Þjóðviljinn - 29.04.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.04.1986, Blaðsíða 6
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir Sigurður Bjartmar Arnmundsson lést 17. apríl á Sjúkrahúsi Akraness. Jarðarförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun og öllum sem minntust hans. Valgerður Þórólfsdóttir börn, barnabörn, tengdabörn, og systur hins látna armrfwg hf. Hluthafafundur í Arnarflugi h/f Arnarflug h.f. heldur hluthafafund mánudaginn 12. maí n.k. aö Hótel Sögu og hefst hann kl. 17.00. Dagskrá: Tillaga stjórnar félagsins um niðurfærslu hlutafjár í félaginu. Tillaga stjórnar félagsins um niðurfærslu hlutafjár í félaginu mun liggja frammi ásamt fylgigögunum á skrifstofu félagsins, Lágmúla 7, Reykjavík, frá og með 5. maí n.k. til athugunar fyrir hluthafa. í tillögu um niðurfærslu hlutafjár er lagt til að hlutafé félagsins verði iækkað í 10% af. nafnverði, þannig að hlutafé félagsins verði eftir niðurfærsluna kr. 4.836.000,00. Stjórnin IIa ba/U ball Nú skemmtum við okkur saman Það verður dúndrandi ball í Miðgarði, Hverfisgötu 105 að kvöldi30. apríl. Húsiðopnað kl.21.30. Við syngjum og syngjum og skemmtum okkur. Eldfjörugt tríó leikur fyrir dansi. Ljúfar veitingar á lágu verði (sem okkar ástsæla ríkisstjórn hefur þó ný-hækkað). Aðgangseyrir kr. 250. Dönsuminnl.maí. ABR-ÆFR Afmæli jðjuþjalfafélag íslands 10 ára Jóna Kristófersdóttir kjörin heiðursfélagi í mars 1986 náði Iðjuþjálfafé- lag íslands merkilegum áfanga - 10 ára afmæli félagsins. A rúm- lega 10 árum hefur iðjuþjálfum á Islandi fjölgað úr einum einstakl- ingi í stéttinni í 38. Reyndar eru íslenskir iðjuþjálfar 53, en 15 eru erlendis. Iöjuþjálfar á íslandi eru allir menntaðir erlendis í u.þ.b. 10 mismunandi löndum þó er gert ráö fyrir námsbraut í iðjuþjálfun viö Háskóla íslands samkvæmt lögum um iðjuþjálfun, sem fengu löggildingu 1977. Við stefnum að stofnun iðjuþjálfaskóla á íslandi en vegna fámennis og fjárskorts hefur það ekki tekist enn. Yfir- leitt eru á milli 20-25 manns í námi erlendis á hverjum tíma. 4 iðj uþj álfar eru méð Masters próf. Iðjuþjálfar vinna nú á 18 mis- munandi vinnustöðum hér á landi: á 4 sjúkrahúsum og 3 endurhæfingarstöðvum. Iðju- þjálfar vinna líka á vernduðum vinnustöðum, hjásjálfstæðumfé- lögum, í svæðisstjórn (1 iðjuþjálfi er framkvæmdastjóri einnar svæðisstjórnar), og hjá Trygging- astofnun ríkisins. Nokkrir iðju- þjálfar vinna við iðjutækni (ergo- nomi) bæði í skólum og á vinnu- stöðum og 1 iðjuþjálfi vinnur hjá hjálpartækjabankanum. Félagið hefur gefið út stéttar- blað tvisvar á ári síðan 1979. f tilefni 10 ára afmælis félagsins var haldinn glæsilegur aðalfundur 15. mars sl. í húsnæði BHM. Þá var Jóna Kristófersdóttir, fyrsti ís- lenski iðjuþjálfinn, gerð að Knútsson heiðruð heiðursfélaga. Einnig var Hope mennsku í 10 ár. fyrir for- Jóna Kristófersdóttir (t.v.), fyrsti íslenski iðjuþjálfinn, tekur við viðurkenningum sínum. Saga Flugleiðir Class á öllum leiðum Flugleiðir bjóða nú Saga Class farrými á öllum leiðum félagsins í millilandaflugi. Liðin eru tæp tvö ár frá því fé- XG 0PIÐ HUS DAGLEGA í kosningamiðstöðinni Miðgarði, Hverfisgötu 105 Kosningaskrifstofa ABR í Miðgarði er opin kl. 10-18 alla virka daga. Þar er hægt að fá upplýsingar um kjörskrá og