Þjóðviljinn - 23.08.1986, Side 13

Þjóðviljinn - 23.08.1986, Side 13
HEIMURINN Kínverska sendiráðið í Moskvu tilkynnti í gær að „atvik“ hefði átt sér stað á landamærum Kína og Sovétríkjanna í síðasta mán- uði en talsmaður sovéska ut- anríkisráðuneytisins sagði i gær að allt væri með kyrrum kjörum á austur landamærum Sovétríkjanna. Þessar dálítið sérkennilegu yfirlýsingar ríkj- anna um „atvik“ og „kyrr kjör“ komu til vegna fréttar japan- ska dagblaðsins Yomiuri Shimbun í fyrradag þess efnis að l^nverskur landamæra- vörður hefði verið skotinn og annar særst í átökum kínver- skra og sovéskra landamæra- varða þann 12. júlí. Þegar kín- verskur sendiráðsmaður í Moskvu var beðinn staðfest- ingar á þessari frétt, sagði hann aðeins, „Það gerðist dá- lítið í síðasta mánuði." Hann bætti því við að kínversk og sovésk yfirvöld hefðu skipst á mótmælaorðsendingum vegna atviksins en vildi ekki gefa nákvæmari upplýsingar. Fréttaritari Shimbun í Peking hafði það eftir ónefndum heimildarmanni að „geysileg spenna" hefði orðið eftir um- rætt atvik á landamærunum. Þessi heimildarmaður hafði eftir ónefndum kínverskum embættismanni að 13 dulbúnir sovéskir landamæraverðir hefðu skotið að þremur kínver- skum landamæravörðum og tveimur óbreyttum Kínverjum. Fyrrnefnd „geysileg spenna" virðist hins vegar hafa jafnað sig. S-Afríkustjórn hefur verið að safna í sarpinn fyrir efnahagslegar refsiað- gerðir í meira en áratug, eftir því sem einn ráðherra í ríkis- stjórn S-Afríku sagði í gær. Ráðherrann, Pierie De Plessis, var að halda ræðu hjá nokkr- um vinnuveittendum í S-Afríku þegar hann sagði þetta. „Þið getið verið vissir um að við höfum lært af reynslunni um það hversu mikilvægt það er að hafa ætíð nægar birgðir af vörum til í landinu,“ sagði hann. Deng Xiao Ping leiðtogi Kommúnistaflokks Kína varð áttræður í gær og sýndi sig landslýð í sjónvarpi, kyssandi börn og úthrópandi dásemdir „nútímavæðingar" Kínaveldis. Af einhverjum ástæðum var kínverskum sjónvarpsáhorfendum ekki til- kynnt hvers vegna Deng var á sjónvarpsskerminum kyss- andi börn og þess háttar. Dag- blað Alþýðunnar birti einnig myndir í gær af Deng þar sem hann kyssti börn en skýrði sömuleiðis ekki frá því að hann ætti afmæli, hvað þá hversu gamall hann væri. Dóttir embættismanns í pólsku utan- ríkisþjónustunni og eiginmað- ur hennar hafa verið handtekin fyrir að hindra handtöku and- spyrnuleiðtogans í Samstöðu, Zbigniew Bujak, sem handtek- inn var í maí síðastliðnum. Bu- jak mun hafa verið í íbúð þeirra þegar hann var handtekinn. Hjónin voru handtekin á mánu- daginn þegar þau komu frá Bandaríkjunum þar sem þau hafa verið við nám á ríkisstyrk frá því áður en Bujak var hand- tekin. Ákæran á hendur þeim byggðist á ákvæði í lögum sem varðar hindrun á hand- töku eða að sjá manni á flótta undan yfirvöldum fyrir hús- næði. Fórnarlamb átaka. Nú hafa fallið yfir 4000 manns frá því að átök milli skæruliða og stjórnarhersins hófust. Tamílaskœruliðar Danmörk Minkar sluppu þúsundum saman Söby - Rúmlega 4000 minkar sluppu nýlega af dönsku refa- og minkabúi á Norður-Jótlandi með þeim afleiðingum að villt dýralíf á þessum slóðum mun vera í stórhættu. Þetta var haft eftir bóndanum Afneita vopnahléi Colombo - Liðsmenn í her Sri Lanka skutu i gær tíu liðsmenn í einni af skæruliðasveitum að- skilnaðarsinna Tamíla til bana, öryggisfulltrúi landsins varaði við því að ný alda sprenginga gæti hafist í höfuðborginni eftir að skæruliðar neituðu þvi að fulltrúar þeirra hefðu gert samning um eins mánaðar vopnahlé. Atökin í gær geta orðið til þess að viðkvæmar friðarviðræður milli ríkisstjórnar Sri Lanka og hófsamra Tamíla fari út um þúf- ur. Skæruliðar hafa hins vegar fordæmt þessar viðræður. Átökin áttu sér stað einum degi eftir að tilkynnt var í Indlandi, þar sem viðræðurnar eiga sér stað, að skæruliðar væru tilbúnir að virða eins mánaðar vopnahlé ef stjórn- arhermenn héldu sig í herbúðunt sínum. Talsmenn stjórnvalda á Sri Lanka og skæruliða sögðu að átökin væru samt sem áður að aukast. í tilkynningu frá stjórnvöldum sagði að skæruliðar væru nú farnir að auka sókn sína að öryggissveitum yfirvalda og á byggingar þar sem almennir borgar eiga ferð um. Ástæðu þessa segja stjórnvöld vera þá að skæruliðar vilja ögra yfirvöldunt svo almenningur lendi í skothríð. Öryggismálaráðhera landsins. Lalith Athulathmudali, sagði í gær á þinginu á Sri Lanka