Þjóðviljinn - 07.06.1986, Blaðsíða 14
m LAUSAR STÖÐUR HJÁ
W REYKJAVÍKURBORG
Staða forstöðumanns
við dagheimilið Bakkaborg við Blöndubakka.
Umsóknarfrestur til 15. júní.
Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjón-
arfóstrur í síma 27277.
Fóstrustöður
á dagheimili og leikskóla Hraunborg Hraunbergi
10.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 79770.
Umsóknarfrestur til 24. júní.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð.
Sveitarstjóri
óskast
Starf sveitarstjóra í Miðneshreppi er her með
auglýst laust til umsóknar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist á skrifstofu Mið-
neshrepps Tjarnargötu 4,245 Sandgerði fyrir 30.
júní n.k.
Nánari upplýsingar veitir Jón K. Ólafsson sveitar-
stjóri í síma 92-7554.
Sveitarstjóri Miðneshrepps, Sandgerði
Vöruflutningar
Óskum eftir að ráða stöðvarstjóra
Bifreiðastöðvar K.B.
Bifreiðastöðin annast einkum mjólkur- og vöru-
flutninga og eru fastir starfsmenn um 20.
Umsóknir sendist til Georgs Hermannssonar,
sem gefur nánari upplýsingar.
Kaupfélag Borgfirðinga
Borgarnesi, sími 93-7200
Fóstrur -
Kópavogur
Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir lausar til
umsóknar fóstrustöður á eftirtalin dagvistarheim-
ili. Um er að ræða ýmist 50% eða 100% starf.
1. Dagvistarheimilið Grænatúni. Upplýsingar
gefur forstöðumaður í síma 46580.
2. Leikskólann Fögrubrekku. Fóstra 50% starf.
Starfsmaðurvið uppeldisstörf 50% starf. Upplýs-
ingar gefur forstöðumaður í síma 42560.
3. Leikskólann Kópahvol. Fóstra í 60% starf.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 40120.
4. Skóladagheimili Dalbrekku. Upplýsingar
gefur forstöðumaður í síma 41750.
5. Dagvistarheimilið Efstahjalla. Fóstrur í 50%
störf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
46150.
6. Dagvistarheimilið Marbakka. Fóstra og
starfsmaður við uppeldisstörf. Upplýsingar gefur
forstöðumaður í síma 641112.
Umsóknarfrestur er til 1. júlí. Umsóknum skal
skila á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja
frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digra-
nesvegi 12, og veitir dagvistarfulltrúi nánari upp-
lýsingar um störfin í síma 41570.
Félagsmáiastofnun Kópavogs
Náttúran rak
LÞ skrifar um tónleika í Norræna húsinu sl.
þriðjudag, þar sem flutt voru verk eftirJón
Nordal.
Það hefur alls ekki farið á milli
mála undanfarna mánuði, að vin-
ur vor og meistari, Jón Nordal er
orðinn sextugur. Sumsé kominn
á sjötugsaldur. Var það ekki ann-
ars einhverntímann í febrúar sem
hann átti merkisafmælið. Ja mér
er reyndar sama, bara ef maður-
inn heldur áfram að vera jafn
brattur og hann var þegar ég sá
hann síðast, á þriðjudaginn var,
vestur í mýri. Það var í húsinu
sem kennt er við norrænu og var
teiknað af Alvar Alto eða ein-
hverjum svoleiðis og þarna var
verið að flytja verk eftir „II Mae-
stro“, honum og eilífðinni til
heiðurs og ánægju.
Og mikið fannst mér gaman að
heyra þarna gömul og ný verk
eftir þennan okkar öndvegis-
tónsmið eftirstríðsáranna. Sér-
staklega þó elsta verkið, Systur í
Garðshorni, sem þær Laufey Sig-
urðardóttir og Selma Gunnars-
dóttir léku, því þetta verk heyrði
maður fyrst langt innan við ferm-
ingu og var þá svo hissa að á fs-
landi væri líka hægt að búa til al-
mennilega músík. Og síðan blás-
aratríóið, sem heyrðist að mig
minnir fyrst á tónleikum í MR,
ætli það hafi verið 1948 eða 9?
Það eru ógleymanlegir tónleikar.
Þá var man ég flutt píanósónata
eftir Stravinsky, sönglög eftir
Hindemith og sónatínan fyrir
klarinett og píanó eftir Honegger
og svo þetta yndislega smátríó f.
óbó, klarinett og horn eftir Jón.
