Þjóðviljinn - 23.08.1986, Side 16

Þjóðviljinn - 23.08.1986, Side 16
MðBVIUINN f IIIIIf* JMr áM Aðalsími: 681333. Kvöldsímh 681348. Helgarsími: 681663. Selfoss Bærinn samdi af sér Framsóknarflokkur og Sjálfstœðisflokkur samþykktu að greiðafyrrverandi bœjarstjóra 4.3 miljónir fyrirþriggja miljón króna hús. Núverandi meirihluti neitar að borga Ef Selfossbær stendur við samning fyrrvcrandi meiri- hluta bæjarstjórnar við Stefán Jónsson bæjarstjóra sem gerður var bak við tjöldin árið 1982, mun bærinn greiða Stefáni 4.3 miljónir króna fyrir einbýlishús, sem mcíið er á um 3 miljónir, og greiða kaupverðið á einu ári! Mjög líklegt er að núverandi meirihluti muni leita úrskurðar félagsmálaráðuneytisins um gildi samningsins. Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins skrifuðu undir samning við Stef- án árið 1982 þess efnis að ef Stef- án hætti störfum sínum sem bæ- jarstjóri væri bænum skylt að greiða honum þá upphæð sem hann greiddi fyrir 30 ára gamalt einbýlishús í bænum, borga allar endurbætur sem Stefán hugsan- lega gerði á húsnæðinu og hækka þessa upphæð að auki samkvæmt hækkun byggingarvísitölu á tíma- bilinu. Gamli meirihlutinn gerði þennan samning við Stefán á sín- um tíma, án þess að leita sam- þykkis minnihlutans og því hefur samningurinn ekki komið fyrir bæjarstjórn fyrr en fyrir þremur vikum. Pannig hefur verið samið á bak við tjöldin, en ekkert látið vitnast um athæfið fyrr en daginn fyrir kosningar í vor. Núverandi meirihluti bæjar- stjórnar er staðráðinn í að standa ekki við samninginn, enda hefur hann ekki hlotið lögmæta af- greiðslu. f fyrradag var lagður fram samningur við Karl Björnsson bæjarstjóra um kaup hans og kjör, en Karli hefur verið heitið trúnaði um þann samning. Engu að síður er Ijóst að laun hans eins og svo margra annarra bæjar- stjóra verða hátt á annað hundr- að þúsund krónur á mánuði.-gg Nesradíó Austfirðingar mótmæla Loftskeytastöðin á Neskaupstað undir- mönnuð og enginn á vakt að nóttu til. Oá- nœgja með launakjör loftskeytamanna. „Hér getur hættuástand skapast ef eitthvað ber útaf og við buðumst til þess að vera á bak- vakt en því var hafnað,“ sagði Örn Sœmundsson loftskeytamað- ur við Nesradíó í Neskaupstað en þar starfa nú aðeins tveir lofts- kcytamenn auk ritsímaritara, en eiga að vera fjórir. Sá þriðji er í fríi og frá 12 á miðnætti og til 8 á morgnana er enginn á vakt en fjarskiptasam- band er við Gufunesradíó í Reykjavík. Þar sem símasam- band við Neskaupstað hefur ver- ið ótrýggt að undanförnu óttast menn nú að slíkt fyrirkomulag skapi hættu og er talað um að KRON Nýr kaupfé- lagsstjóri Ólafur Stefán Sveinsson hefur verið ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Reykjavíkur og ná- grennis. Tekur hann við því starfi af Ingólfi Ólafssyni, sem gegnt hefur því frá 1963. Ólafur Stefán Sveinsson er 28 ára. Hann er stúdent frá Verslun- arskólanum og viðskiptafræðing- ur frá Háskóla íslands. Ólafur var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Hrútfirðinga 1981 til ’82, en hefur undanfarið gegnt starfi fjármála- stjóra hjá Agæti og tegið þátt í mótun þess fyrirtækis. Ólafur Stefán Sveinsson mun taka við starfi kaupfélagsstjóra um næstu áramót. þetta geti verið fyrsta skrefið til þess að leggja stöðina endanlega niður. Bæjarráð