Þjóðviljinn - 12.08.1986, Page 7
Ótíðindi
Fyrir tilverknað Pöntunarfélags verkamanna
Á kreppuárunum upp úr 1930
risu upp í ýmsum hverfum
Reykjavíkur lítil pöntunarfélög.
Hér var á ferðinni viðleitni bláfá-
tækra verkamanna til þess að
verða sér úti um brýnustu
lífsnauðsynjar með sem ódýrustu
móti. Þessi litlu pöntunarfélög
sameinuðust svo og mynduðu
Pöntunarfélag verkamanna 11.
nóvember 1934 og varð Jens
Figved forstjóri þess.
Kaupmönnum þótti þetta vá-
leg tíðindi og hugðust stemma á
að ósi. Þann 2. mars 1935 sendi
stjórn Félags íslenskra stórkaup-
manna meðlimum þess svohljóð-
andi tilkynningu, væntanlega í
nafni frjálsrar samkeppni og
verslunarfrelsis:
„Það tilkynnist hér með að allir
meðlimir F.Í.S. hafa skriflega
tjáð sig samþykka ákvörðun
þeirri, sem gerð var á fundi fé-
lagsins miðvikudaginn 27. f.m.
viðvíkjandi Pöntunarfélagi
verkamanna. Er því öllum
óheimilt að afgreiða vörur til
nefnds félags
Þess skal getið, að Samband
ísl. samvinnufélaga hefur lýst yfir
því, að það muni einnig stöðva
allar afgreiðslur til nefnds félags.
Vér leyfum oss að benda á, að
líklegt er að félagið reyni á ýmsan
hátt að ná í vörur, t.d. með „lepp-
um“ og er þess sérstaklega vænst
að stjórninni verði gert aðvart um
allar óvenjulegar úttektir, hver
sem í hlut á, svo að hægt sé í
hverju einstöku tilfelli að rann-
saka hvort þær séu í nokkru sam-
bandi við pöntunarfélagið.
Vér viljum brýna fyrir meðlim-
um félagsins mikilvægi þess að
umrædd ákvörðun sé haldin. Má
telja að hér sé um að ræða tilver-
urétt verslunarstéttarinnar og er
málið jafnframt prófsteinn þess,
hvort hún sé fær um að standa
saman um nokkurt mál er hana
varðar“.
Já, minna mátti það ekki vera.
„Tilveruréttur" gervallrar versl-
unarstéttarinnar í voða af völdum
Pöntunarfélags verkamanna,
sem ekki taldi einu sinni tvö þús-
und meðlimi fyrr en tveimur
árum eftir að stórkaupmenn ráku
upp þetta neyðaróp. Og ekki er
það ýkja ánægjulegt fyrir gamla
samvinnumenn að sjá SÍS í þessu
samfélagi gegn sjálfsbjargarvið-
leitni sárfátækra verkamanna á
neyðartímum.
En eftir einhverjum duldum
leiðum héldu vörur samt áfram
að síast út til Pöntunarfélagsins
og það færðist smátt og smátt í
aukana. Og árið 1937, er það
sameinaðist KRON, var það
komið með fimm búðir í borg-
inni.
Og sem betur fer hefur maður
heldur ekki orðið þess var, að til-
veruréttur verslunarstéttarinnar
hafi farið forgörðum.
Þetta gamla dæmi sýnir hins-
vegar hverju jafnvel hinir alls-
lausustu fá áorkað ef samstöðuna
brestur ekki. -mhg
Vefnaðarvörubúð KRON að Skólavörðustíg 12.
Verslunarstéttin í voða
IFRA LESENDUM
Páll Hildiþórs veltir fyrir sér hvalaráðherrum, frjálshyggjuhrossum og öðrum skepnum.
