Þjóðviljinn - 29.04.1986, Blaðsíða 2
Samband byggingamanna
Stormasamt þing
Gagnrýnin umrœða um kjaramál. Kröfugerð: Verðtryggð laun, hœrri
kaupmáttur, niðurfelling eftirvinnu. Siðferðisleg skylda hreyfingarinnar að beita
sér af hörku fyrir úrbótum. Beitum verkfallsvopninu efekki er annarra kosta völ.
landsþingi Sambands
■ byggingamanna lauk á
Akureyri sl. laugardag. Um 70
fulltrúar sátu þingið, en alls eru í
sambandinu 19 aðildarfélög.
Þetta er í annað sinn sem þing
SBM er haldið utan Reykjavíkur.
Fyrir fjórum árum var það haldið
í Munaðarnesi. Þótti því ýmsum
sem þarna ætti sér stað merk
tímamót í sögu sambandsins.
Að þingsetningu lokinni af-
hentu húsgagnasmiðir í Reykja-
vík Benedikt Davíðssyni og Grét-
ari Þorleifssyni blómvönd. í
ávarpi sem Kristbjörn Arnason
flutti við það tækifæri, þakkaði
hann þeim m.a. fyrir vel unnin
störf og að hafa átt sinn þátt í að
bjarga ríkisstjórninni frá falli.
Væri vel við hæfi að færa þeim
blómvönd, því nú væri stefnt að
því að heyja verkalýðsbaráttuna
með búkkettum.
„Þetta var eitthvert storma-
samasta þing sem ég hef setið og
hef ég þó sótt sambandsþing
byggingamanna mörg undanfarin
ár,“ sagði einn viðmælanda
blaðsins, þegar hann var spurður
um gang mála. „Verkalýðshreyf-
ingin hefur verið harðlega
gagnrýnd fyrir gerð síðustu kjara-
samninga og einnig hafa menn
haft mjög ákveðnar skoðanir um
þau tvö megin mál ráðstefnunn-
ar, sem voru kjaramál og
menntunarmál félagsmanna.“
Þorbjörn Guðmundsson vara-
formaður Trésmiðafélags
Reykjavíkur var beðinn að gera í
stuttu máli grein fyrir því helsta
sem fram hefði farið á þinginu
hvað varðaði menntunarmál.
Hann benti á að í erindi sem Hall-
dór Grönvold hafði haldið á þing-
inu og vakti mikla athygli. kom
fram að þörf væri á umbyltingu í
núverandi iðnfræðslukerfi iðn-
verkafólks. I framtíðinni ætti
fræðslukerfi iðnverkafólks að
byggjast upp á áfangakerfi, sem
fæli í sér að menn gætu Iært einn
afmarkaðan þátt í iöninni, tré-
smiðir lærðu til að mynda einung-
is uppslátt og síðan gætu menn
safnað punktum og þannig öðlast
sveinsréttindi.
Annað sjónarmið sagði Þor-
björn hefði verið uppi um þessi
mál, sem byggðist í stórum drátt-
um á núverandi fyrirkomulagi.
Þó væri þar gert ráð fyrir að allir
þeir sem á námssamning færu
tækju eins árs grunnnám í verk-
menntaskóla. Allir voru sam-
mála um að endurskoða þyrfti
verkmenntunina, þótt ekki væri
uppi einn rómur í þeim efnum.
Sem dæmi um hve úreltar reglur
giltu sumsstaðar var nefnd náms-
Tónleikar
Ljóð í
Norræna
í kvöld klukkan 20.30 verða
ljóðatónleikar í Norræna húsinu
og syngur þar sænska söngkonan
Marianne Eklöf við undirleik
Stefans Bojstens. Á efnisskrá eru
9 söngvar eftir Þorkel Sigur-
björnsson við ljóð eftir Jón úr
Vör, söngvar eftir Wilhelm Sten-
hammar, Wilhelm Peterson-
Berger, Xavier Monsalvatge og
þrjú vorljóð eftir Miklos Maros
við japönsk ljóð. Stefan Bojsten
leikur verk eftir F. Chopin á pí-
anó.
skrá fyrir bólstrun. Hún er frá því
árið 1942.
