Þjóðviljinn - 12.08.1986, Síða 9

Þjóðviljinn - 12.08.1986, Síða 9
Amnesty International Á degi hverjum heyrum við eða lesum um fólk sem vegna skoðana sinna eða uppruna er beitt kúgun og jafnvel hrotta- legu ofbeldi. Fregnir af mannréttindabrotum eru okk- ur hversdagsiegur viðburður. Fólk er handtekið, pyntað og líflátið. Aldrei hefur hug- kvæmni böðlanna verið meiri en nú. Ríki fasismans og kommún- ismans slátra miljónum og aftur miljónum. Á síðustu áratugum hafa slíkar hugmyndastefnur alið upp heilar kynslóðir pyntinga- meistara sem hafa af því fullan starfa að kvelja fólk og eyðileggja samkvæmt vísindalegri forskrift. Gegn þessu skelfilega ástandi voru mannréttindasamtökin Amnesty International stofnuð fyrir nákvæmlega 25 árum. Starf samtakanna var smátt í sniðum fyrst um sinn. Nú hafa samtökin hins vegar náð þeim árangri að sumum grimmustu harðstjórum samtímans er ekki rótt þegar þau beina kastljósi sínu að myrícra- verkum þeirra. Amnesty hefur tekist að fá fjöldan allan af föng- um leystan úr dýflisum og ástæða er til að ætla að starfsemi samtak- anna hafi komið í veg fyrir að enn harðar væri gengið fram gegn saklausu fólki. Amnesty Hvað er Amnesty? AMNESTYINTERNATIONAL eru alþjóðleg samtök, óháð öllum ríkisstjórnum, stjórn- málasamtökum, hugmyndaf- ræðilegum kerfum, viðskipta- hagsmunum og trúar- brögðum. Þau gegna afmörku- ðu hlutverki í baráttu fyrir mannréttindum. Starfsemi samtakanna beinist eingöngu að málefnum fanga. Megin- atriði stefnuskrár samtakanna eru eftirgreind: Samtökin vinna að því, að látn- ir verði lausir allir þeir, sem fang- elsaðir hafa verið vegna skoðana sinna, litarháttar, kynferðis, þjóðernis, tungu eða trúar- bragða, að þvf tilskildu, að þeir hafi hvorki sjálfir beitt ofbeldi né hvatt aðra til þess. Þetta fólk nefnir Amnesty International „Prisoners of Conscience", þ.e. samviskufanga í íslenskri þýð- ingu. Samtökin vinna að því, að all- ir, sem fangelsaðir hafa verið eða hafðir í haldi vegna stjórnmála- skoðana sinna, njóti réttlátrar meðferðar fyrir dómstólum innan hóflegs tíma frá handtöku. Samtökin vinna ófrávíkjanlega og með öllum þeim ráðum, sem við hæfi teljast, gegn dauðarefs- ingu og gegn pyntingum og hvers- konar ómannúðlegri og auðmýkjandi meðferð eða refs- ingu, sem fangar eru beittir. Samtökin Amnesty Internat- ional starfa á grundvelli Mannréttindayfirlýsingar Sam- einuðu Þjóðanna og taka, innan vébanda starfsemi sinnar vegna fanga, þátt í almennri baráttu fyrir eflingu mannréttinda á ýms- um sviðum mannlegra sam- skipta. Til þess að samtökin yrðu óháð öllum valdhöfum varð að tryggja þeim fjárhagslegt sjálfstæði. Það var gert með því að ákveða að einungis árstillög félagsmanna og frjáls framlög stofnana, fyrir- tækja og einstaklinga skyldu verða fjárhagsgrundvöllur sam- takanna og að reikningar þeirra skyldu birtir opinberlega. Alls eru félagar í alþjóðasam- tökunum Amnesty International nú um 500 þúsund talsins. Þeir eru búsettir í 161 þjóðlandi. Sér- stakar landsdeildir eru í 40 löndum. Aðalstöðvar samtak- anna eru í Lundúnum og þar starfa nú um 200 manns. Amnesty I H I OHSI U\I n ;?'