Þjóðviljinn - 01.06.1986, Side 5
Vaxandi líkurá
samstarfi
vinstriflokkanna eftir
kosningaraðári.
Stjórn Schluters
óvinsæl en
vinskapur eykst með
SF og krötum. VS að
hverfa
Gert Petersen formaður SF og
Anker Jörgensen krataleiðtogi -
láta þeir undan þrýstingi að
neðan og mynda næstu stjórn?
Danmörk
„Rauða ráðuneyt-
ið“ endurlífgað?
Þótt Danmörk sé venjulega
talið eitt hreinræktaðasta sósíal-
demókratíska velferðarríki
heims, hafa kratar og aðrir verka-
lýðsflokkar nær aldrei farið einir
með völd, heldur hafa þeir orðið
að styðja sig við mið- og hægri
flokka, auk þess sem borgara-
flokkarnir hafa myndað ríkis-
stjórn næstum jafn oft og lengi og
kratar, síðustu 50 ár.
Undantekningatímabilið, sem
nú er oft vitnað til, eru árin 1966-
8, þegar kratar mynduðu ríkis-
stjórn með stuðningi Sósíalíska
þjóðarflokksins (SF). Sú stjórn
sprakk hins vegar á því, að ríkis-
stjórnin hugðist afnema vísitölu-
bindingu launa árið 1968, og
vinstri armur sósíalista greiddi at-
kvæði gegn því, felldi þar með
stjórnina og gekk síðan úr flokki
sósíalista og myndaði flokk
Vinstri sósíalista (VS). - Það
heyrir þessari mynd til, að þá tók
við völdum samstjórn borgara-
flokkanna, en fáir tóku eftir því
að stjórnarstefnan breyttist
nokkuð að ráði.
Hœgri samstaða
ýtir krötum til vinstri
Síðan 1968 hafa verkalýðs-
flokkarnir aldrei haft meirihluta,
og það sem kannski skiptir
meiru: þeir hafa ekki verið nægi-
lega samstiga til að mynda fylk-
ingu. SF og VS hafa lagst gegn
þátttöku krata í kjaraskerðingum
og niðurskurði, og þess utan hafa
„öryggismál” og „efnahagslýð-
ræði” komið í veg fyrir að kratar
íhuguðu alvarlega stjórnarsam-
starf með hinum róttækari verka-
lýðsflokkum, heldur hafa þeir
jafnan sóst eftir samstarfi „þvert
yfir miðjuna”, með einum eða
fleiri borgaraflokkum.
Nú hafa aðstæður heldur betur
breyst. í fyrsta lagi hafa borgara-
flokkarnir verið mun meira sams-
tiga en um langt skeið. Erfða-
fjendurnir Venstre og íhalds-
menn (Framsókn og íhald á ís-
lenska vísu) hafa færst nær hvor
öðrum, undir merkjum hóf-
samrar nýfrjálshyggju, en ó-
þekktarangi hægri aflanna,
Framfaraflokkur Glistrups, er í
þann veginn að þurrkast út af
hinu pólitíska landakorti, og
minni borgaraflokkar hafa
þjappað sér saman um fyrr-
greinda stóru bræður. Kratar
geta því ekki gert sér neinar vonir
um að sundra borgaraflokkun-
um.
