Þjóðviljinn - 12.08.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.08.1986, Blaðsíða 13
MÓBWUINM Og þetta líka... ísraelskar herflugvélar gerðu í gær loftárás á stöðvar palestínskra skæruliða í Bekaa dalnum í Líbanon sem sýr- lenskar hersveitir ráða. Þetta var önnur loftárásin á 24 klukkustund- um. Árásin mun hafa verið í hefnd- arskyni fyrir nýlega áras sveita Palestínuskæruliða í norður hluta fsrael. Árás ísraelsmanna var aftur á móti á tvö skotmörk vestur af bænum Baalbek. Byggingar og farartæki í búðunum skemmdust í árásinni. ísraelsmenn hafa heitið því að ráðast gegn hermönnum Palestínuskæruliða hvar og hve- nær sem tækifæri gefst til að koma í veg fyrir árásir þeirra inn á land- svæði ísraelsmanna. Árásin í gær var sú tíunda sem ísraelsmenn standa fyrir inn í Líbanon á þessu ári. Picasso er tilefni deilna um menningarmál í Ástralíu og það nokkuð svæsinna. Menningarráðherra Viktoríufylkis í Ástralíu fékk í gær brunna eld- spýtu senda í pósti og sagði hann að ekki væri ólíklegt að sendingin kæmi frá samtökum sem hóta að eyðileggja Picassomálverk sem þeir stálu úr málverkasafni fylkis- ins. Samtökin nefnast því kostu- lega nafni „Áströlsku menningar- hryðjuverkamennirnir" og mál- verkið sem þeir stálu fyrir níu dögum síðan er „Grátandi kona“, frá árinu 1937. Samtökin höfðu til- kynnt að málverkið yrði brennt viku eftir þjófnaðinn ef ríkisstjórn Ástralíu yki ekki að miklum mun framlög til menningarmála og kæmu af stað tveimur árlegum verðlaunaveitingum fyrir unga listamenn. Menningarfrömuður nokkur tilkynnti á föstudaginn að hann hefði ákveðið að setja á stofn tvo sjóði fyrir unga listamenn og yrði veitt úr hvorum þeirra 5000 dollurum á ári. Yfirvöld tilkynntu þá að þau vonuðust tll að þar með væri menningarfýsn samtakanna svaiað. Brennda eldspýtan virðist hins vegar gefa annað til kynna. Gull- og platínuverð hefur hækkað með ógnarhraða á mörkuðum vegna ótta um að S-Afríkustjórn muni draga úr sendingum sínum á þess- um málmum til annarra landa tii að svara umræðum um refsiaðgerðir gegn S-Afríku. S-Afríka framleiðir einna mest í heiminum af þessum málmum. Verð á gulli hefur ekki verið hærra á alþjóðamörkuðum í 2 1/2 ár. Talið er að únsan af gulli muni brátt kosta 400 dollara, það er nú 394,50 dollarar á hverja únsu. Únsan af platínum kostaði aðeins 235 dollara fyrir ári síðan. í gær kostaði hún hins vegar 565 dollara í Zurich. Granma, dagblað yfirvalda á Kúbu, tilkynnti í gær að ofursti í her Bandarikj- anna hefði sótt um hæli sem pólit- ískur flóttamaður á Kúbu vegna stefnu bandarískra yfirvalda í Mið- Ameríku. Bandarísk yfirvöld neita hins vegar fréttinni og segja að maðurinn, Romeu Almeida, sé hvergi á skrám hjá þeim. Granma sagði að Almeida væri kúbansk- fæddur Bandaríkjamaður sem hefði verið í herþjónustu í Stutt- gart í V-Þýskalandi. Blaðið sagði að Almeida hefði sótt um hæli þar sem herinn hefði ætlað að senda hann til Mið-Ameríku. Vietnam stríðið mun hafa haft mikil áhrif á þessa ákvörðun hans. Hann var á þeim tíma í herþjónustu í Dominik- anska lýðveldinu. Hann mun hafa komið til Kúbu í gær. Bandaríkja- menn vilja hins vegar ekkert víð manninn kannast, segja engan mann með þessu nafni vera í þjón- ustu Bandartkjahers í Stuttgart. Umsjón: Ingólfur Hjörlejfsson S-Afríka Neyðarlög