£■ w I I kim) ni vii w Upphaf samtakanna Mannréttindasamtökin Amnesty International rekja upphaf sitt tii blaðagreinar sem birtist í „The Observer" þann 28. maí 1961. Greinin var rituð af breska lögfræðingnum Peter Benenson og bar yfir- skriftina „Gleymdi fanginn“. í þessari grein sagði Benenson meðal annars: „Á hverjum degi, alla daga vikunnar, má lesa í dag- blöðunum um einhvern sem hef- ur verið fangelsaður, pyntaður eða líflátinn einhvers staðar í heiminum vegna þess að ríkis- stjórn hans hefur verið andvíg boðun skoðana hans eða trúar- bragða". Benenson skoraði á alla góðviljaða menn að þvo þennan smánarblett af ásjónu siðmenn- ingarinnar. Efnislega sagði Peter Benen- son ekkert annað en það sem fjöl- mörgum var kunnugt áður. En hann tjáði það listilega af hrærðu hjarta, vakti svo eftirminnilega athygli á píslarvætti þeirra sem fangelsaðir eru, pyntaðir eða líf- látnir fyrir það eitt að rísa gegn skoðunum valdhafanna, að ákalli hans um hjálp var svarað tveimur mánuðum síðar af nokkrum hópi manna frá fimm löndum. Þessi ^3 á $ Sunnudaginn 28. maí 1961 birtist í The Observer hin áhrifamikla blaðagrein Peters Benenson um gleymda fangann. hópur ákvað að stofna alþjóða- mannréttindum. Þau hlutu heitið samtök til verndar Amnesty International. Amnesty Suöur-Afríku herferðin Þessi Ijósmynd segir meira en mörg orð um þá niðurlægingu sem íbúar Suður-Afríku sæta af hálfu hvíta minnihlutans þar í landi. Sú herferð Amnesty Intern- ational sem hæst ber í ár er atlaga gegn fangelsunum vegna kynþáttar og stjórnmálaskoðana, gegn pyntingum og öðrum mannréttindabrotum í Suður- Afríku. Þessi herferð hófst 5. mars með því að P.W. Botha forsætisráðherra var sent opið bréf þar sem talin voru upp 10 atriði sem nauðsynleg eru til verndunar mannréttindum. Meðal þeirra atriða sem áhersla var lögð á voru: Frelsun allra þeirra sem í haldi eru vegna trúarskoðana eða uppruna. Að lagt verði kapp á að stöðva geðþóttavarðhald. Að afnema beri friðhelgi sem lögreglumenn njóta, einnig þeir sem sakaðir eru um að hafa beitt pyntingum. Að komið verði á fót óháðri lögmannarannsókn vegna fregna um að erindrekar stjórnarinnar hafi numið á brott og ráðist á fólk sem gagnrýndi stjórnina. Að komið verði á fót óháðri rannsókn vegna þess að lögreglan hafi vegið fólk í mótmælaaðgerð- um gegn aðskilnaðarstefnunni. í þessari herferð hafa bréf hvaðanæva að úr heiminum verið send embættismönnum og þús- undum annarra Suður- Afríkubúa, til dæmis áhrifa- mönnum í bæjar- og sveitarfé- lögum, framkvæmdastjórum fyr- irtækja, meðlimum kirkjudeilda, verkalýðsflelaga og annarra sam- taka. Reiknað er með að ekki færri en 10 þúsund félög og ein- staklingar í Suður-Afríku fái bréf af þessu tilefni. Amnesty Amnesty íslandsdeildin Islandsdeild Amnesty Int- ernational var stofnuð þann 15. september 1974. Stofnfé- lagar voru 93 en smám saman bættist í hópinn og eru félags- menn nú, 12 árum síðar, yfir 800 talsins. Á aðalfundi íslandsdeildarinn- ar 16. apríl síðastliðinn var kjörin ný stjórn. Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdómari, var kjörin for- maður, og meðstjórnendur Jón Bjarman, sjúkrahúsprestur, Er- ika Urbancic, læknaritari, Smári Sigurðsson, rekstrartæknifræð- ingur, Helgi E. Helgason, frétta- maður. í varastjórn voru kjörin þau Hjördís Hákonardóttir borg- ardómari og Jón Magnússon hér- aðsdómslögmaður. Hin nýkjörna stjórn skipti með sér verkum á svofelldan hátt: Sig- ríður Ingvarsdóttir, formaður, er talsmaður stjórnar og stjórnar skrifstofu. Erika Urbancic er með mál er varða hópa og að- gerðir. Smári Sigurðsson annast málefni er varða félagsmenn og markhópvinnu. Helgi E. Helga- son er gjaldkeri og fer með fjár- mál og fjáröflun. Jón Bjarman hefur umsjón með fréttabréfi. Guðrún Hannesdóttir fer með fræðslumál, svo sem námskeið fyrir félagsmenn, mannréttindaf- ræðslu og almenna kynningu á samtökunum. Skrifstofa Amnesty er í Hafn- arstræti 15 í Reykjavík og er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 4- 6. Síminn á skrifstofunni er 16940. „Mig varðar ekki lengur um það, hvortþeir, sem þjáðust í þrœlabúðum Stalíns, eða hinir, sem eru enn í Gulageða geðveikrahælum, skiptafleiri eðafœrri tugum milljóna, hvort hin djöfullega hugkvæmni mannskepnunnar í gerð pyntingatœkja hefir náð lengrafrá blómaskeiði rannsóknarréttarins spánska suður í Chile eða austan járntjalds. Ómœlanleiki myrkradjúpsins ersvo augljós, víðfeðmi glœpaverkanna svo yfirþyrmanlegt, að tölurnar yfir þau verða ekki marktœkar, spanna ekki yfir allt, sem unnterað mœla, gefast hreinlega upp fyrir sjálfum sér. Ogþó eru það ekkiþœr, sem eru uggvænlegastar, heldur hinar, sem á bak við þœrstanda, milljónir Ijúgvitna, böðla, fangavarða, dómara, allra þeirra, sem annað hvort lögðu sitt lóð á metaskál til þess að allt þetta saklausafólkyrði að þola smán, þjáningar og dauða eða urðu samsekar með þögn og afskiptaleysi. “ Úr útvarpserindi Sigurðar Magnússonar fyrrv. blaðafulltrúa. Flutt til kynningar á Amnesty International og gefíð út af samtökunum. Dauðarefsingum fjölgar Jón Bjarman: Stjórnmálalegur þrýstingur veldur fleiri dauðarefsingum Síðastliðið vor, frá byrjun mars til loka júnímánaðar, stóð Amnesty International fyrir her- ferð sem miðaðist að því að fá bætt hið skelfilega ástand mannréttinda í Suður-Afríku. Skipulagðar voru bréfaskiftir til margháttaðra aðila þar í landi, svo sem embættismanna, fjöl- miðla, menntastofnanna og fé- lagasamtaka ýmiss konar. Þjóðviljinn hafði tal af Jóni Bjarman sem síðastliðið ár hefur verið herferðarstjóri íslands- deildar Amnesty. Jón var spurður hvað réði því að farin væri sérstök herferð gagnvart einu landi, en ekki látið nægja að velja þaðan einn samviskufanga annað slagið, svokallaðan fanga mánaðarins. Árangurinn vel merkjanlegur Jón sagði að herferðir væru farn- ar þegar ástand væri sérstaklega slæmt í einhverju landi. Þá tækju samtökin sig til og beittu allsherj- arþrýstingi eins margra deilda og hægt væri. Þessum herferðum væri ekki beitt í þágu tiltekinna fanga heldur fyrst og fremst til að stuðla að almennum endurbótum. Fólki í ábyrgðar- og áhrifastöðum væri gert ljóst að heimurinn fylgdist með því sem fram færi. í þessum herferðum væri það grundvallar- regla að koma fram af ítrustu kurt- eisi við þá aðila sem talað væri til. Meðal þeirra landa sem með þess- um hætti hafa nýlega verið tekin fyrir má nefna Pakistan, Chile og Júgóslavíu. En hafa bréfaskriftir Amensty- manna einhver áhrif? Já, alveg tvímælalaust, svaraði Jón. Árangurinn af þesu starfi er vel merkjanlegur. Samviskuföng- um