Þjóðviljinn - 23.08.1986, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 23.08.1986, Qupperneq 6
Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Innritun nýnema í öldungadeild veröur mánudag- inn 25. og þriðjudaginn 26. ágúst kl. 16-19. Skólagjald er 3.400 kr. auk 500 kr. staðfesting- argjalds. Athugið að enginn getur hafið nám í öldungadeild nema þessi gjöld séu greidd. Aðrir nemendur öldungadeildar fá afhentar stundatöflur á sama tíma gegn greiðslu skóla- gjalds. Stöðupróf verða sem hér segir: franska, þýska og spænska þriðjudaginn 26. ág- úst kl. 18.00, enska miðvikudaginn 27. ágúst kl. 18.00, danska fimmtudaginn 28. ágúst kl. 18.00. Kennarafundur verður föstudaginn 29. ágúst kl. 10.00. Skólinn verður settur laugardaginn 30. ágúst kl. 14.30. Nýnemar í dagskóla eru boðaðir til fundar með umsjónarkennara sama dag kl. 13. Stundatöflur í dagskóla verða afhentar gegn greiðslu 1400 króna skráningargjalds mánudag- inn 1. september kl. 10.00. Kennsla hefst skv. stundaskrá mánudaginn 1. september í öldungadeild, en þriðjudaginn 2. september í dagskóla. Rektor Auglýsið í Þjóðviljanum FJÖLBRAUTASKÓUNN BREIÐHOUI Austurbergi 5 109Reykjavík ísland sími756 0Q Frá fjölbrautaskólanum í Breiðholti Innritun í Öldungadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti fer fram dagana 27., 28. og 29. ágúst í húsakynnum stofnunarinnar við Austurberg kl. 18.00-21.00. Greiða á gjöld jafnhliða því sem nemendur velja námsáfanga. Mat á fyrra námi svo og sérstök námsráðgjöf er veitt innritunardagana. Þar sem tölvuvinnsla fer fram á námsferli allra nemenda Öldungadeildar eru þeir hvattir til að hafa fæðing- arnúmer sín tiltæk við innritun. Sími skólans er 75600. Dagskóli F.B. verður settur í Bústaðakirkju mið- vikudaginn 3. september kl. 10.00 árdegis. Allir nýnemar eiga að koma á skólasetninguna. Allir nemendur dagskólans fá afhentar stundaskrár fimmtudaginn 4. september kl. 9.00-14.00 og eiga þá að standa skil á gjöldum. Kennarar F.B. eru boðaðir á almennan kennara- fund mánudaginn 1. september og hefst fundur- inn kl. 9.00 árdegis. Skólameistari. Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Eyjólfs J. Einarssonar vélstjóra, Miðtúni 17 fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 26. ágúst kl. 10.30. Guðrún Árnadóttir Karl Eyjólfsson Sigrún Einarsdóttir Elín Eyjólfsdóttir Magnús Lórenzson Einar Eyjólfsson Bergþóra Lövdahl Ásgerður Eyjólfsd. Melkersson Hans Melkersson Jónína Eyjólfsdóttir Hannes Ólafsson Árni S. Vilhjálmsson Helga Magnúsdóttir og barnabörn. BorgarfuHtrúamir og messumar Olafur Skúlason dómprófastur skrifar Það er ævinlega mikils virði, þegarsamstaða ríkir. Fjölskyldur njóta þess, en gjalda, ef skortir. Það er þá einnig í hinni stækkuðu mynd fjölskyldunnar einstaklega ánægjulegt, þegar þess virðist notið af öllum, sem fram fer og almenn þátttaka sannar. Þannig varð með afmælishátíð Reykjavíkur. Ég hef engan hitt, sem ekki var innilega ánægður með það, hvernig til tókst og að var staðið. Og slík var samstað- an, að rígur hvarf milli lands- byggðarinnar og hinnar einu borgar, svo að utanbæjarmenn nutu hátíðarinnar ekkert síður en Reykvíkingar, bæði með því að streyma til borgarinnar og í gegn- um fjölmiðla, sem ræktu hlutverk sitt frábærlega vel. En vitanlega ætti það ekki að korna á óvart, þótt farið sé að slá á aðra strengi. Við eigum ekki öll auðvelt með það að láta gleðina ríkja ótrufl- aða. Og auðvitað er alltaf