Þjóðviljinn - 20.08.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.08.1986, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Skotland Souness í 3ja leikja bann! 21 af22fékk viðbótaráminningu Graeme Souness, fram- kvæmdastjóri Glasgow Rangers og fyrirliði skoska landsliðsins, var í gær dæmdur í 3ja leikja bann af skoska knattspyrnu- sambandinu. Souness var rekinn af leikvelli fyrir gróft brot í fyrsta leik Ran- gers í úrvalsdeildinni fyrr í þess- um mánuði. Mikil slagsmál brut- ust þá út á vellinum og níu leik- menn voru bókaðir. I gær var ákveðið að 21 leikmaður af þeim 22 sem léku leikinn skyldu hljóta áminningu. Aðeins Alan Rough markvörður Hibernian slapp en hann stóð álengdar og horfði á alla hina slást. Rangers var sekt- að um 5000 pund og Hibernian um 1000 pund. -VS/Reuter Eskifjörður Fyrsta opna mótiö Golfklúbbur Eskifjarðar gengst fyrir sínu fyrsta opna móti á Byggðarholtsvelli um næstu helgi, 23. og 24. ágúst. Mótið kall- ast Opna Mazda-mótið og er haldið í tengslum við 200 ára af- mælishátíð Eskifjarðarkaupstað- ar og einnig í tilefni 10 ára afmæl- is klúbbsins. Masda-umboðið, Bflaborg hf, er bakhjarl mótsins og gefur öll verðlaun sem eru mjög glæsileg. Aukaverðlaun eru mörg, þar ber Akureyri Bjarni úrleik Bjarni Sveinbjörnsson, framherj- inn marksækni, mun ekki leika meira með Þór í 1. deildinni í knattspyrnu á þessu keppnistímabili. Hann slasaðist í leik gegn ÍBV í 5. umferðinni í sumar en var að ná sér á ný þegar krossbönd í hné gáfu sig á æfíngu fyrir skömmu. Bjarni ætlar að vera seinheppinn því sl. sumar missti hann af síðari um- ferðinni vegna meiðsla. _ys Landsleikirnir Laufey ekki með? Litlar líkur eru á að Laufey Sig- urðardóttir geti leikið með ís- lenska landsliðinu gegn Sviss ann- að kvöld og á laugardaginn. Hún meiddist á æfingu hjá IA í fyrra- dag, en Laufey leikur eins og kunnugt er með vestur-þýska 1. deildarliðinu Bergisgladbach. Þetta er áfall fyrir íslenska liðið því Laufey er ein besta og reyndasta knattspyrnukona landsins. -VS Knattspyrna Spjótkast Sigurður vanní Svíþjóð Sigurður Einarsson sigraði í sterkri og tvísýnni spjót- kastkeppni sem fram fór í Ver- nemo í Svíþjóð í fyrrakvöld. Hann kastaði 75,86 metra, sænski methafinn Dag Wennlund varð annar með 75,82 m, Reidar Lorentsen frá Noregi þriðji með 75,58 m og Einar Vilhjálmsson fjórði með 73,42 metra. -VS Frakkar töpuðu Frakkar máttu þola 2-0 tap gegn Svisslendingum í landsleik i Lausanne í gærkvöldi. Heinz Hermann og Beat Sutter gerðu mörk heimamanna. Frakkar stilltu upp aðeins fjórum fasta- mönnum úr HM-liði sínu, þeim Bats, Amoros, Battiston og Stop- yra, en þeir búa sig nú undir. leikinn hér á landi þann 10. sept- ember. -VS/Reuter Pólland hæst Mazda 323 GXL skutbíl sem veittur verður þeim sem fer holu í höggi á 5. braut. Byggðarholts- völlur er nú í mjög góðu ástandi en mikil vinna hefur verið lögð í að gera hann sem bestan fyrir mótið. Skráning fer fram í símum 97- 6294 og 97-6397 og skal vera Iok- ið fyrir kl. 20 á föstudagskvöld. Noregur Þrenna Sævars Sævar Jónsson landsliðsmiðvörður í knattspyrnu gerði sér lítið fyrir um síðustu helgi og skoraði 3 mörk þegar Brann sigraði Sunndal 5-1 í norsku 2. deildinni. Mörkin gerði Sævar á 20 mínútna kafla og breytti stöðunni úr 1-1 í 4-1. Hann er greinilega í góðri æfíngu og það lofar góðu fyrir lands- leikina í haust. Brann er með 3ja stiga forystu í 2. deild og Bjarni Sigurðsson markvörður hefur sjaldan þurft að sækja boltann í netið í sumar. -VS Katowice öflugt GKS Katowice, mótherjar Fram í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu í haust, eru áfram í efsta sæti pólsku 1. deildarinnar. Um helgina vann Katowice 2-0 útisigur á Gornik Walbrzyck og er með 6 stig eftir 3 umferðir ásamt Gornik Zabrze. Það er greinilegt að Framarar eiga í höggi við öfluga andstæðinga, en til þess hefur Katowice aldrei orð- ið pólskur meistari. -VS/Reuter Steinn Jóhannsson vann afrekið í drengjaflokki. HM/Sund Eðvarð með 5. besta tíma Áttundi í úrslitasundinu Eðvarð Þór Eðvarðsson náði Paul Kingsman, N. Sjálandi.....2:04,08 fimmta besta tímanum í 200 m Eðvarö Eðvarösson, Islandi.....2:04,22 baksundi á heimsmeistaramótinu Eins og sést á þessu er aðeins í Madríd í gær. Hann setti glæsi- einn Vestur-Evrópubúi, Hoff- legt Islandsmet í undanrásunum, meister, á undan Eðvarð. 