Þjóðviljinn - 23.08.1986, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 23.08.1986, Qupperneq 7
DJOÐVIUINN Leiklist/Bókmenntir Ljóskastarar að lífinu segir Sigurður A. Magnússon um forngrísku harmleikina en hann er nýkominn af alþjóðlegu þingi um þá í Grikkiandi SiguröurA. Magnússonerný- kominn af alþjóðlegri ráö- stefnu um forngríska harm- leiki sem haldin var í Delfí í Grikklandi. Þarhittistfræði- og leikhúsfólkfráflestum löndum og báru saman sínar bækurum þennan merkasta bókmenntaarfvaröveittan. Við báðum Sigurð að segja okkur nánarfrá þessu þingi: „Það er nú fyrst að segja frá því að Grikkir hafa búið til eins kon- ar evrópska menningarmiðstöð í Delfí og hafa starfrækt hana í svona tíu ár. Þeirra stefna er sú að gera Delfí að samskonar tákni fyrir menningu og Olympia er fyrir íþróttirnar. Einn liður í þessu er að halda alþjóðlega ráð- stefnu um forngríska harmleiki á hverju ári og var hún nú haldin í annað sinn. Auk þess stefna þeir að því að halda ráðstefnur um nútímabókmenntir og nútíma- leihús og árlega halda þeir ljóðl- istarhátíð. Menningarmiðstöðin í Delfí er rekin af Grikkjum í sam- vinnu við Unesco, sem tekur ein- hvern þátt í kostnaði. Rifrildi Grikkja Meginefni þessa þings var um vandann að túlka forna harmleiki í nútímanum. Hvernig þeim verði best komið til skila í því nútíma- þjóðfélagi sem við þekkjum. Menn töluðu mikið um alls kyns tæknileg atriði, hvernig beita ætti röddinni, hvernig fara ætti að því að láta bundið mál hljóma eðli- lega í leikhúsi, gera textann skiljanlegan, og líkamshreyfing- ar og mikið var talað um grímur, svo eitthvað af umræðuefnum þingsins sé nefnt. Það var unnið í svokölluðum vinnuhópum og yfir þeim var Eugenio Barba, ítalskur leik- stjóri sem margir þekkja sem einn af aðalmönnum Odin leikhússins í Danmörku. Hann stýrði þessu af röggsemi. En þarna var samankomið fólk úr flestum heimsálfum og erindin voru hvert öðru fróðlegra. Grikkir voru í meirihluta á þing- inu, ríflega helmingur þátttak- enda og það kom vel í ljós hvað þeir eru líkir okkur íslendingum. Þeir skiptust í tvo andstæða hópa og varð mikið rifrildi milli þeirra. Þetta er má segja tveir skólar í grísku leikhúsi. Annar vill fara hina hefðbundnu leið í uppsetn- ingu á hinum fornu harmleikjum, en hinn skólinn vill brjóta upp þetta form og setja þá upp á allt annan hátt. Úr þesu urðu mikil átök á þinginu og við útlending- arnir urðum hálf utangátta þegar þetta stóð sem hæst. Vorum dá- lítið hissa á þessu, sérstaklega á því hve menn rifust af mikilli ást- ríðu. Það var greinilegt að mönnum var þetta kært og mikið hjartans mál. Kannski hefur mestum tíðind- um sætt á þessari hátíð þær leiksýningar sem sýndar voru í tengslum við hana. Leiksýning- arnar fóru fram á einum best varðveitta íþróttavelli í Grikk- landi. Japanir voru þarna með mjög magnaða sýningu sem hét Klýtemnestra. Það var nútíma- verk skrifað eftir verkum Aiskýl- osar og Evrípídesar um þessa konu Agamemnons konungs. Höfundurinn sem er japanskur, Tadashi Suzuki, sviðsetur það í Japan dagsins í dag. Þetta verk olli miklum deiium á þinginu, af því tagi sem ég var að lýsa að framan. Menn deildu um hversu langt ætti að ganga í að staðfæra þessi fornu verk. En ég held að enginn hafi samt verið ósnortinn eftir að hafa horft á þessa sýningu Japana. Kínverskur Ödipus Kínverjar sýndu Ödipus kon- ung. Þetta voru nýútskrifaðir leikarar og dálítið skólaleg sýn- ing, en einlæg og mikið í hana lagt með grímum og búningum sem vöktu athygli og í heild fékk þessi sýning góðar undirtektir. Leikhópur frá Aþenu sýndi Bakkynjurnar eftir Evrípídes í uppsetningu ungs Grikkja. Þessi sýning var dálítið í hippastíl, mikið hreyfingar og rythmi fyrst og fremst. Textinn hins vegar hvarf að mestu og urðu miklar deilur um þetta. Mjög margir voru óánægðir. Annar leikhópur frá Aþenu sýndi gamanleik eftir Aristofanes sem gerði gríðarlega lukku. Og flestir töluðu um að sú sýning hefði verið toppurinn á hátíðinni. Auk þessara sýninga sýndi leik- flokkur frá Kýpur Ödipus kon- Úr sýningu Japana á Klýtemnestru Sigurður A. - „Harmleikirnir eru yfirgripsmesta bókmenntaform sem til er“. ung, sen hana sá ég ekki, var far- inn þegar sú sýning var.