Þjóðviljinn - 29.04.1986, Síða 13
HEIMURINN
Kjarnorkuverið á Þriggja Mílna Eyju í Bandaríkjunum. Þar varð alvarlegt kjarnorkuslys árið 1980. Nú hafa Sovétmenn tilkynnt um kjarnorkuslys hjá sér.
Ekki er enn vitaö hversu alvarlegt það er
Kjarnorkuver
Kjamorkuslys í Sovétríkjunum
Kjarnakljúfurí Kjernóbíl kjarnorkuverinu norðan við Kiev bilaði með þeim afleiðingum að
geislavirkni barst út íandrúmsloftið. Það hefurnú boristtil Norðurlandanna
Stokkhólmi — Mikil bylgja
geislunar barst yfir Svíþjóð,
Finnland, Noreg og Danmörku
í gær eftir að leki hafði orðið í
Kjernobíl kjarnorkuverinu
norður af borginni Kiev í Úkra-
ínu. Tass fréttastofan sagði frá
því í gær að slys hefðu orðið á
mönnum, ástæða slyssins var
sögð vera bilun í einum kjarn-
akljúfi versins.
Sænskir embættismenn sögðu
frá því fyrr í gær að talið væri að
geislunin hefði borist með vind-
um yfir Eystrasalt frá einhverju
kjarnorkuveri í Eystrasaltslönd-
um innan landamæra Sovétríkj-
anna, slysið hafi líklega orðið á
sunnudaginn. „Við teljum að
þetta komi frá Sovétríkjunum -
vegna einhvers konar lek'a úr
kjarnorkuveri," sagði Ingemar
Vintersved í Varnarrannsóknar-
stöð Svíþjóðar.
Fulltrúi í sænska sendiráðinu í
Moskvu hafði eftir fulltrúum so-
vésku kjarnorkunefndarinnar
fyrri hluta dagsins í gær, að þeir
hefðu ekki heyrt unt neitt kjarn-
orkuslys á sovésku landsvæði og
þeir myndu vita um það hefði
slíkt slys orðið. Tilkynning Tass
fréttastofunnar kom síðan seinni
partinn og þykir óvenjulegt að
Sovétmenn viðurkenni slys af
þessari tegund svo fljótt sem raun
varð á.
Mest geislun mældist í gær í
Finnlandi. I norður- og miðhér-
uðum Finnlands mældist allt að
sex sinnum nteiri geislun en eðli-
legt getur talist. I Danmörku
sögðu embættismenn frá því að
geislavirkni væri fimm sinnurn
meiri en hún er vanalega og í
Osló mældist hún 50 % hærri en
vanalega. „Geislunin kemur
vissulega úr austurátt sem skýrir
það hvers vegna hún mælist hærri
í Danmörku en Noregi," sögðu
fulltrúar í Risö kjarnorkurann-
sóknastöðinni í Danntörku.
Talsmaður sænska orkuráðsins
sagði að engin hætta væri frá
geisluninni fyrir almenning og
ljóst væri að hún væri aðeins
vegna leka, ekki vegna tilrauna-
kjarnorkusprengingar.
í gærmorgun var talið að lek-
inn hefði orðið í sænsku kjarn-
orkuveri norður af Stokkhólmi.
Par voru 600 starfsmenn orku-
vers fluttir á brott.
Frakkland
Mitterrand vill samtök gegn hryöjuverkum
Mitterrand og Chirac fara báðir til leiðtogafundar helstu iðnríkja með nýja
stefnu Frakka gagnvart hryðjuverkum í farteskinu.
París — Francois Mitterrand,
forseti Frakklands, lýsti því
yfir í fyrsta sinn í gær aö Frakk-
ar væru tilbúnir til að styðja al-
þjóðleg samtök lögregluyfir-
valda og leyniþjónustu sem
hefðu það hlutverk með hönd-
um að berjast gegn pólitísku
ofbeldi.
Fulltrúar franskra yfirvalda
segja að hér sé ekki um neina
meiri háttar breytingu á franskri
utanríkisstefnu að ræða, frekar sé
hér um að ræða yfirlýsingu um að
þær stofnanir sem nú sjá unt þessi
mál, samhæfi störf sín beturen nú
er. Mitterrand gaf þessa yfirlýs-
ingu í viðtali við japanska blaðið
Yomiuri Shimbun í tengslum við
fund æðstu manna sjö iðnríkja
sem haldinn verður í Tokyo í maí.
