbókhlöðu sem allra fyrst og styður meginefni þessa frumvarps. Bókelsk þjóð á ekki annað skilið. Menningarlífið þarfnast þess og atvinnulífið svo sannarlega líka. Þjóðviljinn minnir á að bókmenning okkar er óaðskiljanlegur hluti sjálf- stæðis þjóðarinnar. Við skulum Ijúka við Þjóðarbók- hlöðuna. Safn Árið 1957 var sú stefna mörkuð í menningar- og atvinnumálum íslendinga að byggð skyldi Þjóðar- bókhlaða. Þetta mikla þarfamál lá niðri um langa langa hríð. í tíð ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen komst loks skriður á málið að nýju. Alþýðubandalag- 1 ið lagði miklá áherslu á þetta mál og gerði að skilyrði í síðustu ríkisstjórn. Ingvar Gíslason þáverandi menntamálaráðherra sýndi þessu verki einnig mik- inn áhuga og árið 1981 lagði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir hornstein að Þjóðarbókhlöðu íslend- inga. Tvö stærstu bókasöfn landsins, Landsbókasafn og Háskólabókasafn hafa verið á hrakhólum með menningararfleifð þjóðarinnar um langt árabil. Um þriðjungur Háskólabókasafnsins er til dæmis hýstur í 18 útibúum víðs vegar um höfuðborgina. í söfnunum báðum er lestraraðstaða fyrir örfáa tugi manna og þannig mætti lengi telja. Mörg aðkallandi verkefni bíða úrlausnar í söfnunum, svo sem Ijósmyndun blaða og efnisskráning auk fjölda bókfræðiverkefna sem bíða betri aðstöðu. Vegna þessa nauma húsakosts hefur upplýsinga- þjónusta verið af skornum skammti og það er langur vegur frá að skólanemendur geti haft eðlileg not af bókasöfnum þjóðarinnar, - sem og fræðimenn og vísindamenn. Mikið skortir og á að núverandi að- staða leyfi sýningar, fyrirlestra, fundi og annað það sem gerir þjóðarbókasafn að lifandi vettvangi menn- ingar og atvinnulífs. I tíð núverandi ríkisstjórnar hefur uppbygging Þjóðarbókhlöðunnar legið niðri. Oft hefur verið bent á það hversu óhagkvæmar fjárfestingar geta orðið hjá hinu opinbera, þegar verið er að setja smáupphæðir í framkvæmdir einsog þessar. Það er mun hagkvæmara - í krónum talið - að Ijúka verkum Hættulegt Sjálfstæðisflokkur Davíðs Oddssonar í Reykjavík virðist njóta mikils meirihlutafylgis í borginni. I skoð- anakönnunum að undanförnu hefurfylgi Davíðs ver- ið á bilinu 60% til 80%. Nú síðast í gær birtir Helgar- pósturinn niðurstöður könnunar, þarsem Sjálfstæð- isflokkur Davíðs fær 11 fulltrúa af 15 í Reykjavík. Þessar niðurstöður gefa. vísbendingu um hættu- legt fyrirkomulag við stjórnun borgarinnar. í stað sterks fjölflokkalýðræðis er að staðfestast einveldi eins flokks, eins manns í höfuðborginni. Allir unn- lýðræðinu endur lýðræðisins hljóta að taka þessar niðurstöður sem alvarlega vísbendingu um þróun sem hættuleg er lýðræðinu. Davíð Oddsson borgarstjóri og karla- hirðin hans í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík eiga skilið öf.lugt aðhald í komandi borgarstjórnarkosn- ingum. Starfsferill meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gerir einfaldlega kröfu um slíkt öflugt að- hald. Kjósendur hljóta að kynna sér sögu einveldis Davíðs betur áður en þeir ganga að kjörþorðinu í vor. -óg. KLIPPT OG SKORHD Fátækt á íslandi eftir HaUdór Jónsson Sunnudaginn 16. mars sl. sá ég jverið var