Þjóðviljinn - 29.04.1986, Page 4
LEIÐARI
Rambó forseti - eða Ronald Reagan
Kastljósþáttur um Ronald Reagan Bandaríkj-
aforseta í sjónvarpi á dögunum hefur vakiö
mikla athygli. í þættinum var sýnt hvernig forseti
Bandaríkjanna ruglar saman atvikum og at-
buröarás í gömlum kvikmyndum og veruleikan-
um sem hann er aö fást viö sem forseti Banda-
ríkjanna. Forsetinn heldur ræöur og svarar
spurningum meö klisjum úr kvikmyndum og
þaö er bersýnilegt aö vitundarheimur hans er
mjög takmarkaöur viö þá reynslu.
Erlendir fréttaskýrendur hafa að undanförnu
fjallaö mikiö um þennan afdrifaríka þátt í stjórn-
kerfi Bandaríkjanna, -og þarmeð heimsbyggö-
ar. Maðurinn sem sjálfur þekkir til dæmis stríö
ekki nema úr kvikmyndum á í mestu erfiðleikum
meö aö skilja á millli kvikmyndarinnar og veru-
leikans. Hann virðist vera fullkomnlega fær um
aö steypa heiminum í þá glötun, sem
gagnrýnendur hans í Bandaríkjunum óttuðust
aö hann gæti gert.
í pólitískum útleggingum og „réttlætingum" á
athæfi Bandaríkjastjórnar hefur hún sjálf ein-
faldaö veruleikann einsog í kvikmynd - og for-
setinn jafnvel vísað til kvikmynda um pólitísk
viöhorf sín og viöbrögö. Hrifning hans á ofbeld-
ismyndinni Rambó gaf honum tilefni til yfirlýs-
inga um hvernig ætti aö bregöast viö óvinum.
Og loftárársirnar á Líbýu voru líkari atriöi úr
kúrekamynd en „yfirvegaöri pólitískri aögerö11
og gætu hleypt þriöju heimsstyrjöldinni af staö.
í málnotkun hefur forsetinn og starfslið hans í
Hvíta húsinu tekist aö búa til einfalda svart-hvíta
heimsmynd, sem meirihluti þjóöarinnar virðist
styöja, a.m.k. nú um stundir. I tungutaki þeirra
hefur einföldunin náö guöfræöilegum víddum í
umsögnum um þjóöarleiötoga. í vitund þeirra
eru Bandaríkin guös útvalin, - og þar af leiðandi
eru öll ríki og ríkisstjórnir, andstæð stefnu
Bandaríkjanna, frá hinu illa komin. Sá sem
veröur fyrir árásum Bandaríkjanna gerir rétt
með því aö taka árásum sem yfirnáttúrlegu
straffi. Bandaríkin geta nefnilega ekki sam-
kvæmt Reagan og hans liði fariö í stríö viö Líbýu
- heldur ber aö líta á innrásina í Líbýu sem
krossför.
Menningarafurðir þjóðfélaga segja oft mikiö
um þaö sem er aö gerast meö þjóöunum. Hin
nýja einföldum, hatursþrungin afstaða til hins
ókunna, þjóðremban sem villir mönnum sýn
verður einkar bersýnileg í bandapskum kvik-
myndum sem sýndar hafa verið aö undanförnu í
íslenskum kvikmyndahúsum; Rambó, Rocky 4,
Innrásin og Rauð dögun eru dæmi um slíkar
myndir. Menn eiga auðveldara meö aö skilja
hvers vegna stuðningur er jafn mikill og raun ber
vitni viö árásarstefnu Reagans í Bandaríkjunum
sjálfum þegar heimsmyndin er komin niörá þaö
plan sem sýnt er í þessum kvikmyndum.
Krossferöir Ronalds Reagans í veruleikanum
njóta hins vegar stuönings nokkurra evrópskra
ríkisstjórna meö ýmsum hætti. Ríkisstjórn ís-
lands hefur gerst þátttakandi í undirbúningi
þessara krossferða meö því aö leyfa herjum
Bandaríkjamanna mikla uppbyggingu í landinu.
