Þjóðviljinn - 07.06.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN
A usturríki/Kosningar
Waldheim
talinn öruggur
Vín — Talið er nokkuð víst að
Kurt Waldheim verði kjörinn
forseti í seinni umferð kosn-
inganna sem verða á morgun
þrátt fyrir ásakanir víða að um
nasistafortíð hans.
Kurt Steyrer, mótframbjóð-
andi hans og fyrrum heilbrigðis-
ráðherra, er samkvæmt síðustu
skoðanakönnunum einum 6 til 8
prósentum á eftir Waldheim.
Hann sagði á fundi með frétta-
mönnum í gær að hann væri enn
bjartsýnn um sigur. Hann vitnaði
í óþekkta könnun sem gaf til
kynna að hann væri aðeins
tveimur prósentustigum á eftir
Waldheim hvað fylgi varðar.
„Það voru ein milljón Austurrík-
ismanna sem kaus Waldheim
ekki í fyrri hluta kosninganna, ég
á enn góða möguleika,“ sagði
Steyrer.
í fyrri hluta kosninganna mun-
aði litlu að hann næði kjöri. Hann
fékk þá 49,64 % atkvæða,
Steyrer fékk 43,66 %. Umhverfi-
sverndarsinninn Freda Meissner-
Blau fékk 5,5% og hægri öfgas-
inninn Otto Scrinzi fékk 1,2 %.
Waldheim og Steyrer verða einir
í kosningu á morgun og Steyrer
gerir sér von um að fá atkvæði
Meissner-Blau. Waldheim sem
er studdur af Þjóðarflokknum
sem er í stjórnarandstöðu segist
hins vegar viss um að hann fái
mikinn fjölda atkvæða frá stuðn-
ingsmönnum hennar.
Waldheim er talinn öruggur um nægilegan fjölda atkvæða á morgun, þrátt fyrir
ásakanir um að hann sé að fela eitthvað Ijótt.
Kaipof
efstur
Bugojno — Nú er níu umferðum
lokið á sterkasta skákmóti
sem haldið hefur verið og An-
atólí Karpof, fyrrum
heimsmeistari er enn í forystu
með 1 1/2 vinning fram yfir Lju-
bojevic frá Júgóslavíu og
Sokolof frá Sovétríkjunum.
Öllum leikjum í níundu um-
ferð sem háð var í fyrradag, lauk
með jafntefli. Tony Miles frá
Bretlandi sem var í forystu í upp-
hafi mótsins tefldi varlega gegn
Lajos Portisj frá Sovétríkjunum
og samdi um jafntefli eftir aðeins
14 leiki. Artúr Júsúpof skipti á
drottningu í upphafi taflsins en
náði engu forskoti á Karpof.
Karpof hefur nú 5 vinninga og
biðskák, Ljubojevich og Sókolaf
koma næstir með 4 1/2 vinning og
biðskák. Spasskí hefur 4 1/2 vinn-
ing, Miles 4 vinninga og biðskák,
Júsúpof og Portisj eru báðir með
4 vinninga og Timman frá Hol-
landi er neðstur með 3 1/2 vinn-
ing.
Angólaárásirnar
Sovésk og kúbönsk skip
Moskvu — Sovéska fréttastof-
an Tass sagði frá því í gær að
flutningaskipin sem S-
Afríkumenn sprengdu í gær í
höfninni í Namibe í Angóla
hefðu verið sovésk og kúb-
önsk.
Tass sagði að vegna skæru-
hernaðarins hefðu tvö sovésk
skip, Vislobokof og Tsjirkof,
orðið fyrir alvarlegum skemmd-
um þegar verið var að skipa úr
þeim vörum. Tass sagði að eng-
inn hefði særst. Þá sagði í frétt
Tass að rannsókn væri nú hafin
frá hendi sovéskra yfirvalda.
Ekki var greint frá afdrifum kú-
banska skipsins. í frétt angólsku
fréttastofunnar Angop í fyrradag
sagði að eitt skipið hefði sokkið.
„Athygli vekur að á sama tíma
og skipin sprungu, skutu s-afrísk
skip flugskeytum á ákveðna staði
í landi við höfnina í Namibe“,
sagði í fréttinni frá Tass. Angóla-
stjórn sem nýtur stuðnings Sovét-
manna hefur undanfarið sakað S-
Afríkumenn um stuðning við
UNITA skæruliðahreyfinguna
sem berst gegn stjórnvöldum.
SP ráðstefna
UNITA hreyfingin fékk nýlega
loforð hjá Bandaríkjastjórn um
hernaðaraðstoð. S-Afr:'kustjórn
hefur neitað að segja nokkuð um
ásakanir Angólastjórnar um árá-
sirnar.
UNITA hreyfingin gaf í gær út
tilkynningu um að stjórnarherinn
hefði hafið mikla sókn í austur-
og suðausturhluta landsins þar
sem skæruliðar hafa vígi sín.
Skærur hafa verið með UNITA
og stjórnarhernum frá því landið
fékk sjálfstæði undan stjórn Port-
úgals árið 1975.
Hvatt til olíubanns
á S-Afríku
Fulltrúar 21 þjóðar innan Sameinuðu þjóðanna samþykktu að herða
bann við flutningi olíu til S-Afríku
Osló—í gær var ákveðiö á ráð-
stefnu á vegum Sameinuðu
þjóðanna að setja enn frekari
hömlur á olíubirgðir sem eiga
að fara til S-Afríku.
