Þjóðviljinn - 01.06.1986, Qupperneq 13
Mexíkó
Einstakur undirbuningur
Landsliðsmennirnir hafa œftsaman i
allan vetur og ekkert leikið með
félagsliðum sínum. Hœðin, þunna
loftið og hitinn ekkert vandamól og
Mexíkanar heppnir með riðil
Vonir Mexíkana eru fyrst og
fremst byggðar á þeirri staðr-
eynd, að þeir leika á heimavelli,
því að þótf liðið sé teknískt og
þokkalega leikandi, þá stenst
styrkleiki þess ekki jöfnuð við
liðin frá Evrópu og Suður-
Ameríku.
Mexíkanar er þó örugglega
með best undirbúna liðið, sem
með hjálp áhorfenda og loftslags
gæti komið á óvart. Pað er pott-
þétt, að ekkert lið í lokakeppn-
inni mun verða bakkað eins
mikið upp af áhorfendum og
Mexíkó, og það mun sjálfsagt
bæta upp einhverja veikleika
liðsins.
Þetta er í 9. skipti sem Mexíkó
spilar í lokakeppninni HM, og
aðeins Brasilía, Þýskaland og ít-
alía hafa leikið oftar í þeirri
keppni. Þetta segir þó lítið um
styrkleika Mexíkó, því að í þess-
um 8 keppnum hefur liðið ein-
ungis unnið 3 leiki. Best gekk þó
á heimavelli 1970, þegar liðið
komst áfram í milliriðil þar sem
það tapaði fyrir Ítalíu.
Aðalorsökin fyrir því hve oft
Mexíkó hefur komist í loka-
keppnina er sú landfræðilega
skipting sem FIFA hefur stuðst
við í undankeppninni. Mexíkó er
á svokölluðu CONCACAF
svæði, sem nær yfir Mið- og
Norður-Ameríku ásamt löndum í
Karabíska hafi. Með bananalýð-
veldi á aðra hönd, og vanþróaðar
knattspyrnuþjóðir (USA og Can-
ada) á hina, hefur það ekki reynst
miklum erfiðleikum bundið fyrir
Mexíkó að halda kórónunni sem
besta knattspyrnuþjóð á svæð-
inu. Mexíkó hefur þannig oft
fengið ódýran farseðii í loka-
keppnina, og því ekki þurft að
leggja eins mikið í undankeppni
og aðrar þjóðir. Það er einnig
mjög líklegt, að þetta samkeppn-
isleysi hefti að einhverju leyti
þróun knattspymunnar í Mex-
íkó, það er ekki alltaf gott að vera
bestur.
Tœknifrœðingar
Knattspyrna var fyrst kynnt í
Mexíkó af breskum, frönskum og
spænskum tæknifræðingum í lok
síðustu aldar.
í lok síðustu aldar fengu Mex-
íkanar Frakka, Breta og Spán-
verja til að hjálpa til við þróun
tæknimála og verslunar í landinu.
Þessir Evrópubúar kynntu
knattspyrnuíþróttina fyrir heima-
mönnum, og strax árið 1903 var
komið á fót deildarkeppni, svo
einhver spor sjást eftir þessa þró-
unaraðstoð. Mexíkanska knatt-
spyrnusambandið er því meðal
hinna eldri í hinum vestræna
heimi. Atvinnumennsku var svo
komið á fót um 1930.
Eftir seinni heimsstyrjöld
fluttu margir knattspyrnumenn
frá Argentínu norður til Mexíkó
og settu þeir töluverðan svip á
knattspyrnu í landinu í nokkur
ár. Knattspyrnuíþróttin er fyrir
löngu orðin hluti af menningu
landsins og áhuginn fyrir fótbolt-
anum er brennandi, enda þótti
mönnum að Mexíkanar kæmu
með reisn frá því að halda loka-
keppnina 1970, en þá höfðu þeir
haldið Olympíuleikana aðeins 2
árum áður.
Spennandi
deildakeppni
í 1. deildinni í Mexíkó eru 20
félög, en keppnin fer fram með
nokkuð öðru sniði en tíðkast víð-
ast hvar. Fyrst keppa allir við
alla, en þá eru knattspyrnuyfir-
völd búin að raða félögunum í 4
hópa, eftir áætluðum styrkleika.
Þegar allir eru búnir að spila við
alla, heima og heiman, þá hefst
keppni bestu liða úr hverjum
hópi um að halda spennunni sem
lengst og jafnframt til að halda
taki á áhorfendum, sem eins og
allir vita spreða ekki seðlum á
báða bóga, og mundi ef til vill
freista til þess að sitja heima, ef
spennan væri lítil sem engin.
