Þjóðviljinn - 18.04.1986, Síða 6
ÞJOÐMAL
Utankjörstaðakosningar
Skemmri tími en áður
Ný sveitarstjórnarlöggera ráð fyrirjafnvel aðeins 14
daga utankjörfundakosningu. Helgi Seljan: Of
knappur tími fyrir marga erlendis
I nýsamþykktum sveitar-
stjórnarlögum er skilafrestur
framboðslista fyrir sveitarstjórn-
arkosningar styttur úr 4 vikum og
4 dögum í 3 vikur og 3 daga. Þessi
stytting mun sjálfkrafa stytta
þann tíma sem er mögulegur fyrir
utankjörfundakosningu en í lög-
unum segir að hún skuli hefjast
eigi seinna en 2 vikum fyrir kjör-
dag.
Helgi Seljan benti á það við
umræður á Alþingi að hér væri
um mjög knappan tíma að ræða
fyrir utankjörfundakosningu
einkum varðandi þá íslendinga
sem búsettir eru erlendis og vilja
nýta sinn kosningarétt. Sagði
hann lágmark að kosningin hæfist
17-18 dögum fyrir kjördag og
beindi þeirri spurningu til félags-
málaráðherra hvort tryggt yrði að
kosningin gæti staðið lengur en í
aðeins 14 daga.
Alexander Stefánsson sagðist
hafa fullan hug á að koma á móts
við þessa ósk og sérstök nefnd
embættismanna yrði skipuð nú
hið fyrsta til að fjalla um skipulag
sveitarstjórnarkosninganna með i
tilliti til hinna nýju sveitar-
stjórnarlaga. -lg.
Spurt um..
Lega
Vesturlandsvegar
Salome Þorkelsdóltir S, spyr
samgönguráðherra hvað líði
framkvæmd þingsályktunartil-
lögu sem samþykkt var á Alþingi
í fyrrasumar um könnun á nýrri
legu Vesturlandsvegar með sér-
stakri gerð brúa er hannaðar
væru með tilliti til hafbeitar-
stöðva í Kollafirði og Leiruvogi.
Heilsugæsla á
höfuðborgarsvæðinu
Guðrún Agnarsdóttir Kl. spyr
heilbrigðisráðherra hvort hann
ætli að gera opinberar niðurstöð-
ur könnunar frá ágúst í fyrra um
heilsugæslu á höfuðborgarsvæð-
inu svo að almennar umræður
geti farið fram um þær. Þá spyr
þingmaðurinn hverjir hafi reynst
stærstu kostnaðarliðir í heilsu-
gæslu á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu skv. þessari könnun og til
hvaða aðgerða ráðherra hyggist
grípa vegna niðurstaðna könnu-
narinnar í ljósi nýrrar stefnum-
örkunar í heilbrigðismálum.
Sveitarstjórnarfrumvarpið
Náði loks í gegn
Frumvarpið keyrt ígegn þráttfyrir harða andstöðu í
báðum deildum. Stjórnarþingmenn knúðu á um
breytingar fram á síðustu stundu
Sveitarstjórnarfrumvarp fé- stjórnarlaga sem þegar taka gildi
lagsmálaráðherra sem hefur
mætt harðri andstöðu í báðum
þingdeildum varð að lögum í
fyrrakvöld eftir snarpa af-
greiðslu. Fyrir lokaafgreiðslu
féllst félagsmálaráðherra á að
koma til móts við hörðustu and-
stæðinga frumvarpsins úr röðum
stjórnarþingmanna með því að
lengja líf sýslunefnda út árið
1988.
Þau ákvæði hinna nýju sveitar-
varða almenn ákvæði og kosn-
ingu sveitarstjórna. Stærstu
breytingar eru þær að kosninga-
aldur er færður niður í 18 ár og í
ákvæðum til bráðabirgða er fast-
sett að sveitarstjórnarkosningar
fari fram laugardaginn 31. maí
nema í þeim sveitarfélögum þar
sem færri en 3A íbúanna eru bú-
settir í kauptúnum. Þar verður
kosið laugardaginn 14. júní.
-Ig-
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður lektora við náms-
braut í hjúkrunarfræði í læknadeild Háskóla íslands.
