Þjóðviljinn - 27.08.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN
„Cobra“,
nýjasta ofbeldiskvikmynd Syl-
vesters Stallone, á nú yfir
höfði sér lögbann í Brasilíu.
Dómsmálaráðherra landsins,
Paulo Brossard, vill banna
hana, segir kvikmyndina
hvetja til ofbeldis. Brossard
íhugar nú hvort hann eigi að
banna hana eða banna ung-
lingum innan 18 ára aldurs að-
gang að myndinni í stað 14 ára
aldurstakmarks, eins og nú er.
Brossard sendi yfirmanni
kvikmyndaeftirlitsins skeyti
nýlega þar sem sagði m.a.:
„Hvernig getur þú útskýrt það
að slík kvikmynd skuli sýnd
þegar ríkisstjórnin, sérstak-
lega dómsmálaráðuneytið,
stendur í mikilli herferð um
landið til að stemma stigu við
ofbeldi? Rúmlega 500.000
manns hafa nú séð þessa kvik-
mynd í Brasilíu frá því hún var
frumsýnd, þann 7. þessa mán-
aðar. Afleiðingin hefur verið
mikið ofbeldi utan við kvik-
myndahús eftir sýningar
myndarinnar. Arnaldo Jabor,
leikstjóri í Brasilíu, sagðist
ekki sjá neina eðlilega skýr-
ingu á því að banna kvikmynd
Jean-Luc Goddard, „Je vous
salue, Marie“, en leyfa síðan
sýningar á drasli eins og „Co-
bra“. Forseti Brasilíu, Jose
Sarney, tilkynnti persónulega í
febrúar síðastliðnum að mynd
Goddard skyldi bönnuð í
landinu eftir að leiðtogar ka-
þólsku kirkjunnar í landinu
höfðu mótmælt sýningu henn-
ar.
Sósíalistar
í Bandaríkjunum eiga von á
264.000 dollara greiðslu frá
FBI (bandarísku alríkisþjón-
ustunni). Það er að segja Hinn
sósíalíski verkamannaflokkur
þar í landi. Dómari í New York
hefur nefnilega dæmt FBI í
fyrrnefnda sekt fyrir 35 ára her-
ferð gegn flokknum sem kost-
aði þjónustuna rúmlega
milljón dollara og leiddi ekki til
einnar einustu uppljóstrunar
né handtöku. Dómur dómar-
ans, Thomas Griesa, var upp á
210 blaðsíður, þar sagði m.a.
að ríkisstjórnin hefði gerst sek
um að brjóta gegn þessum
flokki á árunum 1941 til 1976,
með 210 innbrotum og með því
að nota sér hundruð flugu-
manna. Flokkurinn, sem í eru
um það bil 2000 Trotskíistar,
kærði FBI árið 1973 og
heimtaði 40 miljónir dollara i
skaðabætur. Griesa sagði að
FBI hefði ætlað að skapa upp-
lausn í flokknum með því að
koma á misklíð innan hans.
Stofnunin hefði ekki haft neina
lagalaega stoð fyrir þessum
aðgerðum.
Ellefu
stjórnmálaflokkar í Chile,
ásamt fyrrverandi stuðnings-
mönnum herforingjastjórnar-
innar í þar, hófu í gær herferð
um allt landið til þess að þrýsta
á um að haldnar verði beinar
og frjálsar kosningar í landinu.
Það eru jafnt vinstri- sem
hægriflokkar í landinu sem
taka þátt í heferðinni. í tilkynn-
ingu sem flokkarnir sendu frá
sér í gær sagði að kosningar
voru það eina sem gætu
minnkað hið sívaxandi ofbeldi
í landinu. Herferðin hófst í
kjölfar þess að ættingjar
stúlku, sem brann alvarlega í
mótmælum nýlega, tilkynntu
að tveir fjölskyldumeðlimir
hefðu verið handteknir af lög-
reglu. í sömu mótmælum lést
maður sem hefur bandarískt
ríkisfang. Krafan um beinar
kosningar kemur á sama tíma
og mínnst er þess sem nefnt
hefur verið „Þjóðarsamkomu-
lagið“. Þar hétu nánast allir
stjórnmálaflokkar í Chile
stuðningi við áætlanir sem
áttu að leiða landið í átt til
friðar og lýðræðis. Pinochet
hafnaði tillögunum og sagði
þær ótímabærar.