Mexíkanar halda einnig bikar-
keppni en hún hefur aldrei náð
vinsældum á borð við deildar-
keþpnina. Á síðasta keppnistím-
abili hefur þó ekki verið mikið
um dýrðir í deildarkeppninni.
Landsliðsmennirnir hafa ekki
verið með í vetur og því hefur
knattspyrnusambandið FMFA
ákveðið, að ekkert lið muni falla í
aðra deild. Þetta hefur sett sinn
svip á áhorfendapallana, því
bestu liðin hafa ekki náð að draga
meira en 5-6000 áhorfendur á
leiki sína, en það ku vera pláss
fyrir gott fleiri víðast hvar.
En FMFA hefur gert allt sem í
þess valdi hefur staðið til þess að
munstra besta hugsanlegt lands-
lið í lokakeppnina og hinn júgó-
slavneski landsliðsþjálfari Mex-
íkana, Bora Milutinovic hefur
Bora Milutinovic þjálfari Mexíkana hefur búið við betri starfsskilyrði en nokkur
annar þjálfari fyrir lokakeppni HM.
Fyrir stuttu var 19. manninum
Hugo Sanchez frá Real Madrid
bætt við í hópinn. Sanchez er
stórskemmtilegur leikmaður,
sem skorar mikið af mörkum, og
hefur þann sið að stökkva kraft-
stökk í hvert skipti sem hann
skorar. „Bora“ á því aðeins eftir
að tilnefna 2-3 í hópinn. Fjöl-
Þjóðviljinn heldur áfram kynningu sinni á minnst
þekktu þjóðunum sem taka þátt í lokakeppni HM í
knattspyrnu. Nú eru það gestgjafarnir, Mexíkanar,
en áður hafa lið Suður-Kóreu, íraks, Marokkó, Alsírs
og Kanada verið kynnt. Höfundur er sem fyrr Jón E.
Haraldsson kennari á ísafirði.
fengið betri undirbúningsmögu-
leika heldur en nokkur annar
þjálfari í heiminum, að því er sagt
er.
Stjaman
Sanchez
Síðan síðastliðið sumar hefur
hann verið með 17-18 landsliðs-
menn, og hafa þeir ekki gert
annað en að þjálfa og einbeita
sér að því að verða eins gott lið og
mögulegt er.
mörg keppnisferðalög utanlands
ásamt fjölda leikja heima fyrir á
móti öðrum landsliðum og mex-
íkönskum félögum hafa gefið
landsliðsþjálfaranum einstæða
möguleika á að ná saman
heilsteyptu góðu liði. Það er bara
spurning hvort það hefur tekist.
Bora Milutinovic er gamall
landsliðsmaður frá Júgóslavíu.
Hann var atvinnumaður í Sviss og
Frakklandi í nokkur ár, en fyrir
14 árum síðan fór hann til Mex-
íkó, þar sem hann spilaði fyrir
Universida Autonoma de Mex-
ico. Hann tók seinna við þjálfun
hjá sama félagi og gerði það að
Mexíkómeisturum í tvígang. Þeg-
ar Raoul Cordenas var rekinn
sem landsliðsþjálfari ’81 (af því
að Mexíkó komst ekki til Spánar)
þá réði forseti FMFA, Rafael del
Castillo, þennan nú 43 ára gamla
Júgga, sem landsliðsþjálfara.
Sterkir á
heimavelli
Það lítur út fyrir að Bora hafi
tekist að betrumbæta liðið tölu-
vert, en þó er svolítið erfitt að
dæma um það. Mexíkó tók nátt-
úrulega ekki þátt í undankeppn-
inni en síðastliðið haust fór liðið í
keppnisferðalag til N-Afríku og
Miðausturlanda og væri synd að
segja að úrslitin í leikjum þar hafi
verið Mexíkönum í hag. En á
heimavelli eru Mexar sterkir.
Þeirra leikaðferð er nokkurs kon-
ar „Stop and rush“, sem passar
ágætlega við hitamolluna og
þunna loftið. Leikmennirnir eru
mjög tekniskir og leika langtím-
um rólega saman á miðjunni, og
allt í einu setja þeir svo á fulla
ferð í sókn. Þeir hafa geysilega
gott vald á þessum hraða-
skiptum, og þeir eru líka útsettir
með að leyfa andstæðingunum að
sækja stíft og láta þá hlaupa sig
þreytta. Mexíkanarspila nokkurs
konar 4-5-1 með UNAM mið-
herjann Luis Flores, sem eina
sóknarmann, þetta gæti þó breyst
í 4-4-2, ef Sanchez verður með.
Þeir spiluðu lengi í sama liði áður
en Sanchez fór til Spánar.