Þó hlutverk íslands sé ekki stórt í því mikla bíói
sem gæti orðið þaö síðasta, - er þaö nægilega
mikilvægt til að frumsýningin gæti dregist, ef
ísland drægi sig útúr krossferðinni.
Dýrkeypt gabb
I fréttum að undanförnu hefur komiö fram að
Reykjavíkurborg hafi meö óskynsamlegum
kaupum á hljómflutningstækjum tapaö miljón-
um króna. Kaupin á þessum okurtækjum voru
ákveöin eftir aö Davíö Oddsson borgarstjóri og
Ómar Einarsson framkvæmdastjóri Æskulýös-
ráös höföu heimsótt breska fyrirtækiö sem seldi
þeim svo tækin. Þau munu kosta hingað komin
um 20 miljónir króna. Faglegir aöilar hérlendis
segja að hægt heföi verið aö kaupa nægilega
góö tæki fyrir 6-10 miljónir króna.
Mörgum finnst furðulegt aö þessi tækjakaup
skuli ekki hafa verið boðin út, enda sé fyrirtækið
sem borgin keypti tækin af, heimsþekkt fyrir
okurverð og veröiö fáheyrt. Enn einu sinni er
komið dæmi um ófagleg vinnubrögö borgar-
stjórans og gagnrýnislaust mat. Þessi vinnu-
brögö eru borgarbúum dýrkeypt. ~óg
KUPPT OG SKORIÐ
Eftirlit
er auðvelt
Menn hafa sjálfsagt tekið eftir
því, að þegar talið berst að banni
við tilraunum með kjarnorku-
vopn (sem nú um skeið hafa farið
fram neðanjarðar), þá fara
Bandaríkjamenn mjög undan í
flæmingi. Þeir grípa gjarnan til
þess að segja sem svo, að Rússar
geti trútt um talað og heimtað
slíkt bann - þeir séu sjálfir búnir
að framkvæma þær sprengingar
sem Kanar standa nú í. Eða þá að
sagt er sem svo, að það séu ýmsir
erfiðleikar á því að fylgjast með
því, hvort Sovétmenn haldi bann
við kjarnorkusprengingum neð-
anjarðar.
Og ráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins og Morgunblaðsmenn
hafa mikla tilhneigingu til að taka
undir rök af þessu tagi. Eins þótt
þau standi á mjög veikum fótum.
í fyrsta lagi: einmitt á síðari
misserum hafa orðið þær fram-
farir í því að mæla hverskyns
jarðhræringar, að sérfróðir draga
það ekki lengur í efa að hægt sé að
fylgja stranglega eftir banni við
tilraunum með kjarnorkuvopn.
Dæmi er af því tekið, að í júlí í
fyrra sprengdu Sovétmenn kjarn-
orkusprengju í austanverðu Kaz-
akstan í Mið-Asíu. Þetta var lítil
sprengja eða ekki „nema“ eitt
kílótonn (þar með er átt við þá
orku sem þúsund tonn af venju-
legu sprengjuefni, TNT, leysir úr
læðingi). Þykir þetta semsagt
ekki stór sprengja í heimi þar sem
oft hafa verið gerðar tilraunir
með 150 kílótonna sprengjur.
Stöðvar utan Sovétríkjanna-,
sem fylgjast með jarðhræringum,
hefðu ekki átt að geta greint
sprengingu þessa. En þó tók stöð
ein, sem Bandaríkjamenn hafa
komið upp í Norður-Noregi, við
greinilegum boðum um hana.
Eins þótt stöðin sé í 4500 kíló-
metra fjarlægð frá sprengjustað.
Stöð þessi er einmitt gott dæmi
um þær nýjungar í mælitækni sem
gera margumdeilt eftirlit miklu
auðveldara og áreiðanlegra en
áður.
