Þjóðviljinn - 01.06.1986, Qupperneq 7
[ tíð Gunnars á Skriðuklaustri lá aðkeyrslan að fallegum bogalaga innganginum, en núorðið er ekið að húsinu eldhúsdyramegin. F.v. Gunnar Gunnarsson skáld, frú
Franzisca Gunnarsson, Franzisca Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson og Gunnar Gunnarsson listmálari.
því miður vart dugað til annars en
rétt að varna því að það grotnaði
niður. Á seinni árum hafa við-
haldsaurarnir meira að segja ver-
ið teknir af fjármagni því sem
Rannsóknastofnun landbúnað-
arins hefur haft til tilraunastarf-
semi sinnar. Þó var byggt nýtt hús
fyrir bústjóra tilraunabússins rétt
við hliðina á Gunnarshúsi án þess
að fjármagnsskortur væri þar til
fyrirstöðu.
Lítil sem engin starfsemi hefur
verið sett af stað í húsinu sem
telja má því samboðin, en í ráð-
herrasamþykkt frá 1972 var áætl-
að að koma þar upp „aðstöðu
fyrir listamann, fræðimann eða
vísindamann til skammrar dvalar
á staðnum". Eins er þar ráðgert
að sérstakt herbergi skuli „helgað
frú Franziscu og Gunnari skáldi
Gunnarssyni“ og vera opið til
skoðunar fyrir almenning ásamt
öðrum hlutum hússins. Loks er
gert ráð fyrir að ýmis félaga-
samtök á Áusturlandi geti haft
aðstöðu í húsinu. Ekkert af þessu
hefur komið til framkvæmda.
Ef litið er til annarra fjórðunga
og skoðað hvernig þeir hugsa til
látinna listamanna sinna bera
Austfirðir þar heldur skarðan
hlut frá borði. Minna má á Da-
víðshús, Nonnahús og Sigurhæð-
ir á Akureyri, Ásmundarsafn,
Listasöfn Einars Jónssonar og
Sigurjóns Ólafssonar í Reykja-
vík. Hvort heldur þessi hús eru í
eigu ríkis eða bæjarfélags verður
ekki annað sagt en að þeim sé
haldið við og þeim listamönnum
sem þessi hús áttu sé sýndur sómi
og virðing. í*að verður því miður
ekki sagt um eign íslenska ríkisins
á Austurlandi, Skriðuklaustur.
- Ing.
lífinu í margbreytilegri fegurð
sinni hafi ég kynnst á Skriðu-
klaustri í Fljótsdal, sömuleiðis
ævintýrum og öðrum víddum. -
Ekki má svo gleyma þessu með
dauðann og Guð.
Ljótleikanum kynntist ég fyrst,
og smám saman, eftir að við flutt-
um að austan; ljótleika innrætis
og jafnvel umhverfis. - Því er mér
annt um Skriðuklaustur og minn-
ingar mínar þaðan.
Franzisca Gunnarsdóttir.
Blœr af erlendum herragarði
en þó í íslenskum bœndastíl
Vinirfrú Franziscu og Gunnars
Gunnarssonarfrá Skriðuklaust-
ursárum þeirra voru hjónin Sig-
ríður Fanney og Sveinn Jónsson
áEgilsstöðum. Blaðamaður
spurði Sigríði Fanney hvernig
hefði verið aö koma í Skriðu-
klaustur á þessum árum.
„Frú Franzisca og Gunnar
Gunnarsson voru ákaflega gest-
risin og elskuleg hjón heim að
sækja. Hús þeirra á Skriðu-
klaustri var afskaplega virðulegt
og hafði yfir sér blæ af erlendum
herragarði en þó í bændastfl.
Þetta var mikið menningarheim-
ili og frú Gunnarsson var mjög
elskuleg kona og sérlega þjóð-
rækin um allt íslenskt og lagði sig
eftir íslenskum háttum og mat þá
mikils.
Gunnar Gunnarsson rak stórt
bú jafnframt því sem hann vann
stöðugt að ritstörfum sínum.“
Aðspurð um Samband aust-
firskra kvenna og viðhorf þess til
Skriðuklausturs, en Sigríður
Fanney var lengi formaður þess,
sagði hún: „Við höfðum mikinn
áhuga á Skriðuklaustri í þá átt að
gera húsið þannig úr garði að
sæmdi skáldinu. En við höfðum
lítil fjárráð og barátta okkar í
þessu máli fékk ekki miklu á-
gengt. Það var sérstaklega þegar
farið var að breyta húsinu eftir
geðþótta einstakra manna að
okkur var nóg boðið og fannst við
Frú Sigríður Fanney: Hús Gunnars Gunnarssonar og frú Franziscu hefur bæði
sögulegt og menningarlegt gildi sem ekki má fara forgörðum.
ekki geta þolað það. Nokkrum
ábúendum Skriðuklausturs þótti
húsið ekki heppilegt til íbúðar, en
okkur þótti óhæfa að breyta hús-
inu og urðu hitaumræður út af
þessu. Út frá stöðu Gunnars sem
skálds í fjórðungnum og eins
höfuðskálds íslands vildum við
halda í horfi á Skriðuklaustri eins
og hann hafði skilið við þar.
