Þjóðviljinn - 23.08.1986, Side 1

Þjóðviljinn - 23.08.1986, Side 1
SUNNUDAGS- BIAÐ MENNING ÍÞRÓTTIR HEIMURINN tvarp Loftbelgur, góðan dag! í gær var í fyrsta sinn utvarpað ur loftbelg yfir íslandi,- þau Kolbrun Halldórsdóttir qskrárgerðarmaður og Halldór Gestsson tæknimaöur svifu upp um tiuleytið i morgun og utvorpuðu i sifellu á rás wo rtH fóríóvænna, belgurinnstefndiáhaf utog varðþáaðlendanokkuöskyndilegaaþaki hussO. Johnsonog Kaaber. ftbelgsútvörpunin fór fram í tilefni Flugsýningarinnar. Ríkisstjórnin fjallaði um vaxta- mál lífeyrissjóðanna og Húsn- æðisstofnunar á Þingvailafundi sínum í fyrradag. Ekki hefur enn verið gert opinbert hvernig ríkis- stjórnin ætlar að leysa þetta mál, en Þjóðviljinn hefur sannfrétt hvað leið á að fara. Alexander Stefánssyni var falið að hefja samningaviðræður við lífeyris- sjóðina um hve háir vextir verða greiddir af þeim skuldabréfum, sem þeir kaupa til að fjármagna húsnæðislánakerfið. Það var sum sé ákveðið að greiða lífeyrissjóð- unum ekki sömu vexti og ríkið greiðir af skuldabréfum sem það selur á almennum markaði en það er 8%. Með þessu móti hefur Þor- Verslunarmenn Vantraust steini Pálssyni fjármálaráðherra tekist að stilla Alexander Stef- ánssyni upp við vegg í málinu. Nú á Alexander að ganga fyrir for- ráðamenn lífeyrissjóðanna og bjóða þeim lægri vexti en öðrum. Einn af forráðamönnum líf- eyrissjóðanna sagði í samtali við Þjóðviljann í gær, að með þessu væri verið að setja lífeyrissjóðina við annað borð en aðra þá er láta af hendi lánsfé til ríkissjóðs. Hann benti á að þarna væri um refskap Þorsteins Pálssonar að ræða. Hann ætlar bæði að stilla Alexander uppað vegg og einnig að láta líta svo út að það sé verka- lýðshreyfingin sem pressi vextina í landinu upp með því að neita að taka við lægri vöxtum frá ríkinu en það greiðir öðrum. Þessi sami maður sagði að búast mætti við miklum fundarhöldum hjá for- ráðamönnum lífeyrissjóðanna um þetta mál um helgina. Til þess að ríkissjóður svíki ekki gerða samninga um að nýja húsnæðislánakerfið geti tekið til starfa 1. sept. nk. ætlar fjármála- ráðherra að taka lán bæði hjá við- skiptabönkunum og eins með yfirdrætti í Seðlabankanum. Fyrir lán í viðskiptabönkunum verður ríkissjóður að greiða 7% vexti en margfalt hærri vexti fyrir yfirdráttarlán í Seðlabankanum. Á meðan á svo Alexander Stef- ánsson félagsmálaráðherra að reyna að semja við lífeyrissjóðina um mun lægri vexti af húsnæðis- stofnunarskuldabréfunum. Trúlega verða þessar framan- greindu ákvarðanir ríkisstjórnar- innar kunngerðar nú um helgina. -S.dór á forystuna Verslunarmenn á landsbyggðinni ná sam- stöðu um launakröfur. Landssambandið ekki með ídæminu. Magnús Gíslason: Forystan má sigla sinn sjó. Steini Þorvaldsson: Eigum ekki samleið með landssambandinu Verslunarmenn á landsbyggð- inni hafa lengi verið óánægðir og það ekki að ástæðulausu. Þetta sem við erum að gera núna er auðvitað í raun og veru vantraust á stjórn LÍV, en mín skoðun er sú að hún geti bara siglt sinn sjó. Okkar krafa er að launamismun- ur milli landsbyggðarfólksins og þeirra á höfuðborgarsvæðinu verði leiðréttur, sagði Magnús Gíslason formaður Verslunar- mannafélags Suðurnesja í samtali við Þjóðviljann í gær. Fjölmörg verslunarmannafé- Lœknavísindin Hrotuhætta Læknar í Bandaríkjunum hafa komist að því að hrotur séu ekki aðeins hvimleiðar heldur beinlín- is hættulegar sjálfum hrjótendun- um. Fylgni virðist milli hrotgleði og hás blóðþrýstings á ungum aldri. Að auki er algengt að hrjótendur glaðvakni þegar hrota nær há- marki með því að stöðva andar- drátt. Komi þetta oft fyrir hrot- gjarnt fólk verður það þreytt á daginn og úrillt, og er hætt við h j artasj úkdómum. Hrotulæknar í Fíladelfíu í Bandaríkjunum ráðleggja hrjót- endum líkamsrækt, hóf við áfengisdrykkju og að hækka höfðalagið. Um 20% karla hrjóta um tví- tugt og 60% um sextugt. Konur hrjóta minna, aðeins 5% tvítugra kvenna en um 40% sextugra kvenna. -m/reuter lög af landsbyggðinni funduðu um síðustu helgi og kom þar fram mikil óánægja með þennan launamismun, sem að sögn Magnúsar stafar af geysilegum yfirborgunum á höfuðborgar- svæðinu. Ekki hefur enn verið komið á formlegu samstarfi þess- ara félaga, en það kemur í ljós eftir mánaðamót hvort af því verður. Krafa þessa fólks er sú að lágmarkslaun verslunarfólks á landsbyggðinni verði 30 þúsund krónur að sögn Magnúsar. Magnús var ómyrkur í máli í garð forystu og einkum formanns Landssambands íslenskra versl- unarmanna, Björn Þórhalls- sonar, sem jafnframt er varafor- seti ASÍ. Magnús sagði ljóst að félögin myndu ekki veita lands- sambandsstjórninni umboð til þess að semja um þessar kröfur, enda væri landsbyggðarfólkinu betur borgið án forystunnar. „Það er hægt að greiða okkar fólki hærri laun, ekki síður en Reykvíkingum, en það er eins og forystan sé sammála VSÍ um hið gagnstæða,“ sagði Magnús. Mikillar óánægj u gætir víða um landið vegna sterkrar stöðu VR í landssambandinu, sem hefur mikinn meirihluta á t.d. þingum sambandsins. Steini Þorvaldsson formaður Verslunarmannafélags Árnes- sýslu sagði í gær að biðlund fólks væri á þrotum. „Við höfum ekki mætt nægilegum skilningi á okkar málum hjá landssambandinu og ekki fengið þaðan stuðning, þannig að í þessu máli eigum við ekki samleið með því.“ Ekki tókst að ná í Björn Þór- hallsson í gær. Húsnœðismálakerfið Alexander uppað vegg Ríkistjórnin œtlar að leysa vandamálin með þeim hœtti að láta félagsmálaráðherra semja við lífeyrissjóðina um vexti af skuldabréfum Húsnæðisstofnunar. Fjármálaráðherra œtlarekki að greiða sjóðunum sömu vexti og hann greiðirþeim sem kaupa venjulega skuldabréf ríkissjóðs. Málið gœtifarið í hnút vegna þessa

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.