Um stjórn og uppbyggingu á
miðjunni sjá fyrirliðinn, hinn 33
ára Tomas Boy frá háskólafé-
laginu Nuevo Leon í Monterrey
og Manuel Negrete frá UNAM.
Helstu veikleikar liðsins eru
þeir, hve lélegir skallamenn flest-
ir leikmenn eru. Að vísu slæmir
varnarmaðurinn Fernando Quir-
arte höfði til boltans einstaka
sinnunr, en það er varla nóg. Þá
er og að telja, að Mexar spila lítið
á kantana og nota þannig breidd
vallarins lítið. Það gerir sóknar-
leikinn mjög einhæfan.
Meðvindur
Ef miðað ver við hinar stóru
knattspyrnuþjóðir Suður-
Ameríku þá er Mexíkó ekkert til
að hrópa húrra fyrir. En í þetta
skipti hafa Mexar meðvind, þeir
voru heppnir með riðil, eiga að
leika við Belgíu, Paraguay og
írak, í þessari röð og það er gefið
að á hvern leik mæti 114.000
áhorfendur á Aztekleikvanginn
til þess að hvetja heimamenn.
Þannig að það ættu að vera góðir
möguleikar á að Mexar kæmust
áfram í keppninni.
Hæðin - þunna loftið og hitinn
er ekkert vandamál fyrir Mexík-
ana, en þessir hlutir gætu sett
strik í reikninginn fyrir hin liðin.
Mexíkanar eru mjög vel undir-
búnir. Þeir hafa spilað fleiri æf-
ingaleiki og dvalið lengur í æfing-
abúðum en nokkur önnur þátt-
tökuþjóð. Liðið hefur herst sam-
an á mörgum árum, og í því eru 12
leikmenn frá tveimur stærstu fé-
lögunum, þeir þekkja hver annan
út og inn. Af þessari upptalningu
má sjá að Mexíkanar hafa hrein-
lega allt hugsanlegt með sér og
ættu því að geta staðið sig þokka-
lega.
Landsliðshópurinn hefur dval-
ið í æfingabúðum í La Malinche í
Tlaxcala héraði, sem er í 3500
metra hæð, í allan vetur, ef undan
eru skilin keppnisferðalög og
þriggja vikna vetrarfrí. Frá jólum
hefur liðið leikið 16 æfingaleiki, á
meðan Evrópuþjóðir hafa leikið
þetta 2-5 leiki, svo það verður
gaman að fylgjast með útkom-
unni hjá þeim.
Mexíkanar verða ekki
heimsmeistarar, en riðill þeirra
er opinn. Belgar eru líklegir sig-
urvegarar og Mexar líklegir í 2.
sæti. Paraguay er hættulegur
„outsider" og Irak svo til óþekkt
stærð. Þetta er soennandi riðill.
. ÞJÖaVlLJJNN.- SÍÐAJA
Kennarar
takið eftir
Okkur vantar kennara í eftirtaldar stöður við
grunnskólana á Akranesi við Brekkubæjar-
skóla, líffræði- og raungreinakennara, íþróttak-
ennara. Kennara við deild fjölfatlaðra, almenna
kennara. Uppl. veita skólastjóri VictorGuðlaugs-
son vs. 93-1388, hs. 93-2820, yfirkennari Yngvar
Yngvarsson vs. 93-2012, hs. 93-3090.
Við Grundarskóla
T ónmenntakennara, myndmenntakennara,
smíðakennara, raungreinakennara, sérkennara,
almenna kennara. Uppl. veita skólastjóri Guð-
bjartur Hannesson vs. 93-2811, hs. 93-2723,
yfirkennari Ólína Jónsdóttir vs. 93-2811, hs. 93-
1408. Umsóknarfrestur er til 10. júní.
Skólanefnd
0Frá
Fjölbrautaskólanum
viðÁrmúla
Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum 2. og 3. júní
frá kl. 9.00 til-18.00 og á skrifstofu Árrnúlaskóla 2.
til 6. júní frá kl. 8.00 til 15.00. Skólinnbýður upp á
nám á eftirtöldum brautum:
Heilsugæslubraut, bæði aðfaranám sjúkraliða-
skólans ogtil stúdentsprófs, íþróttabraut,
tveggja ára og til stúdentsprófs, Málabraut til
stúdentsprófs, Náttúrufræðibrauttil stúdents-
prófs, Samfélagsbraut til stúdentsprófs,
Uppeldisbraut, aðfaranám fósturskólaog til
stúdentsprófs, Viðskiptabraut til almenns
verslunarprófs og stúdentsprófs.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
skólans síma 84022.
Skólameistari.