Þjóðviljinn - 22.05.1986, Page 8

Þjóðviljinn - 22.05.1986, Page 8
STYKKISHÓLMUR Frá Stykkishólmi. Mismunandi áherslur Þótt hér séu ekki stórpólitísk átök í sveitarstjórnarmálunum og póiitískur áhugi í bænum lítill, þá fer að sjálfsögðu ekki hjá því að mismunandi áhersl- ur séu hjá flokkunum um for- gangsröð verkefna, sagði Guðrún Ársælsdóttir, annar maður á lista Alþýðubanda- lagsins. Guörún sagði að dagvistun- armál í Stykkishólmi stæðu sæmi- lega, eins væri þar rekið elliheim- ili, en það sem vantaði væru þjón- ustuíbúðir fyrir aldraða. Það er mál sem mikil þörf er á að leysa. Heimilishjálp fyrir aldr- aða er til staðar, en þjónustuí- búðirnar vantar. Og það er svo sem ýmislegt sem látið hefur ver- ið sitja á hakanum. Ég vil í því sambandi nefna íþróttahúsið. Það er orðið gamalt og alltof lítið. Við áttum hér ágætt körfuknatt- leikslið, en það mátti ekki leika sína heimaleiki hér vegna þess að húsið er ólöglegt. Önnur aðstaða fyrir fþróttafólk er heldur ekki nógu góð og að því þarf að vinna að bæta þar úr. Gott félagslíf Félagslíf almennt í Stykkis- hólrni? Það er alveg þokkalegt miðað við það sem gerist núorðið á sjónvarps- og vídeóöld. Hér eru þessir vanalegu klúbbar sem starfa um allt land, hér er líka líflegt leikfélag, lúðrasveit starfar hér af krafti og stendur á gömlum merg. Þá er hér starfandi félag eldri borgara sem nefnist Aftan- skin og þar er ungt fólk í forsvari. Þannig að segja má að þeir sem vilja taka þátt í félagslífi hafi nóg að gera. Vissulega er gott að búa í Stykkishólmi og einmitt þess vegna gefur maður kost á sér í framboð til hreppsnefndar, til þess að leggja sitt af mörkum til að gera bæinn enn betri og enn byggilegri en hann er nú. Ferja yfir Breiðafjörð Eitt af þeim málum sem ég hef brennandi áhuga fyrir er að smíð- uð verði góð bílferja sem taki við af Baldri í ferðum hér yfir Breiðafjörðinn. Ef vegakerfið hingað frá Reykjavík verður bætt og góð ferja til staðar yfir fjörð- inn, má spara þann miída kostn- að sem fer í vegalagningu og vegaviðhald vesturumað Brjáns- læk. Það er alveg ljóst að svona bílferja myndi stórauka ferða- mannastrauminn hingað og ferðamálin eru eitt af því sem við eigum alla möguleika á að efla. Að þessum málum vil ég og mun vinna að, sagði Guðrún Ársæls- dóttir. - S.dór. Guðrún Ársælsdóttir: Þjónustuíbúðir fyrir aldraða verða að koma. RættviöGuðrúnu Ársælsdóttur sem skipar2. sætiðá lista Alþýöu- bandalagsinsí Stykkishólmi •• / HELGARDVOL I NATTURUPARADIS Vertu velkominn á Nesið Hótel Njótið helgarhvíldar á vistlegu hóteli í paradís íslenskrar náttúru. Möguleikar á siglingu um Breiðafjörð. Hrífandi náttúrufegurð Snæfellsness og Breiðafjarðar lætur engan náttúruunnanda ósnortinn. sími 93-8330 '/ / ■

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.