Þjóðviljinn - 01.06.1986, Qupperneq 17
________LEIÐARASÍÐA_________
Þjóðminja-
safnið
gjaldþrota
Þjóðminjasafnið er svelt fjárhagslega og
getur því ekki sinnt þeirri
rannsóknarstarfsemi sem því ber.
GuðmundurÓlafsson, forstöðumaður
fornleifadeildar: Þjóðminjasafnið er
gjaldþrota stofnun með miljóna skuldahala.
Þór Magnússon þjóðminjavörður: Peningar
liggja ekki á lausu er menningarstarfsemi er
annars vegar
Um þessar mundir er vertíð
fornleifafræðinganna að hefjast.
í sumar verður reku stungið í jörð
á nokkrum stöðum og minjar um
fortíð þjóðarinnar grafnar upp.
Fyrsta skóflustunga þessa sumars
var tekin í Kópavogi sl.
fimmtudag en þar er verið að
grafa í hól nokkurn sem gæti ver-
ið upphaflegt bæjarstæði Digra-
nesbæjar.
Uppgröfturinn í Kópavogi er
kostaður af bæjarsjóði Kópavogs
en það hefur færst töluvert í vöxt
að sveitarfélög standi fyrir forn-
leifarannsóknum innan sinna
bæjarmarka. Er það vissulega
ánægjuleg þróun að sveitarfélög
og jafnvel frjáls félagasamtök
taki þátt í að fjármagna rannsókn
á fortíðinni, en fyrst og fremst
hlýtur það að vera hlutverk ríkis-
sjóðs að sjá til þess að svo sé búið
um hnútana að vísindaleg stofn-
un einsog Þjóðminjasafnið geti
sjálft ákvarðað hvaða verkefni
eru brýnust og kostað rannsóknir
á þeim. Reyndin er hinsvegar sú
að Þjóðminjasafninu er skorinn
svo þröngur stakkur peningalega
að fjárveiting til þess nægir varla
til daglegs reksturs safnsins, hvað
þá að það hafi eitthvað aflögu til
að veita í rannsóknir.
„Þjóðminjasafnið er gjaldþrota
stofnun og hefur verið það um
árabil,“ sagði Guðmundur Ólafs-
son, fornleifafræðingur og for-
stöðumaður fornleifadeildar
safnsins við blaðamann Þjóðvilj-
ans. „Safnið er með miljóna
skuldahala sem það hefur verið
að dragast með ár frá ári og allar
fjárveitingar til Þjóðminja-
safnsins fara í daglegan rekstur,
launakostnað, símareikninga,
rafmagnsreikninga og viðhalds-
kostnað, þannig að ekkert er eftir
til rannsókna."
Sagði Guðmundur að
stjórnmálamenn sýndu starfsemi
Þjóðminjasafnsins algjört skiln-
ingsleysi. „Mennirnir vita ein-
faldlega ekki hvað safn er og hafa
afar takmarkaðan skilning á
þeirri starfsemi sem hér fer fram.
Þeir virðast líta á Þjóðminjasafn
sem einhverja geymslustofnun
fyrir eitthvert gamalt drasl.“
Fœreyingar og
Grœnlendingar
okkur fremri
Við Þjóðminjasafnið starfa alls
17 manns og eru þá taldir með
húsvörður, ræstingafólk og aðrir
sem sinna ekki vísindastörfum.
Fagfólk við safnið er innan við 10
Sú stofnun sem þetta hús hýsir er í algjöru fjársvelti hjá hinu opinbera. Aðbúnaður að þjóðminjasöfnum í Færeyjum og á
Grænlandi er betri en hér á islandi.
manns. Að sögn Guðmundar er
þetta minna starfslið en á þjóð-
minjasöfnum Færeyinga og
Grænlendinga.
„Þetta er algjört hneyksli. Ég
er t.d. eini fasti starfsmaður forn-
leifadeildarinnar en allir aðrir
sem koma nálægt fornleifarann-
sóknum eru lausráðnir yfir
sumarið. Starfsmenn deildarinn-
ar þyrftu einfaldlega að vera
fimm sinnum fleiri til að hér væri
viðunandi ástand og hægt væri að
sinna brýnustu verkefnum.“
Mannfæðin á Þjóðminjasafn-
inu gerir það að verkum að starfs-
fólkið er stöðugt að sinna
neyðartilfellum sem koma upp,
einsog í Kópavogi, þarsem átti að
fara að leggja veg beint í gegnum
friðlýstar minjar, og er þá lítill
sem enginn tími aflögu til að
sinna rannsóknarstörfum.
