Þjóðviljinn - 27.06.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.06.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Fðstudagur 7.1. júní 1986 142. tölublað 51. árgangur Lítur vel út með dúntekju - Og margir hyggjastfara út í œðarrœkt- Sumarið lítur vel út, ef ekki verða meiri votviðri alveg á næstunni. Hreiðurfjöldinn er víð- ast hvar að aukast, en nýting á dúninum er misgóð eftir því hversu vel hefur viðrað. En það er mikill og vaxandi áhugi hjá mönnum á æðarrækt og mikið um fyrirspurnir, ekki síst eftir að lög um búmark var sett,“ sagði Árni Snæbjörnsson æðarræktar- ráðunautur hjá Búnaðarfé- laginu, en um þessar mundir er dúntekju víðast hvar að Ijúka. Árni hefur verið í þessu starfi í eitt ár, en hann er einnig jarð- ræktarráðunautur hjá Búnað- arfélaginu. Hann sagði að verðið á æðardúni hefði verið mjög gott s.l. haust, en síðan lækkað ör- lítið. Hann taldi þó að það væri allgott sem stendur og góðar horfur með sölu. Dúnn er eink- um fluttur til V-Þýskalands og notaður að verulegu leyti í fatn- að, en einnig sængur. Gert er ráð fyrir að héðan fari um 2200-2400 kg af dúni árlega, en það er innan við helmingur af Íiví sem selt var af æðardúni frá slandi í upphafi aldarinnar. Er fyrst og fremst um að kenna mikilli fjölgun á svartfugli, hrafni og mink. Eftir að frystihús voru reist víða um landið um 1930 og miklum fiskúrgangi fleygt í kring- um þau fjölgaði svartbaknum gífurlega „Við teljum þó að miklu fleiri gætu stundað æðarrækt, því ekk- ert efni hefur komið í stað dúns- ins. Og það eru greinilega margir að velta þessu fyrir sér, því mikið er um fyrirspurnir. Æðarrækt er mjög hagkvæm atvinnugrein sem þarfnast fyrst og fremst þolin- mæði, en kostar ekki mikla fjár- festingu,“ sagði Árni. -þs Fyrsta hindrunin, Rangá, að baki. Hestarnir voru sumir ekki vanir reið sem þessari, hvað þá klyfjunum, en þetta gekk allt vel. Þeir tjórmenningar ætluðu að hafa náttstað í Ferjunesi í nótt. Mynd Sig. Kaupstaðarferð Ein dagleið að baki að er eins víst að það verði kaupstaðarlykt af manni þeg- ar maður kemur aftur, sagði Páll Valmundsson lestarstjóri í kaupstaðarferð sem lagt var upp í í gær í tengslum við Landsmót hestamanna sem haldið verður á Hellu í næstu viku. Lestin lagði af stað frá móts- stað við Hellu í gærmorgun og hófst þar með rúmlega vikulöng reið til Reykjavíkur og aftur til baka. Klárarnir voru klyfjaðir ull og öðrum varningi og verður ef- laust leitast við að koma því í verð á Lækjartorgi, en þangað er áætl- að að lestin komi um miðjan dag á mánudaginn. Daginn eftir verð- ur haldið aftur áleiðis austur. Ferðalangarnir ætluðu að reyna að komast yfir Þjórsá í gær, en það var ekki útlit fyrir að það væri mögulegt. Menn voru á því að áin væri ófær. Þau voru fjögur sem lögðu upp í gær, Páll lestar- stjóri, bróðir hans Sigurgeir, Sig- ríður Þorsteinsdóttir og Ásdís Haraldsdóttir. Á leiðinni munu menn og klárar bætast við og þeg- ar allt kemur til alls verða klyfja- hestar 15 talsins. -fig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.