Þjóðviljinn - 01.06.1986, Side 6

Þjóðviljinn - 01.06.1986, Side 6
• * n .. .»* « wwi nuj 1 i > j i . 6 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 1. júní 1986 SKRÐUKLAUSTUR hús Gunnars Gunnarssonar skálds GjöfGunnars til íslenska ríkisins. Hefurverið látið drabbastniður umlangan tíma. Aldarafmœli skáldsins eftir þrjú ár Skriöuklausturí Fljótsdal. Þar var munkaklaustur stofnað á fimmtánduöld.yngst klaustra. Þarvarklaustur- kirkjaog barnaskóli átímum klaustursins og stóö kirkjan lengi eftir aö klaustrið var lagt niöur. Þarvarsýslumannsset- ur og sátu þar ýmsir kunnir sýslumenn, þeirra á meðal VÍsi-Gísli og Hans Wíum. Ýtar snúa austurog vestur/allir nema Jón hrak, en legstaður hans er einmitt á Skriðu- klaustri og sér enn móta fyrir. Skáldið Gunnar Gunnarsson, mesti rithöfundur Austfirðinga bjó um .nokkurt skeið á Skriðu- klaustri. Þangað fluttist hann frá Danmörku með fjölskyldu sína árið 1939, hóf þar búskap og byggði íbúðarhús það sem enn stendur og ber glæsilegt vitni hin- um stórhuga listamanni. Húsið er teiknað af þýskum arkitekt, F.J.F. Höger, vini Gunnars. í gömlum herragarðsstíl stendur það innarlega í dalnum, hvítt með ímúruðum blágrýtishnull- ungum svo sýnist hlaðið, stórt með um 30 herbergjum. Upphaf- lega var húsið með torfþaki en hefur nú fengið bárujárnsþak. Þarna bjó Gunnar Gunnarsson og vann að búskap og ritstörfum til ársins 1948 að hann fluttist með konu sinni, frú Franziscu Gunnarsson sem var dönsk, til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu síðan. Þegar þau fóru frá Skrið- uklaustri gáfu þau íslenska ríkinu jörðina Skriðuklaustur með öllum gögnum og gæðum en settu það sem skilyrði að jörðin og hús- ið skuli hagnýtt á þann hátt „að til menningarauka horfi“ og nefna í því sambandi ýmsa möguleika á starfsemi þar í þá átt. Minjasafn Eitt af því sem Gunnar lagði til var tilraunabúskapur og má segja að það sé það eina sem þar hefur verið gert af því sem skáldinu bjó í hug er hann gaf eign sína ríkinu. Á Skriðuklaustri hefur verið rek- in tilraunastöð í landbúnaði síðan 1949, lengst af undirstjórn Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins að Keldum. Fjárbúskapur hefur verið aðalgreinin en einnig hafa verið gerðar þar nokkrar jarð- ræktartilraunir. Hvað varðar varðveislu húss- ins á Skriðuklaustri hefur því miður hallað undan fæti, og það svo mjög að enginn sómi er að. Viðhald hússins hefur ekki verið sem skyldi, og jafnvel unnar skemmdir á því. Gunnar Gunn- arsson hafði stofnað vísi að minj- Stærð hússins er mikil og mætti reka þar margháttaða menningarstarfsemi, svo sem hugur Austfirðinga stendur til. ■ VI asafni og veitt því húspláss en ekki var veitt aukið rými til þess þegar hann flutti burt, heldur var minjasafninu haldið í tveim litl- um kjallaraherbergjum og það sem ekki komst þar inn geymt í kössum um árabil. Húsið var not- að sem híbýli fyrir starfskrafta til- raunastöðvarinnar og verður því miður að segjast að margir íbúar hússins hafa ekki sýnt því þá virð- ingu í umgengni sem hæfir hús- inu, sem er einstætt í sögu húsa- gerðar hér á landi, og skáldinu sem þar bjó og byggði. Kamínan þótti Ijót Sem dæmi má nefna þak húss- ins sem upphaflega var torfþak með innbyggðu áveitukerfi en það þótti erfitt í viðhaldi og því var skipt um og sett bárujárns- þak. Heldur þótti langt milli eld- hús og borðstofu og því var for- láta skenkur sem stóð við þveran borðstofuvegg rifinn út og settar dyr á milli. Aðkeyrslunni að hús- inu hefur verið breytt svo nú koma gestir og gangandi að bak- hlið