Þjóðviljinn - 01.06.1986, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 01.06.1986, Qupperneq 10
Hvaö dettur mönnum fyrst í hug þegar þeir heyra Spán nefndan? Gott veðurfar, fall- egar konur og góð vín? Areið- anlega kemur þetta þrennt fljótlega upp í hugann en tvennt mun þó koma á undan, nautaat og flamenco-dans. Það tvennt er talið spánskast af öllu spönsku. Samt er það svo undarlegt að hvorugt er spánskt að uppruna. Nautaat- ið er upprunnið á eyjunni Krít og flamenco er þjóðdans síg- auna. Enda er það svo að allir bestu flamenco dansarar, söngvarar og gítarleikarar Spánar eru sígaunar eða af sígaunaættum. Sígaunar Enginn veit með vissu hvaðan sígaunar eru upprunnir. Margir hallast að því að þeir séu komnir frá Indlandi eða Pakistan. Þessi merkilegi flökkuþjóðflokkur hafi flækst í vesturátt frá þessum löndum. Menn greinir á um þetta en flestir hallast að þessari kenn- ingu. Menn vita ekki með vissu hve sígaunar eru fjölmennir í Evr- ópu. En hitt vita menn að hvergi í Evrópu eru sígaunar fjölmennari en á Spáni, þ.e. Andalúsíu á S- • Spáni. Óverulegur fjöldi býr ann- arstaðar í landinu. í gegnum allar aldir voru síg- aunar flökkuþjóð, flakkaði um í vögnum sínum, söng og dansaði fyrir fólk og þáði peninga fyrir. Þeir smíðuðu eldhúsáhöld, svo sem potta og pönnur, ausur og flát úr eir og kopar og seldu þessa listmuni sína. Þeir hafa sennilega fyrstir allra framleitt nytjalist. Þeir betla og stela, eru með slyng- ustu vasaþjófum sem fyrir finn- ast. Sígaunar samlagast aldrei þeim þjóðum sem þeir deila löndum með. Þeir halda alltaf saman, búa í sérstökum hverfum líkt og gyð- ingar hafa gert frá örófi alda. Ein fjölmennasta sígaunabyggð á Spáni er í Granada, í hlíðum borgarinnar og heitir það hverfi Sacramonte. Menn muna ef til vill eftir sjónvarpsþætti um flam- enco á dögunum. Þar var sýndur sígaunadans í helli í Sacramonte. Hjá sígaunum gilda sérstök lög ættflokksins. Sígauni giftist að- eins sígauna. í þeim undantekn- ingartilfellum sem til eru um ann- að, verður sá aðili sem giftist síg- auna að flytjast til hans og lifa samkvæmt lögmáli sígauna. Þeir hafa aldrei viljað þyggja neitt af samfélaginu en hafa líka beðið um að þjóðfélagið láti þá í friði. Þeir greiða skatta og þeir vinna aldrei það sem við köllum venju- lega vinnu. Mjög hefur þrengt að síg- aunum eftir síðari heimsstyrjöld- ina þegar öll landamæri lokuðust, nema menn hefðu vegabréf. Þau höfðu sígaunar ekki. Þeir voru hvergi á skrá. Nú hin síðari ár hefur mjög verið lagt að þeim að sameinast þeim þjóðum sem þeir deila löndum með. Allt hefur verið gert til að skrásetja þá, skattleggja og veita þeim þá sam- hjálp sem þjóðfélögin veita öðr- um þegnum sínum, en með væg- ast sagt misjöfnum árangri. Þeir hafa þó látið skrá sig til þess að eiga þess kost að fá vegabréf. takti né hljómfalli annarar tón- listar. Flamenco gítarinn er frá- brugðinn öðrum gítörum. Hann er meira að segja úr öðrum viði en það sem kallað er venjulegur gítar. Viðurinn gefur frá sér hátt hljóð sé fingri smellt á hann. Það er og eitt aðalatriði í flamenco gítarleik að gítarleikarinn slær í ákveðnum takti með þumalfingri í gítarbelginn ofanverðan, um leið og hann slær strengina. Gít- arhálsinn er breiðari en á venju- legum gítar og strengir hans eru ekki málmstrengir. Flamenco gít- arleikari notar ævinlega neglurn- ar þegar hann slær eða klórar strengi gftars síns. Það sem ég kalla