„Það er ljóst að olíubannið hef-
ur ekki gengið nógu vel hingað
til. Það er forgangsatriði nú að
fylla í holurnar varðandi bann-
ið“, sagði Joseph Garba, fulltrúi
Nígeríu á fundinum. Garba er
fulltrúi nefndar SÞ sem vinnur
gegn kynþáttaaðskilnaðarstefn-
Los Angeles — Dómari í þess-
ari annari stærstu borg Banda-
ríkjanna dæmdi í gær yfirmenn
„Bítlamaníu" skemmtidag-
skrár til að greiða Apple fyrir-
tækinu sem er í eigu fyrrum
meðlima Bítlanna, 450 miljónir
íslenskra króna í skaðabætur.
Bítlamaníufyrirtækið fær að
borga þessa upphæð fyrir að nota
sér „persónuleika Bítlanna" án
unni. Fulltrúar á ráðstefnunni
samþykktu að hvetja allar þjóðir
til að koma á virkri löggjöf sem
styrkti olíuflutningsbann til S-
Afríku.
Undanfarna daga hefur ríkt
nokkur stöðnun á ráðstefnunni. í
gær samþykktu hins vegar fulltrú-
ar Noregs og Nígeríu samkomu-
lag um olíuflutningsbann sem
Norðmenn gátu sætt sig við.
Norðmenn hafa flutt miklar
birgðir af olíu til S-Afríku.
leyfís. Skemmtidagskráin var
þannig uppbyggð að fjórir ein-
staklingar sem líkjast Bítlunum
fjórum léku nokkur vinsælustu
Bítlalögin en á bak við voru sýnd-
ar litskyggnur af helstu atburðum
frá ferli Bítlanna. Þá hefur einnig
verið gerð kvikmynd eftir þessari
skemmtidagskrá. Hvorugt mun
sjást opinberlega héðan í frá eftir
dóm gærdagsins.
Norðmenn, Danir og Hollend-
ingar, einu stóru skipaflutninga-
þjóðirnar á ráðstefnunni, höfðu
áður lýst sig andsnúnar vissum at-
riðum í endanlegri samþykkt.
Þeir einu sem voru síðan á móti
henni voru Hollendingar. Garba
sagði í lokaræðu sinni að þó
ályktanir þingsins væru ekki lög-
festar, myndu þær vonandi hafa
mikil áhrif á aðra stærri ráðstefnm
á vegum SÞ um sama málefni sem
hefst í París þann 16. þessa mán-
aðar.
í síðustu viku lauk í London
ráðstefnu um bann við vopnasölu
til S-Afríku og sagði Garba að
þar hefði náðst góður árangur.
Talið er að Lundúna- og Oslóar-
ráðstefnurnar hafi lagt grunninn
að þeirri sem hefst í París um
miðjan mánuðinn en þar verður
rætt um allsherjarverslunarbann
gagnvart S-Afríku. í haust verður
síðan atkvæðagreiðsla hjá SÞ um
málið. „Vopnasölubann er til-
gangslaust án olíusölubanns sem
myndi stöðva hernaðarvél S-
Afríkumanna“, sagði Garba.
Norðmenn tilkynntu í vikunni
að þeir væru að íhuga algert versl-
unarbann gagnvart S-Afríku.
Vikuna þar áður samþykkti
danska þingið verslunarbann á S-
Afríku sem hefst 15. júní en hefur
sex mánaða aðlögunartíma.
Bítlarnir
Fá miljarða
í skaðabætur
Til Vestfjarða?
Já, hvers vegna ekki?
Kennarar athugið. Á Vestfjöröum eru tæplega 2
þúsund nemendur á grunnskólastigi í 23 skólum.
Starfsliö Fræðsluskrifstofunnar veitir ráögjöf og
ýmsa aðstoð en þar starfa, auk fræðslustjóra,
rekstrarfulltrúi, sálfræðingur og sérkennslufull-
trúi.
Samvinna er við leiðbeinendur í stærðfræði og
íslensku.
Gagnasafn er hér ásamt útibúi frá Námsgagna-
stofnun með fræðsluefni á myndböndum.
Meðal fríðinda sem sveitarfélög hér bjóða um-
fram kjarasamninga, er ódýr húsaleiga, flutn-
ingsstyrkur og kaupuppbót.
Hringdu til okkar í síma 94-3855 eða beint til
viðkomandi skólastjóra og leitaðu upplýsinga.
Sérstaklega óskast sérkennarar, tón-
menntakennarar og myndlistarkennarar.
Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis
Pétur Bjarnason
Til sölu
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum
í nokkra járnklædda timburskúra.
Skúrarnir eru til sýnis í birgðastöð Rafmagns-
veitunnar í Þórðarhöfða.
Tilboð skilist til skrifstofu vorrar, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, eigi síðar en fimmtudaginn 12. júní
n.k.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sirni 25800
Staða
bæjarstjóra
á Eskifirði
er laus til umsóknar. Umsóknum meö upp-
lýsingum um menntun og fyrri störf skal skila
á skrifstofu bæjarstjóra fyrir 20. júní. Upplýs-
ingar um starfið gefur bæjarstjórinn á Eski-
firöi.
Bæjarstjórinn á Eskifirði