hússins og fara algerlega á mis við fallegan bogainnganginn. Þegar Gunnar Gunnarsson byggði húsið flutti hann inn frá Danmörku kamínu sem hann lét setja upp í stofu. Kamína þessi var forngripur þá þegar, tæplega þriggja metra há, lögð hvítum og grænum postulínsflísum. Þessi kamína þótti einhverjum ljót og var hún því brotin niður og hent út. Húsið er stórt og dýrt í rekstri, um það er engum blöðum að fletta, en þær fjárhæðir sem ríkið hefur veitt til viðhalds þess hafa Ég man ekki gráviðrisdag Endurminnlngar frá Skriðuklaustri eftir Franziscu Gunnarsdóttur Hvernig minnist ég Skriðu- klausturs og áranna þar? Spurn- ingin er mér víðfeðmari en svo, að ég eigi auðvelt með að svara henni í stuttu máli. En það segir kannski mest um minningar mín- ar þaðan, að samkvæmt þeim varalltafsólskináKlaustri. Ég man ekki gráviðrisdag, ekki einu sinni að vetrarlagi. Reyndar þykja mér þessar veðurfarsminningar vera mjög svo ótraustvekjandi, svona þegar ég lít um öxl... í þessum makalausa sólskini liðu dagarnir nú samt, hver af öðrum. Og þótt sumir þeirra virt- ust stundum ætla að verða dálítið langdregnir í ágæti sínu, þá rættist alltaf úr þeim. Á sumrin var Fljótsdalur græn- astur í veröldinni, fuglarnir sungu, flugurnar suðuðu, grasið ilmaði, ásamt jurtum og blóm- um, og dýrunum okkar leið áber- andi vel. - Allt ilmaði, meira að segja tjaran á fjósþakinu. Allir litir voru skærir, himinninn heiðblár og fossinn söng. Á veturna breyttist Fljótsdalur í ríki snædrottningarinnar, og ekki þótti mér hann síðri þá. Svell var yfir öllu, og grýlukerti héngu fram af hömrum og hverju þak- skeggi, sum þeirra tröllaukin. Þá ríkti kyrrðin, einkennilega magnþrungin kyrrð, og smáfugl- arnir sungu ekki, heldur tístu. Jafnvel fossinn var í klakabönd- um. Á veturna var það mitt fyrsta verk að flýta mér út, til þess að aðgæta, hvort einhverjir smáfugl- ar lægju „dánir“ umhverfis húsið. Þeim var nefnilega alltaf gefið all- an veturinn, og sömuleiðis hröfnunum, svo ég vissi nákvæm- lega hvar þeir héldu sig. Smáfuglana „dauðu“ fór ég með til ömmu. Hún setti þá í fóðrað ílát og inn í ofn eldavélar- innar, og skömmu síðar „lifn- uðu“ þeir aftur við. - Svo einfalt var það, hún amma gat vakið upp frá dauða. - Þegar ég frétti mannslát í fyrsta sinn, þá flýtti ég mér til ömmu og spurði, hvort hún gæti nú ekki bara sent eftir aumingja manninum, sem ætti lítil börn, og sett hann í ofninn. Eða væri ofninn kannski of lítill? Hvað með miðstöðina þá? Þetta varð til þess, að mér voru sagðar ýmsar staðreyndir um dauðann, ásamt því, að nú væri maðurinn kominn til algóðs Guðs Úr stofunni á Skriðuklaustri. Við borðið situr Gunnar Gunnarsson yngri, faðir og liði vel. - Þá hófust vangavelt- urnar um það, hvort Guð væri í reynd góður, fyrst hann tæki mann frá konu og ungum börn- um? Hefði nú ekki verið nær að taka t.d. hann Fúsa okkar, fjár- mann, sem væri eldgamall og ætti sér hvorki konu né börn? Ég minnist þess einnig, að regla var á öllum hlutum, tilveran var í föstum, traustum skorðum, endalaust var lesið fyrir mig, og alltaf mátti einhver vera að því að leysa úr spurningum af fjölskrúð- ugasta tagi. Meðal annars var mér beinlínis kennt að bera virðingu fyrir lífinu í ýmsum myndum þess og dást að því sem vel er gert. Mér var jafn- framt kennt, að öfund og illgirni segðu meira um þann, er slíkt temdi sér, en nokkurn tíma skot- spón þeirra kennda. - Því skyldi ég hlusta vandlega á fólk, mjög vandlega... í hnotskurn get ég því sagt, að

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.