Textinn var gerður opinber í El-
yseé höllinni í gær.
„Við erum tilbúnir til að taka
þátt í samhæfingu lögreglu. leyni-
þjónustu og jafnvel hersins til að
mynda alþjóðleg samtök gegn
hryðjuverkum," sagði Mitter-
rand. Hann bætti því við að slík
samtök yrðu aðeins ntöguleg ef
utanríkisstefna hvers lands væri
algjörlega óháð hlutverki þessara
samtaka. Frakkar hafa hingað til
ekki verið reiðubúnir til að taka
þátt í aðgerðunt gegn hryðju-
verkum og hafa lýst því yfir beint
að þeir rnyndu ekki taka þátt í
myndun samtaka gegn hryðju-
verkunt.
Pá sagði Mitterrand einn-
Þettalíka...
Brussel — Belgía, Holland og
Luxemburg hafa fylgt nokkrum
öðrum Evrópuþjóðum í að hefja
aðgerðir gegn Líbýu. Þjóðirnar
þrjár lýstu því yfir í gær að fjöldi
líbýskra sendiráðsmanna yrði
fækkað um helming
Varsjá — Pólskir saksóknarar
hafa hafa sagt leiðtogum Sam-
stöðu að þeir fái á sig langa fang-
elsisdóma ef þeir efna til mót-
ntælagöngu 1. maí í Varsjá
Höfðaborg — Svartir unglingar
grýttu fyrrunt forsætisráðherra
Frakklands, Laurent Fabius, í
hverfi svartra rnanna nálægt
Höfðaborg, eftir því sent vitni
segja. í öðru hverfi svartra, í Jó-
hannesarborg, létust tveir svartir
menn í skothríð við lögregluna
sem umkringdi hús í Alexöndru,'
norðan við Jóhannesarborg.
Ankara — Tveir Líbýumenn hafa
verið ákærðir fyrir að hafa ætlað
að sprengja klúbb bandarískra
hermanna í borginni í loft upp.
Saksóknari sagði að verið væri að
rannsaka hvort sendiráð Líbýu í
Tyrklandi væri í tengslum við þá.
Moskvu — Sovétfæddur yfirmað-
ur útvarpsstöðvarinnar Radio Li-
berty sem rekin er af Bandaríkja-
mönnum kont í dag frant í Mos-
kvu. Hann sagði að stöðin sent
útvarpar á rússnesku yfir Austur-
Evrópu sé rekin sem verkfæri
bandarísku leyniþjónustunnar til
þess að grafa undan sovéska rtk-
inu. Fulltrúar Radio Liberty sem
staðsett er í Munchen, neituðu
þessunt ásökunum.
ERLENDAR
FRÉTTIR
w
ig:„Við villjum ekki að Frakk-
land taki þátt í slíku samstarfi í
því augnamiði að berjast gegn al-
þjóðlegri hryðjuverkastarfsemi
ef þeir hafa ekki athugað slíkt
gauntgæfilega fyrirfram." Talið
er að Mitterrand hafi þarna vísað
til þess þegar Frakkar neituðu
Bandaríkjamönnum um að að
sprengjuflugvélar þeirra fengju
að fljúga í franskri lofthelgi á leið
þeirra til Líbýu fyrir tveimur vik-
urn. Margir fréttaskýrendur telja
nú að þessar yfirlýsingar séu samt
sem áður mikilvæg stefnu-
breyting fyrir Tokyofundinn.
Ólíkt því sem vanalega er, verða
tveir franskir fulltrúar á þeint
leiðtogafundi: Sósíalistinn
Mitterrand og hægrisinninn Chir-
ac.
R
hjörleVfsson/R EUTE
Spánn
ETA ábyrgir fyrir Madridsprengingunni
Samtöksem berjastfyrir sjálfstœði Baskalands (ETA) segjastábyrg fyrir sprengjutilrœðinu.
Maðursem spœnsk yfirvöld segja að sé einn helsti leiðtogi ETA, hefur verið handtekinn
Finnland
Verkföll
Helsinki — Verkföll verða i
Finnlandi 1. maí. Viðræður eru
í gangi en talið er ólíklegt að
verkfallið leysist fyrir hátíðis-
dag verkafólks.
