Þjóðviljinn - 12.08.1986, Page 1

Þjóðviljinn - 12.08.1986, Page 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Hvalveiðar Grænfriðungar hóta íslendingar verðskulda ekki að lifa á jörðinni. Grænfriðungar munu grípa til aðgerðafljótlega. Bandaríkjamenn munu beita sérfyrir hertum reglum um hvalveiðar í vísindaskyni Talsmenn Grænfriðunga hafa í hótunum við íslendinga vegna hvalveiðanna. Allen Picaper, talsmaður þeirra í Englandi, sagði í gær við blaðamann Þjóð- viljans, að íslendingar verðskuld- uðu ekki að lifa á jörðinni og deila henni með öðrum lífverum. Sagði hann umhverfissinna mjög reiða og á næstunni yrði ákveðið til hvaða aðgerða yrði gripið gegn ísiendingum. Dean Wilkinson, talsmaður Grænfriðunga í Bandaríkjunum, sagði af og frá að nokkurt sam- komulag hefði náðst milli ríkis- stjórna Islands og Bandaríkjanna um hvalveiðimálið, hinsvegar sæju Bandaríkjamenn sér ekki fært að grípa til viðskiptaþving- ana. Grænfriðungar í Bandaríkjun- um munu ræða við fulltrúa sinn í Alþjóða hvalveiðiráðinu í næstu viku og móta stefnuna fyrir næsta fund ráðsins. Mun fulltrúi Bandaríkjanna þá líkast til bera upp tillögur um hertar reglur um vísindaveiðar. Grænfriðungar fullyrða að rannsóknir séu bara yfirvarp til að stunda hvalveiðar í hagnaðar- skyni. -Sáf. Sjá bls. 3 s Italía Sögðu hug sinn Róm - Einn hermdi eftir Hitler, annar hermdi eftir pafanum og ruddi úr sér f úkyrðum og klám- vísum, enn annar hótaði ná- granna sínum dauða. Þeir hringdu í einkaútvarpsstöð í Róm og fengu að segja það sem þeim lá mest á hjarta. Þessi útvarpsstöð, Vox Pop, var opnuð upp á gátt fyrir hlust- endum með þvflíkum afleiðing- um. Tiltæki hlustenda gengu svo fram af yfirvöldum að nú hefur verið fyrirskipuð lögreglurann- sókn á stöðinni og ekki er talið ólíklegt að henni verði nú lokað. -IH/Reuter. Loðnan Tregt með móttöku Nú eru 12 loðnuskip komin á miðin, sem eru norðan við Jan Mayen. I gær voru þrjú skip á leið til lands en aðeins var trygg löndun hjá tveimur. Krossanes- verksmiðjan gat tekið við einum farmi og Raufarhafnarverks- miðjan öðrum. Talið var mögu- legt að 3ja skipið fengi að landa á Siglufirði. Það er sumsé allt í óvissu með loðnumóttöku ennþá. Aðeins Raufarhöfn og Krossanesverk- smiðjurnar taka við og líkur á að SR á Siglufirði opni. Aðrar verksmiðjur taka ekki við loðnu. Það er því ljóst að erfiðleikar geta orðið hjá þessum 12 skipum að losna við loðnuna ef vel veiðist. Aðal loðnuveiðisvæðið er nú norðan við Jan Mayen að sögn Andrésar Finnbogasonar hjá loðnunefnd. Það er því æði langt fyrir skipin að sækja loðnuna. Þau skip sem voru á leið í land í gær með afla voru Svanur RE með 710 tonn, Þórður Jónasson með 650 tonn og Hrafn GK með 670 tonn. - S.dór. Gffurleg spenna er komin í baráttuna um íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu eftir 1 -0 sigur Vals á Fram í gærkvöldi. Aðeins eitt stig skilur nú liðin að. Á mynd E.ÓI. gómar Guðmundur Hreiðarsson markvörður Vals boltann af tám nafna síns Torfasonar úr Fram, markahæsta leikmanns 1. deildarinnar. Sjá iþróttir bls. 9-12. Sjálfstæðisflokkur Keflavíkurflugvöllur Tollskoðað í nryrkri Rafmagnið var tekið af Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Farþegarfengu ekki afgreiðsluífríhöfninni. Tollskoðun ímyrkri Morgunblaðið ræðst á Þorstein Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins: fjölmargir launþegar munu ekki eiga fyrir nauðsynjum síðari hluta ársins vegna skattastefnu Þorsteins. Skattastefnan kann að brjóta niður launastefnu kjarasamninganna Við vorum ekki látnir vita af því að flugstöðin yrði rafmagns- laus og það er það eina sem ég tel alvarlegt í málinu, sagði Ólafur E. Hannesson fulltrúi lögreglu- stjóra á Keflavíkurflugvelli um þann atburð sl. laugardagskvöld að rafmagn var tekið af flugstöð- inni vegna einhverra viðgerða á svæðinu. Farþegar sem komu til landsins sl. laugardagskvöld fengu enga afgreiðslu í fríhöfninni við litlar vinsældir, sem skiljanlegt er. Sömuleiðis var ekkert tollskoðað vegna ljósleysis að sögn farþega. Ólafur E. Hannesson sagði aftur á móti að „tollskoðun hefði verið í lágmarki“. Hin mikla öryggisgæsla, sem vopnaðir Víkingar halda uppi í flugstöðinni, var að sjálfsögðu einnig í „lágmarki“ þar sem menn sáu lítið sem ekkert til í myrkrinu um kvöldið. Ólafur E. Hannesson vildi lítið gera úr málinu, sagði að á Suður- nesjum væru síðsumarkvöldin mun bjartari en í Reykjavík og því hefði sést ágætlega til verka. Hann sagðist aftur á móti hafa haft samband við rafveituna og farið þess á leit við hana að lög- regla og tollgæsla yrðu látnar vita ef rafmagn yrði tekið af flugstöð- inni í framtíðinni. - S.dór. IReykjavíkurbréfl Morgun- blaðsins um síðustu helgi er hörð árás á skattastefnu Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Þar er því haldið fram, að á sfðari hluta þessa árs muni „fjölmargir launþegar greiða svo mikinn hluta launa sinna í skatt síðari hluta ársins að þeir eigi ekki fyrir nauðsynjum“. Morgunblaðið telur, að þetta muni meðal annars leiða til vax- andi launakrafna og aukins launaskriðs „langt umfram þær launabreytingar sem um var sam- ið í kjarasamningum fyrr á þessu ári“. í Reykjavíkurbréfi er jafn- framt leitt getum að því, að launastefnan, og um leið sú efna- hagsstefna, sem mörkuð var með samningunum í haust, kunni að brotna „niður með haustinu vegna þess hve skattar koma þungt niður á sumum þjóðfélags- hópum". Höfundur Reykjavíkurbréfs tekur skýrt fram, að tæknilega hefði Þorsteini verið kleift að lækka skattvísitöluna í apríl, áður en álagning fór fram, „en fjár- málaráðherra taldi pólitískar for- sendur ekki vera fyrir hendi til þess“, segir í Reykjavíkurbréfi. Þetta mat fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er svo mjög dregið í efa síðar í bréf- inu. Árásum á Þorstein Pálsson hefur fjölgað mjög í Morgun- blaðinu síðustu mánuði, en högg af þessum þunga er sjaldgæft að ritstjórar málgagns Sjálfstæðis- flokksins felli á mann í sæti Þor- steins Pálssonar. Þetta þykir benda til þess að staða hans veikist æ meir. -ÖS Sjá Klippt og skorið bls. 4.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.