Neskaupsstað- ar, bæjarráð Eskifjarðar og hreppsrráð Búðarhrepss hafa því mótmælt ástandinu harðlega við yfirvöld. „Það er erfitt að manna þessar stöðvar og málin eru í athugun hjá okkur núna,“ sagði Ólafur Tómasson væntanlegur Póst- og símamálastjóri í samtali við blað- ið. „Það stendur ekki til að leggja Nesradíó niður, þetta er aðeins bráðabirgðalausn á meðan sumarfríum stendur þar sem við eigum ekki annarra kosta völ. Það hefur enginn loftskeytamað- ur útskrifast síðasliðin sex ár og að auki koma launamál inn í þetta. Mannaskortur er víða vandamál og það má segja að ást- andið sé misjafnlega slæmt á hin- um stöðvunum sem eru staðsett- ar á Höfn, Siglufirði og á ísa- firði." „Hér sækir enginn unt þetta, menn fara frekar í frystihúsið því launin eru svo léleg," sagði Örn Sæmundsson, „ég sé enga lausn á þessu." Þegar Loftskeytaskólinn var lagður niður 1980 stóð til að Iðn- skólinn tæki við menntunarmálum loftskeyta- manna en af því varð aldrei af einhverjum orsökum. Engin menntun er því í boði utan ritsím- aritaramenntun sem Póstur og sími veitir. Ekki vildir Ólafur Tómasson upplýsa hvaða tillögur til lausnar væru til umræðu en sagði að þær snérust aðallega um menntunarmál lofskeytamanna. -vd SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. Veistu allt sem þú þarft að vita um bankamál? Þarftu að kynna þér lánamöguleika? Innlánsreikninga? Vaxtakjör? Eða aðra þætti bankaþjónustu? í Spjaldhaga Samvinnubankans finnur þú gagnlegar upplýsingar um þjónustu bankans: H-Vaxtareikningur Samvinnubankans er óbundinn sparireikningur, verðtryggður með vöxtum. Hann ber í upphafi almenna spari- sjóðsvexti sem stighækka. Kjör H-vaxtareikn- ings eru reglulega borin saman við kjör 3 og 6 mánaða verðtryggðra reikninga bankans. Reynist kjör verðtryggðu reikninganna betri leggst Hávaxtaauki við áunna vexti H-vaxta- reiknings. Verðtryggðir reikningar Samvinnubankans eru bundnir í 3, 6,18 og 24 mánuði. Vextir leggjast við höfuðstól um áramót og eru lausir til útborgunar næstu 12 mánuði þar á eftir. Reikningarnir eru verðtryggðir miðað við láns- kjaravísitölu. Sparivelta, Húsnæðisvelta, Ferðavelta og Launavelta veita allar rétt til láns eftir ákveðnum reglum sem háðar eru tímalengd viðskipta og innlánum reikningseigenda. f i Spjaldhaga Samvinnubankans finnurþú nánari upplýsingar um þessa þætti og aðra í þjónustu bankans, t.d. erlendan gjaldeyri, VISA- greiðslukort, vaxtakjör, gengisskráningu og margt fleira. Bankinn gefur út ný spjöld eftir þörfum - þú skiptir um í þínum Spjaldhaga. Þannig hefur þú alltaf við höndina réttar upplýsingar um þjón- ustu Samvinnubankans. :w-T,* i&ubanki Til fróðleiks má geta þess að orðið Spjaldhagi er ekki nýyrði heldur er Spjaldhagi forn þingstaður Eyfirðinga. Árið 1492 var haldið þar þriggja hreppa þing og frá sama ári er til skiptabréf gert í Spjaldhaga. í sóknarlýsingu Grundar- og Möðruvallasóknar frá 1840 nefnir síra Jón Jónsson (1787-1869) Spjaldhagahól „hvar til forna var og enn skal sjást leifar af einum dómhring.“ Okkur fannst orðið hins vegar vel við hæfi og ákváðum að glæða það nýrri merkingu. Líttu inn í næsta Samvinnubanka og fáðu Spjaldhaga - eða hringdu og við sendum þér hann. SPJALDHAGI - ALLAR UPPLÝSINGAR Á EINUM STAÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.