Þjóðviljinn - 08.08.1986, Síða 5

Þjóðviljinn - 08.08.1986, Síða 5
SUÐURLAND renna út og við hyggjum á flutn- inga upp að Stóra-Ármóti hér skammt fyrir ofan. Sú jörð var gefin til starfsemi þessarar og höfum við nú byggt þar fjós og hlöður og stefnum á að flytja nautgripina uppeftir með haust- inu. Það er að vísu háð því að við fáum úthlutað kvóta á þeirri jörð og gerum við okkur vonir um að það megi takast". Að nýta fóðrið sem best Eins og áður sagði hafa tilraun- amenn á síðustu árum einkum fengist við fóðurtilraunir og hafa rannsóknimar einkum beinst að eiginleikum próteins í fóðri jórt- urdýra og próteinfóðrun. Við báðum Gunnar um að lýsa fyrir leikmönnum hvernig þessar rannsóknir færu fram. „Nautgripir eru einkum fóð- raðir á tvenns konar fóðri, gróf- fóðri og kjarnfóðri. Mjög mikil- vægt er fyrir okkur að vita hvaða þættir valda mestu um nýtingu fóðursins til afurðaframleiðslu. í því skyni höfum við verið að rannsaka próteinhluta fóðursins og athugað hvers konar prótein brotnar minnst niður í vömb dýrsins, en aðeins sá hluti sem ekki brotnar niður nýtist skepn- unni til viðhalds og afurðafram- leiðslu. Hversu stór hluti fóður- próteinsins sleppur gegnum vömbina óniðurbrotið ræðst m.a. af eðliseiginleikum próteinsins, fóðursamsetningunni og því hversu flæði fóðursins er hratt gegnum vömbina. Höfuðvand- amál í próteinfóðrun jórturdýr- anna er því að meta umfang niðurbrotsins". Tappinn stendur í kúnni! „ „Ýmsar aðferðir hafa verið not- aðar við að mæla niðurbrot prót- einsins í vömbinni en á síðustu árum höfum við notast við eina og tiltölulega fljótvirka aðferð. Hér á býlinu erum við með tvær kýr sem við höfum gert uppskurð á þannig að við getum komið pokum með fóðursýnum inn í vömbina gegnum sérstakt gat á belgnum. Þessi aðferð, sk. nylon- pokaaðferð byggist á því að pok- arnir með sýnunum eru látnir vera í mislangan tíma inni í vömb dýrsins. Pokarnir eru úr þétt- riðnum dúk með gatastærðinni 35-45 míkron. Það þýðir að vambarvökvinn og örverur í vömbinni komast að fóðrinu, en prótein þess sleppur ekki úr pok- anum fyrr en örverurnar hafa brotið það nógu smátt niður.“ Yfirburðir fiski- mjöls Að sögn Gunnars voru niður- stöðurnar úr þessum tilraunum á Laugardælum mjög athyglisverð- ar. Þær sýndu í stuttu máli að prótein í fiskimjöli brotnaði minnst niður og tók hann sem dæmi að einungis 30% þess hefðu brotnað niður eftir 10 klukku- stundir í vömb kýrinnar en að allt að 80% af próteini í soyamjöli hefði verið niðurbrotið á sama tíma. „Þessar tilraunir sýna okkur kannski betur en margt annað hvaða framtíð innlend fóður- framleiðsla á fyrir sér. Prótein úr jurtaríkinu hentar greinilega mjög illa til framleiðslu fóðurs handa gripum í mikilli fram- leiðslu og fiskmjölið sem hráefni er afar vel til slíkrar framleiðslu fallið“. Áhrifa farið að gæta Rannsóknirnar á Laugardæl- um voru fyrst kynntar á ráðu- nautafundi árið 1984, en þær hóf- ust ári áður. „Ég hóf strax kynningarstarf á meðal bænda eftir að niðurstöður höfðu verið ræddar meðal sér- fræðinga og má segja að áhri- fanna af því starfi sé þegar farið ;östudagur 8. ágúst ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 5 Hórerþaðekkihnífurinnsemstenduríkúnniheldurtappinnlígegnumþettaop á vömb kýrinnar eru sýnispokarnir settir sem segir frá í meðfylgjandi viðtali. Ljósm. Sig. að gæta. Strax fyrsta árið mátti sjá aukningu á sölu fóðurblanda með fiskimjöl sem aðaluppistöðu en hefðbundnu blöndurnar hafa verið á undanhaldi. Innfluttar blöndur með soyamjöli, sem alltaf voru fluttar inn í talsverðu magni eru nánast að hverfa“. Það er greinilegt á máli Gunn- ars Guðmundssonar tilrauna- stjóra á Laugardælum að þar eru menn að sýsla eitt og annað sem kemur íslenskri bændastétt og þjóðinni allri til góða. Það eru ekki aðeins þeir 1200 virku bænd- ur í Búnaðarsambandi Suður- lands sem hafa hag af þessum rannsóknum og öðrum sem á eftir koma, heldur bændastéttin öll og neytendur landbúnaðaraf- urða einnig. Blaðamenn Þjóðviljans héldu áfram ferð sinni með þeim heit- strengingum að líta betur á til- raunastarf Búnaðarsambandsins og RALA þegar það hefur komið sér fyrir í glæsilegum húsakynn- um að Stóra-Ármóti. -v. GANGSTÉTTARHELLUR VINNUHÆL® LITLA-HRAUNI, SÖLUSÍMI99-3104 SÖLUAÐILI í REYKJAVÍK: J.L. BYGGINGAVÖRUR ÓDÝRAR OG STERKAR SLÉTT YFIRBORÐ SENDUM HEIM GOTTVERÐ HAGSTÆÐ KJÖR MAGNAFSLÁTTUR FYRIRBÍLAPLÖN FYRIRGANGSTÍGA 40x40 20x40 DÆMI SEM VERT ER AÐ ATHUGA í HÚSGAGNADEILDJ|H 15°/< -HUSSINS STAÐGREIÐSLU- O AFSLÁTTUR Dæmil: Húsgagnakaup fyrir kr. 25.000, kr. 5000 út og kr. 5000 pr. mánuð í 4 mánuði. VAXTALAUST. Dæmi2: Húsgagnakaup fyrir kr. 50.000, kr. 10.000 út og kr. 10.000 pr. mánuð í 4 mánuði. VAXTALAUST. r SERSTAKT SUMARTILBOÐ Engir vextir í 4 mánuði Ath. Aðeins í húsgagnadeild Opið mánud.-fimmtud. 9-18.30 - föstudaga kl. 9-20 ATH. Einnig sknldabréf í allt að 8 mánuði með 20% útborgun. JIK KORT Ji Jón Loftsson hf. — L i ^ lH kllJfDQJD' WS4 Hringbraut 121 Sími 10600 Lokað á laugardögum í sumax. Húsgagnadeild - Sími 28601

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.