2:03,03 mín., en hafnaði síðan í 8. sæti í sjálfu úrslitasundinu á Tvöfalt heimsmet 2:04,22 mín. Metsund hans hefði . , . , ,, . . nægt til að hljóta 5. sætið þar. _ Austur-þyska stulkan Kr.stm Gamla metið hans var 2:05,77 0t,to sett' tv?falt hein\sn}f' a mín. og árangur Eðvarðs er glæsi- n?ot'nu 1 1>aö var ' 4x100 m legur. Hannhefurskipaðséríröð skrlðsundl kvenna hun.synn þeirra fremstu i heimi í sinni fyrsta sprettmn a he.msmet.. 100 grejn metrunum, 54,73 sek, og bætti Sovétmaðurinn Igor Poliansky með Þvt6 ara 8amalt met löndu var í sérflokki í úrslitasundinu og S1,mar’Barhoru Krause. Sveit A. sigraði á 1:58,78 mín. sem er met Þyskalandssett. s.ðan he.msmet. áheimsmeistaramóti. Annarsfór sun ínu, 3.-40,57 min úrslitasundið þannig: _ Austur-Þyskaland hefur feng.ð flest gullverölaun a motinu, 8 Igor Poliansky, Sovétríkjunum.1:58,78 talsins, og 5 silfur Bandaríkin FrankBaltrusch, A.Þýskalandi.2:01,11 eru með 4 gull, 7 Sllfur og 4 brons Frank Hoffmeister, V.Þýskalandi...2:02,42 og Kanada kemur næst með 3 gull DanVeatch.Bandaríkjunum.......2:02,82 Qg 2 brons Sean Murphy, Kanada.......2:03,54 6 ' vc/d Sergei Zabolotnov, Sovétríkjunum 2:03,73 —Va/Keuter Kvennaknattspyrna ÍA vann KR Berst við Breiðablik um 2. sœtið besta ÍA á enn möguleika á 2. sætinu í 1. deild eftir 3-1 sigur á KR á KR-vellinum í gærkvöldi. ÍA og Breiðablik eru með 24 stig hvort og eiga tvo leiki eftir, og mætast í næstu viku. Leikurinn var rólegur framan- af og staðan í hálfleik 0-0. Kristín Reynisdóttir skoraði síðan fyrsta mark ÍA á 5. mínútu síðari hálf- leiks. Sæunn Sigurðardóttir bætti við marki, 0-2, á 26. mín. en ung og efnileg stúlka, Helena Ólafs- dóttir, minnkaði muninn í 1-2. Þegar 10 mín. voru eftir innnsigl- aði síðan Karítas Jónsdóttir sigur ÍA, 1-3. Úrslitin voru sanngjörn, lið í A spilaði ágætlega, KR sýndi gott spil á köflum en var með al- veg bitlausa sókn. -MHM Unglingakeppnin HSK vann 20 greinar JónA. Magnússon sigraði ífjórum í drengjaflokki HSK átti fiesta sigurvegara í Unglingakeppni Frjálsíþrótta- sambands Islands sem fram fór á Valbjarnarvelli um síðustu helgi. HSK sigraði í 20 greinum alls en keppt var í flokkum pilta, sveina drengja, telpna, meyja og stúlkna. KR átti sigurvegara í 11 grein- um, FH í 10, Ármann í 8, UMSK í 5, USAH í 3, UÍA í 2, HSH í 2 og UMFK átti 1 sigurvegara. Jón A. Magnússon, úr HSK, sigraði í flestum greinum, eða 4 í drengjaflokki. Þrjár greinar unnu Hafdís Sigurðardóttir og Fanney Sigurðardóttir, Ár- manni, Fríða Rún Þórðardóttir, UMSK, Finnbogi Gylfason, Þór- unn Unnarsdóttir og Gunnar Smith, Ármanni. Bikarverðlaun voru veitt fyrir besta afrek í hverjum flokki. Þau hlutu: Bergþór Ottósson, USAH (50,36 m í spjótkasti pilta), Finn- bogi Gylfason, FH (2:01,5 mín. í 800 m hlaupi sveina), Steinn Jó- hannsson, KR (1:58,2 mín. í 800 m hlaupi drengja), Fanney Sig- urðardóttir, Ármanni (5,47 m í langstökki telpna), Elín Jóna Traustadóttir, HSK (1,63 m í há- stökki meyja), og Hafdís Sigurð- ardóttir, Ármanni (26,4sek. Í200 m hlaupi stúlkna). -VS Handbolti Blikar ogFH Það verða Brciðablik og FH sem leika til úrslita á Sumarmóti HSÍ, meistaraflokki karla, í Digranesi í Kópavogi í kvöld. Leikurinn hefst kl. 21.15 en á undan, kl. 20, leika Fram og ÍR um 3. sætið. Breiðablik vann Gróttu 27-24 í gærkvöldi og Fram vann Hauka 26-20. Breiðablik fékk 6 stig í A- riðli, Fram 4, Haukar 2 en Grótta ekkert. FH vann ÍR 35-24 í B-riðli og fékk 4 stig, ÍR 2 en HK ekkert stig. Valsmenn mættu ekki til leiks þannig að þátttökuliðin urðu 7 í stað 8. -VS Miðvikudagur 20. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.