klór er þegar hann grípur upp strengina með nöglunum innanverðum en hann slær strengina með þeim utanverðum. Flestir flamenco gítarleikarar eiga við þá erfiðleika að stríða og neglur þeirra vilja brotna. Því styrkja þeir neglur hægri handar með ákveðnu efni sem smurt er á neglurnar og verður mjög hart þegar það þornar. Klœðnaðurinn Klæðnaður sá sem flamenco dansarar klæðast eru þjóðbún- ingar Andalúsíumanna. Upphaf- lega var þetta viðhafnarklæðnað- ur sígauna. Kjólar kvenna eru að- skornir niður á mjaðmir en víkka þaðan út og eru skreyttir ein- hverskonar blúndum á pilsinu. Klæðnaður kárlmanna eru mjög aðskornar buxur og nær strengur- inn langt upp fyrir mitti. Skyrtan er pífum skreytt og ermavíð. Skórnir eru támjóir með háum hælum og eru hæll og tá járnklætt á sóla. Á þetta við bæði um karl- manna og kvenskóna. Kjólarnir eru úr mjög litskrúðugum efnum, rauði liturinn þó mest áberandi. Hár kvenna er oftast uppsett, nema þegar kornungar stúlkur dansa, þá er það gjarnan slegið. Blóm í hári er algengt. Klappið Ljóðið, lagið, söngurinn, gítarleikurinn, klappið og dansinn. Allt verður að fara saman þegar flamenco listin er annarsveg- ar. Flamenco Með þessum merkilega þjóð- flokki, sem einn veit alla leyndar- dóma stjörnukerfisins og telur sig því bestu spámenn í heimi, barst flamenco dansinn til Spánar. Vissulega er þessi þjóðdans síg- auna dálítið frábrugðinn þeim flemenco dansi sem Spánverjar hafa balletblandað og breytt og kalla nú hinn eina sanna flam- enco. Flamenco byggist upp á dansi, gítarleik, söng og sérstöku klappi, sem er þrennskonar og myndar alveg einstakt hljóðfall. Dansinn sjálfur byggist á því hvað segir í textanum. Textarnir fjalla allir um ástina, sorgina, gleðina, æskuna og ellina. Hinar þóttafullu og tignarlegu hreyfing- Flamenco- dansinner þjóðdans sígauna.Anda- lúsíumenntóku hannuppsem sinn þjóðdans. Núerhann talinnspónskur dans ar dansarans breytast mjög eftir því hvað textinn, fjallar um. í dansinum túlkar fólk það sem sungið er um í textanum. Klappið breytist líka. Þegar fjallað er um ástarsorg, eða sorgina yfirleitt, verður hrynjandin hægari og hreyfingar dansaranna viðkvæm- ari og tregafyllri. Þegar fjallað er um blómstrandi ást og gleði, svo ekki sé talað um æskuástina, verður allt hraðara, hljómfall og dans fyllist af gleði, hraða, dans- ararnir brosa. Hvort sem menn skilja tungumálið eða ekki hljóta þeir að skynja að hér eru á ferð túlkendur gleðinnar. Gítarinn Flamenco tónlistin er engri annari tónlist lík. Hún lýtur ekki Hver einasti Andalúsíumaður kann flamenco klappið og ef ekki er um sýningarflokk að ræða, klappa allir með þegar tónlistin er sungin og leikin og eftir henni dansað. Ef um sýningarflokk er að ræða, þá eru það bara flokks- menn sem klappa allir nema gít- arleikarinn, hann framleiðir aftur á móti smelli með því að slá í gítarinn. Fólk beitir lófunum á sérstakan hátt og smellurinn verður óvenju hár. Sem fyrr segir er klappið þrenns konar taktur og þegar þetta kemur allt saman verður úr alveg einstakt hljóðfall. Klappið breytist mjög eftir inni- haldi textans sem sunginn er. Hverjum dansi lýkur með því að hert er á klappinu upp í eins mik- inn hraða og frekast er unnt. Textarnir Sem fyrr segir fjalla textarnir um sorg og gleði, ástina eða ást- 10 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. júní 1986 Sunnuc

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.