hægt að finna eitthvað til þess að kvarta yfir og finna að. Það er að segja fyrir þá, sem slíkt vilja stunda. Og ég sá mér til leiðinda í Þjóð- viljanum í dag, 20. ágúst, að nú er verið að finna að hátíðarmessun- um á sunnudaginn var. Vil ég leyfa mér að koma með athuga- semdir við þá umfjöllun, bæði af því að mín er þar sérstaklega get- ið og vitnað til orða, sem sögð eru höfð eftir mér, og einnig vegna þess, að ég bar ábyrgð á undir- búningi og tilhögun þessa þáttar hátíðarinnar. Á fundi með fulltrúum undir- búningsnefndarinnar, þar sem rætt var um þátt kirkjunnar í borginni í afmælishaldinu, lagði ég áherslu á það að messur væru sungnar í öllum kirkjum borgar- innar og messustöðum öðrum og tækju þá kjörnir fulltrúar borgar- búa virkan þátt í þeim messu- flutningi. En að auki skyldi sér- stök hátíðarmessa flutt í Dóm- kirkjunni síðdegis. Voru þessar tillögur mínar samþykktar. Næst fékk ég upplýsingar á borgar- skrifstofunni um nöfn og heimil- isföng borgar- og varaborgarfull- trúa. Átti síðan fund með pre- stunum og sagði þeim frá því, hverjir ættu heima innan sóknar- marka hvers um sig. í tveimur sóknum reyndust fulltrúarnir fimm í hvorri en í einni var enginn borgarfulltrúi eða varaborgarf- ulltrúi. Síðan ræddu prestarnir við viðkomandi borgarfulltrúa og skipulögðu messurnar að öðru Ólafur Skúlason dómprófastur. leyti. Tókust þær að öllu leyti mjög vel og var mér það sérstök ánægja, þegar fulltrúi gesta ann- arra byggðarlaga lýsti því yfir í skilnaðarræðu að þessi þáttur hátíðarinnar hefði verið hvað ánægjulegastur og yrði um leið eftirminnilegastur. ,A ðflokksleg sjónarmið hafi ráðið vali borgarfulltrúa vísa ég algjörlega á bug. En vitanlega er það svo um stjórnmálamenn sem aðra, að þeir sinna safnaðarstörfum misjafnlega og sjást misjafnlega oft í kirkju. Hygg ég enginn lái presti, þótt hann freistist frekar til að bjóða þeim borgarfulltrúa stólinn, sem hann hefur reynt að jákvœðri afstöðu til kirkju og safnaðarstarfs. “ En vitanlega hlaut að fara svo að það voru ekki allir borgar- eða varaborgarfulltrúar tilbúnir til þess að ganga fram fyrir söfnuð við guðsþjónustu og dænti var þess að sú skýring fylgdi að það samrýmdist ekki lífsskoðun við- komandi. Gekk það þá vitanlega ekki lengra og átti að vera mál viðkomandi einna. Á fundinum með prestunum ræddum við ekki um verkaskiptingu, en skal þó taka fram, að ég sagðist vart telja borgarstjóra hafa tíma til þess að undirbúa prédikun í viðbót við allar þær ræður, sem hann hlyti að verða að semja. Þeim mun meiri var ánægjan, þegar ég frétti að Davíð Oddsson hefði tekið beiðni séra Franks M. Halldórs- sonar, sóknarprests í Neskirkju einstaklega ljúfmannlega og fall- ist á tilmæli hans um að stíga í stólinn. En að Davíð eða Sjálfstæðis- flokkurinn hafi haft afskipti af þessu máli, er svo langsótt, að ég á bágt nteð að skilja þá hugsun, sem liggur þar að baki. En vitan- lega bar meir á fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins í messunum en annarra flokka. Þeir eru fleiri og ber þess einnig að geta að ekki vildu allir ljá máls á þessari þátt- töku eins og fyrr getur. Og sums staðar áttu engir aðrir flokkar fulltrúa innan sóknarmarkanna. Svo reyndist í þeim söfnuði sem ég þjóna, Bústaðasöfnuði og vil ég taka það fram vegna orðalags í tilvitnaðri grein Þjóðviljans, að þeir þrír borgarfulltrúar unnu sín verk einstaklega vel og var sómi að. Að flokksleg sjónarmið hafi ráðið vali