Þjóðviljinn - 29.04.1986, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 29.04.1986, Qupperneq 1
VIÐHORF MANNLÍF ÍÞRÓTTIR Grandi h.f. Uppgjörið á endaspretti Uppgjör á eignum BÚR og ís- bjarnarins er á lokaspretti og ég á von á að geta kynnt það í stjórn Granda h.f. innan tíðar. En fyrr en þessar tölur koma þori ég ekk- ert að segja um stöðu fyrirtækis- ins, sagði Ragnar Júlíusson stjórnarformaður Granda h.f. í samtali við Þjóðviljann í gær. Samkvæmt stofnsamningi Granda h.f. frá í nóvember á síð- asta ári er hlutafé í Granda 200 miljónir króna. Þar af á borgin 150 miijónir, ísbjörninn 34.9 miljónir OLÍS 15 miljónir, og Is- bjarnarfeðgar 10 þúsund krónur hver. Hins vegar má gera ráð fyrir að þessar töiur muni breytast þegar uppgjör liggur fyrir. Nú nýlega seldi Grandi h.f. frystigeymslur sem áður voru á Seltjarnarnesi í eigu Isbjarnarins. Seltjarnarneskaupstaður keypti geymslurnar á 25 miljónir króna, en í stofnsamningi Granda voru þessar geymslur metnar á 35 milj- ónir. Því verður að gera ráð fyrir að eignaraðild ísbjarnarins muni lækka sem nemur mismuninum. Fleiri eignir Granda h.f. hafa ver- ið seldar. Ragnar sagði í gær að uppgjör- ið yrði kynnt í borgarráði þegar þar að kæmi, og sagði hann enga ástæðu til að ætla að gögn yrðu lögð fram sem trúnaðarmál, sam- anber samþykkt borgarráðs þar að lútandi. -gg Það var mikið stuð í Tónabæ sl. föstudagskvöld er úrslit réðust í Músíktilraunum 1986. Átta hljómsveitir kepptu og Greifarnirfrá Húsavík báru sigur úr býtum. Og fólkið fagnaði. Ljósm: Sig. /y/y f Vistkerfið Kjarnorkuslys í Sovét Ókunnugt um slys á mönnum. Geislavirkni mœlist í Skandinavíu. Sexfalt meiri en í meðallagi. Daglegar mœlingar í Skandinavíu. Ekki verið mœlt hérlendis síðan um 1960. Geislavarnir ríkisins: Fylgjumst með hvað kollegar okkarytra gera. Veðurstofan: Lítil hœtta á að geislavirkni berist til okkar í gærdag varð vart mikillar geislunar í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi eftir að slys varð í kjarnorkuveri sem er rétt norður af borginni Kiev í Úkra- ínu í Sovétríkjunum. Slys munu hafa orðið á mönnum í kjarnork- uverinu en ekki er ljóst hversu mikil þau eru. Geislunin á Norðurlöndunum er undir hættumörkum en hún mun þó hafa mælst sexföld á við það sem eðlilegt má teljast í Finn- landi, í Danmörku mældist hún fimmföld miðað við meðallag. Sænskir sérfræðingar telja að kjarnorkuslysið hafi orðið á sunnudaginn og síðan borist með vindum inn yfir Norðurlönd. í til- kynningu Tass fréttastofunnar var ekki sagt hvenær slysið varð. Vöruskiptajöfnuður Hagstæð þraun Hagstœðurfyrsta ársfjórðung. Sjávarafurðir auka hlutdeild sína. Samdráttur í sölu á afurðum stóriðju. Bílainnflutningur aukist um nœr helming Vöruskiptajöfnuður fyrir mars mánuð var óhagstæður um 41,6 milljónir króna en á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um 350 milljónir króna. AIls voru fluttar út vörur fyrir 2.928 milljónir í mánuðinum en inn var flutt fyrir 2.969 milljónir króna. Fyrsta ársfjórðung ársins var vöruskiptajöfnuðurinn hagstæð- ur um 418 milljónir en var fyrir