ógild Dómstóll í S-Afríku úrskurðaði ígœr að klásúla í neyðaraástandslögunum í S-Afríku, sem leyfir handtöku og varðhald fólks án réttarhalda, sé ólögleg Jóhannesarborg - Hæstiréttur í fylkinu Natal í S-Afríku úr- skuröaði í gær að neyðar- ástandstilskipun stjórnvalda í S-Afríku, sem segir m.a. að leyfilegt sé að setja fólk í varð- hald án dóms, hafi ekki laga- gildi. Úrskurðurinn sem tilkyrintur var í Durban í gær er mesta áfallið til þessa sem ríkisstjórnin í S- Afríku hefur orðið fyrir varðandi neyðarástandslögin. Lögfræðing- ar í landinu sögðu í gær að ef ríkis- stjórn P.W. Botha gefur ekki út nýja og endurbætta reglugerð um neyðarástandslög verði að leysa þúsundir manna úr haldi á næstu dögum. Talið er að nú séu um það bil 5000 manns í haldi og má búast við að þeir verði flestir látn- ir lausir. Ríkisstjórnin fór strax í gær fram á áfrýjun úrskurðarins í Durban. Sá úrskurður gekk út á að Lechesa Dinoli, ritari Lam- ontville deildar Sameinuðau lýðræðisfylkingarinnar (UDF), yrði látinn laus. Hann var hand- tekinn 12. júní, á fyrsta degi neyðarástandslaganna. Hæsti- réttur Natal fylkis úrskurðaði að stjórnvöld gætu því aðeins hand- tekið fólk, að slíkt leiddi til þess að ekki væri lengur þörf fyrir neyðarástandslögin. Dómstóll- inn úrskurðaði einnig að örygg- ismálaráðherrann, Louis Le Grange, og dómsmálaráðherr- ann, Kobie Coetsee, skyldu leysa Tsenoli úr haldi og borga dóm- skostnað. Ríkissaksóknari hélt því fram að Tsenoli hefði notað heimili sitt sem þjálfunarbúðir í vopnaburði. Tsenoli hafði neitað þessu. Geoff Budlener, einn helsti lögfræðing- urinn í S-Afríku á sviði mannréttindamála, sagði í gær að þessi úrskurður yrði áreiðanlega til þess að leysa yrði þá fanga úr haldi sem handteknir voru sam- kvæmt neyðarástandslögum. Aðrir lögfræðingar héldu því hins vegar fram að stjórnin gæti gefið út nýjar reglugerðir og létu í ljós efasemdir um að úrskurður rétt- arins í Natal væri bindandi fyrir önnur fylki. Talsmaður stjórnvalda sagði í gær að ekkert yrði sagt um þetta mál fyrr en áfrýjun stjórnarinnar hefði verið tekin fyrir. Sovét Júrí Bandaríkin /Sovétríkin Afvopnunarviðræður Háttsettir embœttismenn Bandaríkjanna og Sovétríkjanna funda nú í Moskvu um afvopnunarmál og er vonast til að það muni greiðafyrir leiðtogafundi Moskvu -Bandarískir og so- véskir embættismenn hittust í gær í Moskvu til viðræðna um fækkun kjarnaorkuvopna og geimvopnakerfa. Er vonast til að þessar viðræður greiði veg- inn fyrir leiðtogafundi á þessu ári. Fundurinn á einnig að greiða fyrir afvopnunarviðræðum stór- veldanna í Genf. Formenn nefndanna eru Paul Nitze, sér- stakur ráðgjafi Reagans Banda- Osló - Kaare Willoch, formað- ur norska íhaldsflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, mun segja af sér sem flokks- formaður á næsta aðalfundi flokksins, eftir því sem fregnir hermdu í Osló í gær. Reuter fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að sá sem muni taka við af honum verði líkast til Rolf Presthus. Aft- Shanghai - Desmond Tutu, biskup í S-Afríku, sagði í gær að hann kysi helst stjórnmálakerfi sósíalismans, en væri hins vegar andvígur kommúnisma. Tutu, sem nú er í heimsókn í Kína, sagði á fundi með frétta- mönnum að hann hefði hrifist af umburðarlyndi kommúnískra yfirvalda í landinu