Þjóðviljinn - 12.08.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.08.1986, Blaðsíða 14
Auglýsing frá sjávarútvegsráðuneytinu vegna van- skila á afla- og sóknarmarksskýrslum til Fiskifélags íslands. Aö gefnu tilefni vekur ráöuneytiö athygli útgerö- armanna og skipstjóra á gildandi reglum í botnfiskveiðileyfum um skýrsluskil til Fiskifélags íslands. Ráöuneytiö mun á næstunni kanna hvernig skýrslur hafa borist um afla og sókn ein- stakra skipa og veröa þeir, sem ekki hafa skilaö skýrslum samkvæmt gildandi reglum, sviptir veiðileyfi án frekari fyrirvara og allar veiöar skipa þeirra stöövaðar. Tekur þetta til allra skipa 10 brl. og stærri og ennfremurtil smærri báta, sem neta- veiöar stunduöu á sl. vetrarvertíð. Sjávarútvegsráðuneytiö, 8. ágúst 1986. Húseigendur! Okkur bráövantar íbúöir og herbergi á skrá. Húsnæðismiölun Stúdentaráðs HÍ Sími 621080. Kennarar Grunnskólann í Grindvík vantar kennara fyrir yngstu nemendurna næsta vetur. Einnig vantar í 7.-9. bekki kennara í íslensku, eölisfræöi og stæröfræöi. Áhugasamir fá nánari upplýsingar hjá skólastjóra í símum 92-8504 og 92-8555, og skólanefnd í síma 92-8304. Skólanefnd. ra Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á geðdeild F.S.A. sem opnuö var síðastliðið vor. Geödeildin er í nýrri og vistlegu húsnæöi, meö rými fyrir 10 sjúklinga. Starfsaöstaða öll mjög góö. Upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri og deildar- stjóri geðdeildar. Iðjuþjálfi óskast til starfa á geðdeild F.S.A..Upp- lýsingar veita deildarstjóri og yfirlæknir deildar- innar. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra F.S.A. fyrir 15. september 1986. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. DJÚÐVILJINN blaðið sem vitnað eri /s HEIMURINN Hvað líður tímanum? Jaruzelski flokksleiðtogi á 10. þingi pólska kommúnistaflokksins. Pólland í leit að stefhu Pólskir kommúnistar velta núfyrirsér hvaða efnahagsstefnu skuli framfylgja. Gorbatsjof hefur gefið yfirvöldum grœnt Ijós þráttfyrir lítinn árangur undanfarinna ára og mikinn óróleika ípólsku samfélagi Hinn Sameinaði pólski verkamannafokkur (Kommún- istaflokkur Póllands) er í klípu. Jan Morawski heldur þessu fram í danska blaðinu Inform- ation. Morawski er dulnefni samfélagsfræðings sem skrif- ar reglulega í Information um pólsk málefni. Hann segir að flokkinn skorti stefnu og vitund um mögulega stefnu. Frá því í ágúst 1980 hefur flokkurinn misst eina milljón meðlima. Enn eru 2,1 milljón manns í flokknum en reynslan frá tíma herlaganna (desember, 1981 til júlí 1983) hefur haft sitt að segja. Auk þess hefur lítið farið fyrir árangri af yfirlýstum efna- hagsumbótum og þess hefur gætt meðal þeirra manna sem enn eru í flokknum, segir Morawski. Fyrir stuttu síðan var haldið 10. flokksþing kommúnistaflokksins í Póllandi og þar var lögð mest áhersla á að flokkurinn hefði lyk- ilhlutverki að gegna í pólsku samfélagi sem einingartákn. Hann væri enn traustur í sessi. Handtökur nokkurra helstu for- ystumanna neðanjarðarhreyfing- ar Samstöðu nú í sumar, sögðu ráðamenn að væru staðfesting þessa. Til að fá punkta var síðan samviskuföngum í Póllandi sleppt úr haldi í hundraðatali. En ekki forystumönnum Samstöðu. Lýðrœðið skal vera tœki valdhafa Samt sem áður mátti heyra raddir á þinginu sem hvöttu til samstarfs við aðila utan flokks- ins. Morawski segir hins vegar að eftir að hafa rannsakað ræður manna á flokksþinginu sé erfitt að sjá að slíkar hugmyndir séu raunverulega á dagskrá. Margar ræður snerust að hans mati um að lýðræðið væri fyrst og fremst tæki valdhafa. Vel mætti hafa not af því þar til taka þarf ákvarðanir. Þá er fyrst og fremst þörf fyrir öguð vinnubrögð til að koma ákvörðunum í framkvæmd. Áherslan er á aga, þar er tekin upp tala Gorbatsjofs um að upp- ræta spillingu og litla framleiðni og hægfara skrifræði. En Jaruzel- ski sagði einnig. „Gagnrýnið fólk er nauðsynlegt þó oft sé erfitt að eiga við það viðræður.“ Á þess- um nótum er áherslan enn sem fyrr á aga og í raun fer lítið fyrir gagnrýnni umræðu. Morawski vitnar einnig í orð „heiðursgestsins“ á flokksþing- inu, Gorbatsjof Sovétleiðtoga, að það hafi mjög mikla þýðingu við að koma á eðlilegu ástandi í Póllandi að fólk „veit hvað er leyft og hvað ekki verður með- tekið.“ Morawski segir ljóst að mikil óvissa ríki enn um það hvaða stefnu beri að taka í efna- hagsmálum. Hvort það verði hin svonefnda ungverska leið sem byggir að nokkru leyti á mark- aðssjónarmiðum, eða hvort austur-þýska módelið verður val- ið sem byggir á miðstýringu í samvinnu ólíkra starfsgreina. Morawski segir að ef austur- þýska leiðin verði valin verði Pól- landi stýrt af laustengdu sam- bandi atvinnugreina, það sé aftur á móti afturhvarf til fyrri stefnu sem ríkjandi var á sjötta áratugn- um og gafst ekki vel. Hann segir að slík leið sé ekki heppileg þar sem í Póllandi sé ekki sama hefð- in fyrir hollustu við vinnustað og yfirvöld líkt og gerist í Austur- Þýskalandi. Morawski segir að þó lítið hafi gengið við endurbætur á efnahag landsins undanfarin ár hafi ná- lægð sovéska leiðtogans á flokks- þinginu í sumar þá þýðingu að í stað heldur slæmrar samvisku hafi nú komið fram nokkur bjartsýni meðal pólskra valda- manna. Gorbatsjof gaf núver- andi valdamönnum grænt ljós á framhaldið þó ekki hafi komið fram ákveðin stefnumótun í efna- hagsmálum. IH/Information 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.