sama tíma í fyrra óhagstæður um 944 milljónir. Verðmæti vöruútflutnings var 4% meira á föstu gengi fyrstu þrjá mánuði ársins miðað 'við sama tíma í fyrra. Hefur hlutfall sjávarafurða aukist um 2% frá því í fyrra en útflutningur á áli dregist saman um 15%. Útflutn- ingur á kísiljárni hefur einnig dregist saman um 10% á milli þessara ára. Innflutningur á bílum hefur aukist umtalsvert og er búist við að hann aukist enn meira á árinu vegna lækkunar á tollum og auk þess vegna þess að tiltölulega lítill innflutningur hefur verið á bílum sl. þrjú ár. í mars voru fluttir inn 1.264 bílar miðað við 603 í sama mánuði í fyrra. Alls höfðu verið fluttir inn 2.222 bílar fyrir 419 milljónir króna fyrsta ársfjórð- unginn en í fyrra höfðu verið fluttir inn 1.371 bíll á fyrsta ársf- jórðungnum. Verðmæti bílainn- flutnings hefur aukist um 45% á föstu gengi á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. —Sáf Ekkert er frekar sagt frá því í fréttaskeytum hverjar afleiðingar slyssins hafa orðið í Sovétríkjun- um sjálfum, - ekkert sagt um geislavirkni eystra né öðrum at- riðum. - Vindáttin er með þeim hætti að frá Eystrasalti er ríkjandi vindur fyrst í norð-vestur og síð- an í norður og síðan aftur til baka, reyndar til Sovétríkjanna, þannig að ég tel ekki neinar likur á að við séum í hættu, sagði Markús A. Einarsson veðurfræð- ingur hjá Veðurstofunni í samtali við Þjóðviljann í gær. - Engar mælingar hafa verijl gerðar hér á landi á geislavirkni í andrúmsloftinu. Við munum fylgjast með hvað kollegar okkar í Skandinavíu munu gera og metum stöðuna í ljósi þess, sagði Sigurður M. Magnússon for- stöðumaður Geislavarna ríkisins í samtali við Þjóðviljann í gær. í Skandinavíu er fylgst daglega með geislavirkni í andrúmslofti en hér hafa ekki verið geriða slík- ar mælingar síðan um 1960, að sögn forstöðumanns Geislavarna ríkisins. Reuter ih/gg Indónesía Maður bítur hund Djakarta - Bóndi nokkur drap hund mcð því að bíta hann í háls- inn eftir að hundurinn hafði bitið sex ára gamlan dreng. Oni heitir maðurinn, 24 ára gamall. Hann sló hundinn með kylfu og réðst síðan til atlögu við hann með fyrrgreindum afleið- ingum og þótti heimamönnum þetta vasklega gert. Heilbrigðis- yfirvöld eru nú að athuga hvort hundurinn sálugi hafi verið með hundaæði, sá sjúkdómur mun al- gengur á þessu svæði. Bifreiðastjórar Stefnir í verkfall Enginn árangur varð af fjög- urra tíma samningafundi bif- reiðastjóra í Sleipni með sérleyf- is- og hópferðaleyfishöfum, hjá ríkissáttasemjara en fundinum lauk kl. 21.30 í gærkvöldi. Nýr fundur hefur verið boðaður á miðvikudagsmorgun, en boðað verkfall Sleipnisbflstjóra kemur til framkvæmda á miðnætti að- fararnætur 1. maí hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Að sögn Runólfs Engilberts- sonar sem á sæti í samninganefnd Sleipnis er enn langt bil á milli samningsaðila. Bifreiðastjórar eru aðilar að ASÍ en þeir semja sjálfstætt og eiga alveg ósamið um sín mál. Bifreiðastjórarmunu funda í kvöld og ræða stöðuna í samningamálunum. -Ig.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.