Páll Hildiþórs skrifar:
Frjálshyggjuhrossín
Jón gamli hjá íhaldinu hefur
hægt um sig þessa dagana. Þessi
trúverðugi kosningasmali, sem
búinn er að þjóna Albert og huld-
uhernum af kostgæfni undanfarin
ár býst nú jafnvel við að goðið
muni falla af stalli þá og þegar, og
hulduherinn úr sögunni. Ég
hringdi á hann einn daginn og
spurði hvað væri að frétta, en við
erum góðir málvinir einsog oft
hefur komið fram í þessum Jóns-
pistlum mínum hér í lesenda-
horninu, en hann skellti á. Svo
var það að ég var á rölti í Austur-
stræti á leið í strætó að ég kom
auga á vininn, þar sem hann sat á
bekk á torginu. Ég tyllti mér nið-
ur hjá honum, og lét sem ekkert
væri. Það rétt snuggaði í honum
er ég heilsaði, og virtist fúll.
Jæja Jón minn það er góða
veðrið, og mikið fjör í stjórninni.
Halldór að eltast við hvalina og
kanann. Steingrímur undirbýr
Kínaför, útlendingar ryðjast inn í
landið með gjaldeyrinn, grað-
hestar seldir úr landi fyrir offjár
og bláa lónið orðið heimsfrægt.
Þetta er ekki amalegt land að búa
í eða hvað segirðu um allt þetta
laxeldi og góðar spár fiskifræð-
inganna okkar um hlýjan sjó og
vaxandi fiskigöngur? Er landið
ekki í sókn? Er ekki hægt að fara
að hækka kaupið hjá þeim lægst
launuðu? í nýlegu Reykjavíkur-
bréfi Moggans er spáð góðæri
hvorki meira né minna!!
Og nú sprakk blaðran. Þú
lýgur þessu. Morgunblaðið hefur
aldrei birt þetta kommaskrattinn
(iinn. Sannleikurinn er sá að við
sl. þurfum á öryggi að halda. Við
eigum ekki að byggja okkar efna-
hagslíf á hestatruntum eða laxa-
seiðum eða einhverju túristafín-
iríi til að halda þjóðarbúinu gang-
andi, heldur fleiri álver, stál-
verksmiðjur, efnaverksmiðjur og
líka mætti setja á stofn hergagna-
verksmiðjur vegna þess hve við
getum skaffað ódýra orku. Kar-
linn var nú orðinn hinn hressasti
og farin úr honum öll ólund, og
hann hélt áfram: Aðalatriðið í
þessu öllu saman er að herinn
verði áfram í landinu til að verja
okkur fyrir Rússum, og haldið
verði áfram að víggirða landið og
byggja fleiri flugvelli. Skilurðu
þetta bolsinn þinn? Við höfum
nefnilega ekki efni á því að láta
herinn fara, og þetta sem þú varst
að blaðra með kaupið þá kemur
ekki til mála að hækka það, það
er nóg vinna í landinu fyrir þá
sem nenna að vinna.
Það er nú ekkert að marka
svona hjal í ykkur albertingum,
þið eruð þegar orðnir gjaldþrota í
ykkar viðskiptum í þjóðfélaginu
og getið lítið sagt en að æpa
kommar, kommar, en alvarlegast
er þó framferði ykkar frjálshyg-
gjuhrossanna gagnvart sjálfstæði
landsins, þegar þið eruð að hvísla
að fólki að við höfum allsekki
efni á að láta herinn fara svo pen-
ingaspilltar gróðraklíkur í
flokknum þínum Jónsi minn geti
matað krókinn að eigin geðþótta.
Jón gapti eins og fiskur og sagði
ekki orð fyrst í stað. í þessu
gengur framhjá okkur þar sem
við sátum á bekknum háttsettur
stúkubróðir Jóns í reglunni og
flokknum og leit um leið eitruð-
um augum á kallinn fyrir að vera í
slagtogi með þessum alræmda
komma. Þetta fékk svo á vininn
að hann rauk í burtu, án þess að
kveðja.
Með kveðju
Páll Hildiþórs
„Lækkun“ verðbólgunnar
Ríkisstjórnin telur sig hafa
lækkað verðbólguna úr 130% í
maí 1983 niður í 7% sem hún
verði innan skamms. „Sáuð þið
hvernig ég tók hann, piltar,“
sagði Jón sterki. En launafólk á
nokkrar minjar um þessa verð-
bólgulækkun, t.d. uppboð, fá-
tækt, flótta, og nefna má fylgistap
stjórnarflokkanna í kosningun-
um í vor.