Líbýa-Sýrland
Samið gegn Bandaríkjunum
Gaddafi Líbýuleiðtogi og Hassan Sýrlandsleiðtogi hafa gefið út
sameiginlega yfirlýsingu um að sameina krafta sína gegn Bandaríkjunum
og ísrael. Sendimaður Bandaríkjastjórnarfer bráðlega til Evrópu
til að náfram einingu um refsiaðgerðir gegn Líbýu
Damaskus, Santa Barbara -
Leiðtogi Líbýu, Muammar
Gaddafi, og forseti Sýrlands,
Hafez Al-Assad, tilkynntu í
gær að þeir hefðu komist að
samkomulagi sem styrkti sam-
eiginlega baráttu landanna
gegn Bandaríkjunum og ísra-
el. í fyrrinótt sagði háttsettur
bandarískur embættismaður
við fréttamann Reuters frétta-
stofunnar að Vernon Walters,
sendiherra Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, myndi
bráðlega sækja heim evrópska
ráðamenn og endurvekja
þrýsting Bandaríkjsstjórnar
um sameiginlegar
refsiaðgerðir gegn Líbýu.
í tilkynningu Gaddafi og Ass-
ad, sem samin var eftir heimsókn
Assad til Líbýu nýlega, sagði að
leiðtogarnir hefðu samþykkt
„ákveðnar ráðstafanir sem
myndu styrkja einingu hinna
tveggja systraþjóða". Ekki var
kveðið nánar á um þessar ráðstaf-
anir en bætt var við að deilur milli
Arabaþjóða hefðu skapað tilval-
ið andrúmsloft fyrir bandaríska
heimsvaldastefnu og síonisma til
að koma í veg fyrir frekari sam-
einingu Arabaþjóða. Leiðtog-
arnir gagnrýndu það sem þeir
nefndu „ríkisrekna skemmdar-
verkastarfsemi Bandaríkjanna".
Bandarískur embættismaður
sagði hins vegar í fyrrinótt að
Vernon Walters myndi fara til
Evrópu í lok mánaðarins og ræða
þar sameiginlegar diplómatískar
og efnahagslegar aðgerðir gegn
Líbýu. í fyrradag var tilkynnt í
Hvíta húsinu að Bandaríkjamenn
myndu svara á viðeigandi hátt ef
ljóst væri að Líbýumenn hefðu
eða myndu standa fyrir hryðju-
verkum gegn bandarískum hags-
munum. Bandaríkjamenn hafa
að undanförnu verið að styrkja
Miðjarðarhafsflota sinn en þar
standa nú yfir heræfingar Egypta
og Bandaríkjanna. Bandarískir
embættismenn sögðu hins vegar
að Bandaríkin hefðu ekki í huga
nýjar árásir gegn Líbýu.
Johannes Rau. „Við verðum bara að vinna betur.“
Johannes Rau
Atvinnuleysið
forgangsverkefni
Frambjóðandi v-þýskra jafnaðarmanna í
kanslaraembœttið íþingkosningum íjanúar
nœstkomandi, Johannes Rau, segir afnám
atvinnuleysis forgangsefni
Nurnberg - Johannes Rau,
frambjóðandi v-þýskra jafnað-
armanna til kanslaraembættis
í þingkosningum í janúar
næstkomandi, tilkynnti í gær
að forgangsverkefni hans yrði
að berjast gegn atvinnuleysi í
landinu, ef hann yrði kjörinn
kanslari.
Rau lagði fram hugmyndir
sínar um stefnuskrá ríkisstjórnar
jafnaðarmanna á sérstöku undir-
búningsþingi jafnaðarmanna
fyrir þingkosningar sem nú stend-
ur yfir. Einnig lagði hann áherslu
á að leggja með tímanum niður
kjarnorkuver í landinu. Rau sak-
aði ríkisstjórn Helmuts Kohl um
að láta ónotað tækifæri til að
draga úr atvinnuleysi í landinu,
nú eru 2,2 milljónir manna
atvinnulausar í V-Þýskalandi.
Rau sagði: „Við munum gera
baráttuna gegn atvinnuleysi að
mikilvægasta verkefni okkar“.
