Þjóðviljinn - 23.08.1986, Side 8

Þjóðviljinn - 23.08.1986, Side 8
L LANDSVIRKJUN Blönduvirkjun Útboð á fólkslyftu Landsvirkjun auglýsir eftir tilboðum í fólks- lyftu í strengja-og lyftugöng Blönduvirkjunar í samræmi við útboðsgögn 9542. Um er að ræða 7 manna rafknúna víralyftu, ásamt fylgibúnaði og er lyftihæð 238 m. Lyft- an og fyigibúnaður skal uppfylla ströngustu öryggiskröfur skv. viðurkenndum stöðlum. Jafnframt er óskað eftir viðhaldsþjónustu á lyftubúnaðinum í 5 ár eftir afhendingu. Lyftan afhendist uppsett og fullfrágengin í Blönduvirkjun og skal verkinu lokið 1. ágúst 1989. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, frá og með mánudegi 25. ágúst 1986 gegn 3.000,- kr. óafturkræfri greiðslu fyrir fyrsta eintak og 1.500,- kr. greiðslu fyrir hvert við- bótareintak. Tilboðsfrestur er til 30. október 1986. Landsvirkjun Reykjavík, 19. ágúst 1986. A lafrj Fóstur Störf Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: 1. Staða fóstru á leikskólann Fögrubrekku, uppl. veitir forstöðumaður í síma 42560. 2. Staða fóstru á leikskólan Kópahvol, uppl. veitir forstöðumaður í síma 40120. 3. Staða fóstru á dagvistarheimilið Græna- túni og einnig starfsfólk við uppeldisstörf og til afleysinga, uppl. veitir forstöðumað- ur í síma 46580. 4. Staða fóstru á skóladagheimilinu Dal- brekku, uppl. veitir forstöðumaður í síma 41750. 5. Staða fóstru á dagvistarheimilinu Efsta- hjalla, uppl. gefur forstöðumaður í síma 46150. 6. Staða fóstru við að skila börnum frá kl. 15,30-19,30 á dagheimilinu Kópasteini einnig starfsfólk til afleysingastarfa, uppl. veitir forstöðumaður í síma 41565. 7. Staða stuðningsfóstru vegna barns með sérþarfir á dagheimilinu Furugrund, uppl. veitir forstöðumaður í síma 41124. Laun samkvæmt kjarasamningi Kópavogskaup- staöar. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyöublööum sem liggja frammi á Félagsmála- stofnun Kópavogs Digranesvegi 12, einnig veitir dagvistarfulltrúi nánari uppl. um starfið í síma 41570. Félagsmálastjóri. Grunnskóli Ólafsvíkur Kennara vantar á komandi skólaári til raungreina- og íþróttakennslu. Allar nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma 93-6150 og 93-6293 eða yfirkennari í síma 93-6150 og 93-6251. Sérkennslufulltrúi og sálfræðingur óskast Fræösluskrifstofa Vestfjaröaumdæmis vill ráða sérkennslufulltrúa og sálfræöing til starfa. Hlut- astörf koma til greina. Upplýsingar gefa fræöslu- stjóri, Pétur Bjarnason, í síma 94-3855 og 94- 4684 og forstöðumaður ráðgjafar- og sálfræöi- deildar, Ingþór Bjarnason, í síma 94-3855 og 94-4434. Fræðslustjóri MENNING Blá bók í kvikmynd Reykjavik, Reykjavík Leikstjóri, handritshöfundur: Hrafn Gunnlaugsson. ísland 1986. Það er óneitanlega soldið snúið verk sem Hrafn Gunn- laugsson fékk uppí hendumar þegar honum varfalið að búa til mynd um Reykjavík í tilefni afmælisins. Sjálfursegist kvikmyndagerðarmaðurinn hafa tekið þá afstöðu að reyna að forðast tölur og staðreyndaþulur; í þeirra stað átti að gera kvikmynd „um fólk“ með því að „fanga augnablik líðandi stundar." Snúiö verk meðal annars vegna þess að Reykjavík er svo ung, borgarbragur eiginlega í mótun og sjálfsvitund íbúa sömuleiðis. Reykjavík er líka það byggðarlag hérlent sem erfiðast er að koma á böndum eitt og sér, vegna þess að plássið er svo samofið landinu. Og vegna þess að mannlíf í höf- uðstaðnum er fjölbreytilegra en annað hérlent hlýtur slíkt verk- efni að minna á söguna um fílinn og blindu mennina. Hrafn velur sér þá leið að horfa á borgina með augum marsbú- ans, í líki vesturíslenskrar stúlku, sem er óvitlaust, þótt eldlegur áhugi hennar á borginni verði stundum soldið kynlegur, - og enn óvitlausara er að leiða vest- uríslendinginn í faðm fjölskyldu sem er að byggja. Pessi saga kemst auðvitað ekki hjá því að verða heldur litlaus þarsem per- sónusköpun er höfð í lágmarki; leikararnir eiga að leika „venju- lega“ reykvíkinga, og hafa sér þarmeð enga fyrirmynd. Enda virðist önnur saga hafa reynst handritshöfundinum á- leitnari: sagan af Davíð Oddssyni borgarstjóra. Pað er hið raun- verulega meginefni kvikmyndar- innar frá kosningavori til jóla- trésmóttöku, og því nærtækast að líta á þetta verk sem áróðurs- mynd, sem er ein grein kvik- myndalistar af sama meiði og auglýsingamyndir. Sem áróðursmynd er Reykja- vík, Reykjavík, ekki vel heppn- uð. Hún nær hvergi uppí fyrir- myndir í þeirri grein, til dæmis bandarískrar og sovéskrar, að ekki sé talað um meistara sem hófu slíkar kvikmyndir í hæðir, byltingarrússann Eisenstein og nasistann Riefenstahl. Ástæður þess að áróðursmyndin Reykja- vík, Reykjavík misheppnast eru sennilega einkum tvennskonar. Annarsvegar virðist aðstandend- ur vera hræddir við að viður- kenna að þeir séu staddir á þess- um miðum, blanda samanvið óskyldu efni og hiksta þessvegna í boðskapsflutningnum. Hinsveg- ar er stílbragðið klifun verulega ofnotað og þess ekki gætt að áróðurs- og auglýsingamyndir þurfa afar markvissa uppbygg- ingu til að öðlast trúnað áhorf- andans. Höfuðsöluvara þesarar mynd- ar, borgarstjórinn í Reykjavík, kemur svo oft fyrir í myndinni að áhorfandinn er beinlínis orðinn þreyttur á manninum og þeirri borg þarsem ekki er hægt í lokin að þverfóta fyrir honum - og það án tillits til fyrirframafstöðu bíó- gestsins. Myndin er heldur ekki gerð af þeim bravúr að dugi til að kveða niður þær grunsemdir sem vakna um að íbúar borgarinnar kunni að hafa sitthvað að athuga um þau stórvirki í fortíð og fram- tíð sem tengjast aðalpersónunni. Og myndin er of löng, og oftast of leiðinleg. Einsog hlýtur að vera um borg sem helst skemmtir sér við vaxta- ræktarsýningu, fegurðarsam- keppni og hamborgarakappát, þarsem einokunarverslun herjar ennþá í líki hinnar voðalegu Grænmetisverslunar, og íbúarnir ná ljóðrænu hámarki í setningum einsog „loftið er svo tært að sér útfyrir ysta sjóndeildarhring“ eða „í svona birtu koma Bláfjöllin til manns.“ Stök myndskeið eru ýmis lunk- in einsog við mátti búast frá manni með kvikmyndareynslu Hrafns, hraðsenan úr ríkinu, fat- an á allaballafundinum, kulda- hrollsmyndir úr hríð og vatnsaga, - og Reykjavík er falleg í sólinni. Kynningarmynd um Reykja- víkurborg er þessi mynd ekki. Sem bláa bókin Sjálfstæðis- manna er hún því miður mis- heppnuð. Og leikmaður leyfir sér að álíta að leikstjórinn hafi oftal- ið örlítið þegar hann heldur því fram í blaði að faglega sé myndin hundrað prósent. Annað er ekki hér að segja nema að maður man ekki eftir því að nokkurntíma hafi verið stund- aðar reykingar í strætisvögnum, - og auðvitað hljóta Sjálfstæðisfé- lögin í Reykjavík og Davíð Odds- son að endurgreiða borgarbúum myndarkostnaðinn, tíu miljónir. Tónlist Tööugjöld Tónleikar í Krists- kirkju á sunnudags- kvöld Sunnudaginn 24. ágúst kl. 20.30, verða haldnir hljóm- sveitartónleikar í Landakots- kirkju, Kirkju Krists konungs. Fyrsta verkið á efnisskránni er eftir Hans Abrahamsen, ungt danskt tónskáld sem hefur getið sér gott orð víða um veröld. Hann tilheyrir skóla sem hefur kennt sig við „Nýjan einfald- leika" (neo simplicity). Annað verkið á tónleikunum eru söng- lög eftir Gustav Mahler sem hann samdi við eigin ljóð, Lieder eines fahrenden Gesellen. Sönglögin verða leikin í útsetningu austur- Hópurinn sem stendur að Töðugjaldatónleikunum. ríska tónskáldsins Arnolds Schönberg fyrir litla hljómsveit, en sungin af Ragnheiði Guð- inundsdóttur. Síðasta verkið á efnisskránni er konsert fyrir klar- inett og hljómsveit eftir W. A. Mozart. Konsertinn er einn feg- ursti og frægasti einleikskonsert allra tíma og verður leikinn af Guðna Franzsyni klarinettu- leikara. Hljómsveitina skipa ung- ir hljóðfæraleikarar sem ýmist stunda nám í útlöndum eða eru atvinnumenn í greininni. Hljóm- sveitinni stjórnar Hákon Leifs- son. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.