Þjóðviljinn - 27.06.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.06.1986, Blaðsíða 5
Gestirnir í Staðarskála eru á öllum aldri. Staðarskáli Oftast margt um manninn Á Stað íHrútafirði hófstfyrirgreiðsla við ferðamennfyrir rúmum 100 árum Gamla húsið á Stað. Griðastaður ferðalanga fyrir bílaöld. Umsjón: Magnús H. Gíslason DJOÐVIUINH Staður í Hrútafirði hefur gegnt merku og sögulegu hlutverki í samskiptum landsmanna í meira en 100 ár. Árið 1885 ákváðu þar til bær yfirvöid, að tillögu land- póstanna, að skipta póstleiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur, - áður Möðruvalla og Bessa- staða, - um Stað í Hrútafirði, en heita má að Staður sé nokkurn veginn miðja vegu miili þessara áfanga. Við þessa ákvörðun varð Stað- ur fastur skiptistaður fyrir pósta úr ýmsum áttum sem komu í veg fyrir norðan- og sunnanpósta, svo sem af Ströndum og vestan úr Dölum, og þar með bréfhirðing- arstaður fyrir stóran hluta lands- ins. Jafnframt varð Staður „gisti- hús“ póstanna og þess fólks, sem jafnan var fleira eða færra í för með þeim. Þessi skipan breyttist ekki fyrr en um 1930 er bílar tóku að fara milli Norður- og Suður- lands. En þótt póstferðir í fornum stíl féllu niður með breyttum og bættum samgöngum þá þýddi það ekki að þjónusta við ferða- menn legðist niður á Stað. Þvert á móti var henni haldið áfram í auknum mæli. Það var raunar þegar á árinu 1929 sem fyrsti vísir að þeirri þjónustu, sem veitt er í Staðarskála nú hófst með því að D.D.P.A. - Det Danske Petro- leum Aktieselskab - setti þarna upp bensínafgreiðslu. D.D.P.A. varð seinna Hið íslenska steinol- íuhlutafélag en nú Olíufélagið ESSO hf. Nokkru síðar var svo einnig hafin sala í Shell-bensíni og olíuvörum frá Skeljungi. Síðan gerðist það, að 1954 var settur upp söluskúr þar sem á boðstólum var ýmislegt það, sem komið gat ferðamönnum vel. Við afgreiðsluna var fastur starfs- maður yfir sumarmánuðina. Kom brátt í ljós, að sú fyrir- greiðsla, sem þarna var veitt við þjóðveginn miðja vegu milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur, naut vinsælda ferðamanna og við- skiptin jukust jafnt og þétt. Árið 1960 var því reist 120 m2 hús þar sem hafin var sala á ýmsum smá- réttum úr eldhúsi. Þar með var hafinn raunverulegur veitinga- rekstur í Staðarskála. Þremur árum síðar var svo byggingin stækkuð nokkuð. Og enn var færst í aukana 1971 er skálinn var stækkaður upp í 600 m2. Gjör- breyttist þá aðstaða öll, bæði fyrir gesti og starfsfólk og er hún nú orðin mjög góð, eins og þúsundir manna hafa séð með eigin augum. Er Staðarskáli hið ágæt- asta veitingahús, með föstum matseðli, rétti dagsins, ýmiss konar hraðréttum, smurðu brauði og kökum en enn hefur ekki fengist leyfi fyrir sölu létt- vína. Hópar gesta geta pantað mat með fyrirvara og fengið þjónustu við dúkuð borð. Varla líður svo nokkur dagur yfir sumarmánuðina að ekki komi mikill fjöldi manns við í Staðarskála. Er það bæði fólk í einkabílum, hópferðabflum og áætlunarbflum Norðurleiðar, sem koma þar við bæði á suður og norðurleið árið um kring, en Skálinn er einnig opinn að vetrin- um. Umferð er þá auðvitað minni og gestir færri og munu ekki allir vetrardagarnir ýkja „feitir". En Staðarmenn segja að ekki sé síður þörf á því að hafa Skálann opinn að vetrinum þegar veður og færi er misjafnt og telja að það skipti meira máli en að reksturinn sé þá alltaf arðbær. Tíðum hendir að ferðafólkið verður þá að gista í Staðarskála og því var það að, með stækkuninni 1971 var komið upp nokkrum gistiherbergum. Hafa þau oft komið sér vel. Á bökkum Hrútafjarðarár, skammt neðan Skálans, hefur verið komið upp aðstöðu fyrir þá, sem búa vilja í tjöldum að sumr- inu. Er þar bæði rennandi vatn og snyrtiaðstaða. Vert er að vekja athygli á að Staðarskáli er ákjósanlegur dval- arstaður fyrir þá sem áhuga hafa á fallegri og fjölbreyttri náttúru og sögufrægum stöðum og bygg- ingum. Stutt er yfir á Strandir og vestur í Dali, Vatnsnesið býr yfir margháttuðum töfrum, ekki má gleyma hinu sérstæða náttúrufyr- irbrigði Borgarvirki, útsýninu þaðan og umhverfi, og á Bjargi í Miðfirði er minnismerki um Ásdísi móður Grettis Ásmundar- sonar. Á Hrúafjarðarhálsi eru fiskisæl vötn og á vorin verpa þarna fuglar út um allt, rjúpur, hrossagaukar, heiðlóur, lómar, himbrimar, en Hrútafjarðarháls er eitt af fáum varplöndum him- brimans hérlendis. Og svo er það Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjatanga skammt norðan við Staðarskála. Þar má sjá marga merka muni úr þessum héruðum og á hver þar sína fulltrúa. Hér skal aðeins nefna hákarlaskipið Ófeig frá Ófeigsfirði, sem smíðað var 1875 og dæmigerð sýnishorn af bað- stofum frá 19. öldinni. Fyrirgreiðsla við ferðamenn hófst á Stað í Hrútafirði fyrir rúmum 100 árum. Sá þráður hef- ur ekki slitnað síðan og er nú gild- ari orðinn en nokkru sinni fyrr. -mhg Gistiherbergin í Staðarskála eru á neðstu hæð. Gluggar snúa til vesturs og sér yfir Hrútafjarðará og óshólma hennar. Oft er glatt á hjalla í Staðarskála þegar bömin eru (ferð með pabba og mömmu, enda margt að skoða og á margt að hlusta þegar farið er um kunna staði. Þannig gengur vitneskjan um land og þjóð frá kynslóð til kynslóðar. Föstudagur 27. júní 1986 pjÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.