Þjóðviljinn - 29.04.1986, Síða 16

Þjóðviljinn - 29.04.1986, Síða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Þriðjudagur 29. apríl 1986 95. tölublað 51. örgangur DJOÐVIUINN Fiskeldi Hafbeit bönnuð í Noregi Tvœr miljónir flœkingslaxa úr eldiskvíum við strendur Noregs. Hans Nordeng, prófessor: Getur skemmt innfœdda stofna í ám.Erfðamengun hœttuleg. íslendingar verða að gœta sín Tvær miljónir flækingslaxa sem hafa sloppið úr eldisbúrum er nú að finna við strendur Noregs. Þess eru dæmi að 40 prósent laxa í norskum ám séu fiækingar úr eldiskvíum, og að sögn Hans Nor- deng, prófessors við Oslóarhá- skóla, sem hélt fyrirlestur á veg- um Landssambands stangveiðifé- laga um helgina, getur þetta leitt til erfðamengunar í laxastofnum í Noregi. Af þeim sökum gengu í gildi reglur í Noregi þann 1. janú- ar, sem banna alla hafbeit og sleppingar laxfiska í þarlendar ár, nema því aðeins að hinn sleppti fiskur sé samstofna fiskum í viðkomandi á. Nordeng er frumkvöðull gagnmerkrar kenningar um rat- vísi laxa. í stuttu máli byggir hún á því, að laxar finni lykt eða bragð af sérstökum efnum sem laxar úr sömu fjölskyldu fram- leiða. Fullorðnir laxar rati því ekki aðeins heim í fæðingarána, heldur á nákvæmlega sama stað- inn og þeir klöktust úr hrogni, með því að rekja sig eftir lyktinni af gönguseiðum úr söniu fjöl- skyldu, sem þeir mæta í hafi eða ánni, eftir að í hana er komið. Ef mikiö brögö eru að því að laxar sleppi úr eldiskvíum, segir Nordeng, þá eru líkur á því að lax Fundur Sterkari verkalýðs hreyfing, hvemig? af óvissum uppruna blandist innfæddum stofnum, og hið arf- bundna næmi á lyktina af ættingj- unum skerðist, og þarmeð ratvísi laxa. Nordeng og fylgjendur hans halda því fram, að hafbeit og til- viljanakenndar sleppingar úr eldiskvíum hafi geti þannig smám saman eyðilagt laxastofna í ám. Þess ber þó að geta að ekki eru traust dæmi um slíkt, þó vissulega beri að fara með gát, að allra dómi. Hér á íslandi er hafbeit í stór- um stíl fyrirhuguð, og er raunar þegar hafin, þannig að íslending- ar ættu að huga nánar að kenn- ingum Nordengs. -ÖS Ásgeir Sigurvinsson, samningur til ársins 1990. Ásgeir Sigurvinsson, atvinnu- maður í knattspyrnu, skrifaði urn helgina undir fjögurra ára samn- ing við félag sitt í Vestur- Þýskalandi, Stuttgart. Mörg vestur-þýsk lið höfðu falast eftir honum, m.a. Bayern Múnchen og Köln. „Ég er mjög ánægður með þennan samning. Ég á marga góða vini hér í Stuttgart og það vóg þungt á metunum," sagði Ás- geir m.a. í spjalli við Þjóðviljann í Stuttgart um helgina. Ásgeir átti stjörnuleik með liði sínu á laugar- daginn og fékk heimsklassa- einkunn í blöðum. -JHG/VS Sjá íþróttir bls. 9-12 Sl. haust hélt Málfundafélag félagshyggjufólks málfund um „þjóðarsátt“ eða samráð verka- lýðshreyfingar við atvinnurek- endur og ríkisvald. Sá fundur þótti takast vel, enda var þessi hugmynd hvergi rædd annars staðar á almennum fundi. Stjórn málfundafélagsins boð- ar nú til annars almenns fundar þar sem fjallað verður unt mál- efni verkalýðshreyfingarinnar. Umræðuefni hans verður: Sterk- ari verkalýðshreyfing, hvernig? Málshefjendur verða Guðrún Árnadóttir framkvæmdastjóri BSRB, Jón Karlsson formaður verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki, Tryggvi Þór Aðal- steinsson framkvæmdastjóri MFA og Ögmundur Jónasson fréttamaður. Tilgangur fundarins er hvorki að fordæma verkalýðshreyfing- una né að syngja forystu hennar dýrðaróð. Fundarefnið gefur hins vegar tilefni til að ræða mál- efni verkalýðshreyfingarinnar á jákvæðan hátt með eflingu henn- ar að markmiði. Fundurinn verður haldinn á Hótel Borg þriðjudaginn 29. apr- fl, kl. 20.30 og er opinn öllu fé- lagshyggjufólki. Verkalýðshreyf- ingin hlýtur að vera því hug- leikin, enda vandséð hvernig sótt verður fram til aukins lýðræðis og jafnréttis í íslensku samfélagi án sterkrar verkalýðshreyfingar. Tvær höfuðkröfur undirmanna á farskipum í þeirri deilu sem þeir eiga nú í við skipafélögin eru annarsvegar að laun þeirra hækki úr 20 þúsund krónum á mánuði uppí 27 þúsund krónur og að yfirvinnuálag hækki úr 60% uppí 80%. Skipafélögin hafa ekki verið til viðtals um neitt, vísa aðeins í ASÍ/VSI samkomulagið frá í vetur. Guðmundur Hallvarðsson for- maður Sjómannafélags Reykja- víkur sagði að deiluaðilar hefðu aðeins átt með sér einn fund til þessa og að skipafélögin hefðu nú vísað deilunni til ríkissáttasemj- ara og væri boðaður fundur hjá honum í uag kl. 16.30. Undirmenn hafa boðað verk- fall á flotanum frá og með morg- að hefur ekkert verið leitað til mín vegna þessarar deilu og það eina sem ég hef í höndunum hennar vegna er minnisblað frá forstjóra Skipaútgerðar ríkisins um hvað hún snýst. Það hefur ekki verið rætt né komið til tals að setja á bráðabirgðalög, sem banna verkfall farmanna ef af verður, sagði Matthías Bjarna- son samgönguráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær. Farmenn hafa verið uggandi um að sett yrðu á þá lög sem banni verkfall þeirra, eins og gert var í flugfreyjudeilunni í haust og mjólkurfræðingadeilunm fyrir skömmu. En samkvæmt því sem sam- gönguráðherra segir hefur það mál ekki enn verið rætt, hvað sem verða kann. -S.dór Undirmenn Deitt um 7 þúsund krónur Undirmenn gera kröfur um að mánaðarkaup þeirra hœkki úr 20 þús. kr. á mánuði uppí 27 þús. kr. Einnig að álag í yfirvinnu hœkki úr 60% í 80%. Verkfall boðað annað kvöld undeginum 30. apríl og er verk- fyrir undirmenn á farskipum og fallsboðunin ótímabundin. því væri það útí hött hjá skipafé- Guðmundur Hallvarðsson lögunum að vísa til samkomulags C 'UJ O benti á að ASÍ hefði aldrei samið ASÍ/VSÍ frá í vetur. Undirmenn DlS. Z vildu nú sem áður annast sína samninga sjálfir. -S.dór Farmannadeilurnar Bráðabinjðalög ekki verið rædd Matthías Bjarnason samgönguráðherra: Enginn hefur leitað til mín vegna þessarar deilu. Setning bráðabirgðalaga vegna hennar hefur ekki komið til tals

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.