Þjóðviljinn - 18.04.1986, Side 7
Umsjón:
Sigríður
Arnardóttir
MðÐWUINM
Sumarvinnan
Klíkuskapur
rædur mestu
Um þessar mundir tala unglingar mikið um sumarvinnuna. Prófm að
nálgast og svo tekur sumarvinnan við. Margir eru þegar búnir að
útvega sér vinnu en aðrir ekki byrjaðir að leita. Undanfarin sumur
hefur líka alltaf verið einhver hópur sem ekki fær vinnu fyrr en langt er
liðið á sumarið. Glætan forvitnaðist um þessi mál hjá nokkrum
fyrirtækjum og stofnunum og hjá krökkum í Hólabrekkuskóla og
FjölbrautíBreiðholti. Nær allir viðmælendur Glætunnar töldu að
klíkuskapur réði mestu um hvaða starf maður fær og einnig sögðu
margir að miklu erfiðara væri að fá vinnu þegar krakkar eru ekki
orðnir 16 ára. Þó sögðu sumir að til væru atvinnurekcndur sem vildu
heldur ráða til sín krakka undir 16 ára aldri því hægt er að borga þeim
minna kaup og þau hafa minni réttindi. Glætan reyndi að fiska upp úr
krökkum hvaða störfværu eftirsóknarverðust og út úr því kom að
flestir töldu að mestu máli skiptir að fá gott kaup en svo var líka
mikið í tísku hjá stelpum að komast í fataverslun. Að sögn
flestra er bæjarvinnan ekki mjög eftirsóknarverð því
kaupið þar er ekki mjög hátt.
En hvað segja atvinnurek
I endur og krakkarnir sjálfir?
Við gefum þeim orðið.
Helgi Ingvarsson 16 aö
(veröa 17) ■ Fjölbraut í
Breiöholti.
Nei, ég er ekki búinn að fá vinnu.
Ættingjar mínir eru að athuga
fyrir mig. Þetta er allt klíkuskapur.
í fyrra var ég í tvo mánuði í kaupa-
vinnu í sveit og svo í bæjarvinn-
unni. Það var hvorttveggja ágætt.
En mig langar samt að gera
eitthvað annað í sumar. Þaö er
skítakaup sem maður fær borgað
fyrir sveitastörf en mér finnst
sanngjarnt að maður fái í kring-
um 120-130 kr. á tímann.
Ætlaröu i unglingavinnuna?
Vinnuskólinn
byrjar 1. júní
Hjá vinnuskólanum fengum
við þær upplýsingar að ekki verð-
ur byrjað að auglýsa eftir
krökkum til stafa fyrr en um mán-
aðamótin apríl-maí. Vinnuskól-
inn er fyrir krakka á aldrinum 14-
15 ára. Unnið er við allskyns
garðrækt og hreinsun á borginni.
Vinnuskólinn byrjar 1. júní.
Bændur vilja
stráka
Hjá Búnaðarfélaginu var
Glætunni tjáð að mjög vinsælt er
að komast í sveit og miklu færri
komast að en vilja. Bæði strákar
og stelpur sækjast eftir því að
komast í sveit allt frá 12 ára aldri
og upp í svona 16 ára. Bændur
sækjast helst eftir strákum á aldr-
inum 14, 15 og eldri. En þeir
sækjast eftir stelpum á aldrinum
12-14 ára til að gæta barna.
Launin eru þannig að 12 ára eru
taldir matvinnungar, kaup 13 ára
krakka er ekki enn endanlega
ákveðið en laun 14 ára eru 10.820
krónur á mánuði. 15 ára fá 14.208
á mánuði en 16 ára og eldri fá
18.667 krónur á mánuði. Innifal-
ið í þessu er svo fæði, húsnæði og
þjónusta. 1. júní hækka þessar
tölur um 2%.
