Þjóðviljinn - 23.08.1986, Page 2

Þjóðviljinn - 23.08.1986, Page 2
FRÉTTIR Fiskiskipaflotinn Endumýjun aðkallandi Haraldur Sturlaugsson útgerðarmaður: Ekki endalaust hcegt að gera gömul skip upp. Hœtt við að endurnýjun komi yfir eins og holskefla. Pólverjar vilja kaupa síld fyrir skip Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu tilbúnir til að kaupa af okkur síld, sem nú virðist illseljanleg, gegn því að þeir smíði fiskiskip fyrir okkur í staðinn. Þetta er athyglisvert mál, vegna þess að íslenski fiskiskipastóllinn er orðinn mjög gamall og þarfn- ast endurnýjunar að miklu leyti. Sem dæmi um meðalaldur ís- lenskra fiskiskipa má nefna að hann er 12,2 ár á skipum af stærðinni 300-499 brúttólestir, 15 ár á skipum stærri en 500 br. lestir og 28,4 ár á skipum 50-90 br. lestir og 19,3 ár á skipum 25- 49 br. lestir. „Það liggur alveg ljóst fyrir að endurnýjun fiskiskipanna er mjög aðkallandi mál. Menn hafa lengi verið að lappa uppá gamla báta og það er auðvitað ekki hægt endalaust. Nú, við sjáum hvað er að gerast með togarana, til að mynda þá japönsku. Það er verið að gera þá upp frá grunni, eigin- lega er allt nýtt nema skrokkur- inn. Og á meðan innlendum skip- asmíðastöðvum er ekki gert kleift að keppa við niðurgreiddar skipasmíðar í nágrannalöndun- um, þá er það ljóst að endurnýj- unin mun skella yfir eins og hol- skefla og að nær öllu leyti fara fram erlendis,“ sagði Haraldur Sturlaugsson útgerðarmaður á Akranesi. Hann hefur fylgst grannt með þessum málum lengi. Haraldur nefndi sem dæmi um óæskilegar holskeflur í þessum málum að á sínum tíma hefði all- ur togarafloti landsmanna verið endurnýjaður á mjög stuttum tíma. Það sama gerðist með loðn- uskipaflotann fyrir fáeinum árum. Nú er alveg að koma að flota minni báta, sem er ekkert smáræði, og að auki má benda á að obbinn af togurum lands- manna er frá árunum 1970-1975 og þeirra tími er alveg að koma. -S.dór Garðastrœti Jörðin gleypir bílana Bílageymslur undir íbúðum aldraðra í Grjótaþorpinu. Endanlegt leyfi ekkifengið Þeir sem leið hafa átt um Garð- astræti hafa cflaust furðað sig á framkvæmdum þeim sem þar eiga sér stað og þeim djúpa grunni sem grafínn hefur verið. Það upplýsist þessvegna að þarna munu eiga að rísa íbúðir fyrir aldraða og undir þeim verða tveggja hæða bílageymslur ofan í jörðu. Að sögn Gunnars Sigurðs- sonar byggingafulltrúa hefur endanlegt samþykki fyrir bygg- íngunm ekki verið gefið ennþá, en samkvæmt teikningum er hæðin miðuð við hæð húsa í Garðastræti og er farið eftir deili- skipulagi sem Hjörleifur Stefáns- son gerði fyrir Grjótaþorpið á sínum tíma. Hjörleifur teiknaði einnig húsið sem verður á þremur hæðum með háu risi. Við hlið dvalarheimilisins mun Gerpir sf. í samvinnu við Asgeir Bjarnason síðan byggja þriggja hæða íbúðarhúsnæði og að sögn Gunnars Rósinkranz bygginga- verkfræðings mun borgin hafa ráðist í framkvæmdir og spreng- ingar strax til þess að fram- kvæmdir Gerpis geti farið að hefjast. íbúðarhúsnæði Gerpis sf. á að verða tilbúið í ágúst á næsta ári að sögn Gunnars Rós- inkranz, en væntanlega verður byrjað að steypa grunn fyrir bíl- ageymslurnar í haust. Voldugur Dabbi vinur lista- manna. Launar þeim sem launa ber lætur hina bjarga sér Eskifjörður 200 ára Glæsileg hátlðarhöld Heimsókn forsetans laukígcer. Opinberri heimsókn forseta ís- lands, Vigdísar Finnbogadóttur, til Eskifjarðar lauk í gær kl. 16. Þá kvöddu fyrirmenn staðarins Vigdísi á Egilsstaðaflugvelli. Heimsókn forsetans þótti takasl með ágætum. „Þegar maður stendur i slagnum miðjum hefur maðui ekki alltaf