Ætla að
sprengja meir
Nei, talið um eftirlitserfiðleika
og ímyndað forskot Rússa í til-
raunasprengingum á að leiða at-
hyglina frá öðru í því háskalega
áróðursstríði um atómvopn sem
nú er í fullum gangi. Frá því, að
Bandaríkjamenn ætla ekki að
hætta við tilraunir með þessi
vopn - þeir ætla þvert á móti að
stórfjölga þeim. Vegna þess að
þær eru lítt auglýstur partur af
svonefndri Stjörnustríðsáætlun
Reagans.
Forsetinn hefur oft sagt á þá
leið, að þau geimvarnarvopn sem
áætlað er að smíða verði ekki
kjarnorkuvopn. En í rauninni er
það svo, að sú aðferð að skjóta
eldflaugar niður með leysigeisl-
um byggir helst að því, að
sprengja atómvopn úti í
geimnum til að skapa þá feikna-
orku sem þarf í leysigeisla sem
duga.
Fyrir nú utan þetta vinna
bandarískir vopnavísindamenn
að því að skapa svonefnda
„þriðju kynslóð" kjarnorku-
vopna.
Blaðið New York Times upp-
lýsir það fyrir skemmstu, að þessi
nýju vopnakerfi muni hvort um
sig krefjast 100-200 tilrauna-
sprenginga. En áður fyrr þurfti
aðeins sex tilraunir áður en ný
tegund atómhleðslu var tilbúin til
notkunar.
Blaðið hefur eftir Robert Seld-
en, sem er áhrifamaður um rann-
sóknir á sviði kjarnorkuvígbún-
aðar í Los Alamos:
„Við þurfum að minnsta kosti
svo margar tilraunir. Hér er um
algjörlega nýtt svið að ræða. Þau
eðlisfræðilegu ferli sem við nú
virðum fyrir okkur eru miklu
flóknari en nokkuð annað sem við
höfum rannsakað hingað til“.
Bandaríkjamenn hafa upp á
síðkastið gert 15 tilraunir með
kjarnorkuvopn á ári. New York
Times skýrir ekki frá því, hve
mörgum menn eigi nú von á, en
ef marka má þær tímasetningar
sem settar eru Stjörnustríðsáætl-
uninni, þá má búast við að
sprengingarnar margfaldist.
Til eilífðar -
og lengur
Auk þess sem gerðar verða til-
raunir með nýjar tegundir vopna
verður haldið áfram að sprengja í
tilraunaskyni atómvopn af fyrstu
og annarri kynslóð. En að því er
varðar kynslóðina þriðju, þá
segir annar sérfræðingur í Los
Alamos, John C. Hopkins, í við-
tali við New York Times, að það
sé mjög margt á huldu nú um
það, hvaða kerfi muni takast að
búa til og hver ekki og því gerir
hann ráð fyrir því að tilraunum
verði haldið áfram „mjög lengi,
áratugum saman“.
Mönnum ber líka nokkuð sam-
an um, að ástæðan fyrir því að
Sovétmenn vilji nú margt á sig
leggja til að stöðva tilraunir með
atómvopn sé alls ekki sú, að þeir
hafi náð forskoti á þessu sviði,
heldur þvert á móti: að þeir vilji
komast hjá því að leggja út í
miklu umfangsmeiri og dýrari til-
raunir en þær sem gerðar hafa
verið til þessa.
Hans Bethe heitir eðlisfræð-
ingur sem var einn þeirra sem
stóðu að gerð hinna fyrstu kjarn-
orkuvopna. Hann segir um þær
upplýsingar sem að ofan greinir:
„Þetta þýðir að ef við höldum
áfram með hugmyndir að þriðju
kynslóð, þá verða tilrauna-
sprengingar með atómvopn fram-
kvæmdar um alla eilífð - plús
einn dag. Eina ráðið til að koma í
veg fyrir það cr að byrja alls ekki
á þriðju kynslóð atómvopna“.
DJ0ÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýöshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Ritstjórnarfuiltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Biaðamenn: öarðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing-
ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H.
Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson. Sigurður Á. Frið-
þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglysingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson,
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Olga Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 40 kr.
Helgarblöð: 45 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 450 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 29. apríl 1986