Þjóðviljinn - 20.08.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.08.1986, Blaðsíða 9
MENNING Myndlist Gísli Halldórss „Gísli Ragnhildar er klassískur í frakka sínum og stellingu, hreyfing í honum en þó ekki. Þá hæfir ekki síður því sem áður sagði að líkt er að styttan sé hlaðin, eins og varða, en ekki höggvin út úr steini, enda maðurinn ekki genginn í b]orgin.íé^A sem fyrr segir enn á meðal manna svo einkennileg tilfinning sem það hlýtur þó að vera fyrir hvern að mæta þeim manni sökkul- lausum á Laugaveginum sem maður kannast við af stalli í Laugardalnum. Að vísu þekki ég ekki Gísla og á því erfitt með dóm um hið sviplega í málinu, en bak- svipur hans er mér þó alltaf minnisstæður af heiðursbekkjum bernsku minnar sem hann vermdi víða þar í dalnum. Ekki sýnist mér annað en að hann geri sig vel í styttunni. Og öruggt mun vera að hún er líkari Gísla en önnur þau minnismerki sem honum hafa risið þarna í kring. Staðarval er styttu einatt mikil- vægt og jafnvel mikilvægast, en hefur ekki heppnast vel í þetta sinn. Gísli stendur í ómerkilegum en vandlega tyrfðum slakka sem Fátt er jafn tígulegt og stytta á stalli og því ávallt mikill fengur okkar borgarbúum í nýjum mönnum sem tilbúnir eru til þess að taka á sig það vissa hreyfingar- leysi sem hverri þeirri borg er nauðsynlegt sem sífellt rekur slóðir nýrra kynja. Þeir eru þeim í senn merki til minnis og áminn- ingar, hvatningar klappaðar í stein. Þeir eru vörður af brautum vanans. Og nú er hann mættur einn til viðbótar, Gísli Halldórs- son fyrrverandi forseti ÍSÍ, og gefur kost á sér til þess að verma einn af sínum eftirlætisreitum, Laugardalinn. En sem kunnugt má vera hefur þessi kunni arki- tekt einmitt staðsett þar margar af öðrum góðum hugmyndum sínum. Það er hin unga högglistakona okkar, Ragnhildur Stefánsdóttir, gengur niður af hinu lága bíla- plani á milli hallarinnar og vallar- ins og týnist því auðveldlega í bfla- og biðröðum sem myndast í kringum miðasöluskúrana þar skammt frá. Aðdragandinn að styttunni, sem endurreisnar- mönnum var svo annt um, er því enginn og hin mannlega nálægð, sem fólgin er í hæfilegri fjarlægð styttunnar við áhorfandann, því ekki eins áberandi. Það er óskiljanleg óheppni að Gísli sjálf- ur, sem allt var í öllu i skipulagi dalsins, hafi ekki gert ráð fyrir góðu torgi fyrir styttuna, en úr því sem komið var hefði líklega farið betur á að láta hana standa á toppi hinnar miklu þakhvelfingar Laugardalshallarinnar því þar er hinn eina sanna aðdraganda að finna, þó etv. hefði hann orðið afhjúpunargestum full erfiður. Einna viðkvæmastur þáttur minnisvarða er svipurinn og þá einkum munnsvipurinn. Fyrsta sem fengið hefur það véfengjan- lega verkefni að setja hinn mikla íþróttafrömuð í helgan stein, en hefur tekist að gera það án þess að fundið verði að. Ragnhildur reynir sem betur fer ekki að vera frumleg og nær því rökréttu sam- bandi og framhaldi við þá miklu hefð sem myndastyttan er. Hún skipar sér þar með á þaulsetinn bekk þeirra Sigurjóns Olafssonar og Einars Jónssonar, sem einmitt gerði sín bestu verk þegar ein- hver utanaðkomandi pressa varð til þess að hefta hið leiðigjarna hugarflug. Gísli Ragnhildar er klassískur í frakka sínum og stell- ingu, hreyfing í honum en þó ekki. Þá hæfir ekki síður því sem áður sagði að líkt er að styttan sé hlaðin, eins og varða, en ekki höggvin út úr steini, enda maður- inn ekki genginn í björgin., HALLGRÍMUR HELGASON spurningin sem vaknar í kringum styttu er sú hvort hún líkist hon- um. Eru þá kallaðir til þeir sem ennþá muna manninn, en í þessu dæmi mun samanburðurinn vera þægilegri því Gísli Halldórsson er Miðvikudagur 20. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.