I viðræðum sem haldnar voru
um helgina voru ekki ræddar
meginkröfur hinna 42.000 opin-
berra starfsmanna, um 20 %
launahækkun. Þess í stað voru
rædd önnur minni mál. í Finn-
landi eru venjulega fundir allra
helstu póltískra samtaka auk
verkalýðsfélaga. Búist er við að
samningaviðræðurnar verði aðal-
umræðuefnið.
Um það bil 15.000 opinberir
starfsmenn fóru í verkfall 2. apríl
og 16. apríl bættust síðan aðrir
27.000 stéttarfélagar þeirra í hóp-
inn. Auk þeirra eru nú 17.000 raf-
virkjar, 12.000 byggingaverka-
menn og 1200 starfsmenn orku-
veitna í verkfalli. Búist er við að
fleiri bætist við snemma í maí ef
ekki verður búið að semja.
San Sebastian — ETA, samtök
þau sem berjast fyrir sjálf-
stæði Baskalands, tilkynntu í
gær að þau væru ábyrg fyrir
sprengingu þeirri sem varð í
miðborg Madrid, á föstudag-
inn síðasta þar sem fimm lög-
reglumenn létu lífið.
Talsmaður Eta hringdi í
Fréttastofu Baskalands og kom á
framfæri þessari tilkynningu. Þá
gerðist það einnig í gær að
franska lögreglan sagði frá því að
hún hefði handtekið Domingo
„Txomin" Iturbe Abasolo,
spænska lögreglan telur hann
vera helsta foringja ETA samtak-
anna. Spænska stjórnin lýsti yfir
ánægju sinni með handtökuna.
„Handtaka hvers þess sem ætl-
ar sér að myrða, eru góðar frétt-
ir,“ sagði fulltrúi spænska innan-
ríkisráðuneytisins í gær. Tilkynn-
ingin um handtöku Abasolo
kentur fimnt dögunt eftir að
innanríkisráðherra Frakklands
tilkynnti starfsfélaga sínum á
Spáni að frönsk yfirvöld myndu
herða leit sína að grunuðum fé-
lögum í ETA og ganga jafnvel
harðar fram í því en fyrri stjórn
Sósíalista. Með sprengingunni í
Madrid á föstudaginn urðu fór-
narlömb ETA skæruhernaðar
500 talsins í 18 ára baráttu um
stofnun sjálfstæðs ríkis Baska-
lands. Talsmaður innanríkisráð-
uneytisins sagði að Spánverjar
hefðu ekki farið fram á að Aba-
solo yrði framseldur, yfirvöld ætl-
uðu að bíða nteð það og sjá til
hvað spænsk yfirvöld gerðu nteð
hann. Spænsk yfirvöld hafa hins
vegar farið frant á að hann verði
yfirheyrður um rán á basknesk-
um kaupsýslumanni í desember
síðastliðnum.
Spænsk yfirvöld telja að Aba-
solo hafi átt þátt í morðinu á for-
sætisráðherra Spánar, Luis Carr-
ero Blanco, árið 1973. Það var
fyrsta stóra aðgerð ETA. Aba-
solo fékk sig viðurkenndan sem
pólitískan flóttamann í Frakk-
landi en var skipað að halda sig í
borginni Tours, fjarri landamær-
um Spánar og Frakklands. Hann
hvarf síðan fyrir tveimur árurn.
Haft er eftir heimildum í Baska-
landi að Abasolo hafi verið því
meðmæltur að reyna samninga-
leiðina við spænsk stjórnvöld urn
að binda endi á ofbeldi. Eftir
þessum heimildunt er haft að
ýmsir harðlínumenn í forystu
ETA sem ekki hafi viljað fara
santningaleiðina, hafi á undan-
förnum árum verið fluttir til Afr-
íku eða Mið-Anteríku. Einnig
segja þessar heimildir að hand-
taka Abasolos geti orðið til þess
að draga úr hættunni á hermdar-
aðgerðum eftir sprengjuárásina í
Madrid á föstudaginn var. Búist
hafðpi verið við slíku af And-
hryðjuverkafrelsissveitunum
(GAL) svonefndu. Það eru öfga-
sinnaðar dauðasveitir hægri-
manna sem hafa drepið marga út-
læga Baska í Frakklandi til að
hefna árása ETA.