Þjóðviljinn - 01.06.1986, Page 12
Laus staða
Laus er til umsóknar staöa lektors í hjúkrunar-
fræði við námsbraut í hjúkrunarfræði í læknadeild
Háskóla íslands.
Aðalkennslugrein er hjúkrun sjúklinga á
handlækninga- og lyflækningadeildum.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísinda-
störf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil
og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu
Hverfisgötu 6, 105 Reykjavík, fyrir 1. júlí 1986
Menntamálaráðuneytið
30. maí 1986
Neskaupstaður
Fóstrur
Fóstru vantar að dagheimilinu Sólvöllum Nes-
kaupstað frá 18. ágúst n.k. Nánari uppl. gefur
forstöðumaður Steinunn Steinþórsdóttir í síma
97-7485 eða 97-7721.
Félagsmálaráð
snn ^fin k JP Ba im.,,. nylnnH 1 ril Itm
GULLKORN 325 g
r ^ LENI ELDHÚSRÚLLUR 4 rl. W.C. PAPPÍR 8 rl.
FRÖNSK tá GULEPLI
ctjohnson , 300 ml uiax HANDSAPUKREM
ÞVOTTADUF 600 t Parsfl g
^HAFRAKEX ^ m/hnetubítum 170 g HOLTABÓT 6 pk.
KARTÖFLUS með papríku með saíti og pipai venjulegar KRÚFUR f 70g [
...vöruverÓ í lágmarki
Barnafólk
Stjórnmála-
menn eru
frjósamir
Víða í Evrópu hafa stjórnvöld
áhyggjur af dalandi frjósemi
þegna sinna. I Noregi ganga þing-
menn á undan með góðu fordæmi
hvað frjósemi snertir. Þeir eru að
meðaltaii meira barnafólk en
norðmenn yfirleitt.
Meðalbarnafjöldi í norskri
fjölskyldu er nú 1,66 börn.
Norskir þingmenn eiga hins veg-
ar að meðaltali 2,53 börn og samt
eru 13 barnlausir.
Viðskiptaráðherrann í fráfarandi
stjórn borgaraflokkanna, As-
björn Haugstvedt, og þingforset-
inn, Thor Knudsen, eru mestir
barnamenn, eiga sex börn hver.
Sex þingmenn eiga fimm börn og
26 fjögur börn. Af þingflokkun-
um eru kristilegir frjósamastir,
meðalbarnafjöldinn í þingflokki
Kristilega þjóðarflokksins er 3,3
börn.
Og af því við erum að segja frá
barnafjölda stjórnmálamanna
datt okkur í hug að rýna í fram-
boðslista Kvennalistans og
íhaldsins þar sem getið er um
barnafjölda frambjóðenda. í ljós
kemur að íhaldsmenn eru meira
barnafólk en kvennalistakonurn-
ar. Samanlagður barnafjöldi 30
íhaldsframbjóðenda er 89 en hjá
Kvennalistanum eiga frambjóð-
endur samanlagt 83 börn.
Kvennalistinn átti þó barnflesta
frambjóðandann, Laufey
„ömmu“ í Grjótaþorpi sem hefur
sett átta börn í heiminn. Báðir
listarnir eru þó töluvert yfir með-
albarnafjölda hjá þjóðinni og séu
þessi listar dæmigerðir fyrir ís-
lenska stjórnmálamenn eru þeir
töluvert frjósamari en norskir
kollegar þeirra. Það munar tæp-
lega hálfu barni.
—ÞH
Furður
Heilinn er
eins og
bókasafn
Mannsheilinn kemur vísinda-
mönnum æ meir á óvart eftir því
sem þeir rannsaka hann betur.
Nú hafa bandarískir vísindamenn
uppgötvað að minnisbanki heil-
ans en mun nákvæmar skipu-
lagður en þeir höfðu gert sér í
hugarlund.
34 ára bandaríkjamaður fékk
blóðtappa og þegar hann hafði
jafnað sig eftir hann var allt með
felldu utan það að hann gat
ómögulega munað heitin á hinum
ýmsu tegundum grænmetis og
ávaxta. Vísindamenn fengu
áhuga á málinu og þaulprófuðu
hæfileika og þekkingu mannsins.
