Þjóðviljinn - 12.08.1986, Blaðsíða 15
MENNING
Áma Bergmann svarað
eftir Örn Ólafsson
í Þjóðviljanum 6. júlí sl. birti
Árni Bergmann athugasemdir
við erindi sem ég hélt á rit-
höfundaþingi 10. maí, og birt-
ist í Mbl. 22. júní. Eftir nokkurt
hik afréð-ég að svara þessum
pistli Árna, og þá einkum
vegna þess, að ég veit að
margir lesendur Þjóðviljans
lesa sjaldnast Moggann. Ann-
ars væri grein Árna ekki svara-
verð, því hann fer rangt með
einföldustu grundvallaratriði í
erindi mínu. Þar munar mest
um þetta:
„Hann ver töluverðu plássi til
að fjalla um módernisma í ís-
lenskri Ijóðlist, atómskálcLskapar-
umrœðuna svokölluðu, sem stóð
með nokkrum rokum á fyrsta ár-
atugnum eftir stríð. “
Þótt ótrúlegt megi virðast, er
þetta rangt. Ég fjalla ekki fyrst og
fremst um þessa margumfjölluðu
deilu heldur aðdraganda hennar,
ekki um árin eftir stríð, heldur
fyrir, um tímabilið milli
heimsstyrjaldanna tveggja. í það
fara hvorki meira né minna en
tveir þriðju hlutar greinar
minnar.
Það er líka rangt þegar Árni
segir mig „gefa það í skyn að í
atómskáldskapardeilunni hafi
íhaldssamir rauðliðar fyrst og síð-
ast staðið gegn einskonar nýj-
ungaþörf handan við pólitíska
strauma. Það er rétt að minna á
það sem einhvernveginn dettur
upp fyrir hjá Emi, að mest em
þetta róttæklingar af ýmsu tagi að
deila sín í
Það var alls ekki dulið í minni
grein, heldur kom þar svo ótví-
rætt fram, að þess gætir jafnvel í
endursögn Árna:
„Pað andófsem á þessum árum
komfram hjá einstökum sósíalist-
um gegn nýjum skáldskap og
seinna gegn nýrri skáldsögu [...]
er mjög tengt við áhyggjur af ís-
lenskri menningu og sjálfstœði -
og þœr áhyggjur spretta með
fullkomlega eðlilegum hœtti af
ameríkaníseringu og herstöðva-
jukki. (Sjálf atómskáldin ortu
einnig út frá þeim áhyggjum eins
og sjálfsagt er, þótt Örn Ólafsson
hafi tilhneigingu til að harma að
þar með hafi módernistarnir tafist
við „hefðbundin yrkisefni“!“
Þessu svara ég svo, að íslensk
menning styrkist betur af ný-
sköpun en íhaldsemi. En þarna
kom þá fram hjá mér að atóm-
skáldin vom vinstrimenn, þótt ég
teldi ekki þurfa að taka það sér-
staklega fram við rithöfunda-
þing, raunar varla við lesendur
Moggans heldur, hver sé
stjórnmálaafstaða svo þjóð-
kunnra manna sem Einars Braga,
Sigfúsar Daðasonar, o.s.frv. í
annan stað kemur fram í endur-
sögn Árna á erindi mínu að „aðrir
(m.a. Kristinn E. Andrésson)
[...] hafi með nokkrum hætti
gerst liðhlaupar frá eigin hug-
myndum um nauðsyn nýs forms
með nýjum tímum.“
Þetta var þá allur feluleikurinn
minn með það að róttæklingar
höfðu skiptar skoðanir á bók-
menntanýjungum. Eitt meginat-
riðið í grein minni er þetta:
,Afstaða vinstriróttæklinga til
bókmenntanýjunga breyttist
gjörsamlega upp úr miðjum 4.