„Meginmeinsemd safnsins er
mannfæðin. Sumrin eru notuð til
að grafa og ef eðlilegur háttur
væri hafður á þessu ætti hér að
vera starfsfólk yfir veturinn til að
rannsaka það sem grafið var upp
um sumarið. En það starfsfólk
sem er hér hefur ekkert næði til
þess þar sem það er stöðugt að
sinna ýmsum öðrum nauðsynja-
verkefnum.
Þeir uppgreftir sem verða á
vegum Þjóðminjasafnsins í sum-
ar eru fjármagnaðir af utanað-
komandi aðilum. Sem dæmi má
nefna að í sumar verður haldið
áfram uppgreftrinum á Stóru-
Borg, en hann hefur verið kost-
aður af Þjóðhátíðarsjóði. Þá fer
af stað uppgröftur á Þingvöllum
seinna í sumar og verður grafið í
búðir fornmanna og á Lögbergi.
Þar var síðast grafið fyrir rúmum
100 árum af Sigurði Vigfússyni,
fornleifafræðingi. Það er Þing-
vallanefnd, sem kostar þann upp-
gröft.
„Ef Þjóðhátíðarsjóður hefði
ekki komið til hefði enginn upp-
gröftur verið á undanförnum
árum. Þá hefur einnig vaknað
áhugi hjá ýmsum sveitarfélögum
um rannsóknir á gömlum minjum
og ekki veitir af að utanaðkom-
andi aðilar leggi þessu lið. Frjáls
félagasamtök hafa einnig stutt
fornleifarannsóknir fjárhagslega,
t.d. átti Lionshreyfingin í
Vestmannaeyjum stóran þátt í
uppgreftrinum í Herjólfsdal."
Guðmundur hefur mikinn
áhuga á að félög kosti merkingu á
friðlýstum minjum en mjög sjald-
gæft er að minjar séu merktar hér
en algengt í nágrannalöndum
okkar. Slíkar merkingar geta
komið í veg fyrir slys á borð við
það sem hafði næstum gerst í
Kópavogi.
„Albrýnasta verkefni safnsins
núna er að standa að fornleifa-
skráningu, svo það sé á hreinu
hvar áhugaverðar minjar eru og
kortleggja þau svæði. En í stuttu
máli sagt þá ríkir algjört neyðar-
ástand í þessum málum. Ástand-
ið hjá Þjóðminjasafninu er svip-
að og ef ætti að reka Þjóðleikhús
með tveim leikurum,“ sagði
Guðmundur að lokum.
Menningin
útundan
Þór Magnússon, þjóðminja-
vörður, sagði að stjórnmála-
mennirnir hefðu alltaf góð orð
um Þjóðminjasafnið er málefni
þess bæri á góma, en hinsvegar
væri reyndin sú að peningarnir
liggja ekki á lausu, einkum þegar
menningarstarfsemi er annars
vegar.
Að sögn Þórs hafa fastir rekstr-
arliðir safnsins gengið mjög á
rannsóknarféð en rekstrar-
kostnaðurinn hefur aukist und-
anfarin ár en fjárveiting verið
mjög rýr til safnsins á undan-
förnum árum.
Það sem hefur gert mögulegt
að stunda vísindarannsóknir á
vegum safnsins er annars vegar
að safnið fær fjórðung af vaxta-
tekjum Þjóðhátíðarsjóðs til
rannsókna og hinsvegar að
sveitarfélög hafa sýnt fornleifa-
rannsóknum aukin skilning á
undanförnum árum.
Að lokum sagði Þór að hann
vonaðist til þess að menntamála-
ráðherra sýndi starfsemi safnsins
aukinn skilning í framtíðinni.
—Sáf
LEIÐARI
Menningararfurinn i hœttu
Þaö hefur veriö sagt um nágranna okkar á
hinum Norðurlöndunum aö þeir líti á ísland sem
einskonar þjóðminjasafn hinnar fornu norrænu
menningar. Hér hafa tengslin viö sameigin-
legan menningararf okkar varöveist sem sést
best á því aö íslensk tunga stendur næst þeirri
tungu er töluð var í Skandinavíu á víkingatím-
um. Hér voru sögurnar ritaðar, varðveittar og
lesnar þjóðinni til dægrastyttingar og lærdóms á
erfiðum tímum og enn þann dag í dag eru þess-
ar sögur lifandi með þjóðinni þrátt fyrir það flæði
skemmti- og upplýsingaefnis sem hellist yfir
okkur daglega úr hjnum ýmsu fjölmiðlum.
