Þjóðviljinn - 12.08.1986, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 12.08.1986, Qupperneq 3
FRETTIR Grœnfriðungar „Þið verðskuldið að lifa á „Þið verðskuldið ekki að fá að lifa á þessari jörð og deila henni með öðrum lífverum“, sagði All- en Picaper, hjá Greenpeace Int- ernational í Englandi, við blaða- mann Þjóðviljans í gær, en Picap- er hefur yfirstjórn með aðgerðum Grænfriðunga gegn hvalveiði- þjóðum. Picaper sagði framkomu ís- lendinga svívirðilega og þessar veiðar væru brjálæði. Sagði hann að það hefði komið berlega í ljós að rannsóknirnar væru bara yfir- varp, veiðarnar væru alfarið í hagnaðarskyni og fyrst við gætum ekki hagnast á sölu til Japans þá ætluðum við okkur að hagnast á hvalaafurðunum í minkafóður svo innanlandsneyslan nái 51%. „Við erum mjög reiðir og í miklu uppnámi vegna þessa og nú þegar við vitum hvað Islendingar ætla sér erum við betur í stakk búnir til að grípa til þeirra ráða sem við teljum nauðsynleg til að stoppa veiðarnar.“ Picaper vildi ekki láta uppi hvaða aðgerðir það væru, né hve- nær við mættum eiga von á þeim, en það yrði fyrr en seinna. Gaf hann í skyn að ósennilegt væri að skip yrðu send til íslands til að reyna að stoppa veiðarnar, enda væri það kannski ekki það rétta í stöðunni nú, hinsvegar gætum við bókað að reiðin væri mikil meðal umhverfissinna núna og sagðist hann hafa nýfrétt að um- hverfissinnar í Bandaríkjunum væru að undirbúa aðgerðir. Dean Wilkinson, talsmaður Grænfriðunga í Bandaríkjunum, sagði við Þjóðviljann að Islend- ingar og Bandaríkjamenn hefðu ekki gert neitt samkomulag sín á milli, hinsvegar hefði Baldridge viðskiptaráðherra ekki séð sér fært að beita íslendinga viðskipt- aþvingunum eftir að ákveðið var að 51% afurðanna yrði neytt inn- anlands. Það hefði svo komið fram í fréttatilkynningu frá við- skiptaráðherranum að sú ákvörð- un íslendinga, að auka neyslu hvalaafurða innanlands og nota þær í loðdýrafóður, væri andstæð andanum í ályktun Alþjóða hval- veiðiráðsins. Það kom fram hjá Wilkinson að Grænfriðungar munu ræða við Anthony Callier, fulltrúa Banda- ríkjanna í Alþjóða hvalveiði- ráðinu, í næstu viku. Taldi Wilk- inson að Callier myndi hafa for- ystu um að herða reglurnar um veiðar í vísindaskyni á næsta fundi ráðsins, enda hafi allar hvalveiðiþjóðirnar notað vísind- in sem yfirvarp fyrir veiðar í hagnaðarskyni. Wilkinson var spurður að álits á ummælum dr. Richards Lamb- ersten að hvalveiðideilan snúist um það hvort við ætlum að láta fáfræðina ráða í stað rannsókna. Sagði Wilkinson að dr. Lamber- sten væri alls ekki hlutlaus í þessu máli þar sem hann hefði unnið að rannsóknaráætlun íslendinga. „Hann er notaður af íslending- um“, sagði Wilkinson. Að lokum sagði Wilkinson, að það sýndi best hvað lægi að baki veiðunum, að strax eftir fyrsta fund íslensku og bandarísku ríkisstjórnanna hefði ekki lengur verið talað um rannsóknir, held- ur hefði allt snúist um hvernig hægt væri að selja afurðirnar. Það væri semsagt hagnaðarvonin sem lægi að baki. -Sáf Heyskapur Slætti að Ijúka Heyskap er að Ijúka víðast hvar um landið, að sögn Jónasar Jónssonar, búnaðarmálastjóra. Er það óvenju snemmt í ár, enda hefur tíð verið hagstæð að því leyti, að veðurguðir hafa út- deilt þurrkum til landshluta af stakri réttvísi. Rigningar hafa þó verið á Suð-Austurlandi að und- anförnu, en ekki er vitað til að þær hafi komið mikið að sök þar eystra. Einstöku bændur um allt land eiga einhvern slátt eftir, en ekki er að sjá að einstakir landshlutar séu illa á vegi staddir í heyskap- armálum. Búpeningur landsmanna þarf því ekki að kvíða hörðum kosti í vetur, því hey eru víðast hvar mjög góð, en heyfengur hefur þó oft verið mun meiri en í sumar. G.H. Skógrœkt Nokkrir norsku skógræktarmannanna með íslenskum gestgjöfum í garðinum við hús Skógræktarinnar á Ránargötu: Snorri Sigurðsson, Anne Dahl, Sven Jakob Gisholt, Torstein Dahl, Leif Tormoen, Torleif Omtveit, Kristian Loven- skiold, Sigurður Blöndal. (Mynd: E.