Þjóðviljinn - 18.04.1986, Page 16

Þjóðviljinn - 18.04.1986, Page 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. DJÖÐVIUINN Föstudagur 18. apríl 1986 87. tölublað 51. örgangur Sólarlandaferðir Hvað verður ef...? Líbýu-málið seturstrik i reikninginn hjá ferðamannalöndunum Italíu og Spáni. Engar ferðaafpantanir hér á landi en fólk spyr-hvað verður efþetta eða hittgerist? Þjóðvíljinn leitaði til tveggja stærstu ferðaskrifstofa lands- ins, Utsýnar og Samvinnu- ferða/Landsýn í gær og spurðist fyrir um hvort eitthvað hafi verið um afpantanir á sólarlandaferð- um vegna Líbýu-málsins. Kristín Aðalsteinsdóttir deildarstjóri hjá Útsýn og Auður Björnsdóttir hjá Samvinnuferðum voru sammála um að svo væri ekki. Þeim kom hinsvegar saman um að fólk spyrði nú eftir að hafa greitt ferðapantanir sínar - Hvað verður ef... þetta eða hitt gerist við Miðjarðarhafið. Þær töldu slíkar spurningar nú mjög eðli- legar meðan öll þessi óvissa ríkir við Miðjarðarhafið. Vitað er að Líbýu-málið hefur þegar haft vondar afleiðingar fyrir Spán, því að 85% þeirra Bandaríkjamanna, sem pantað höfðu far og gistingu á Spáni í vor og næsta haust hafa afpantað nú þegar. Spánverjar hafa á síðustu árum unnið mjög að því að fá bandaríska ferðamenn til að koma til Spánar og hefur þeim orðið mjög vel ágengt sl. 3 ár. Á þessum árum hefur fjöldi banda- rískra ferðamanna margfaldast á Spáni. Samdráttur í ferðamálum er mjög alvarlegt mál fyrir Spán- verja, því að þeir hafa um það bil 40% af sínum gjaldeyristekjum af ferðamannaþjónustunni og árið 1985 er talið að um það bil 46 miljónir erlendra ferðamanna hafi komið til Spánar. -S.dór Lagið Gleðibankinn hefur nú hlotið endanlega mynd og þá sem hundruðum miljóna evrópskra sjónvarps- áhorfenda verður sýnd á söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva í Björgvin í Noregi 3. maí nk. Blaðamönnum var i gær sýnt myndbandið á fundi með forráðamönnum útvarps, sjónvarps, Hugmyndar, fyrirtækisins sem vann bandið, og sönghópnum ICY sem flytur lagið í Björgvin og sést hér á mynd E.ÓI. ásamt Svandísi Þorvaldsdóttur, 8 ára stúlku sem leikur í myndbandinu. Félagsmálastofnun Davíð hefst ekkert að Guðrún Jónsdóttir og Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúar gagnrýndu Davíð Oddsson borg- arstjóra harkalega á borgar- stjórnarfundi í gær vegna að- gerðaleysis hans í málefnum húsnæðisfulltrúa Félagsmála- stofnunar. Nokkrar vikur eru liðnar síðan Davíð lýsti því yfir að hann myndi flytja starfsmanninn úr starfi húsnæðisfulltrúa, en þar situr hann enn. Guðrún Jónsdóttir krafði borgarstjórann svara um þetta mál á fundinum í gær. Hún rakti aðdraganda málsins og benti á að þegar uppvíst varð að húsnæðis- fulltrúinn hafði notfært sér að- stöðu sína hjá borginni í þágu fyr- irtækis síns, hefði borgarstjórinn gefið út stóryrtar yfirlýsingar um málið. Ekkert hefur hins vegar gerst, og taldi Guðrún það rangt að farið bæði gagnvart starfs- manninum og skjólstæðingum stofnunarinnar. Borgarstjóri svaraði því til að hann sæi ekkert sem hvetti til þess að eitthvað ýrði gert í mál- inu. -gg Þegar þú greiðir með tékka, fyrir vöru eða veitta þjónustu, og sýnir Bankakortið þitt, jafngildir það ábyrgðarskírteini frá viðskiptabankanum eða spari sjóðnum þínum, sem ábyrgist innstæðu tékkans að ákveðinni hámarksupphæð og tryggir þannig viðtakandanum innlausn hans. Viðskiptineiga sér þannig stað að um leið og þú afhendir tékkann, sýnirðu Bankakortið og viðiakandinn skráir númer kortsins á hann. Þannig er Bankakortið þitt tákn um trausta viðskiptahætti. Hafðu Bankakortið því ávallt handbært. Bankakortið - nauðsynlegt í nútímaviðskiptum Samvinnubankinn, Útvegsbankinn, Alþýðubankinn, Búnaðarbankinn, Landsbankinn, Verzlunarbankinn og Sparisjóðirnir. HRtémmm

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.