Þjóðviljinn - 20.08.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.08.1986, Blaðsíða 3
FRETT1R Hafskipsmálið Bankastjórar giunaðir Rannsókn málsins á lokastigi Rannsóknarlögregla ríkisins lauk fyrir skömmu yfirheyrslum yfir bankastjórum Útvegsbank- ans, en þeir voru sem kunnugt er teknir til yfirheyrslu vegna að- ildar sinnar að Hafskipsmálinu. Bankastjórarnir voru allir yfir- heyrðir sem grunaðir menn. Igærmorgun kviknaði í bíl á gatnamótum Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis á Akureyri. Ökumaður bflsins stoppaði á Hér er hvort tveggja um að ræða núverandi og fyrrverandi bankastjóra Útvegsbankans, þá Jónas G. Rafnar, Ármann Jak- obsson, Bjarna Guðbjörnsson, Lárus Jónsson, Halldór Guð- bjarnason og Ólaf Helgason. Ennfremur mun Axel Kristjáns- rauðu Ijósi og í þann mund sem hann ætlaði að fara að aka af stað blossaði upp eldur undan vélar- hlífinni. Slökkviliðið kom fljótt á son, lögfræðingur bankans, hafa verið yfirheyrður sem grunaður maður. Fleiri bankastarfsmenn voru yfirheyrðir vegna Hafskipsmáls- ins, en einungis sem vitni. Rannsókn Hafskipsmálsins er vettvang og réði niðurlögum eldsins á skammri stund. Talið er að bensínleiðsla hafi rofnað og bensín runnið niður í nú á lokastigi. Að sögn Þóris Oddsonar, starfandi rannsóknar- lögreglustjóra, vonast menn til að unnt verði að senda málið til ríkissaksóknara fyrir miðjan næsta mánuð. vélarhúsinu þar til kviknaði í því út frá vélarhita. Bíllinn, sem var nýr af Volvo-gerð, er talinn ónýt- ur. -yk Höfn Þróunar- sjóður stofnaður Norrœnir samstarfsráðherrar á fundi. 14miljónir dollara í þróunarsjóð fyrir vestlœg Norðurlönd Norræni þróunarsjóðurinn var í gær stofnaður á Höfn í Horna- firði á fundi samstarfsráðherra Norðurlanda. Fundurinn á Hótel Höfn í Hornafirði, var vafalaust stærsti pólitíski viðburður sem þar hefur átt sér stað. Fundinn sátu Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra, Christian Christiansen umhverf- ismálaráðherra Danmerkur, Gustaf Björnstrand mennta- málaráðherra Finnlands, Bjarne Mörk Eiden sjávarútvegsráð- herra Noregs og Svante Lund- kvist landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðherra Svíðþjóðar. Einnig sátu fundinn þeir Átli Dam lög- maður Færeyja og Jónatan Mos- feldt formaður grænlensku lands- stjórnarinnar. Steingrímur Her- mannson forsætisráðherra var gestur fundarins, þegar ráðherr- arnir undirrituðu fyrir hönd ríkis- stjórna samning um stofnun Norræns þróunarsjóðs fyrir hin vestlægu Norðurlönd. Stofnfé sjóðsins var ákveðið að ætti að vera jafnvirði 14,1 milljónar Bandaríkjadaia í dönskum krónum. Ríkisstjórn ís- lands á að greiða 0,4 milljónir dollara. Stofnfé greiðist sjóðnum samkvæmt greiðsluáætlun fram til ársins 1995. í fréttatilkynningu frá fundin- um kemur fram, að starfsemi sjóðsins felst í því að veita lán og ábyrgjast með sömu skilmálum og bankar þegar aðstæður mæla með því að veita lán. Og skal sjóðurinn ábyrgjast lán með hag- stæðari kjörum en bankakjörum. Stefnt skal að sanngjarnri skipt- ingu lána milli Færeyja, Græn- lands og fslands. BG.Höfn Lýsi Salan fimmfaldast á sex ánim Stórauknar rannsóknir á lýsi hafa leitt í Ijós að hollustugildi þess er mun meira en áður var haldið. Niðurstöður hafa skilað sér íaukinni sölu Afmœlishald 60 þúsund í miðbænum „Hátíðahöld afmælisdagsins fóru í alla staði vel fram og þakka ég það góðu afmælisskapi þátt- takenda og góða veðrinu,“ sagði Óskar Ólason yfirlögregluþjónn. Taldi hann að um 60 þúsund manns hefðu verið í miðbænum. Viðbúnaður þeirra 110 lög- reglumanna sem voru að störfum var mestur í kringum umferðina, sem gekk hægt.Eina slys dags- ins var um kvöldið á Njálsgötu en þar hljóp barn á þriðja ári í veg fyrir bfl og slasaðist talsvert. „Ekki bar á