“ - Um hvað var þitt erindi á þinginu? „Ég talaði frá sjónarmiði gagnrýnanda og leikritahöfund- ar. Ég var svona að velta því upp hvers konar fyrirbæri harm- leikirnir væru. Ég lagði mikla áherslu á trúarlegan uppruna þessara verka, sem ég tel skipta miklu máli því þar er fólgin ein skýring á því hvernig þessir leikir fjalla um mikilvægustu mál mannsandans eins og þeir gera og hafa verið mönnum eins og Freud og flestum mestu hugsuðum sög- unnar mikil uppsprettulind. Harmleikirnir eiga upptök sín í goðsögunum, spretta upp úr trúarlegum jarðvegi. Byrja á dansi og trúarhátíðum, en seinna túikaðir í orðum og þetta rennur saman. Ég fjallaði líka dálítið um þró- unina, hvernig einstaklingarnir stækka smám saman og hlutverk þeirra stækkar gagnvart kórnum. Einnig um tragíska bresti hetju. Það hefur oft verið talað um að einhver einn brestur, einn þáttur ískapgerð, t.d. skapofsi, afbrýði- semi verði til þess að hetjan líði undir lok, en ég talaði um það að það væri miklu heldur persónan öll sem ylli þessum endalokum. Hún væri öll þannig gerð að hún stefndi að þessum endi, fremur enn einn skapgerðargalli. Margir tóku undir þessa túlkun. Erindi við hverja kynslóð Kristin messa sækir ýmislegt til grísklu harmleikjanna, þeir rekja feril mannsins frá upphafinu, hafa upphaf, miðju og endi sem samsvarar fæðingu, dauða og upprisu. Þeir hafa líka það augnablik þar sem menn sjá ljós- ið, allt upplýkst fyrir þér. Harm- leikirnir eru ljóskastarar að líf- inu. Þetta er yfirgripsmesta bók- menntaform sem ti! er. Algjör- lega nútímalegt og þeir eiga er- indi við hverja kynslóð og hafa alltaf átt.“ - Hvernig voru fyrirlestrarnir annars? „Þeir voru allir mjög lifandi og ljósir, og margir mjög fróðlegir. Þarna öluðu til dæmis tveir Ind- verjar sem sögðu frá hvernig þeir settu leikina í indverskt sam- hengi, tengdu þá indverskum hefðum til þess að lífga þá upp og auka áhrifamátt þeirra gagnvart þorra Indverja. Leikstjóri frá Nígeríu tók í svipaðan streng þeg- ar hann lýsti því hvernig hann tengdi þjóðlegar hefðir síns lands við uppsetningu leikjanna. Það hefði orðið til þess að ólæst og ómenntað fólk nyti þeirra betur. Christa Wolf rithöfundur lýsti upplifun sinni á harmleikjum á fullorðinsárum og sagði þá hafa haft varanleg áhrif á afstöðu sína til lífs og bókmennta. Hennar er- indi vakti mikla athygli. Það var einfalt og beint frá hjartanu. Þarna talaði líka Ekkerhard Schall sem er frægur Brecht leikari. Hann bar saman tækni Brecht leikhússins og grísku harmleikjanna og fann hliðstæð- ur og sagði ýmislegt í kenningum Brechts eiga vel við um uppsetn- ingu grísku harmleikjanna. Hann lék líka um leið og hann talaði og fyrirlestur hans var því mjög skemmtilegur. Úr snöru fuglarans Svo var þarna líka bandarískur leikstjóri, Robert Wilson. Hann sýndi þögla mynd sem sýndi móð- ur vera að færa barni sínu eitur, köld mynd og stutt. Hann vakti aðallega athygli fyrir hvernig hann svaraði spurningum, hann svaraði útí hött eða neitaði að svara. Og marga fleiri fyrirlesara mætti nefna. Það var t.d. mikið talað um þýðingarvandann. Grikkir standa nánast í sömu sporum og við. Þeir verða að þýða á ný- grísku þessi fornu verk. Yfirleitt eru það allra bestu ljóðskáld þeirra sem hafa þýtt verkin og ég held að þau séu orðin fimm þús- und talsins." - Hvað ertu annars að fást við núna Sigurður? „Ég er að leggja síðustu hönd á 5. bindið í bálkinum sem hófst með Kalstjörnunni. Sú bók á að heita Úr snöru fuglarans og kem- ur út fyrir jólin, og verður loka- bindið. Þannig að fyrir mig eru þetta viss tímamót. Það er miklu fargi af mér létt.“ Laugardagur 23. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.