zð ræða . íim aðilar ;',vaerí ' á hið »g Þ naud, sést. skat hlutj hlýtj fátfl I fram yfír þriðja hluta þessarar aldar missti fólk hérlendis heilsuna vegna kulda. Þó að jarðhitinn kraumaði í hverunum við hlið þess og vatns- föllin byltust fram um myrkvaðar sveitir. Snærisleysi, eymd og kúgun .fjötruðu íslendinga í fátækt öíd’«h saman. Fátæktin leitidf af sór mei.ri þjóðarinnar verður að leggja sínar götur sjálfur. auk þess að borga sinn hluta í framkvæmdunum úti á landi. Af 4 milljarða vaxtagreiðslum ríkissjóðs er stór hluti tilkominn vegna byggðastefnuævintýra . landsbyggðarþingmannanna. Næg- ir að nefna togaraævintýrin á borð -• víð Kolbeinsey, Kröflu, byggðalín- jnojavtírksmiðjuna, Jám- i frv. o.s.frv. 0g að l’úka. f-ða tekjum ríkisins f*ðar (með áfengis- Ikisins, 2,5 milljarð- íannasköttum þeim ismenn lofuðu ifnema, að hluta, en , — tekjuskatti ein- milljarðar með sölu- fnun stórhækka með 'saukaskatts stjórnar- lífsnauðsynjar rðar í Halldór Jónsson vEr rætur fátæktar á Islandi ekki að finna þar, sem einstæð móðir er skattlögð af stjórn- málamönnum til þess t.d. að þeir geti borað fjöll í heimakjördæm- Fátæktin og forstjórinn Nú eru allir farnir að viður- kenna að fátækt sé til á Islandi og skrifa um hana. Og þá má taka eftir þessu hér: fátt gefur betri upplýsingar um hvern og einn skriffinn en það, hvernig hann bregst við þeirri staðreynd sem fátæktin er. Halldór Jónsson forstjóri skrif- ar um „Fátækt á Islandi“ í Morg- unblaðið í fyrradag. Hann vill leita að orsökum fyrirbærisins og finnur þær í fyrsta lagi í peningum sem varið er til að reka byggða- stefnu. í öðru lagi rekur hann fá- tækt til þess að íslendingar taki ekki nóga peninga af Könum fyrir herstöðina: „Er rœtur fátœktar á íslandi ekki að finna þar, sem eyri ekkj- unnar er eytt íþað að teygja lélega vegi um þetta land meðan stolt einstakra stjórnmálamanna kem- ur í veg fyrir að framboðið erlent fésé notað tilþeirra verka?" segir hann. í þriðja lagi rekur hann fátækt til þess að Alþýðubandalagið hafi haft fleiri fyrirvara en aðrir á stór- iðjuævintýrinu. Eða þannig hljóta menn að skilja þessa klausu hér: „Er rœtur fátœktar á íslandi ekki aðfinnaþarsem „alþýðuvin- irnir" hlaupa saman í stjórnmála- flokka tilþess að berjastgegn stór- iðju og beislun fallvatnanna? Með þjóðarstolt að yfirvarpi en lélegri lífskjör alþýðu sem uppskeru?" Samkvæmt þessum málflutn- ingi er það einna vænlegast til að bæta hag fátækra á íslandi að leiða aronskuna í lög og láta am- ríkana leggja vegi um landið. I annan stað er það talið þjóðráð að herða á stóriðjuævintýrinu - og er það þeim mun furðulegri ráðgjcf sem allir vita, að sú skulda- og vaxtabyrði sem dregur stórlega niður lífskjör í landinu er að mjög verulegu leyti til komin fyrir æðibunugang í „beislun fallvatna“. En sem fyrr segir - hver er sín- um fátæktarráðum Iíkur og Hall- dór Jónsson gengur sjálfur í því „verkfræðingastóði“ sem Sverrir Hermannsson svo nefnir. En menn geta náttúrlega hald- ið áfram að spyrja um fátækt. Og umræða dagsins vísar helst á þessa spurningu hér: væri ekki hægt að saxa vel á rætur fátæktar á Islandi ef efnamenn greiddu skatta og söluskatti