Þjóðviljinn - 29.04.1986, Qupperneq 8
MANNLÍF
8 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 29. apríl 1986
Ættingjar Símonar í Birtingarholti: W. Sesselja, Garðar, Steingrímur og Magnús Steingrímsbörn og hjónin Sigríður Sigmarsdóttir og Guðbjörn Jónsson. (Mynd Sig).
Reykjavík
Þau voru
krakkar á
Bráðræðisholtinu
Eru núna flutt út um hvippinn og hvappinn
Björn A. Guðjónsson og Soffía Eygló Jónsdóttir voru í framkvæmdanefnd með
Pétri Péturssyni: Við bjuggumst við svona um 60 manns en það komu 80
sögðu þau kampakát.
Þær rifja upp bernskuminningarnar. Helga Hansdóttir, Inga Dagbjartsdóttir og Þóra Guðjónsdóttir en tvær þær öftustu
þekkjum við því miður ekki. (Mynd Sig).
„Við ákváðum að hóa saman
þessu fólki sem ólst upp á Bráð-
ræðisholtinu til að rifja upp gaml-
ar minningar þaðan, en Bráð-
ræðisholtið var hér áður fyrr
heimur út af fyrir sig. Þarna var
sérstakt mannlíf, það var róið til
fiskjar úr Selsvör, fiskur var
þurrkaður á stakkstæðum við
húsin og þarna voru kartöflu-
garðar við hvert hús, nú sumir
voru með sauðfé þarna og jafnvel
kýr“.
Það er Pétur Pétursson sem
segir þetta en á sunnudaginn síð-
asta var haldin samkoma þeirra
sem ólust upp á Bráðræðisholtinu
í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli í
Reykjavík. Þarna voru um 80
manns og skemmtu sér hið besta
eins og sjá má á meðfylgjandi
myndum.
„Okkur datt þetta í hug þegar
ég var að leita að Ijósmynd af býl-
inu Bráðræði, en ég safna
gömlum myndum," sagði Pétur.
„Holtið er kennt við þetta býli og
einhvern tíma var sagt að það
væri ekki von að vel færi í
Reykjavík, bæ sem byrjaði í
Bráðræði en endaði í Ráðleysu,
en það var hús sem stóð við
Laugaveg innarlega.“
Pétur Pétursson heldur ræðu. Hann hefur líklega framið nokkur strákapörin á
Bráðræðisholtinu hér áður fyrr.... (Mynd Sig).