Verðtryggð laun
í kjaramálaályktun, sem sam-
þykkt var á þingi SBM komu
m.a. fram mikil vonbrigði með
hvað nýgerður kjarasamningur
væri lítill áfangi að meðal kaup-
mætti ársins 1983, eins og kröfur
SBM stefndu að. Að sögn þeirra
Grétars Þorsteinssonar formanns
Trésmiðafélags Reykjavíkur og
Grétars Þorleifssonar formanns
Fél. byggingamanna í Hafnar-
firði, fór fram mjög gagnrýnin
umræða um kjaramál. I kröfu-
gerð SBM væri lögð megin
áhersla á fimm þætti, en þeir eru:
Verðtrygging launa, kaupmáttur
sem ekki yrði lakari en að með-
altali 1983, niðurfelling eftir-
vinnu, tryggja innheimtu sjóða
félagsmanna, róttækar úrbætur í
húsnæðismálum. I kjaramálaá-
lyktun SBM, segir síðan m.a.: „í
samningnum er gert ráð fyrir
Iaunakönnun, sem gerð verði í
samráði við kjararannsókna-
nefnd og niðurstöður hennar
verði grundvöllur að röðun í nýtt
launakerfi í samráði við verka-
lýðsfélögin. Þingið leggur áherslu
á að allar ákvarðanir sem varða
úrvinnslu og röðun í launaflokka,
verði í höndum félaganna sjálfra,
enda er það skoðun þingsins að
rangt sé að auka á miðstýringu
við gerð kjarasamninga og taka
frumkvæði við samningsgerðina
úr höndum félaganna, eins og til-
hneiging hefur verið til. Þingið
telur rétt að gerð sé tilraun til
niöurfærslu verðlags í trausti þess
að stjórnvöld axli þá ábyrgð, sem
samningurinn gerir ráð fyrir, og
að vanda ríkissjóðs verði ekki
velt á undan sér með miklum
hækkunum í byrjun næsta árs.
Þingið telur að verslunin og ýms-
ar aðrar greinar atvinnulífsins
geti og eigi að axla hluta af niður-
færslunni.
Verkalýðshreyfing
taki sig á
í húsnæðismálum er stigið stórt
og mikilvægt skref, segir enn-
frernur í ályktuninni. Þingið lýsir
eindregnum stuðningi við þær
leiðir sem farnar eru og hvetur til
að hvergi verði hvikað í þeim efn-
um, svo sem í vaxta- og skatta-
málum. Eitt megin markmið í
efnahagsstefnu núverandi ríkis-
stjórnar var að skerða afkomu
launafólks um 25%-30%. Þessu
markmiði hefur hún náð án veru-
legra átaka við verkalýðsh-
reyfinguna. Lífskjör almennings
á íslandi eru því mun lakari en
þau hafa verið í áratugi. Ójöfnu-
ður hefur stórlega aukist og s'á
hópur, sem ekki getur framfleytt
sér af launum sínum fer stækk-
andi, en á sama tíma hafa pen-
ingamenn rakað að sér fjármun-
um í stórum stíl.
Stefna VSÍ er m.a. að hafa
frjálsar hendur við yfirborganir
en halda kauptöxtum lágum,
með það fyrir augum að brjóta
niður verkaiýðshreyfinguna og
eyðileggja félagslega ávinninga
sem þegar hafa náðst. Það hefur
valdið gremju almennings hvað
ýmis félög sem hafa sterka samn-
ingsaðstöðu hafa verið deig og
ófústil baráttu. Verkalýðsfélögin
verða að taka sig á og heyja raun-
hæfa baráttu fyrir því að fólk geti
lifað á umsömdum dagvinnu-
launum. Að undanförnu hefur
fátækt verið mjög til umræðu
enda er það viðurkennd stað-
reynd að fimmti hver íslendingur
býr við fátækt. Þingið leggur
áherslu á að fátækt sé ekki hag-
fræðilegt reikningsdæmi, heldur
er hér verið að fjalla um lifandi
fólk og hamingju þess. Það er sið-
ferðileg skylda verkalýðshreyf-
ingarinnar að beita sér af hörku
fyrir tafarlausum úrbótum.