ölvun um daginn, en þó gætti hennar nokkuð eftir miðnætti. Óspektir voru engar og bera hálftómar fangageymslur næturinnar þess vitni,“ sagði Óskar Ólason. -GH Akureyri Banaslysið Konan sem lést í bruna á Akur- eyri á aðfararnótt mánudags hét Margrét Halldóra Harðardóttir. Hún var 38 ára gömul og lét eftir sig eiginmann og 5 börn. Rannsóknir á gæðum lýsisins hafa stóraukist á síðustu árum og hafa rannsóknir þessar leitt ýmislegt nýtt í ljós sem hefur aukið gildi þess, og hefur lýsissala stóraukist. Þjóðviljinn hafði sam- band við Baldur Hjaltason tækni- legan framkvæmdastjóra Lýsis hf. og spurðist fyrir um nýlegar niðurstöður og neysluaukningu á lýsi. Fram til skamms tíma höfum við aðallega litið á þorskalýsi sem vítamíngjafa en nú hafa rann- sóknir leitt í ljós að lýsi getur reynst vörn gegn hjartasjúkdóm- um, þ.ám. kransæðasjúkdómum og núna síðast hjartatitring eins og rannsóknir Sigmundar Guð- bjarnarsonar hafa sýnt fram á. í þessum rannsóknum hafa augu manna sérstaklega beinst að flokki fitu sem er í lýsinu og heitir Omega 3. Þegar rannsóknir á þessum fituflokki hófust árið 1979 þá einbeittu menn sér sér- staklega að einni fitusýru sem heitir EPA, en nú hafa menn far- ið að veita athygli öðrum fitusýr- um í þessum flokki, eins og t.d. DHA fitusýrunni. Þar hefur pró- fessor Sigmundur staðið mjög framarlega í hópi og sýnt framá það að hún geti veitt vörn gegn hjartatitring. Það allra nýjasta í þessum fitusýrurannsóknum hef- ur verið sett fram af bandarískum vísindamanni sem heitir William Lands, en hann hefur sýnt fram- má að fitusýrurnar Omega 3 eru mjög mikilvægar gegn ýmsum ertingarsjúkdómum, s.s. liða- gigt, asma og fleiri sjúkdómum í þeim dúr. Hann hefur sýnt framá hvernig fitusýrurnar virki til að dempa þá líkamsstarfssemi sem orsakar þessa sjúkdóma. Nú virðast erlendir markaðir vera að taka við sér hvað snertir Omega 3 fitusýrurnar og ég veit til þess að stór bandarísk lyfjafyr- irtæki eru að fara að markaðs- setja þessar fitusýrur, annað hvort sem búklýsi eða sem þorskalýsi. Þessi fyrirtæki hafa talað um að verja um 6 miljónum dollara til þess að markaðssetja þessar fitusýrur. Þannig að áhug- inn á lýsi er ekki bara að aukast hér heima heldur erlendis líka. Hvernig og hversu mikið hefur neyslan á lýsi aukist í kjölfar þess- ara rannsókna? Neyslan hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Sú athyglis- verða þróun hefur átt sér stað að neyslan á lýsi yfir sumartímann hefur aukist mikið en fyrir nokkr- um árum var hún svo miklu minni yfir sumartímann en yfir vetrar- tímann. Þessi þróun stendur í beinum tengslum við niðurstöður rannsóknanna. Menn eru ekki lengur að taka lýsi einungis vegna vítamínanna, heldur einnig vegna fitusýranna. Fólk er að átta sig á því hversu alhliða hollt lýsið er en salan á lýsi hefur um fimmfaldast á síðustu 6 árum. Hversu mikið af framleiðslu Lýsis fer á utanlandsmarkað? Um 90-95% af því þorskalýsi sem framleitt er fer á utanlands- markað. Aukningin á þeim markaði hefur ekki verið eins ör og á innanlandsmarkaðinum, enda erum við ekki þeir einu sem framleiðum þorskalýsi. Auk þess þá er hér takmarkað framboð á þorskalýsi vegna þess að það fæst ekki nema í samræmi við það sem veiðist af þorski og það er ein- göngu úr þorski sem veiðist á vertíðarbátunum sem landa dag- lega. Lifrin úr togaraþorskinum er ekki nógu fersk og þess vegna er fnjög erfitt að auka við fram- boð á lifur nema að verja þá lifur sérstaklega. Við höfum reyndar tæknina sem þarf til þess að verja lifur gegn skemmdum en það er það kostnaðarsamt fyrirtæki enn- þá að markaðurinn er ekki tilbú- inn til þess að borga það verð sem þarf fyrir. Miðvikudagur 20. ágúst 1986 ÞJÓÐViLJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.