að á- reiðanlegar heimildir væru fyrir því að liðsmenn Tarníl tígranna. Sovétríkin Eituriyfja- vandamál geigvænlegt Sovéskir embœttismenn segja að eiturlyfjavandamálið íSovétríkjunum sé mjög alvarlegt ogað svo til ekkert sé gert til að bœta ástandið Moskvu - Mikil umræða hefur verið um ofdrykkjuvandamálið í Sovétríkjunum undanfarið, lítið hefur hins vegar farið fyrir eiturlyfjavandamáli þar í landi. í sovéska vikuritinu Literaturn- aja Gazetta voru hins vegar ný- lega birt viðtöl við sovéska embættismenn þar sem með- ferð þessara mála er harðlega gagnrýnd. „Hvernig metum við starf okk- ar í þessum efnunt til þessa? „Lé- legt“ er rétta orðið," sagði Genn- adí Alexejef, yfirmaður rann- sóknarlögreglunnar sem er tengd innanríkisráðuneytinu. Alexejef segir í viðtalinu að 20 % sovéskra eiturlyfjaneytenda steli þeint af sjúkrastofnunum þar sem lítið eftirlit og stjórnun er með slíkum efnum. Hin 80% eiturlyfjan- eytendanna notast við valmúa og hamp sem ræktaður er á samyr- kjubúum eða einkabúum. Genn- adí Romanenkó hjá landbúnað- arráðuneytinu segir í öðru viðtali að átak hafi verið gert í því að hindra ræktun valmúa en erfitt væri að eiga við nýtingu hamp- jurtarinnar sem vex villt víða um landið. í fréttinni er ekki minnst á tölur unt fjölda eiturlyfjan- ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR / ., c D HJORLEIFSSON R fc U I t K einna stærstu skæruliðasveitar- innar á eyjunni, hefðu í hyggju að auka árásir sínar til að spilla fyrir friðarviðræðum og skapa öng- þveiti í höfuðborginni. Talsmað- ur Eelam, Þjóðlegu Frelsisfylk- ingarinnar, sem flestar skærulið- asveitir á Sri Lanka eiga aðild að. sagði að þeir heföu „ekki fallist á formlegt eða óformlegt vopna- hlé.“ Knud Olsen, hann sagði að tekist hefði að ná flestum hinna 4500 ntinka sem sluppu en 150 minkar gengju enn lausir. Olsen sem er eigandi minkanna, sagði að þroskaheftur drengur sem er í sumarfríi á Jótlandi með fjöl- skyldu sinni, hefði hleypt mink- unum úr búrum sínum. Olsen hefur gert alifuglabændum og eigendum skógarhænsna á svæð- inu viðvart. Nú eru um það bil 4600 minka- og refabændur í Danmörku þar er nú framleitt mest af minka- skinnum á öllum Vesturlöndum. eytenda né neyslu sterkari efna. I viðtölunum kemur frarn að sjúkrastofnanir hafi á síðustu árum vanrækt eiturlyfjavanda- málið, talið sér trú um að það væri ekki til. „Það er okkur til skammar að meðferðarstofnanir hafa jafnvel ekki náð þvíað verða að skipulegum miðstöðvum sem berjast gegn ofdrykkjuvanda- máiinu, þar að auki fást jressar stofnanir svo til ekkert við eitur- lyfjasjúklinga,“ segir einn emb- ættismaðurinn. Þessi maður segir að enn hafi ekki verið þróuð meðferðarleið fyrir eiturlyfjasj- úklinga og bætti viö að fyrirbyg- gjandi starf nieð ungum eiturlyfj- asjúklingum væri „hneykslanlega lítið“. „Eins og ástand mála er í dag, náum við aðeins til 25% eiturlyfjaneytenda," segir sami embættismaðurinn. „Hin 75% eru enn utan heilbrigðiskerfis- ins.“ Útboð Reiðhöll í Víðidal Reyðhöllin hf. óskar eftir tilboðum í gerð undir- staða fyrir reiðhöll í Víðidal - útboðsverk2. Út- boðsgögn verða afhent hjá VST hf., Ármúla 4, 105 R. frá og með fimmtudeginum 21. ágúst nk. gegn 5 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 1. september 1986 kl. 11. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSENS HF. VERKFRÆÐIRÁÐGJAFAR FRV. 108 Reykjavík Ármúli 4 Simi (91) 8 44 99 Lausar stöður skógarvarða Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður skógar- varða: 1. Staða skógarvarðar á Norðurlandi vestra. Um er að ræða hálft starf. Áskilin er háskóla- menntun í skógrækt. Staðan veitist frá 1. októ- ber 1986. 2. Staða skógarvarðar á Suðurlandi. Staðan veitist frá 1. október 1986. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist landbúnaðarráðuneytinu Arnar- hvoli, 101 Reykjavík fyrir 15, sept. n.k. Landbúnaðarráðuneytið, 22. ágúst 1986 Laugardagur 23. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 úá) Bæjarritari Starf bæjarritara Vestmannaeyjabæjar er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi há- skólamenntun eða sambærilega menntun. Bæjarritari er fulltrúi bæjarstjóra, fjármálastjóri og skrifstofustjóri bæjarins. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituðum sem veitir nánari upplýsingar um starfið fyrir 1. september n.k. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.