Rau hvatti auk þess Banda-
ríkjastjórn til að flytja meðaldr-
ægar Cruise og Pershing 2
kjarnorkuflaugar sínar frá V-
Þýskalandi. Þá hvatti hann
stjórnvöld í Moskvu til að fækka
SS-20 kjarnorkuflaugum sínum
að mikum mun, einnig hvatti
hann þau til að draga skammd-
rægar kjarnorkuflaugar sínar
burt frá A-Þýskalandi og Tékk-
óslóvakíu. Hann sagði einnig að
ríkisstjórn sín myndi vinna að því
að draga V-Þýskaland út úr sam-
vinnu um þróun „Stjörnustríð-
skerfisins“. Einnig myndi ríkis-
stjórn jafnaðarmanna vinna að
því að koma á kjarnorku- og
efnavopnalausu svæði í Evrópu.
Rau afneitaði öllu samstarfi
við aðra flokka í ríkisstjórn eftir
þingkosningar. Jafnaðarmenn
misstu nokkurt fylgi til kristilegra
demókrata og Græningja í síð-
ustu kosningum og Rau sagði að
flokksmenn yrðu að leggja harð-
ar að sér við að vinna flokknum
fylgi. „Ég veit að í dag, 151 degi
fyrir kjördag, eigum við langt í
land tii að ná hreinum meiri-
hluta“, sagði Rau. „Ég hefði von-
ast til að við værum nú nær því
marki en þetta þýðir aðeins að
við verðum að vinna betur.“
Ein þeirra leiða, sem Rau benti
á sem leið til að minnka atvinnu-
leysi, var að fækka vinnustund-
um. Auk þess nefndi hann nýja
skatta á hálaunafólk til að skapa
störf fyrir ungt fólk.
Miðvikudagur 27. ágúst 1986 pjóÐVILJINN - SÍÐA 13
Danmörk
Lögfræði
villta
vestursins
Dómur í morðmáli
rokkara
í Kaupmannahöfn
vekur athygli
Frá Gestl Guðmundssyni, fréttarit-
ara Þjóðviljans í Kaupmannahöfn:
í síðustu viku felldi kviðdómur
sögulegan dóm í drápsmáli sem
er hluti af margra ára stríði dan-
skra rokkarahópa.
Rokkarar eru eins konar
leynifélög mótorhjólagæja sem
stunda afbrot og helga sér yfirráð
yfir ákveðnum hverfum. Undan-
farin ár hafa geysað landamæra-
stríð milli öflugustu rokkarahóp-
anna í Kaupmannahöfn, Hells
Angels og Bullshit, og hefur það
kostað nokkur mannslíf. Yfirleitt
hefur hallað á Bullshit, en fyrir
ári síðan felldu þeir einn stuðn-
ingsmanna Hells Angels fyrir
utan veitingahúsið Rio Bravo.
Lögreglan handtók strax þann
sem skaut en hann bar það fram
að hann hafi haldið að
andstæðingurinn væri að grípa
byssu úr vasanum og því hafi
hann skotið í nauðvörn. Það
óvænta gerðist að kviðdómur
féllst á þessa skýringu og sýknaði
Bullshitrokkarann , og hefur
þessi dómur komið af stað tölu-
verðri umræðu um það hvort
dómstólar landsins telji að önnur
lög eigi að gilda um rokkara en
aðra og sé fyrirmyndin þar sótt í
villta vestrið.
Danmörk
Rokkað
fyrir
flóttamenn
Fró Gesti Guðmundssyni, fréttarlt-
ara Þjóðviljans i Kaupmannahöfn:
Sívaxandi straumur flótta-
manna er til Danmerkur frá
stríðshrjáðum löndum heimsins,
Líbanon, íran og Sri Lanka.
Danmörk verður fyrir valinu því
þangað er greiðastur aðgangur
fyrir flóttamenn og er þó mörgum
vísað frá. Flóttamönnum hefur
fjölgað svo mjög síðustu misseri
að flóttamannahjálpin hefur ekki
undan og skortir fé til starfans.
Á föstudaginn tóku nokkrir
þekktustu skemmtikraftar sig til
og héldu miðnæturkonsert í Tí-
volí. Skemmtigarðurinn yfir-
fylltist af tugþúsundum manna og
varð að loka hliðunum. Hvata-
maður og aðal stjarna kvöldsins
var Kim Larsen sem nýtur
óhemju vinsælda í Danmörku og
er t.d. eini listamaðurinn sem selt
hefur miljón eintök af sömu plötu
á Norðurlöndunum einum.