er sleppt úr haldi. En þetta eru aðeins hin beinu áhrif. En ætla má að þetta starf Amensty hafi veru- leg óbein áhrif, þ.e. að það komi í veg fyrir að enn lengra sé gengið í mannréttindabrotum. Ég held að þessi óbeinu áhrif séu ekki síður mikilvæg en hin beinu og merkjan- legu áhrif. Jón sagði að starf Amnesty mið- aðist ekki fyrst og fremst við að fá fanga leysta úr haldi. Höfuð- áhersla væri lögð á fullnægjandi málsmeðferð til handa þeim föng- um sem sætu í haldi án þess að mál þeirra hefðu verið tekin fyrir. England og Spánn Við spurðum Jón hvort Amn- esty léti mál afskiptalaus við svo búið, þ.e. þegar fangar hefðu feng- ið mál sín tekin til meðferðar. Oft er það, en alls ekki alltaf, svaraði Jón. Samtökin vilja fá að fylgjast með því að meðferð mála sé fullnægjandi. Ef niðurstaða máls er til dæmis dauðarefsing þá sættir Amnesty sig ekki við hana. Amn- esty berst gegn dauðarefsingum hverjar svo sem sakargiftir eru. Það er mikið áhyggjuefni að á síðustu árum hefur vaxandi stjórnmálalegur þrýstingur orðið til að dauðarefsingum hefur fjölg- að. Þróunin hefur greinilega verið í þá átt á undanförnum árum. Til dæmis hefur hæstiréttur Banda- ríkjanna heimilað dauðarefsingar á nýjan leik, en á sínum tíma dæmdi hann þær ólöglegar. / hugum fólks er starfsemi Amn- esty gjarnan tengd lögregluríkjum á borð við Chile og Sovétríkin. Getur þú nefnt mér ólíklegri lönd sem eru á skrá hjá Amnesty? Já, til dæmis England. England er á skrá hjá Amnesty vegna illrar meðferðar á IRA-mönnum. Á sama hátt er Spánn á skrá vegna meðferar sinnar á föngum úr ETA- samtökunum. Erfið markalína Nú krefst Amnesty aðeins lausnar þeirra fanga sem hvorki hafa beitt ofbeldi né heldur hvatt til þess. Felst ekki í þessu ákveðin fordœming á ofbeldi sem baráttutœki? Jú, það gerir það. Sjálfur myndi ég vilja ganga lengra en Amnesty gerir. Að mínu mati reyna samtök- in að vera of hlutlaus, en ef til vill er það þó nauðsynlegt til að betri árangur náist í starfinu. Jón nefndi sem dæmi að mjög erfitt væri að horfa framhjá ýmsum þeim röksemdum sem Desmond Tutu hefur sett fram um hugsan- lega nauðsyn ofbeldis í baráttunni gegn stjórn Suður-Afríku. Sem dæmi um starfsreglur Amnesty nefndi Jón að samkvæmt skil- greiningu samtakanna væri Nelson Mandela ekki samviskufangi. Hins vegar myndi kona hans, Winnie, falla undir þá skilgreiningur ef hún yrði handtekin, enda hefur hún hvorki beitt ofbeldi né hvatt til þess. Jón sagði að þetta sýndi hve erfitt gæti verið að draga þessa markalínu milli fanga og samvisku- fanga. Hins vegar ítrekaði hann þá skoðun sína að með hliðsjón af sem árangursríkustu starfi væri skilgreining Amnesty líklega skynsamlegust. Að lokum spurðum við Jón hvort hann teldi jrað ef til vill alvar- legra brot að mismuna fólki vegna kynþáttar þess en skoðana. Hann sagði þá skoðun sína að ef hægt væri yfirleitt að flokka mannrétt- indabrot með þessum hætti, þá teldi hann það öllu verra þegar á fólki væri brotinn réttur vegna út- lits eða uppruna. G.Sv. Jón Bjarman: Öllu verra þegar á fólki er brotinn réttur vegna útlits eða uppruna. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. ágúst 1986 Þriðjudagur 12. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.