áratug. “
Milli stríða
Ég fjallaði einkum um milli-
stríðsárin, og reyndi að leiða í
ljós, að nýbreytni í ljóðagerð var
furðu mikil í upphafi þess tíma-
bils. Ég taldi upp sex bækur sem
birtust á árunum 1919-24, þar
sem prósaljóð voru ýmist einráð
eða áberandi (R. Tagore: Ljóð-
fórnir 1919, endurpr. 1922, og
Farfuglar 1922; Sigurður Nordal:
Fornar ástir 1919; Jakob Smári:
Kaldavermsl 1920; Hulda:
Myndir 1924; Jón Thoroddsen:
Flugur 1924). En raunar bregður
prósaljóðum fyrir fyrr, allt frá
1884, og m.a. í þýðingum eins
ástsælasta skálds Islands á þeim
tíma, Steingríms Thorsteinssonar
(1901, 1908), einnig í fyrstu bók
Éinars Ben., 1897. Að því er mér
sýnist nú löngu síðar, þá eru þessi
prósaljóð sum nokkuð hefðbund-
in í myndmáli (einkum Jakob
Smári og Hulda), og auðvitað er
mismikill skáldskapur í þessum
ljóðum, eins og hinum sem hefð-
bundin voru að bragarhætti. En
magnið skiptir ekki mestu máli,
ég nefndi líka einstök kvæði sem
hafa haft gífurleg áhrif, og í þeim
brýst módernisminn fram í ann-
arlegum myndum sem raðast á
óvæntan hátt; Halldór Laxness:
„Unglingurinn í skóginum" og
(a.n.l.) Rhodymenia palmata“
1925-6; „Sorg“ Jóhanns Sigur-
jónssonar og „Söknuður“ Jó-
hanns Jónssonar birtast 1927-8.
Auk þessa er að nefna svo rót-
tækar bókmenntanýjungar sem
Bréf til Láru Þórbergs 1924 og
Vefarann mikla frá Kasmír eftir
Halldór Laxness 1927, en í mynd-
list fylgdi Finnur Jónsson fram
hinni róttækustu framúrstefnu
1925.
Samanlagt hefur þetta verið
síst minna umrót, en var á árun-
um framað 1947 þegar Bjarni frá
Hofteigi skrifaði greinina sem
endurprentuð er við hlið greinar
ÁB, og hann vitnar til. Hver urðu
nú viðbrögðin við þessari framúr-
stefnu í ljóðum á 3. áratug aldar-
innar? Með ýmsu móti, en alls
ekki nálægt því eins neikvæð og
varð í lok 5. áratugarins. Ég
reyndi síðan að finna skýringar
þessa, og varð þá starsýnt á þá
staðreynd að þeir sem helst höfðu
verið í forsvari fyrir menningar-
nýjungar - vinstrimenn - snerust
til íhaldssemi í menningarmálum.
Það hneigist ég hinsvegar til að
setja í samhengi við þá staðreynd
að sama viðhorfsbreyting verður
Áskrifendur Hafnarfirði og
Garðabæ athugið!
Nýr umboösmaöur Þjóðviljans í Hafnarfirði og
Garöabæ er:
Anna Jóna Ármannsdóttir
Suðurbraut 8, sími 651141.
MÓÐViUINN
athugasemdir mínar og fleiri um
að atómskáldin íslensku hafi
gengið tiltölulega skammt miðað
við þá framúrstefnu sem gengið
hefur erlendis þessa öld. En hitt
skal játað, að ég get ekkert fullyrt
um að í jákvæðara andrúmslofti
hefðu þau gengið lengra frá ríkj-
andi bókmenntahefð á íslandi,
og með góðum árangri. Mér þyk-
ir þó líklegt, að stærri lesenda-
hópur og upplýstari hefði örvað
fleiri skáld til meiri umbrota á
þessu sviði. Og þá komum við að
því, að það er á færi okkar sem
fjöllum um bókmenntir í fjöl-
miðlum og skólum að hafa nokk-
ur áhrif á lesendur.
Örn Ólafsson: Árni fer rangt með ein-
földustu grundvallaratriði í erindi
mínu.