Ekki er allt gull, sem glóir.
Ekki er allt sannleikur, sem ráð-
hcrrarnir og stuðningsblöð
þeirra segja.
Verðbólgan var engin 130% í
maí 1983, þegar stjórnin hóf feril
sinn, heldur var hún 85% frá maí
1982. Þetta er nákvæmlega jafn
mikil verðbólga og í des. 1942,
eftir sjö mánaða stjórn Sjálfstæð-
isflokksins, sem fór einn með
stjórn landsins það tímabil.
Hvað er verðbólga? Hún er
ekkert annað en verðlag
lífsnauðsynja, þ.e. heildarverð á
vörum og þjónustu samkvæmt
skýrslum Hagstofunnar. Hefur
þá verðlag farið lækkandi og þar
með verðbólgan á þriggja ára
ferli stjórnarinnar? Því fer víðs
fjarri.
I maí 1983 var vísitala fram-
færslukostnaðar 298 stig. í febrú-
ar 1984 var hún komin í 397 stig.
Þessi tala þótti nokkuð há svo
henni var breytt í 100, en hún
samsvarar því að vísitalan í maí
1983 væri 75 stig. í maí 1984 er
vísitalan nýja orðin 103 stig og
hækkun verðbólgunnar á 12 mán-
uðum 37%. Þessi reyndist „lækk-
unin“ fyrsta ár stjórnarinnar.
Þá tekur við annað árið. í maí
1985 er vísitalan 135. Á því ári
hefur verðbólgan vaxið um 31%.
Einkennileg lækkun það.
Loks er það þriðja ár stjórnar-
innar. í maí í vor, 1986, er vísital-
an 169. Enn hefur verðbólgan
vaxið um 25%. Á þremur árum
stjórnarinnar hefur hún vaxið úr
75 í 169 eða um 125%. Vörur og
þjónusta, sem kostuðu 10.000
krónur í maí 1983, kosta nú
22.500 kr.
Það ætti að vera öllum ljóst að
áróður ráðherra og stjórnarblaða
um lækkun verðbólgunnar er
blekking. Það eina, sem hefur
gerst er það, að vöxtur hennar er
hægari en áður. K.
Hver þekkir kvæðið?
Vegna þess hve bókmennta-
lega sinnaðir þið Þjóðviljamenn
eruð, sný ég mér til ykkar í von
um aðstoð.
Af einhverjum ástæðum hefur
að undanförnu verið að skjóta
upp í kollinn á mér brotum úr
kvæði sem ég eitt sinn kunni, en
mér er ómögulegt að muna það
allt eða koma fyrir mig eftir hvern
það er.
Það sem ég man er þetta:
Afburða gefinn í hug og hönd
þú hjörtum vorum ert því kœrri;
heill veri dagur dögum skœrri,
er vígist þú á vorri strönd!
Hver dagur fegri signdist sólu
en sá, er bœði löndin ólu
slíkt undrabarn sem Albert var?
Hve ástarhrein hans ásýnd prúð,
þar innra hugvits sjónir skína,
sem vegleg snilldarverkin sýna,
þar yndi blítt er aflsins brúð,
þar fegurð sannleik tengist tœr-
um,
þau tala, syngja’ úr steini
skœrum,
og lyfta hverju hjarta og sál.
Ei gleymast skal hans gjöfin ein,
sem grípur sérhvert barnfrómt
hjarta,
þar kringum sáttmáls brunninn
bjarta
Guðs mund erfest á myntar stein.
Þá gjöf hann sendi úr suðurs
lundi,
snauða vininn glöggt hann
mundi.
Því skalt þú elska Alberts nafn.
Og nú spyr ég eins og svo oft er
gert í Velvakanda Mbl.: Hver
þekkir þetta kvæði?
Með kveðju
Kona í Vesturbænum
Þriðjudagur 12. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7