ÓI.). Gluggað í skattskrána Borganáðsmenn með topplaun Laun borgarfulltrúa í Reykja- vík virðast vera allsæmileg, að minnsta kosti hjá þeim sem sætn- astir eru í nefndum og ráðum. Við athugun okkar á álagningu opinberra gjalda kemur t.d. í ljós að borgarstjórinn virðist hafa haft hátt í tvær miljónir í tekjur á síðasta ári og sama er raunar að segja um efsta mann Alþýðu- flokksins í þeirri borgarstjórn sem nú hefur verið leyst af hólmi. Hin eiginlegu laun fyrir að sitja í borgarstjórn eru auðvitað ekki nema hluti þeirra launa sem hér koma í ljós. Flestir eru þessir ein- staklingar borgarráðsmenn á síð- asta ári, auk þess sem þeir vinna ýmsa aðra launavinnu meðfram hinu pólitíska starfi. Þá sitja sumir þeirra í allmörgum ráðum og nefndum. Enda launin eftir því. -v. Borgarfutltrúar: Tekjusk. Eignask. Útsvar Önnur gj. Frádr. Samtals Davíð Oddsson 362.322 7.146 167.920 36.592 5.100 568.880 Lynghaga 5 Sigurjón Pétursson 226.330 7.101 95.890 24.237 0 353.559 Asparíelli 2 Ingibjörg S. Gísladóttir 39.143 0 49.130 6.335 22.950 71.658 Bárugötu 30A Sigurður E. Guðmmundsson 336.994 0 151.090 31.299 5.100 514.283 Raufarseli 11 Kristján Benediktsson 172.263 10.217 84.340 14.181 0 281.001 Uppblásturinn kom á óvart Uppblásturinn og áhrif ofbeitar á gróðurlendi var það sem norskir skógræktargestir nefndu til þegar þeir voru beðnir að draga saman þann vanda sem þeir hefðu helst orðið varir við á sínu sviði hérlendis, - en þeir voru bjartsýnir á möguleika í ís- lenskri skógrækt, og segjast fara héðan reynslunni ríkari um rækt- un hrjóstugra heimasvæða. Norskur skógræktarhópur er nú á heimleið eftir þriggja vikna vinnu- og skemmtidvöl í boði Skógræktar ríkisins, um 50 manns. Á sama tíma hefur litlu fámennari hópur íslendinga ver- ið í skógræktardvöl hjá Inn- þrændum, - og er þetta í þrett- ánda sinn sem slíkar skiptiferðir eru farnar milli landanna, sú fyrsta árið 1949. Nú voru einnig með í fyrsta sinn Finnar, Svíar og Danir, fjórir af hverjum. Hópur- inn skiptist í þrennt og dvaldi einn hlutinn í Alviðru í Árnes- sýslu, annar hjá Hreðavatni og í Skorradal í Borgarfirði, og hinn þriðji á Hólum í Skagafirði. Auk þess fór hópur frá Þelamörk í hringferð um landið, en þangað fara íslendingar næst. Vinnuhóparnir hafa gróðursett í þriggja vikna dvöl um 40 þúsund plöntur auk annarra starfa, og er þetta endurgoldið af íslenska hópnum í Þrændalögum. Á fundi með blaðamönnum í gær sögðust fulltrúar gestanna hafa kynnst vel uppblástrarvanda hérlendis, og séð mörg dæmi um áhrif beitar. Þeir sögðust fara fróðari en áður um mikilvægi þess að taka tillit til veðurskilyrða við skógrækt og hrósuðu mjög því starfi hérlendra skógræktar- manna sem beinist að vali kvæma innan trjátegunda eftir því hver þeirra hefðu best vaxtarskilyrði á hverjum stað. Þeir sögðust líka hafa orðið varir þes að skjólbelti væru íslandi ákjósanleg, bæði til að búa í haginn fyrir skógrækt og til skjóls fyrir annan gróður, fyrir dýr og mannabústaði. Síðast en ekki síst sögðust skóg- ræktarmennirnir kveðja miklu betur að sér um land og lýð. „Þetta er allt annað land en við lesum um í norskum skóla- bókum“, sagði einn þeirra, „nátt- úran stórbrotin og fjölbreytt, og landsmenn alúðlegir, opnir og innilegir“. -m Eikjuvogi 4 Hvalafurðir Þetta érekkert mál Kristján Loftssonforstjóri Hvals hf.: Ég veit ekki um neinar reglursem banna Japönum að kaupa hvalkjöt. Ekkertfarið að athuga með sölu innanlands. Hvalur hf. mun greiða tapið efeitthvert verður. Veiðarnar hefjast aftur í nœstu viku Mér er ekki kunnugt um neinar hömlur sem banna Japönum að kaupa af okkur hval- kjöt og því fæ ég ekki annað séð en að við munum selja þeim hval- kjöt. Annars verðum við bara að bíða og sjá hvað setur. Við erum ekkert farnir að reyna að selja þeim og ég hef engar áhyggjur af málinu, sagði Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. í gær. Kristján var þá spurður um hvort hann væri farinn að kanna innanlandsmarkaðinn fyrir hval- kjöt. Hann sagði svo ekki vera og ef svo færi að ekki yrði hægt að selja hvalkjötið hér á landi, það sem eftir á að vera í landinu, þá yrði þvf bara hent. Þá var hann spurður um tapið á vísindaveiðunum eftir þær breytingar á forsendum þeirra sem nú hafa orðið. Kristján sagði að í samningi Hvals hf. og Haf- rannsóknarstofnunar, fyrir hönd sjávarútvegsráðuneytisins, væri gert ráð fyrir því að Hvalur hf. tæki á sig tap ef það yrði. Að vísu væri þar miðað við fyrri forsend- ur. En ef hagnaður yrði af sölu afurða vísindaveiðanna ætti það að renna í sérstakan vísindasjóð. Kristján sagðist engar áhyggjur hafa af þessu, þetta kæmi allt í ljós á sínum tíma. Loks sagði Kristján að hval- veiðarnar myndu hefjast aftur í næstu viku og hann sagðist sannfærður um að þetta yrði ekki síðasta hvalvertíðin hjá Hval hf. -S.dór Þriðjudagur 12. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.