Staða lektors í hjúkrunarfræði. Aöalkennslugrein er barna-
hjúkrun.
Staða lektors í hjúkrunarfræði. Aðalkennslugrein er hjúkrun
sjúklinga á handlækninga- og lyflækningadeildum.
Hálf staða lektors í hjúkrunarfræði.
Hálf staða lektors í félagsfræði.
Staða lektors til kennslu í fósturfræði, vefjafræði og frumulíf-
fræði ásamt umsjón með kennslu í líffærafræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rann-
sóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar
menntamálaráðuneytinu fyrir 15. maí 1986.
Menntamálaráðuneytið,
15. apríl 1986.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
Loftskeytamann/símritara/ritsímaritara tii
starfa á ÍSAFIRÐI.
Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmanna-
deild, Reykjavík og umdæmisstjóra Isafirði.
Þorsteinn Gíslason og Skúli Alexandersson. Hætta á að upplýsingastreymið minnki verulega.
Sjávarútvegurinn
Lokað fyrir upplýsingar
Skúli Alexandersson: Með því að leggja niður Aflatryggingarsjóð er
verið að kippa fótunum undan nauðsynlegu upplýsingastreymi til
Fiskifélagsins. Þorsteinn Gíslason: Tregða á upplýsingum eftir kvót-
- Allt umtal um að við séum að
leggja niður óskaplegan frum-
skóg er allt of orðum aukið. Þær
millifærslur sem eru núna í sjáv-
arútveginum cru ekki neinn
frumskógur, sagði Skúli Alex-
andersson m.a. í umræðum um
frumvarp um uppstokkun á sjóð-
akerfi sjávarútvegsins á dögun-
um.
Skúli sagði mjög villandi að
tala um þetta frumvarp sem sér-
stakt frumvarp sjávarútvegsráð-
herra. Hann hefði ekki komið ná-
Iægt gerð þess heldur hefði það
verið unnið af hagsmunasam-
tökum sjávarútvegsins og fulltrú-
um þingflokkanna og síðan af-
hent ríkisstjórninni. Hann sagði
að ríkisstjórnin hefði talið þægi-
legra að hafa hinar miklu milli-
færslur sem eiga sér stað í gegn-
um Aflatryggingarsjóð í stað þess
að koma greiðslum beint út í fisk-
verðið.
En með því að leggja niður
Aflatryggingasjóð er kannske
fleira að gerast en að millifærslu-
sjóður sjávarútvegsráðuneytis
verði afnuminn. Aflatrygginga-
sjóðurinn stuðlaði að því með
sínum millifærslum að viðkom-
andi útvegsmenn, viðkomandi
fiskkaupendur, sendu Fiskifélagi
íslands skýrslur. Þessar skýrslur
voru bráðnauðsynlegar til að vita
hvað mikið væri sótt af afla á fs-
landsmið, til ýmissa hluta í
þjóðfélaginu, m.a. grundvöllur
Verðlagsráðs til að reikna út sitt
fiskverð, grundvöllur Hafrann-
sóknastofnunar til að taka á-
kvarðanir um það hvað megi
sækja mikinn afla í sjóinn og
grundvöllur þess að við fáum
fullkomnar og réttar upplýsingar
um það hverju aflamarkið sé að
skila okkur í land.
Enginn kvóti
lengur
Með því að leggja Aflatrygg-
ingasjóð niður í þeirri mynd sem
hann er núna erum við raunveru-
lega að kippa fótum undan viss-
um ákvörðunartökum í þjóðfé-
laginu og vissu upplýsinga-
streymi. Það er ekki lengur jafn-
mikið öryggi fyrir því að skýrslur
berist Fiskifélagi fslands um það
hvað mikill afli er sóttur í sjóinn.
akerfið
Það er ekki lengur neitt sem hvet-
ur viðkomandi aðila, þ.e. það eru
engir peningar lengur til að sækja
í Aflatryggingasjóð og ekkert
sérstakt sem hvetur viðkomandi
aðila til að láta þessar skýrslur í
té. Jafnvel þó að við treystum því
að viðkomandi aðilar muni senda
þessar skýrslur þá verður það
alltaf á þann veg að þær koma
seinna og koma verr en annars
skyldi.