gagnvart ólík- um sjónarmiðum. Hann bætti ríkjaforseta um afvopnunarmál, og Viktor Karpof, formaður so- vésku sendinefndarinnar í við- ræðunum í Genf. Báðir aðilar vildu í gær ekkert segja um gang viðræðnanna. Schultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að menn skyldu ekki vera of bjartsýunir um gang þess- ara viðræðna. Opinberir fjöl- miðlar í Sovétríkjunum tilkynntu nýlega að í bréfi Reagans Banda- ríkjaforseta til Gorbatsjofs, 25 júlí, væri ekki að finna tillögur enposten hafði eftir Willoch í gær að hann vildi ekkert segja um þessar fregnir enn. Blaðið til- kynnti hins vegar að nú væri ljóst að Presthus yrði næsti leiðtogi flokksins. Willoch, sem er 57 ára gamall, hefur verið þingmaður frá árinu 1957. Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs og formað- ur norska Verkamannaflokksins, hins vegar við að hann væri mótfallinn kommúnisma. „Ég er mótfallinn allri þeirri hugmynda- fræði sem fylgir guðleysishug- myndum og sjálfur vildi ég ekki lifa í kommúnísku samfélagi". Hann sagðist einnig vera and- snúinn kapítalisma þar sem sú hugmyndafræði tæki gróðasjón- armið fram yfir manngildissjón- armið. „Ég hef andstyggð á kap- ítalisma", sagði Tutu ennfremur. sem leitt gætu til áþreifanlegs ár- angurs í afvopnunarviðræðum. Ymsir sérfræðingar telja að helsta vonin um árangur sé nú að finna í viðræðum varðandi fækk- un meðaldrægra kjarnorkueld- flauga í Evrópu. Helsti Þrándur í Götu fyrir samkomulagi er hins vegar talinn SDI áætlun (Stjörnu- stríðsáætlunin) Bandaríkjafor- seta sem kveður á um varnarkerfi í geimnum gegn kjarnorkuvopn- aárás. Reagan vill ekki falla frá þeim áætlunum. hefur tilkynnt að hún muni í haust leggja fram á þinginu til- lögur um strangar aðahaldsað- gerðir í ríkisfjármálum. Þær að- gerðir eiga að vinna gegn lækk- andi olíuverði, hætta er hins veg- ar á því að ríkisstjórnin, sem er í minnihluta á þingi, muni falla ef Brundtland tekst ekki að koma tillögum sínum í gegnum þingið í október. „Sú leið sem vestræn ríki hafa far- ið varðandi kynþáttaaðskilnaðar- stefnuna styrkir mig í andstöðu minni við kapítalismann. Ég vil heldur eitthvert form sósíal- isma.“ Tutu, sem verður erkibiskup af Höfðaborg í næsta mánuði, kom til Shanghai á föstudaginn og er búist við að hann hitti æðstu ráða- menn Kommúnistaflokks Kína í þessari viku. Brésneff atvinnu- laus Gengið brösuglega eftir að Gorbatsjofftók við Júrí Brésneff sonur Leóníds heitins er kominn á eftirlaun að- eins 53 ára gamall. Hann hefur af heilsufarsástæðum fengið lausn frá stöðu sinni sem fyrsti að- stoðarutanríkisverslunarráð- herra. Júrí varð ráðherra 1979, þrem- ur árum áður en faðir hans lést, og komst skömmu síðar í mið- stjórn flokksins. Honum hefur hinsvegar gengið brösuglega í pólitíkinni eftir að Gorbatsjoff tók við. Júrí var hinn síðasti af Brésneff-ættinni að láta af háu embætti í sovéska stjórnkerfinu, en á síðustu Brésneffárunum varð þar vart þverfótað fyrir son- um, dætrum, frændum, frænkum og tengdasonum rithöfundarins og bflavinarins mikla. ERLENDAR FRÉTTIR HARALDSSOn/R E in ER Tutu biskup, vill búa við sósíalískt hagkerfi. Noregur/íhaldsflokkurinn Willoch hættir formennsku Desmond Tutu Vill sósíalisma, ekki kommúnisma Þriðjudagur 12. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.