Niðurstaða þeirra var sú að
minnisbanki heilans er eins og
skipulagður af nákvæmasta
bókasafnsfræðingi. Verði hann
fyrir áfalli geta dottið út nöfn á
mjög afmörkuðum þáttum, td.
fiskum, grænmeti og ávöxtum,
bflum eða ljósmyndavélum, án
þess að aðrir hlutar verði fyrir
skemmdum.
Út frá rannsóknum á mannin-
um komust vísindamennirnir
einnig að þeirri niðurstöðu að
heiti hlutanna eru ekki geymd á
sama stað í minnisbankanum og
upplýsingar um eiginleika og
notagildi þeirra.
—ÞH/Illustreret Videnskab
12- SÍÐA —ÞJÓÐVILJINN--------
IÐNSKÓLINN
í REYKJAVÍK
Innritun fyrir
skólaárið 1986-1987
Innritun fer fram dagana 2.-5. júní, aö báðum
dögum meðtöldum. Innritað verður í eftirtalið
nám:
1. Samningsbundið iðnnám.
2. Grunndeild málmiðna.
3. Grunndeild tréiðna.
4. Grunndeild rafiðna.
5. Grunndeild háriðna.
6. Grunndeild fataiðna.
7. Grunndeild bókiðna.
8. Framhaldsdeild í vélvirkjun og rennismíði.
9. Framhaldsdeild írafvirkjun og rafvélavirkjun.
10. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun.
11. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun.
12. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði.
13. Framhaldsdeild í húsasmíði.
14. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði.
15. Framhaldsdeild í hárgreiðslu.
16. Framhaldsdeild í hárskurði.
17. Framhaldsdeild í bókiðnum.
18. Fornám.
19. Almennt nám.
20. Tækniteiknun.
21. Meistaranám.
22. Rafsuðu.
23. Tölvubraut.
24. Tæknifræðibraut.
25. Öldungadeild í bókagerðargreinum.
26. Öldungadeild í grunnnámi rafiðna og raf-
eindavirkjun.
Innritun fer fram í Iðnskólanum frá kl. 10.00-
18.00 alla innritunardagana og í Miðbæjarskól-
anum 2. og 3. júní.
Iðnskólinn í Reykjavík.
m Áhugasamir
kennarar!
Ef þið eruð að leita ykkur að skemmtilegum
vinnufélögum og áhugaverðum skóla þá ættuð
þið að leita upplýsinga hjá okkur um Grunnskól-
ann á ísafirði.
Við þurfum kennara í almenna bekkjarkennslu,
myndmennt, smíðar, tónmennt, heimilisfræði,
tungumál, raungreinar og í sérkennslu. Enn
fremur viljum við ráða skólasafnvörð.
Flutningur til ísafjarðar verður ykkur að kostnað-
arlausu og að sjálfsögðu fáið þið íbúð fyrir sann-
gjarna leigu. Allar nánari upplýsingar gefur Jón
Baldvin Hannesson skólastjóri í símum 94-3044
(vs.) og 94-4294 (hs.).
Útboð
Hveragerðishreppur óskar eftir tilboðum í klæð-
ingu gatna í Hveragerði.
Helstu magntölur:
Jöfnunarlag 575 m3.
Tvöföld klæðing 11.000 m2
Útboðsgögn eru afhent hjá Verkfræðiskrifstof-
unni Fjarhitun hf., Borgartúni 17, Reykjavík eða á
skrifstofu Hveragerðishrepps gegn kr. 5.000.-
skilatryggingu, eftir kl. 13 á mánudaginn 2. júní
nk. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Hveragerð-
ishrepps fyrir kl. 11, þriðjudaginn 10. júní 1986.
Rannsóknastyrkur
Menntastofnun íslands og Bandaríkjanna (Ful-
brightstofnunin) vill bjóða íslenskum fræðimanni
styrk (u.þ.b. kr. 200.000) til að stunda rannsóknir
í Bandaríkjunum 1987-1988.
Umsóknir ásamt staðfestingu á rannsóknarað-
stöðu við mennta- eða rannsóknarstofnun í
Bandaríkjunum, skulu berast stofnuninni fyrir 3.
október nk.
_____________> ...'iá '■ “>y______