Ætli það sé ekki verið að
hlaupa þarna frá ákveðnum þætti
sem okkur sé alveg bráðnauðsyn-
legur til að halda í gangi upplýs-
ingum sem er mjög mikið atriði
fyrir okkur að hafa nokkurn veg-
inn klárar og öruggar í hvert
skipti? Ég sé ekki hvernig þeir í
sjávarútvegsráðuneytinu ætla að
fylgjast með því hvernig afla-
markið verður, hvernig haldið
verður utan um aflamarkið ef
skýrslur beras't ekki örugglega til
Fiskifélags íslands og Fiskifélag
íslands getur ekki gefið því upp-
lýsingar um það hvað aflinn hafi
verið mikill. Á sama máta verða
upplýsingar, sem Verðlagsráð
hefur, vafasamar og á sama máta
verða þær upplýsingar, sem Haf-
rannsóknastofnun hefur, vafa-
samar. Það getur vel verið að það
verði fundnar einhverjar aðrar
leiðir til að tryggja að eðlileg skil
eigi sér stað á eðlilegum tíma í
sambandi við þessar upplýsingar.
En það liggur ekki fyrir með
þessu frumvarpi, sagði Skúli.
Víðtæk áhrif
á Fiskifélagið
í erindi sem Þorsteinn Gísla-
son fiskimálastjóri sendi sjávar-
útvegsnefnd efri deildar á dögun-
um segir hann m.a. að ljóst sé að
samþykkt sjóðafrumvarpsins
muni hafa víðtæk áhrif á starf-
semi Fiskifélagsins. Fram til
þessa hafi tekist vel að afla áreið-
anlegra og tímabærra upplýsinga
um sjávarútveginn, ekki síst
vegna þess hvata sem greiðslur úr
Aflatryggingasjóði hafa verið
mönnum.
Með tilkomu kvótakerfisins
hefur borið á meiri tregðu, en
áður við öflun upplýsinga, sem
ekki eru tengdar greiðslum. Er
það skiljanlegt að menn séu ekki
ginnkeyptir til að gefa upplýsing-
ar, sem hugsanlega má nota gegn
þeirra eigin hagsmunum. Þetta
hefur verið reynslan víðast og má
m.a. vísa til reynslunnar innan
Efnahagsbandalagsins í því sam-
bandi. Með aukinni stjórnun og
annarri íhlutun stjórnvalda í mál-
efni sjávarútvegsins, er mikilvægi
sem réttastra upplýsinga enn
þýðingarmeira en ella. Byggist
stjórnvaldsaðgerðir á takmörk-
uðum, eða jafnvel villandi upp-
lýsingum missa þær marks, eða
geta jafnvel orðið skaðvænlegar.
Vissulega má búast við því, að
þegar vöndurinn einn er eftir,
verði upplýsingar, sem fást, ekki
eins áreiðanlegar, ekki eins
skjótt á ferðinni og að mun kostn-
aðarsamara verði að afla þeirra.
Vill Fiskifélagið fara fram á
það við háttvirta sjávarútvegs-
nefnd, að þessi hlið málsins verði
skoðuð ítarlega áður en nefndin
gengur frá áliti sínu, segir að lok-
um í bréfi Þorsteins. -lg.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. apríl 1986
Bjórinn
Meirihlutinn
meðmæltur
Meirihluti allsherjarnefndar
efri dcildar hefur sent frá sér
nefndarálit þar sem mælt er með
samþykkt þeirrar útgáfu á björ-
frumvarpinu svokallaða sem nú
liggur fyrir dcildinni. Frumvarp-
ið gerir ráð fyrir að bjórbruggun
og -sala verði ekki heimiluð nema
að undangengnu samþykki í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Helgi Seljan Ab, hefur lagt
fram minnihlutaálit þar sem hann
lýsir sig algerlega andvígan frum-
varpinu. Vísar Helgi m.a. í áliti
sínu til orða eins af framkvæmda-
stjórum Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unarinnar í Sviss, sem hefur lýst
því yfir að það yrði ekki aðeins
áfall fyrir íslendinga ef áfengt öl
yrði lögleyft, heldur einnig fyrir
áætlun stofnunarinnar um
heilbrigði öllum til handa um
aldamótin.
-•g-