leiðbeiningar um utankjörfundarkosningu og kærur. Alltaf heitt á könnunni! Þú nærð sambandi við starfsmenn skrifstofunnar, þau Steinar Harðarson, kosningastjóra, Björk Vilhelmsdóttur og Gísla Þór Guðmunds- son í síma 17500. SJÁLFBOÐALIÐA VANTAR áfek Góður árangur í baráttunni við íhaldið byggist ekki síst á öflugu og vel skipulögðu starfi. Margar hendur vinna létt verk! Alþýðubandalagið í Reykjavík vantar heilan her sjálfboðaliða til ým- Jra issa starfa. Líttu við eða hringdu og láttu skrá þig tn starfa. HVAÐ SEGJA FRAMBJÓÐENDUR? Hvað hefur verið að gerast í Reykjavík undanfarin 4 ár? Fyrir hverja hefur verið stjórnað? Fáðu frambjóðendur ABR á fund á vinnustað eða í skólann! Ekki veitir af að fólk heyri eitthvað annað um borgarmálin en auglýsingar um borðaklippingar og hornsteina Davíðs Oddssonar. Kosningaskrifstofan hefur milligöngu um að senda frambjóðendur á fundi. Sláðu á þráðinn í síma 17500. Kosningastjórn lagið tók upp farrýmisskiptingu, og þá fyrst aðeins í áætlunarflugi til Norðurlanda og Bretlands. Síðan hafa aðrar áætlunarleiðir bæst við, og nú síðast á N- Atlantshafinu. Saga Class farrými á N- Atlantshafsleiðum er boðið þeim farþegum sem greiða Saga Class- og Normal fargjöld. Tekin hefur verið út sætaröð I þeim hluta vél- anna sem ætlaður er Saga Class farþegum, og aðrar raðir færðar til svo rýmra verði um farþegana. Einnig er aðeins tveim farþegum úthlutað sætum í hverri þriggja sæta röð þegar hægt er að koma því við. Innritun farþega á Saga Class fer fram við sérstakt innritunarborð. Sérstakar veitingar eru á Saga Class, og má t.d. geta þess að farþegar á leið til Bandaríkjanna geta valið um tvo rétti samkvæmt matseðli. Farþegum á Saga Class er ekki gert að greiða fyrir drykki. Þrátt fyrir þessa auknu þjónustu á Saga Class hefur að sjálfsögðu í engu verið dregið úr þjónustu við aðra farþega. VIÐHORF Framhald af bls. 5 ystumenn þessara ríkja í Ijós áhyggjur um framhaldið. Hvers- konar tröllatök hefir þetta fjar- læga herveldi á ráðamönnum heimsins? Sennilega stendur engin þjóð jafn nærri leiðtogum sínum og ís- lendingar. Flestir eiga vini eða kunningja sem sitja á Alþingi. Þetta skapar okkur möguleika á raunhæfara aðhaldi og öflugri stuðningi við góð mál en verið gæti með stærri þjóðum. Þess ætt- um við að neyta í baráttunni fyrir friði. Spurningin um orsakir styrjalda er án efa þýðingarmesta umhugsunarefni þess hluta mannkyns sem ætlar að lifa lengur en til næsta dags. Hér hafa íslendingar mikið að segja. Enda þótt blettur hafi fallið á skjöld okkar á síðustu áratugum með herstefnunni og samþykki okkar við hana, erum við vopnlaus þjóð. Það er dýrmætur arfur og ætti að vera framlag okkar í sam- skiptum þjóða, fremur en her- skáar ræður sem hljóta að vera broslegar með tilliti til stærðar þjóðarinnar. Slíkt er að vísu ekki nein trygging gegn því að her- veldi ráðist inn í landið, en það eru hervarnir heldur ekki. En það væri framlag í baráttunni fyrir friði, sem hervarnir eru ekki; framlag sem byggðist á trausti en ekki tortryggni. Traust manns á manni og þjóð- ar á þjóð er eina forsendan sem smáþjóðir geta byggt frjálsa til- veru st'na á. Undir pilsfaldi her- velda lifir hvorki friður né frelsi. Helgi Jónsson 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.