væri skilað? í spásögnum um framtíð sjón- varps eru rnenn vanir að gera ráð fyrir því, að allt haldi áfram að vaxa, stækka og aukast. Að fram- boðið á efni verði æ meira, rásirn- ar æ fleiri - og þá því, að sívax- andi fjárupphæðum verði varið í sjónvarpsauglýsingar. Því án þeirra snýst maskínan ekki. Ekki meir, ekki meir Auglýsingasjónvarp er reynd- ar að færa sig upp á skaftið hér og þar um lönd. Senn fellur til dæmis Danmörk, en þar hefur meiri- hluti þingmanna til skamms tíma verið andvígur auglýsingum í sjónvarpi - hvort heldur ríkis- sjónvarpi eða í einkastöðvum. Þá berast fregnir frá Frakklandi um að einkaaðilum verði, með nýrri hægristjórn, fengin í hendur fleiri tækifæri á að reka sjónvarp. I Frakklandi er líka byrjaður sá bandaríski ófögnuður að skjóta auglýsingum inn í þætti og kvik- myndir. Þessi þróun gengur samt ekki öll í eina átt. Almenningur er nefnilega kominn á flótta undan auglýsing- aflaumi í sjónvarpi. Fyrirbærið heitir „zapping“. Vikublaðið der Spiegel kann til dæmis frá því að segja, að um leið og sjónvarpsauglýsingar birtast á skjánum flýti mjög drjúgur hluti sjónvarpsáhorfenda sér að færa sig yfir á aðra rás. Enda verður það æ algengara að menn sitji fyrir framan skerminn með fjar- stýringartæki - þeir þurfa ekki að standa upp úr stólnum til að skipta um rás. Sjónvarpsstöðvarnar þýsku reyna að hugga auglýsendur með því, að enn sitji átta af hverjum tíu sjónvarpsáhorfendum áfram þægir og góðir og láti auglýsingar yfir sig ganga. En til eru kannanir sem benda til þess, að helmingur áhorfenda „flýi“ á aðrar rásir eða yfir á myndbönd um leið og aug- lýsingar hefjast. Sumpart er þessi þróun tengd því, að í Þýskalandi má aðeins sýna auglýsingar á milli þátta - rétt eins og hér á íslandi, einnig eru þær aðeins sýndar á tímanum frá hálfsex til átta. Og vitanlega verður það næst fyrir hjá þeim fjársterku að heimta að fá meira svigrúm á kvöldin - og jafnvel að skjótast inn í Dallas eða ein- hverja aðra skylda dagskrá. En reynslan frá Bandaríkjun- um bendir þó til þess að þetta sé heldur ekki einhlítt. Kannanir, sem þar hafa verið gerðar, segja þær fréttir, að í tilteknum hópum áhorfenda séu það sjö af hverjum tíu, sem „svíkja lit“ og stökkva yfir á næstu stöð þegar auglýsing- ar rfða yfir. Enda eru bandarískir sjónvarpsnotendur miklu betur búnir fjarstýritækni en þýskir og aðrir evrópskir gláparar. Menn vita líka, að þeir sem kaupa sér áskrift að kapalkerfum þar í landi gera það fyrst og síðast til að geta horft á sínar bíómyndir í friði fyrir auglýsingainnskotum. Það kemur nefnilega að því að menn hafa fengið meira en nóg. -ÁB DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: öarðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handritá- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. siðslustjóri: Baldur Jónasson. íiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. jimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. /rsla, afgreiðsla, ritstjórn: múla 6, Reykjavík, sími 681333. ýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. ... DrantcmiAia biéAuiliantt hf Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.