Ætli þetta hafi ekki verið mesti
tónlistarviðburður ársins, hvaða
ár sem það nú var? Tríóið var þá
leikið af Andrési Kolbeinssyni,
Agli Jónssyni og undramannin-
um Lanzky-Otto, sem mér finnst
enn að hafi verið besti horn-
leikari í heimi. Núna voru heldur
engir aukvisar á ferðinni, Krist-
ján Stephensen, Einar Jóhannes-
son og Joseph Ognibene. Hvað
viljið þið sosum betra? Hinsvegar
hef ég aldrei kunnað við sónötu
Jóns fyrir fiðlu og píanó. Alltaf
fundist hún stíf og tilfærð, en það
eru kannski fordómar sprottnir af
minnimáttarkennd osfrv. En
mikið spiluðu þau Rut Ingólfs-
dóttir og Halldór Haraldsson
hana samt fallega. Eftir hlé kom
Dúóið fyrir fiðlu og selló, sem
Guðný konsertmeistari og Gunn-
ar Kvaran léku af hreinni snilld.
Síðan Ristur f. klarinett og píanó
með þeim Sigurði I. Snorrasyni
og Önnu Guðnýju, en það verk
hefur maður heyrt nokkuð oft sl.
ár og er þó alls ekki orðinn leiður
á því. Síður en svo. Hinsvegar var
ég orðinn svo þreyttur í löppun-
um (ég tapaði sætinu mínu í
hléinu, það var troðfullt hús), og
gafst upp áður en Hamrahlíðar-
kórinn hóf að syngja nokkur smá-
lög í lokin. Sé auðvitað alveg
voðalega eftir því. En náttúran
ræður. Aldurinn?
LÞ
Að raða sar
10 Austurríkisr
Ein af þeim sýningum sem afar
h'tið hefur farið fyrir í því stór-
merkilega sýningarflóði sem
skellur á okkur vegna Listahátíð-
ar ’86, er sýning á verkum tíu
Austurríkismanna í sölum Ný-
listasafnsins við Vatnsstíg. Sýn-
ingin er að vísu ekki stór í sniðum
en hún veitir sýningargestum
mikilsverðar upplýsingar um
nokkuð af því sem er að gerast í
austurrískri myndlist.
Áður en þessi austurríska sýn-
ing var sett upp náði ég tali af
tveimur þeirra listamanna sem
verk eiga í Nýlistasafninu. Þeir
heita Franz Graf og Fritz Grohs
og munu væntanlega vera staddir
á Snæfellsnesi um þessar mundir;
þessum skaga hvar guð hefur
náðarsamlegast att saman flestu
því sem prýðir íslenska náttúru í
eins konar „míkró-skuggsjá“, svo
útlendingar sem lítinn tíma hafa
til að hlaupa út og suður geti
fundið smjörþefinn á einum stað
af öllu landinu.
Því miður mun ekki vera pláss í
blaðinu til að gera öllu skil sem
okkur fór á milli, en þeir Franz og
Fritz gátu frætt mig um ýmislegt
sem einkennir austurríska list-
hugsun á 9. áratugnum. Fyrst
tjáðu þeir mér að þessi tíu manna
hópur væri ekki samstilltur, held-
ur væru listamennirnir hver öðr-
um ólíkir og kæmu auk þess frá
flestum héruðum Austurríkis.
Þeir ættu lítið annað sameiginlegt
en það að fást við austurrískan ]
veruleika í myndum sínum, eins i
og hann birtist í umhverfi þeirra, :
sögu og hugsunarhætti. ,
Þeir Franz og Fritz voru var- -
kárir og veigruðu sér við að tala
fyrir munn þeirra átta sem ekki ,
voru viðstödd, en þegar þeir voru ;
inntir eftir sérkennum austur- i
rískrar nútímalistar, svöruðu þeir i
því til að sagan skipti þar miklu •
máli. Hvað þá sjálfa varðaði þá
gætu þeir ekki annað en viður-
kennt að fortíð Austurríkis væri
þung á metunum og hvfldi eins og
mara yfir austurrískri Iist. Þeir
sögðu að þetta kæmi fyrst og
fremst í ljós í afstöðu þeirra og
annarra ungra listamanna til hug-
myndafræðinnar sem lægi að baki
því sem þeir sköpuðu.
Þegar litast er um í salnum
blasa við ákveðin einkenni sem
sammerk eru flestum verkunum.
Það eru hinar daufu, nánast óá-
þreifanlegu áherslur sem ríkja,
eilítið dauðakenndar en engu að
síður upphafnar. Þessar „fíness- 1
ur“ stinga mjög í stúf við afdrátt-
arleysi frændanna í norðri, Þjóð-
verjanna, sem ávallt mála í anda
Lúthers, „hér stend ég og get
ekki meir“, jarðbundnir og fastir
fyrir.
Austurríkismenn virðast á
hinn bóginn loftkenndir, annars-
heimslegir og hverfulir. Það er
áberandi hve mörg verkin á sýn-
ingunni í Nýlistasafninu eru lit-