Þessi skoðun frændfólks okkar fer í taugarnar
á mörgum, einnig þeim, sem eru stoltir af menn-
ingararfi þjóðarinnar og gera sér grein fyrir
mikilvægi (Dess að sú menning sé varðveitt og
haldið við, því arfleifðin er jarðvegur nýrra vaxt-
arsprota. Þrátt fyrir að enginn mótmæli mikil-
vægi arfleifðarinnar virðist ríkja lítill skilningur
meðal ráðamanna að sýna henni næga virð-
ingu og skilning. Hún er góð til síns brúks á
hátíðlegum stundum en að veita fjármagni til að
hægt sé að stunda rannsóknir á menningararf-
inum á ekki upp á pallborðið hjá ráðamönnum.
Þjóðminjasafnið er gjaldþrota, segir forstöðu-
maður fornleifadeildar Þjóðminjasafnsins í frétt-
askýringu hér í blaðinu. Mannahald safnsins er
minna en á sambærilegum söfnum nágranna
okkar í Færeyjum og á Grænlandi. Fjárveiting til
safnsins er skorin svo við nögl að rétt nægir til
að halda daglegum rekstri í horfinu. Fjársveltið
er slíkt að allar rannsóknir verða að sitja á hak-
anum.
Og þjóðminjavörður lýsir því yfir, að þrátt fyrir
góð orð stjórnmálamanna þegar Þjóðminja-
safnið er annarsvegar, er reyndin sú að pening-
ar liggja ekki á lausu fyrir menninguna.
Það sem hefur bjargað málum fyrir horn und-
anfarin ár, er að áhugi hefur vaknað hjá
sveitarfélögum og félgasamtökum um að styðja
við rannsóknir. Þá hefur Þjóðminjasafnið fengið
árlega örugga fjárveitingu úr Þjóðhátíðarsjóði,
sem hefur gert kleift að hægt var að rannsaka
minjarvið Stóru-Borg áðuren hafið gleypti þær.
Undanfarin ár hefur átt sér stað viss endur-
reisn okkar menningararfs. Ný og fersk útgáfa
íslendingasagnanna á nútímastafsetningu, þar
sem sögurnar eru gerðar aðgengilegar og upp-
iýsingamiðlun fjölmiðlaheimsins er notuð til að
rækta upp áhuga sem er til staðar, er til marks
um það. Áhugi á rótum menningar okkar og
sögu er engan veginn einskorðaður við örfáa
sérvitringa og sérfræðinga. Rótlaust líf nútíma-
mannsins fullnægir ekki tilvist hans. Við viljum
vita úr hvaða jarðvegi við erum sprottin. ,
Ahugi kviknar ekki af sjálfu sér en áhuga er
hægt að vekja einsog íslendingasagnaútgáfan
er gott dæmi um. Allt sem þarf er vilji, vilji til að
sýna það í verki að við berum virðingu fyrir
forfeðrum okkar og lífsbaráttu þeirra og til að
draga fram í dagsljósið þau ummerki tilveru
þessa fólks sem jarðvegurinn hefur varðveitt í
aldir.
Það er hneyksli að neyðarástand skuli ríkja
hjá þeirri stofnun sem gegnir því hlutverki að
rannsaka og varðveita fortíð okkar. Það er
neyðarlegt að hugsa til þess að Færeyingar og
Grænlendingar skuli sjá sér fært að veita meira
fjármagni til sambærilegra stofnana hjá sér en
við hér.
Við erum stolt af þeim afrekum sem forfeður
okkar unnu, af því afreki þjóðarinnar að þrauka
af harðindi og náttúruhamfarir við bág kjör í
aldaraðir. Þessi þjóð má ekki láta það spyrjast
um sig að á slíkum uppgangstímum sem nú
ríkja, þá sjáum við okkur ekki fært að hlúa að
arfinum sem okkur hefur verið treyst fyrir.
Það eru gömul sannindi og síung að þjóð án
menningar og sögu er engin þjóð og því tími til
kominn að stjórnmálamennirnir vakni upp af
dásvefninum og grípi til neyðarráðstöfunar því
það ríkir neyðarástand í þessum efnum.
—Sáf
Sunnudagur 1. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17