á sama tíma hjá skoðanabræðr-
um þeirra alþjóðlega, það er
samfylkingarstefna Stalíns, að
kommúnistar skyldu ganga til
móts við borgaraleg öfl. Lái mér
hver sem vill, en til þess að hægt
sé að rökræða þessa skýringu,
þarf rök gegn henni, en ekki bara
að segja: „kynslóðaskipti", en
þau eiga að valda því að skáld
hafi loks snúist til módernisma
eftir seinni heimsstyrjöld. í ljósi
framanskrifaðs sést að það er
fjarstæða. Jóhannes úr Kötlum
hóf formbyltingu sína árið 1933,
en var talinn af henni, af félögum
sínum í stjórnmálabaráttunni, á
síðari hluta 4. áratugarins. Síðar
leitar hann svo aftur í óbundið
form. Það form er áberandi í
fyrstu bók Steins Steinars, 1934,
en þó einkum í Ljóðum hans,
1937, en þess gætir svo sáralítið í
þriðju bókinni, 1940. Vissulega
hefur það auðveldað atómskáld-
unum róðurinn að þau voru sam-
hentur hópur, en það þarf ekki
skýringar á því að alþjóðleg
stefna skyldi berast til Islands,
frekar á hinu, hve seint hún barst,
eða öllu heldur, á bakslagi til
hefðarinnar, eftir að framúr-
stefnu hafði hér gætt árum sam-
an.
Ég veit að ýmsum munu koma
þessi tíðindi á óvart. Altént virð-
ist þetta allt fara framhjá ÁB,
sem bæði hlustaði á erindi mitt á
rithöfundaþingi og las það (?) í
Mogganum. Það er dæmigert
fyrirslíkan Alvís (þý. Besserwiss-
er), að síðan skammar hann mig
fyrir „að setja á langar ræður um
tiltölulega sjálfsagða hluti“!
Rœtur
skáldskapar
Ekki vil ég við það kannast, að
ég leggi að jöfnu nýstárlegar bók-
menntir og góðar annarsvegar,
en hinsvegar bókmenntahefð og
stöðnun. Nægir að nefna lofsam-
lega umfjöllun mína um hefð-
bundnar smásögur Guðmundar
Hagalín í síðasta Andvara til að
hrekja þá kenningu. Ennfremur
fer ekki hjá því, að þeir sem
þreifa sig áfram með nýjungar,
ráða ekki alltaf við þær, útkoman
verður stundum misheppnuð
verk. En eins og ég sagði í upp-
hafi þessarar ritdeilu okkar ÁB,
fyrir tæpum sex árum, þá finnst
mér óþolandi, að höfundar leggi
hömlur á skáldgáfu sína, til þess
að ná þá fremur til almennings,
með því að halda sig við einhver
form, efni eða hefð, sem notið
hefur almennra vinsælda. Þetta
er skáldum hinsvegar oft boðað
að gera, ekki síst með kröfunni
um að þau eigi „að finna til í
stormum sinnar tíðar“. En það
virðist merkja að í skáldverki eigi
að ríkja svipuð sjónarmið um
mikilvæg tíðindi og í dagblöðum.
Til eru góð skáldverk af þessu
Árni Bergmann: Hann ver töluverðu
plássi til að fjalla um módernisma í
íslenskri Ijóðlist...
tagi. Ég nefni Hlutskipti manns
eftir Malraux, sem birtist fyrir
þremur árum á íslensku í þýðingu
Thors Vilhálmssonar. En
skáldum er allsekki í sjálfsvald
sett, hvort þau geta samið skáld-
skap á þann eða hinn veginn, það
ræðst m.a. af dulvitund þeirra.
Fyrir mörgum verða fr.aman-
greindar kröfur sama sem kröfur
um að hætta að skálda, og fara í
staðinn að skrifa upp dagblaðs-
efni, sem hefur ekki leyst skáld-
gáfu þeirra úr læðingi. En stíll,
hrynjandi og hvaðeina í skáld-
verki þarf á hverjum stað að mót-
ast af sköpun skáldsins. Þetta var
það sem ég átti við í ræðu minni
við afhendingu menningarverð-
launa DV, en ekki hitt, sem ÁB
skildist (Þjv. 28/2 sl.), að ég teldi
óvenjulegan stíl í eðli sínu betri
en hversdagslegan. Og ég get
nefnt dæmi, skáldsögur Jóhann-
esar úr Kötlum, jafnvel hin
skásta, Verndarenglarnir, sýnir
að jafnvel gott skáld verður ekki
annað en andlaus uppskrifari,
fylgi hann rödd annarra en skáld-
gáfu sinnar. En listamaður leitar
inn í eigin sálarlíf, verk hans mót-
ast þá af því sem dýpst og varan-
legast hefur mótað hann. Þar sem
menn eru félagsverur, ætti slíkt
verk allajafna að varða umhverfi
listamannsins, án þess að frétta-
efni úr því sé þar beinlínis tekið
fyrir. Ég er því gjörsamlega ó-
sammála Bjarna frá Hofteigi þeg-
ar hann segir um skáld í fyrr-
nefndri grein.
