Þjóðviljinn - 23.08.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.08.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Verðbólgan og ríkisstjómin Málsvarar ríkisstjórnarinnar klifa á því í síbylju aö fyrir djúpa stjórnvisku hafi henni tekist að lækka verðbólgu í landinu. Þetta er heldur hláleg staðhæf- ing. Staðreyndin er sú, að hið eina sem ríkisstjórnin hefur gert til að skerða verðbólguna var að skerða kjörin hjáfólkinu í landinu-um heilanfjórðung! Fram til þessa hefur hana ennþá brostið kjark til að vega að hinum raunverulegu rótum verðbólguvandans. Hið eina sem hún gerði var að greiða niður vandann með fjármunum sem hún ruplaði úr vösum almenn- ings. Verðbólguhraðinn var rúm 60 prósent á árunum 1980-1983. Gengisfelling krónunnar í janúar 1983 og hratt gengissig í kjölfar hennar efldi mjög gang- virki verðbólguvélarinnar, en þó hefði bólgan að óbreyttu hjaðnað þegar leið á árið. Núverandi ríkis- stjórn tók svo við í maí 1983. Hennar fyrsta verk var að skerða kjör almennings um 25 prósent og það var hennar eina framlag til að minnka verðbólguna, sem í kjölfar kjararánsins fór niður í 30 til 40 prósent og var á því bili fram til þessa árs. Ríkisstjórnin lækkaði því verðbólguna úr 60 til 70 prósentum niður í 30 til 40 prósent með því afleita bragði að skerða kaupmátt launafólks um fjórðung. í rauninni ýttu aðrir þættir í efnahagsstefnu stjórnar- innar á árunum 1983 til 1985 meira að segja fremur undir verðbólguna en hitt. Þannig voru verðhækkan- ir á opinberri þjónustu mjög miklar, hún dró úr að- haldi að verðlagningu fyrirtækjanna og jafnframt var gengi krónunnar fellt langt umfram mun innlendrar og erlendrar verðbólgu. Það er því fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin hafi lagt grunn að varanlegri lækkun verðbólgunnar umfram það sem fólst í kjara- skerðingunni. Jafn fráleitt er að halda því fram að lækkun verð- bólgunnar á þessu ári niður undir tíu prósent sé stjórnvaldsaðgerðum að þakka. Þá þróun ber alfarið að þakka hagstæðum ytri skilyrðum, - ríkisstjórn íslands átti þar ekkert frumkvæði. Hagstæð ytri skilyrði ásamt mjög grimmúðlegri kjaraskerðingu í upphafi valdaskeiðs ríkisstjórnar- innar eru því orsakir þess að verðbólgan hefur hjaðnað. Ríkisstjórnin hefur ekkert lagt til þeirrar þróunar, rætur verðbólguvandans eru enn jafn djúp- ar og áður. Það sést ef til vill best á því, að undir árslok verður verðbólgan í besta falli við tíu prósent- in, meðan hún er um eða undir þremur prósentum í nágrannalöndunum. -ÖS Ragnhildur snupruð Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra hefur nú ákveðið að taka á ný upp skylduaðild náms- manna erlendis að Sambandi íslenskra námsmanna erlendis og að Bandalagi íslenskra sérskólanema. Þessum samtökum er slík skylduaðild mikil nauð- syn. Þau annast hagsmunabaráttu námsmanna- hópa sem víða dreifast, í öðru tilvikinu um fjölmarga og misstóra íslenska sérskóla, í hinu tilvikinu um hálfan hnöttinn, - og eigi slík samtök að geta sinnt hlutverki sínu þurfa þau að hafa traustan fjárhags- grunn. Svokölluð skylduaðild að samtökum náms- manna er að auki jafn eðlileg og hin skipulega aðild að stéttarfélögunum, sem var eitt af fyrstu baráttu- málum verkalýðshreyfingar hér á landi. Það var Vilhjálmur Hjálmarsson sem á sínum tíma í ráðherrastól féllst á rök SÍNE-manna fyrir aðild allra námsmanna erlendis að einum samtökum, - og mun Vilhjálmur við þá ákvörðun hafa horft til Stétt- arsambands bænda. Ragnhildur Helgadóttir sem var menntamálaráð- herra á undan Sverri ákvað hinsvegar snemma a sinni ráðherratíð að afnema þau ákvæði sem hér að lúta. Samtök námsmanna mótmæltu, og töldu að með ákvörðun sinni væri Ragnhildur að reyna að veikja námsmannahreyfinguna til að eiga hægara með niðurskurðaráform sín í lánamálum og öðrum menntamálum. Þau samtök námsmanna sem urðu fyrir barðinu á Ragnhildi reyndust nógu sterk til að standa af sér hríðina, og ákvörðun Sverris nú er í rauninni viður- kenning á þeim styrk. Það á vel við að Sverrir skuli láta fylgja þessari ákvörðun þá sendingu til fyrirrennara síns að það sé misskilningur hjá mönnum að það sé best að halda félögum sem þessum í sem mestri fjárþröng þó að menn fallist ekki á stefnu þeirra eða málflutning. Sverrir skilur ákvarðanir Ragnhildar á sínum tíma sama skilningi og námsmenn, - og snuprar hana fyrir. -m | LJÖSOPIÐ Mynd: Einar Ól. DJODVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs- dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, Sigur- dórSigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, VíðirSigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir. Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Simvarsia: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverö á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.