sem besta yfirsýn yfii gang mála, þó held ég að óhætt sé að fullyrða að fram til þessa haf allt gengið mjög vel. Það hefui fjöldi manns unnið mikið 0£ óeigingjarnt starf svo hátíðar- höldin mættu takast sem best,‘ sagði Hrafnkell A. Jónsson bæj arstjóri. f gær var opnaður mikill úti markaður á Eskifirði, og síðdegii höfðu safnast þar saman nokkui hundruð manns í hátíðarskapi Útvarpsstöð hefur verið rekir þessa viku og gefið út dagblað Hátíðinni lýkur með dansleik kvöld utan hvað golfmóti sen hefst í dag lýkur á morgun. „Voldugir drottins veðurengl ar fj órir“ hafa séð til þess að veðr ið hefur verið uppá það besta af mælisvikuna og var svo enn í gær -S.dó ÚTSALA Dæmi um okkar útsöiuverð Herrabuxur 650 kr Dömubuxur 650 kr Barnabuxur 550 kr Barnabolir 295 kr Barnapeysur 350 kr Jogginggallar 750 kr Daglega bætast við nýjar vörur á útsöluna. DOMUS KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS Jafnteflisleg biðskák Tíunda skákin í heimsmeist- araeinvíginu var tefld í gær. Að þessu sinni stýrði Kasparoff hvítu mönnunum og kom upp Drottn- ingarbragð. Kapoff valdi leið sem hann notaði í 23. skákinni í ein- víginu í fyrra en þá fékk hann heldur lakara tafl. Nú breytti hann út af og samkvæmt frétta- skeytum tók Kasparoff þá að hugsa stíft. Hann fékk þó frjáls- legri stöðu en með stöðugum upp- skiptum kom Karpoff í veg fyrir að hann næði að skapa sér færi. Skákin fór í bið eftir 43 leiki og verður tefld áfram í dag ef meistararnir verða ekki búnir að semja um jafntefli áður. Hvítt: Kasparoff Svart: Karpoff. 1. d4-d5 2. c4-e6 3. Rc3-Be7 4. Rf3-Rf6 5. Bg5-h6 6. Bxf6 - Bxf6 7. e3-0-0 8. Hcl-c6 9. Bd3-Rd7 10. 0-0-dxc4 11. Bxc4-e5 12. h3-exd4 13. exd4-c5 Fram að þessu hefur verið leikið eins og í 23. skákinni í ein- víginu'í fyrra en þar hafði Karpoff einnig svart og lék hér 13. ... Rb6. Eftir 14. Bb3 He8 15. Hel Bf5 fékk hvítur heldur betri stöðu. Skákinni lyktaði þó með jafntefli. Hér hefur leikurinn 13. ... He8 ekki verið talinn góður því vald er tekið af f7-peðinu sem hvíti kóngsbiskupinn miðar á. Eftir 14. Db3 He7 fékk svartur þó góða stöðu í skákinni. Yrjölá - Björgvin Jónsson á Reykjavík- urmótinu í vetur. 14. Bb3-cxd4 15. Rd5-b6 16. Rxd4-Bxd4 Hvítu riddararnir voru orðnir ógnandi svo Karpoff ákveður að fækka þeim. 17. Dxd4 - Rc5 18. Bc4 - Bb7 19. Hf-dl - Hc8 8 •m 7 ii 1 11« 6 A w 5 i mt 4 ÉM 3 <] 2 A A AA 1 Hvíta staðan er falleg en staða svarts er veikleikalaus og hann einfaldar taflið þannig að hvíti gefst ekki færi á að koma sér í sóknarstellingar. 20. Dg4 - Bxd5 22. Hc-dl - De4 21. Hxd5 - De7 Þvingar fram drottningakaup enda var hvítur farinn að hóta b4 (Re6) og Hd7 en þá vofa margs konar hremmingar yfir svarti á sjöundu reitaröðinni. 23. Dxe4 - Rxe4 25. Bxc8 - Rxd5 24. Ba6 - Rf6 26. Ba6 - Rf6 Hvítur hefur aðeins betra tafl því biskup er betri en riddari í stöðum af þessu tagi, einnig á kóngur hans greiðari leið fram á borðið en sá svarti. Hvítur opnar nú kónginum leiðina fram og undirbýr hugsanlega peðafram- rás á kóngsvæng. 27. f4 - He8 32. Ke4 - Ke7 28. Kf2 - Kf8 33. Bc4 - Rc7 29. KO - He7 30. Hd8+ - He8 31. Hxe8+ - Rxe8 Svartur má ekki hleypa hvíta kónginum til d5 því þá stendur drottningarvængurinn opinn fyrir honum. 34. Ke5 - f6+ 39- K86 ~ Kf8 35. Kf5 - Re8 40- Kf5 - Ke7 36. Ke4 - Rc7 41 • Ke4 ~ Kd6 37. h4 - Kd6 42- 84 ~ Ke7 38. Kf5 - Ke7 43- b4 “ Kd6 Hér fór skákin í bið. Hvítur kemst hvergi í gegn því riddarinn valdar alla hvítu reitina drottn- ingarmegin og kóngurinn sér um kóngsvænginn. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.