Þjóðviljinn - 29.04.1986, Qupperneq 9
Málmiðnaðarmenn
Aðbúnaður í málm-
iðnaði víða slæmur
Megin markmið vinnuverndar-
laganna sem gildi tóku 1. janúar
1981 og lúta að vinnustöðunum
eru m.a. þessi:
„Að tryggja öruggt og heilsu-
samlegt starfsumhverfi sem jafn-
an sé í samræmi við tæknilega og
félagslega þróun í þjóðfélaginu.
Að tryggja skilyrði fyrir því að
innan vinnustaðanna sjálfra sé
hægt að leysa öryggis- og
heilbrigðisvandamál í samræmi
við gildandi lög og reglur, í sam-
ræmi við ráðleggingar aðila vinn-
umarkaðarins og í samræmi við
ráðleggingar og fyrirmæli Vinnu-
eftirlits ríkisins.“
í ljósi þessara markmiða álykti
málmiðnaðarmenn um vinnu-
vernd.
Vinnustaðir
málmiðnaðarmanna
Vinnustaðir málmiðnaðar-
manna eru ekki í samræmi við
tæknilega og félagslega þróun i
landinu. Málmiðnaðarmenn
skerða heilsu sína urn leið og þeir
selja vinnuafl sitt.
Fjölmargar ástæður eru fyrir
þessu ástandi. Þar má nefna
óhentugt vinnuhúsnæði og vélar,
skort á heppilegum verkfærum
og tækjum, lélega eða ranga
stjórnun og skipulag, gamaldags
viðhorf til vinnustaðanna, ónóga
loftræstingu, hávaða, mengun og
það sem er einna alvarlegast;
stjórncndur og starfsmenn halda
ekki vöku sinni um vinnuvernd,
eru samdauna ástandinu.
Áhrifaríkustu aðgerðir
Það er óþolandi að afturhalds-
samir atvinnurekendur og full-
trúar þeirra í stjórn Vinnueftirlits
ríkisins ráði ferðinni í aðbúnað-
armálum. Peir eru staðir og
stympast á móti hverri tilraun
sem miðar að bættu ástandi á
vinnustöðum. Þar á meðal eru
nýjar reglugerðir um aðbúnað.
Málmiðnaðarmenn og verka-
lýðsfélögin verða að treysta mest
á eigin vinnu í aðbúnaðarmálum.
Brýnasta verkefnið er að efla ör-
yggismálastarfið að vinnustöðun-
um með því að:
1. Kosnir verði öryggistrúnað-
armenn á hverjum vinnustað.
Langt er í land að öryggistrún-
aðarmenn séu á öllum vinnustöð-
um sem lög gera ráð fyrir að þeir
starfi á. Með samstilltu átaki
verkalýðsfélaganna og Vinnueft-
irlitsins má ráða bót á því. Sam-
hliða fjölgun öryggistrúnaðar-
manna þarf að mynda stuðning
frá vinnufélögum þeirra. Þar
verða verkalýðsfélögin að hafa
forgöngu um með vinnustaða-
fundum m.a.
2. Námskeið verði haldin fyrir
öryggistrúnaðarmenn.
A Vinnueftirlitið verður að ýta
varðandi námskeið fyrir trúnað-
armenn öryggismála. Hins vegar
þola aðbúnaðarmálin enga bið og
verkalýðsfélögin verða að sinna
námskeiðahaldinu ein meðan
Vinnueftirlitinu tekst ekki betur
upp en nú er og síðan verða
verkalýðsfélögin að sinna
fræðslustarfinu samhliða
auknum þrótti yinnueftirlitsins.
12. þing MSÍ skorar á ríkis-
stjórn og Alþingi að tryggja nú
þegar aukið fjármagn til starf-
semi Vinnueftirlits ríkisins svo
það verði starfi sínu vaxið. Til
Vinnueftirlitsins verður að gera
auknar kröfur svo og til verka-
lýðsfélaga og santbanda. Koma
verður á reglulegum samskiptum
þessara aðila.
3. Vinnustaðirnir eru margir
smáir. Það er erfitt um vik fyrir
trúnaðarmenn að starfa. Ná-
lægðin við eigendur fyrirtækj-
anna og stjórnendur trufla
æskileg afskipti öryggistrúnaðar-
manna af aðbúnaðarmálum. Á
öllum vinnustöðum getur komið
fyrir að öryggistrúnaðarmaður-
inn lendi milli steins og sleggju.
Atvinnurekandinn er annars veg-
ar og vinnufélagarnir hins vegar.
Á vegum verkalýðsfélaganna
(landssambands og/eða svæða-
sambanda) starfi svæðisöryggis-
trúnaðarmenn í fullu starfi, en á
launum hjá Vinnueftirlitinu.
Með því er hægt að komast hjá að
ýmis vandamál af þessum toga
skapist eða tefji fyrir eðlilegum
framförum í aðbúnaðarmálum.
4. Starfsmenn verkalýðsfélag-
anna sinni sérstaklega aðbúnað-
arstarfinu á vinnustöðunum.
Minni verkalýðsfélög verði að-
stoðuð af svæðasamböndum,
landssamböndum og heildarsam-
böndum ASÍ.