borgarfulltrúa vísa ég algjörlega á bug. En vitanlega er það svo um stjórnmálamenn sem aðra, að þeir sinna safnaðarstörf- um misjafnlega og sjást misjafn- lega oft í kirkju. Hygg ég enginn lái presti, þótt hann freistist frek- ar til þess að bjóða þeim borgar- fulltrúa stólinn, sem hann hefur reynt að jákvæðri afstöðu til kirkju- og safnaðarstarfs. Og vit- anlega fylgjast prestar með at- kvæðagreiðslum í borgarstjórn sem á Alþingi, þegar um kirkju- mál er fjallað. Ég harma það, að þessi þátt- taka hinna kjörnu fulltrúa borg- arinnar í messuflutningi skuli fá nokkuð annað en jákvætt þakk- læti svo mikils virði finnst mér það. Og ég tek undir það með fulltrúa annarra sveitarfélaga að þetta var ekki sísti þáttur hátíðar- innar, já, miklu frekar í mínum augum hápunkturinn og mótaði þannig framhald. Leyfi ég mér að þakka þessa þátttöku og vera má að títtnefnd grein og greinar í Þjóðviljanum sýni, að kirkjan hefur áhrif og verður þá meir tekið tillit til hennar en verið hef- ur, jafnvel svo að velviljað fólk sitji ekki álengdar fjær, heldur muni sunnudaginn og söfnuð sinn. Ólafur Skúlason, dómprófastur. Búsýsla Betri kartöflur! Agnar Guðnason yfirmats- maður garðávaxta segir alltof mikil brögð að því að kartöfiur á markaði hafi orði fyrir verulegu hnjaski hjá bændum, afurða- stöðvum eða heildsölum, og á þeim tíma sem nú stendur yfir þegar verið er að taka upp hálf- þroskaðar kartöflur er mest hætta á að þær skemmist. Agnar hefur þessvegna sent út sérstakar leiðbeiningar um með- ferðina á blessuðum jarðeplun- um, — og okkur sýnist að þær séu einnig fróðlegar fyrir neytendur: Eftirfarandi œttu bœndurað hafa í huga við upptöku á „sumarkartöflum “ 1. Taka upp með handverkfærum. 2. Hefja ekki upptöku að morgni fyrr en lofthiti er að minnsta kosti 5° C ef kostur er. 3. Taka kartöflurnar upp í þurru. 4. Ef jarðvegur er viðloðandi á kart- öflunum, þá þarf að skola hann af. en þurrka kartöflurnar strax að loknum þvotti t.d. í gisnum poka. 5. Forðast að láta sólina skína á kartöflurnar eftir upptöku. 6. Senda aðeins þurrar og hreinar kartöflur á markaðinn. Afurðastöðvar og heildsalar þurfa að gœta að eftirfarandi: 1. Sleppa þvotti á sumarkartöflum. 2. Taka sem minnst í geymslu, helst ekki hafa í geymslu meira af kart- öflum en sem nemur 3ja-4ra daga sölu. 3. Forðast hnjask á kartöflunum við pökkun. 4. Forðast að láta kartöflurnar standa í mikilli birtu. Þeirsem annast smásöludreifingu þurfa að athuga eftirfarandi: 1. Takið ekki meira en sem nemur tveggja daga sölu í einu. 2. Forðist að láta kartöflurnar vera í mikilli birtu. 3. Reynið að velja kaldan stað í versl- uninni t.d. við útidyr. 4. Þar sem kartöflur eru seldar í lausu, tínið þá reglulega úr skemmdar kartöflur og smælki. Neytendur eiga rétt á að fá góðar, nýjar kartöflur, en ekki kartöflur eins og því miður eru of algengar á markaðnum. Þær virð- ast vera gamlar, hýðið er fast og svo dökknar það við suðu. Það verður að fara sérstaklega varlega með kartöflur á þessum tíma ef þær eiga að geta komist í potta neytenda óskemmdar. Hýðið flagnar ekki af nýjum kart- öfíum nema þær verði fyrir hnjaski. Það er ekki vandamál hjá mörgum framleiðendum að skila fyrsta flokks vöru, en þeir eru of margir sem virðast ekki hafa mikinn áhuga að framleiða fyrsta flokks kartöflur. Á þessum tíma ættu ekki að heyrast kvartanir yfir útlitsljótum og bragðvondum kartöflum. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.