VS í upplausn
í öðru lagi hefur orðið sú
breyting vinstra megin, að SF
hefur eflst verulega, og er nú
stærsti flokkur sem þrifist hefur
vinstra megin við krata, eða á
stærð við íslenskt Alþýðubanda-
lag, skv. nýjustu skoðanakönn-
unum. Vinstri sósílistar eru í al-
gerri upplausn; á tæpum 20 ára
ferli hafa þeir lengst af átt nokkra
þingmenn, sem hafa haldið uppi
skeleggri andstöðu gegn borgara-
flokkum og krötum; þeir hafa
neitað afdráttarlaust að eiga
nokkurn þátt í nokkurri skerð-
ingu á kjörum alþýðu, og vand-
aður málflutningur þeirra hefur
flett ofan f hverju hneykslinu og
sukkinu á fætur öðru. Undir niðri
hefur flokkurinn þó ávallt logað
af deilum milli ýmissa hópa harð-
línumanna og jafnmargra hópa,
sem kenndir eru við raunsæi eða
hentistefnu, eftir því hver dóm-
inn fellir. Nú hafa þessar deilur
hrakið svo marga úr flokknum og
fylgið utan af honum, þannig að
við flokknum blasa þau örlög að
hverfa í það kraðak smáflokka,
sem enn halda byltingarfánanum
frá 1917 á lofti, þreyttri hendi
(a.m.k. 6 slíkir flokkar munu
bjóða fram næst, auk VS, græn-
ingja og flokks mannsins og
samanlagt munu þeir fá um 2-3%
atkvæða). Finnst mörgum eftir-
sjá að VS og snörpum málflutn-
ingi þeirra manna, en bæði SF og
kratar hafa breitt út faðm sinn
gagnvart þessu hæfileikafólki og
tekið einstaka þeirra í fremstu
röð sína.
SF gerist óbyrgur
Hins vegar hefur SF dregið til
sín fylgi margra vinstri krata og
ungs fólks; í þeim flokki hafa
bæði kvennahreyfing og græna
bylgjan fundið sér farveg, og
flokkurinn nýtur mikils stuðnings
meðal verkafólks, þótt ítök hans í
verkalýðshreyfingunni séu lítil. -
Smáflokkur moskvukommúnista
er t.d. margfalt sterkari í stétt-
arfélögum. Kratar eru því knúnir
til að taka SF alvarlega.
í þriðja lagi hefur stefna þess-
ara flokka færst æ nær hvor ann-
arri. Má þar nefna þrjú megin-
atriði.
GESTUR
GUÐMUNDSSON
Hið fyrsta er að SF virðist nú
vera reiðubúinn til að vera „á-
byrgur” ríkisstjórnarflokkur og
taka þátt í þeim smávægilega nið-
urskurði og kjaraskerðingum,
sem kunna að reynast „nauðsyn-
legar”. Á hinn bóginn er ríkis-
stjórn Schlúters búin að ganga
hér svo rösklega til verks, að
kratastjórn getur haldið dönsku
auðmagni á floti án þess að ráðast
á kjör fólks.
Annað atriðið er afstaðan til
utanríkis- og öryggismála.
Danskir kratar hafa eícki legið á
liði sínu í þeirri vinstrisveiflu,
sem krataflokkar Evrópu hafa
tekið í friðarmálum, í kjölfar
nýrra friðarhreyfinga. í æ fleiri
málum hafa þeir reynst bæði
NATO og Efnahagsbandalaginu
óþægur ljáríþúfu. Áhinn bóginn
kveður nú við nýjan tón frá SF.
Sá flokkur hefur ætíð verið frið-
arsinnaður úr hófi fram og barist
fyrir algerri afvopnun og úrsögn
úr NATO. Nú hafa æ fleiri for-
ystumenn flokksins gerst tals-
menn „raunsærri” stefnu og vilja
breyta vörnum dana, þannig að
þær séu raunverulegar varnir, en
ekki stökkpallur árása, og jafn-
framt vilja þeir berjast fyrir friði
og afvopnun innan NÁTO, á
meðan mikill meirihluti þjóðar-
innar er hlynntur þátttöku í
bandalaginu. Þessi kúvending
hefur vakið töluverða andstöðu
gamalla friðarsinna, en ljóst virð-
ist vera, að utanríkis- og öryggis-
stefna flokksins mun tæplega
koma í veg fyrir ríkisstjórnarþátt-
töku hans, en 1966-8 réði sú
stefna því að flokkurinn stóð utan
ríkisstjórnar, þótt hann styddi
hana.