„Rétta leiðin fyrir hann er sú
að beita vopnum gegn þeim þjóð-
félagsháttum, sem vegna sjálf-
ráðrar og ósjálfráðrar andstöðu
við þróun sögunnar og frelsisvilja
fólksins hrekja hann frá sér útí
listkukl eða dauðann. Til þess
þarf bæði siðferðilegan styrk og
skilning á þjóðfélagslegum sann-
indum. En skáld er þá fyrst í sam-
ræmi við sig og heiminn er hann
opnar hug sinn fyrir þeim
straumum, sem í dul og hljóði
leita sér vega um hjarta fólksins
og opna þeim nýjar sýnir á líf og
tilveru. - Skáldið hlýtur að tengja
saman líf og list í órofa heild.“
Þetta eru nokkuð almenn orð,
en skiljast kannski betur ef at-
hugaður er mótpóllinn, Bjarni
segist „hafa lesið ljóð, sem hann
kann ekkert nafn yfir nema list-
öfgar. Þau sýnast svo fjarstæð
bæði um stflbrögð, myndir og
hugmyndatengsl, að lítill vegur er
að átta sig á þeim.“ Hvað á hann
við? Mér sýnist líklegast að hann
eigi við ljóð Steins Steinars, sem
birtust í Tímariti Máls og menn-
ingar 1944-7 og voru sum tekin
upp í Tímann og vatnið 1948.
Þessi fordæming hlýtur að hitta
þau, en er það ekki óþarft skjall
um auðvaldsþjóðfélagið að líta á
slíkar bókmenntir sem sjúkdóms-
einkenni þess?
f þessu samhengi ber að skoða
Ég lýsti bjartsýni á vaxtar-
möguleika þeirrar menningar
sem skilar skáldum svo sem
Gyrði Elíassyni, Einari Má og
mörgum fleirum upp úr kana-
sjónvarpi, vídeóvæðingu o.fl.
Það sannar ekki, að engar
áhyggjur þurfi að hafa af viðgangi
íslenskrar menningar, enda hefi
ég ekki sagt það. Þvert á móti hefi
ég lagt áherslu á að til að efla
hana þyrfti menn að gera allt til
að auðvelda samband skálda við
almenning, þ.e. að koma verkum
þeirra á framfæri við almenning,
og reyna að opna þau fyrir hon-
um. I því sambandi vil ég stinga
upp á því, að Helgarþjóðviljinn
birti ljóð og sögur, en láti ekki
Lesbók Moggans eina um það.
Það myndi m.a. létta vinnuá-
laginu af menningarritstjóran-
um, svo hann gæri farið að kynna
sér mál áður en hann skrifar um
þau.
P.S. Ég vil nota tækifærið til að
leiðrétta tvær prentvillur í Morg-
unblaðsgrein minni, báðar á
ábyrgð blaðsins. Ég talaði um
fjármálaóstjórn Jóns Þorláks-
sonar, og vitnaði í Lesbókargrein
Eiríks Jónssonar (frá 7/6 sl.).
Þriðjudagur 12. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
MEIRA
EN
VENJULEG
MÁLNING
STEINAKRÝL
hleypir raka mjög auöveldlega i
gegnum sig, tvöfalt betur en
heföbundin plastmálning.
STEINAKRÝL er mjög veöurheldin
málning og hefur frábært alkaliþol
og viöloöun viö stein.
STEINAKRÝL stendur fyrir sinu.
WARMARAHVÍTT