Hann hafði líka lagt sérstök her-
bergi undir byggðasafn og staðið
að stofnun þess en þegar frá leið
eftir brottför hans fékk byggða-
safnið ekkert aukið húsrými.
Frú Franzisca lagði alla sína
krafta í að búa Gunnari Gunn-
arssyni það heimili á Skriðu-
klaustri sem honum sæmdi og
þegar hann gefur ríkinu eign sína
ætti ríkið að kunna að meta þá
gjöf sem skyldi og fara með hana
eftir því,“ sagði Sigríður Fanney.
-Ing.
Helgi Seljan
Vinnuað-
staða fyrir
listamenn
Helgi Seljan: Þarna
ó að vera rekin
menningarstarfsemi
af reisníanda
Gunnars
í þingsályktunartillögu um
menningar- og f ræðasetur á
Skriðuklaustri sem Helgi Seljan
og Jón Kristjánsson fluttu nú í vor
segirmeðal annars: Flutnings-
menn telja mikla nauðsyn á því
að minningu þessa mesta skálds
Austfirðinga verði á loft haldið á
verðugan hátt á aldarafmæli
hans 1989. GunnarGunnarsson
gaf á sínum tíma íslenska ríkinu
Skriðuklaustur og fylgdi því það
eina skilyrði að þar yrði menning-
arstarfsemi rekin af reisn og
þrótti, að þar yrði sannkallað
menningar- og fræðasetur.
Af einhverjum orsökum fékkst
tillagan ekki afgreidd fyrir þing-
lok þrátt fyrir góðar undirtektir
allra sem um hana fjölluðu í þing-
nefnd. Er blaðamaður spurði
Helga um tillögu þessa sagði
hann: „Það er löngu kunnugt að
það er ágæt starfsemi rekin á
Skriðuklaustri þar sem tilrauna-
stöðin er, en það er bara ákveð-
inn þáttur af því sem skáldið sjálft
ætlaðist til. Gerðir hafa verið
samningar um byggingu safna-
húss á Egilsstöðum og er það
tengt Skriðuklaustri og gjöf
skáldsins og í safnastofnunina
hafa peningar verið færðir frá
Skriðuklaustri. En þó að minja-
safnið sé fært frá Skriðuklaustri
til Egilsstaða, sem er hentugri
staður fyrir safnastofnun, þarf
Skriðuklaustur að halda sinni
reisn fyrir því. Þarna á að vera
griðastaður fyrir rithöfunda og
listamenn að koma þangað um
tíma og iðka list sína. Þetta verða
aldrei tveir staðir sömu starfsemi
og um Safnastofnunina á Egils-
stöðum eru öruggir samningar
milli ráðuneyta. Það er lengi búið
að ræða um það eystra að gera
þurfi mikið fyrir húsið.
Skriðuklaustur þarf að færa í
upprunalega mynd sína og það
væri hægt að gera á næstu þrem
árum. Þá væri hægt að taka húsið
í notkun sem menningarsetur í
anda Gunnars á aldarafmæli
hans.“
Aðspurður um valkosti í starf-
semi hússins sagði Helgi: „Ég
hugsa mér þetta fallega hús notað
þannig að þegar rithöfundur fær
starfslaun geti hann allt eins farið
í Skriðuklaustur og skrifað þar,
eins og út í lönd svo sem margir
gera nú. Hann fyndi ekki fegurri
og betri stað en Skriðuklaustur ef
honum væri búin góð dvalar- og
vinnuaðstaða þar. Það er rökrétt
og í samhengi við störf skáldsins
að arftakar hans fái að njóta
þarna slíkrar aðstöðu. En það er
ekki nóg að veita fé til verksins.
Alþingi á að sýna þann myndar-
skap að fela ríkisstjórninni að
gera þarna átak til verndunar
húsinu og til starfsemi þess ef það
vill heiðra minningu Gunnars
Gunnarssonar skálds." -Ing.
Sunnudagur 1. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7