Forystan
fylgi folkinu
Verkalýðshreyfingunni hefur
ekki tekist að virkja fólk til að
vera sá sóknarkraftur, sem
launþegahreyfingu er nauðsyn-
legt. Verkalýðshreyfingin og þá
ekki síst ASI hefur fengið yfir sig
æ meira yfirbragð stofnunar,
enda hafa völd innan hreyfingar-
innar í vaxandi mæii færst frá
kjörnum fuíltrúum í hendur sér-
fræðinga. Verkalýðsforystan þarf
að fylgja fólkinu og vera tilbúin
að taka áhættu þannig að ríkis-
valdinu og atvinnurekendum
standi ógn af hreyfingunni og taki
tillit til skoðana hennar. Verk-
fallsvopninu verður að beita sé
ekki annarra kosta völ. Þingið
telur nauðsynlegt að aðildarfélög
innan sambandsins endurmeti
stöðu sína fyrir komandi kjara-
baráttu í ljósi reynslu síðustu
mánaða. Félögin taki m.a. til at-
hugunar fyrirkomulag samninga,
svo sem samflot ASÍ félaga,
samninga á vettvangi SBM félag-
anna sjálfra, sameiginlegan
samning iðnaðarmanna og at-
vinnugreinasamning. “
Þingfulltrúar báru almennt lof
á alla framkvæmd og aðstöðu á
þinginu og hafði einn góður mað-
ur orð á því við blaðamann að
SBM ætti að þinga á Akureyri um
ókomna framtíð. -GA
Það anga víðar blóm en á Al-
þingi
MS-sjúklingar
Sömu
kjarabætur
Aðalfundur M.S. félags fslands var
haldinn 17. apríl síðastliðinn. Fund-
urinn skorar á ríkisstjórn fslands að
endurskoða ákvörðun sína um eftir-
gjöf aðflutningsgjalda bifreiða frá 9.
apríl 1986, þar sem upphæð sú er fatl-
aðir fá eftirgefna heíur lækkað um allt
að 85% og verð á eldri bifreiðum um
50%. Fundurinn leggur til að sölu-
skattur á bifreiðum til fatlaðra verði
felldur niður svo þeir njóti sömu kjar-
abóta og aðrir.
Höskuldur Skarphéðinsson: Deilan stendur um lífeyrisréttindi (Ljósm. EÓI)
Yfirmenn
Deilt um lífeyrisréttindi
Höskuldur Skarphéðinsson formaður Öldunnar: Yfirmenn viljafá sömu lífeyris-
réttindi og gilda í lífeyrissjódi sjómanna. Viljum einnig fá samninga varðandi
atvinnumálin og leiguskipin. Skip tekin á leigu 3ja hvern dag
Pað sem okkar deila snýst um
er einkum tvennt. Við viljum í
fyrsta lagi fá sömu lífeyrisréttindi
og gilda í lífeyrissjóði sjómanna,
enda höfum við gamalt loforð
bæði frá SÍS og Eimskipafélaginu
um það, en félögin hafa algerlega
svikið þau loforð. I annan stað
eru það atvinnumál okkar. Af
þeim höfum við verulegar áhyggj-
ur. Það er ekki bara að föstu
leiguskipin fímm séu með er-
lendar áhafnir, heldur færist það
injög í vöxt að skipafélögin taki
leiguskip. Við létum kanna það
mál og kom þá í ljós að 20 skip
voru tekin á leigu fyrstu 60 daga
þessa árs, eða skip á 3ja daga
fresti.
Þetta sagði Höskuldur Skarp-
héðinsson formaður skipstjóra-
og stýrimannafélagsins Öídunnar
í samtali við Þjóðviljann en yfir-
menn á farskipum hafa boðað
tímabundin verkföll á næstunni.
Varðandi lífeyrissjóðsmálið,
sem er aðal mál kjarabaráttunnar
hjá yfirmönnum nú, þá fá félagar
í lífeyrissjóði sjómanna lífeyris-
greiðslur frá 60 ára aldri. En í
lífeyrissjóði yfirmanna hjá Eint-
skip ekki fyrr en við 67 ára mark-
ið og nú ætlar SÍS að hækka
markið í sínum sjóði uppí 70 ár.
Það er krafa okkar að annað
hvort fáum við okkur færða yfir i
lífeyrissjóð sjómanna eða að
skipafélögin breyti reglunum hjá
sér til samræmis við reglur sjó-
manna lífeyrissjóðsins, sagði
Höskuldur.
Hann tók fram að kaupkröfur
væru ekki inní myndinni í þessari
deilu, yfirmenn tækju því sem
ASI/VSI sömdu um í vetur. í dag
kl. 16.30 hefur verið boðaður
fundur hjá sáttasemjara í þessari
deilu- -S.dór
2 SÍÐA - ÞJÓÐVÍLJINN