Ástæðan fyrir því að bændur
vilja helst stráka sem eru eldri en
14 ára er sú að það er bannað að
láta krakka yngri en 14 ára vinna
á vélum. Það sem krakkarnir
gera yfirleitt eru almenn land-
búnaðarstörf og snúningar.
Byrjað er að skrifa niður um-
sækjendur um mánaðamótin
apríl-maí. Þeir sem hringja fyrst
hafa mesta möguleika á að fá
starf í sveit. Bóndi sem óskar eftir
að ráða ungling fær gefin upp 2-3
nöfn til að velja úr. Hann getur
þá hringt í þessa krakka og samið
við þau, athugar hvort þeim líki
staðurinn o.s.frv. Miðað er við að
unglingar geti verið allt sumarið í
sveit.
Stelpur fara
í bankana
Glætan athugaði hjá Lands-
bankanum hvort unglingar eru
ráðnir í sumarafleysingar þar. í
ljós kom að mjög vinsælt er að
vinna í banka því mjög margir
sækja um, sérstaklega stelpur.
Rúmlega 100 manns eru á hverju
sumri ráðnir í afleysingar en ekki
er ráðið fólk sem er yngra en 17
ára. Þeir sem fá einu sinni vinnu
eru ráðnir aftur og aftur og því er
lítið bætt við. Launin eru í kring-
um 20 þúsund.
Það er nú þegar of seint að
sækja um því búið er að ráða í
allar stöður. Glætan forvitnaðist
um það eftir hverju væri farið
þegar unglingar eru ráðnir í af-
Eöa, á að skella sér í sveit?
leysingastörf. Ráðningarstjóri
tjáði Glætunni að farið væri m.a.
eftir því hvernig fólk kemur fyrir í
viðtölum þegar það sækir um.
„Kikk“
í tískubúðum
Það er mjög eftirsóknarvert að
vinna í fatabúð ef marka má hve
margir sækja um. T.d. var Glæt-
unni tjáð í versluninni Kjallarinn
að það væri alltaf að hringja fólk
á „gelgjualdri“ sem endilega vill
vinna í fatabúð. „Þetta þykir
voða kikk að vinna í fatabúð,"
sagði starfsmaður í Kjallaranum.
Jafnframt var Glætunni tjáð að
ekki fleiri verði ráðnir til starfa
þar í sumar.
SÍS miðar
við 16 ár
Ráðningastjóri Sambandsins
sagði í samtali við blaðið að það
væri ekki mikið um sumarráðn-
ingar á vegum Sambandsins en
alltaf þó eitthvað. Það er helst
ráðið í skrifstofustörf, lagerstörf,
afgreiðslustörf og sendilsstörf. Á
hverju ári sækir „slatti" af ung-
lingum um störf en þó minna nú
en áður. Yfirleitt er miðað við 16
ára aldurstakmark en getur þó
farið neðar t.d. í sendilsstörfin.
Líklega er búið að fylla allar
lausar stöður fyrir sumarið.
Óttast
atvinnuleysi
Atvinnumiðlun stúdenta hefur
undanfarin sumur útvegað stór-
um hópi ungs fólks sumarstörf.
En atvinnumiðlun stúdenta opn-
ar 1. maí.
Hjá Hagvangi fengum við þær
upplýsingar að mjög líklegt er að
atvinnuleysi unglinga verði meira
í sumar en undanfarin ár, því
miklu stærri hópur hefur nú þeg-
ar leitað til Hagvangs um störf en
áður, en aftur á móti eru færri
störf í boði en áður. „Ekki er
mikið um það að ungir krakkar
leyti til ráðningastofa heldur fara
þau sem töggur er í sjálf í fyrir-
tækin. Krakkar gera allt sem þau
geta sjálf til að útvega sér vinnu,“
sagði starfsmaður Hagvangs.
Þá er bara að hvetja unglinga
til að fara strax af stað í atvinnu-
leit fyrir sumarið, og gangi ykkur
vel.
Glætan