Þriðja og síðasta atriðið sem ég
vil nefna, er „efnahagslegt lýð-
ræði” eða „gróðaskipti”. Þetta
atriði hefur verið efst á stefnu-
skrá krata síðustu 10-15 ár og
birst í ýmsum myndum. Meginat-
riðið hefur þó ávallt verið, að
hluti af ágóða fyrirtækja falli
verkalýðshreyfingunni íhlut. Þar
myndi þetta fjármagn sjóði, sem
verkalýðshreyfingin beiti til að
fjárfesta í völdum fyrirtækjum,
t.d. til að forða mannaflafrekum
fyrirtækjum frá gjaldþroti eða
stofna önnur slík þar sem
atvinnuleysi ríkir. VS hefur ávallt
afneitað þessum hugmyndum og
talið slíkt „lýðræði” til þess eins
fallið að binda verkalýð og
samtök hans enn meira á klafa
auðmagnsbúskapar. SF hefur
hins vegar lagst gegn því að Al-
þýðusambandið ráði slíkum sjóð-
um, heldur verði umráðunum
dreift meðal einstakra verka-
lýðsfélaga eða fulltrúaráða í ein-
stökum bæjum. Nú er VS sem
sagt úr sögunni, og SF og kratar
hafa nálgast hvorir aðra, þannig
að flokkarnir virðast geta orðið
sammála um eins konar blöndun
miðstýrðra og staðbundinna
sjóða.
„Samfylking að neðan”
Samt er enn of snemmt að tala
um bandalag þessara flokka.
Einkum gætir mikillar tortryggni
milli forystumanna flokkanna, og
sérstaklega hafa formenn beggja
flokka talið mörg vandkvæði á
stjórnarsamstarfi. Anker Jörg-
ensen telur að SF muni hlaupa út
undan sér, þegar flokkurinn þarf
að taka óvinsælar ákvarðanir, en
Gert Petersen grunar krata um
að nota möguleikann á „rauðum
meirihluta” til að þrýsta borgara-
flokkunum til samstarfs við
krata. Hins vegarfinnst langflest-
um almennum flokksfélögum SF
og krata rétt að stefna að sam-
starfi verkalýðsflokkanna - og
hafa reyndar tekið það upp. A
þinginu vinna óbreyttir þing-
menn beggja flokka æ nánar sam-
an í þingnefndum. f mörgum
sveitarstjórnum (þó ekki Kaup-
mannahöfn, þar sem hægri kratar
ráða ferðinni) vinna SF og kratar
saman ýmist í meiri- eða minni-
hluta, og í verkalýðshreyfingunni
fer samstarf krata og sósíalista
mjög batnandi. Vegna þessa
þrýstings að neðan verður forysta
beggja flokka eflaust knúin til að
slíðra sverðin, ef flokkarnir ná
meirihluta saman í næstu kosn-
ingum.
Flestar skoðanakannanir
benda til að slíkur meirihluti
muni myndast, en það er mjótt á
muninum. Stjórn Schlúters verð-
ur þó æ óvinsælli, enda bað hún
þjóðina um að axla auknar byrð-
ar til að koma efnahag landsins á
réttan kjöl, en þess í stað hefur
það gerst, að munaðarneysla yfir-
stéttarinnar hefur aukist, en
vöruskiptajöfnuður, greiðslu-
jöfnuður og annað það sem
venjulega er kallað „þjóðarhag-
ur” hefur versnað enn (kannast
einhver við myndina?). Jafn-
framt finnst mörgum það fýsi-
legur kostur, að starfhæfur meiri-
hluti verkalýðsflokkanna er í
sjónmáli.
Það þarf eitthvað mikið að
koma til, til að núverandi stjórn
geti haldið þeim meirihluta, sem
hún hefur nú með stuðningi mið-
flokks Radikale Venstre. Varla
kemur utanaðkomandi upp-
sveifla Schlúter nú til hjálpar, en
hins vegar getur verið að eins
konar pattstaða komi upp, þann-
ig að hvorug blokkin nái meiri-
hluta, heldur verði framfara-
flokkur Glistrups og þingmenn
Grænlendinga og Færeyinga í
oddaaðstöðu. Við slíkar aðstæð-
ur er viðbúið að kratar gleymi
daðri sínu við SF og gangi í eina
sæng með íhaldi og framsókn.
Kaupmannahöfn
í upphafi kamevals
Gestur Guðmundsson.
Sunnudagur 1. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5