Verkalýðsfélögin hafa fallið í
þá gryfju að líta svo á að aðbún-
aðarmálin hafi fengið langtíma
afgreiðslu með setningu vinnu-
verndarlaganna. Hugarfars-
breytingin sem nauðsynleg er svo
lögin nái tilgangi sínum er ekki
orðin að veruleika enn. Grettis-
takið er enn ótekið.
5. Efnt verði til upplýsinga-
herferðar á vinnustaði um aðbún-
aðarmál. Markvissum áróðri
verði komið inn í fjölmiðla t.d.
útvarp og sjónvarp.
Landssamböndin þurfa að efna
til sérstaks vinnuverndarárs.
Fara verður á alla vinnustaði með
kynningu á hvað séu aðbúnaðar-
og öryggismál. Herferð á vegum
landssambandanna og verka-
lýðsfélaga er heppileg þar sem þá
er rætt við fólk á vinnustöðunum
með reglulegum vinnustaðafund-
um, sem er innan sömu starfs-
greina. Útbúa þarf góða bæk-
linga um aðbúnað til dreifingar á
vinnustöðum og sýna myndir úr
raunveruleikanum sem dæmi um
úrlausnir. Samtvinna verður
áróður fyrir bættu starfsumhverfi
og betra lífsumhverfi.
6. Áfangakerfi verði tekið upp
vegna fræðslu um aðbúnaðarmál
fyrir öryggistrúnaðarmenn.
Fræðslumál öryggistrúnaðar-
manna og öryggisvarða verða
ekki leyst með einu námskeiði.
Hefja þarf umræðu um fyrir-
komulag fræðslunnar. Heppilegt
gæti verið að fyrsta stig fræðsl-
unnar væri t.d. kynning á starfi
öryggistrúnaðarmanna og örygg-
isvarða. Annað stig yrði lengra
námskeið þar sent farið væri ýtar-
lega í lög og reglugerðir og urn
aðbúnaðarmál á vinnustöðum al-
mennt. í þriðja sæti væri fjallað
um málefni hverrar atvinnugrein-
ar og á þau nántskeið kærnu þátt-
takendur eingöngu innan sömu
starfsgreinar. Fjórða stig fræðsl-
unnar færi fram á vegum lands-
santbanda og þá væru eingöngu
öryggistrúnaðarmenn kallaðir til
funda og ráðstefnuhalds. Fulltrú-
ar verkalýðsfélaganna í öryggis-
nefndum sérgreina ættu að geta
leitt starfið samkvæmt fjórða
stiginu, færðist i þá lífsmark.
7. Læknisskoðun verði skipu-
lögð af verkalýðsfélögunt, þar
sem gert er ráð fyrir að allir fé-
lagsmenn gangi undir læknis-
skoðun með reglulegu millibili.
Heilsufar málmiðnaðarmanna
er verðmæti sem má ekki rýrna
vegna heilsuspillandi vinnustaða.
Þess vegna hafa málmiðnaðar-
menn ályktað um vinnuvernd á
þingum sínum. En verkinu er
engan veginn lokið. Við þurfum
beittari tón í ályktun okkar en oft
áður. Staðnaðir atvinnurekendur
hafa ekkert siðferðilegt leyfi til
að tefja framfarir í aðbúnaðar-
málum okkar. Ljóst er að oft eru
starfsmenn sjálfum sér verstir og
leggja verður auknar skyldur á þá
að þeir skapi gott starfsumhverfi
og framfylgi lögum og reglu.n.
Málmiðnaðarmenn og fjöl-
skyldur þeirra þurfa framfarir í
aðbúnaðarmálum.
12. þing MSÍ mótmælir harð-
lega því sem kemur fram í skýrslu
með frv. til laga unt breytingu á
lögum nr. 46, 28. maí 1980, um
aðbúnað og hollustuhætti og ör-
yggi á vinnustöðum, um að ýmsir
þættir vinnuverndarlaganna
muni taka allmörg ár að frarn-
kvæma, svo sem varnir gegn
heyrnarskemmdum.
Auglýsing um innlausn
happdrættísskuldabréfa
ríkissjóðs
1. flokkur 1981
Hinn 2. maí nk. hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs
í 1. flokki 1981, (litur: fjólublár).
Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði kr. 100,00,
verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á
lánskjaravísitölu frá útgáfudegi á árinu 1981 til gjalddaga í ár.
Innlausnarverð hvers skuldabréfs í greindum flokld er kr. 599,20
Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda á,
að bréfin eru eingöngu innlevst í afgreiðslu Seðlabanka íslands.
Hafnarstræti 10. Revkjavík.
Þeir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu
Seðlabankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða
hvar sem er á landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans.
Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar lánskjaravísitölu
Skuldabréfin fyrnast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 1. maí 1986.
Reykjavík, apríl 1986
SEÐLABANKI ISLANDS
fulltrúa-
fundur
Hjúkrunarfélags íslands
verður haldinn 6. og 7. maí n.k. að Grettisgötu 89
Reykjavík og hefst kl. 9 f.h.
Dagskrá skv. félagslögum.
Félagsstjórn