Þjóðviljinn - 07.06.1986, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 07.06.1986, Qupperneq 7
Umsjón: Páll Valsson Úlfur Hjörvar á heimili sínu (mynd E.ÓI.) Alltaf ætlað að skrífa Ulfur Hjörvar: Nægur heiður að komast á bók með Svövu Þriðju verðlaun í smásagna- keppni Listahátíðar hlaut Úlf- ur Hjörvar, fyrirsöguna „Sunnudagur“. Úlfurertrú- lega þekktastur sem þýðandi og hefurþvífengistviðtextaí áratugi, þótt hans eigin skáld- skapur hafi ekki komið mikið fyrirsjóniralmennings. Úlfur var spurður um verðlauna- söguna og ræturhennar: „ Annað slagið hef ég verið að skrifa og átti því auðvitað eitthvað í fórum mínum, sem ég fór að huga að eftir að ég hafði klippt út auglýsinguna um þessa keppni. Þessa sögu hafði ég átt háífkaraða nokkuð lengi. Hún er það gömul að upphaflega átti hún að gerast við Kalkofnsveg þar sem Bifreiðastöð íslands var í eina tíð, en nú er bensínstöð. Ég varð því að finna annað svið, sem síðar varð BSR-portið. En ég valdi að senda þessa sögu af því að hún er Reykjavíkursaga og lauk við hana nóttina áður en fresturinn rann út.“ - Nú ert þú aðallega þekktur sem þýðandi. Hefurþú lengi haft í hyggju að skrifa eigin texta? „Eg hef í rauninni aldrei ætlað mér að gera neitt annað og aldrei tekið neitt annað alvarlega. En hingað til bara með sjálfum mér. Ég held að ég hafi verið tólf ára, og var að moka flórinn á Ytri- Skeljabrekku, þegar ég ákvað að verða rithöfundur. Ég hef svo verið að hlaupa af mér hornin fram að þessu. En ég hef líka tafist. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á hand- ritagerð fyrir kvikmyndir og 1970 skrifaði ég þrjú stutt handrit fyrir danska sjónvarpið og fór siðar um landið í tvö sumur með dönskum sjónvarpsmönnum. Með þetta veganesti sótti ég svo inn á námskeið í handritagerð hjá sjónvarpinu hér 1978, en var hafnað. Þá valdi pólitískt út- varpsráð þátttakendur, en ég var pólitískur munaðarleysingi.“ Þýðingar hef ég fengist við, með hléum, í rúm tuttugu ár. Það var eiginlega valkyrjan Bríet Héðinsdóttir og síðar Sveinn Ein- arsson og Thor, sem ýttu mér útí það, og enn er ég að. Á því hef ég auðvitað lært mikið og fengið þjálfun í meðferð máls og einnig ögun að vinna.“ - Freistar smásagnaformið þín fremur en önnur - skáldsaga eða leikrit til dœmis? „Leikritið freistar mín nú meira, kannski af því að ég hef þýtt tugi leikrita og verið tengdur Íeikhúsi í mörg ár. En það fyrsta sem ég skrifa var smásaga. Faðir minn var smásagnahöfundur og aldamótafólkið sem ól mig upp átti í skápum sínum frönsku, og einkum rússnesku snillingana - á dönsku - og ég las því mikið af smásögum í æsku. Síðar komu aðrir höfundar, t.d. Hemingway. Ég man að þegar ég sem ung- lingur las „The Killers“ hélt ég að lengra væri ekki hægt að ná. Ég var líka svo lánsamur að kynnast á þroskaárunum íslenskum snill- ingum þessa forms, Ástu Sigurð- ardóttur, Elíasi Mar, Geir Krist- jánssyni o.fl. En mér óar við því að setjast niður í mörg ár til að skrifa skáld- sögu, en dáist að þeim sem leggja útí það uppá þau kjör sem bjóð- ast hér.“ - Rithöfundurinn og samfé- lagið? „Mér geðjast ekki að þeirri til- hneigingu sem ríkir, að pressa útúr ungum hæfileikamönnum þykkar skáldsögur fyrir hvern jólamarkað, en ýta þeim svo til hliðar kannski þegar þeir hafa gegnt sínu markaðshlutverki. Þessi þróun er uggvænleg og hlýtur að leiða til tjóns. Samspil fjölmiðla og útgefenda í þessu er líka viðsjárverð. Ein- staka menn eru gripnir upp og seldir, en síðan einn góðan veðurdag ekkert sinnt meir. Á meðan eru aðrir kannski alveg hundsaðir, menn sem eru af mikiili alvöru að fást við sömu hluti. Ef við viljum eiga áfram bók- menntir í landinu verður að gera stórum hópi kleift að lifa af bók- menntastörfum og þá í langan, samfelldan tíma, en ekki bara rétt fyrir jól. Þjóðfélagið og fjár- veitingavaldið verður að endur- meta alla afstöðu sína til þessa máls. íslenskir rithöfundar hafa þá sérstöðu meðal rithöfunda heims að þótt þeir slái í gegn eru þeir efnalega jafnnær. Þetta er ei- líft basl. Og ég held að lausnin sé ekki sú, eins og nú er gælt við, að okkar efnilegustu höfundar kom- ist viðstöðulaust á markað er- lendis, því það leiddi óhjákvæmi-i lega til þess, að menn færu að* skrifa fyrir þann markað, og hvar væru íslenskar bókmenntir þá komnar? Ég held að menn verði að halda áfram að hafa fordæmi Halldórs Laxness að leiðarljósi - og efla stéttarfélag rithöfunda. - Hafa verðlaun eins og þessi áhrif til hins betra? „Já. Og það ber að þakka hvað þau eru rausnarleg. Það verður kannski bið á því eftir þetta að rithöfundum verði boðin skamm- arverðlaun fyrir verk sín, eins og því miður hefur stundum gerst. Vonandi valda þau straumhvörf- um að því leyti. Hvað mig varðar persónulega er þetta mjög ör- vandi og óvænt viðurkenning. Mér hefði þótt það alveg nægur heiður að komast á bók með Svövu Jakobsdóttur.“ Breskur brúðuleikur Paul Hansard sýnir „Ævintýri Sherlock Holmes“ Þeir Holmes og Watson verða í brúðuformi á Fríkirkjuvegi um helg- ina. Breski brúðuleikhúsmaðurinn Paul Hansard sýnir „Ævintýri Sherlock Holmes" að Fríkirkju- vegi 11, laugardaginn 7. júní og sunnudaginn 8. júní kl. 15. Paul Hansard hóf feril sinn sem leikari, og lék m.a. í Old Vic, með Gielguds flokknum og í leikhúsunum í West-End í London. Hann hefur leikið f fjöl- mörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, m.a. í „Byssurnar frá Navarone." Nú hefur Paul Hansard snúið sér eingöngu að brúðuleiklist og semur sjálfur allt efni sem hann flytur, auk þess sem hann býr til brúður og leikmyndir og leikur öll hlutverkin. Paul Hansard hef- ur verið fulltrúi Bretlands á brúð- uleikhúshátíðum víða um heim. Ævintýrið um Sherlock Snoop og Dr. Whatsup tekur um það bil klukkutíma í flutningi og er ætlað fyrir fólk á öllum aldri. Laugardagur 7. júnl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 -pv.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.