Þjóðviljinn - 27.08.1986, Blaðsíða 3
FRFTTIR
Skólaaksturinn
Engin spilling héma
Sverrir Hermannsson: Vil byltaþessu kerfi. Hef aðeins nasasjón af ástandinu
Mér vitanlega er ekki um neina
spillingu eða misnotkun að
ræða á fjármunum sem ætlaðir
eru til skólaaksturs. Þetta kostar
einfaldlega svona mikið, sagði
Guðmundur Ingi Leifsson
fræðslustjóri Norðurlandsum-
dæmis vestra í gær aðspurður um
sannleiksgildi þeirra orða
menntamálaráðherra að spilling
og misnotkun þrífist í sambandi
við skólaaksturinn.
Sverrir Hermannsson hefur
sem kunnugt er boðað tillögur,
sem gera ráð fyrir að framlög
ríkisins til skólaaksturs, gæslu og
reksturs mötuneyta verði lækkuð
úr 230 miljónum í 25 á fjárlögum
næsta árs. Sveitarstjórnarmenn
hafa várað mjög við þessum hug-
myndum og þykir ljóst að mörg
sveitarfélög á landsbyggðinni
munu ekki geta tekið á sig aukinn
kostnað við þennan rekstur.
Sverrir var spurður í gær hvað
hann ætti við þegar hann talar um
spillingu og misnotkun, en hann
vildi ekki útskýra það nánar eða
nefna dæmi um slíkt framferði.
Hann sagðist ekki hafa
rannsakað þessi mál heldur að-
eins fengið nasasjón af ástand-
inu, en þó vissi hann nóg til þess
að ætla að hrinda þessu kerfi um
koll.
Ráðherrann var inntur álits á
andstöðu Framsóknarmanna við
þessum hugmyndum sínum og
sagði hann þá: „Ég vona bara að
þeir taki rökum og held að þeir
muni gera það áður en langt um
líður. Þeir hafa tekið heilmiklum
sönsum í lánasjóðsmálinu. Það er
allt að koma“.
Ráðherrann nefndi sérstaklega
til rúmlega 6 miljónir króna sem
fara í skólaakstur á þessu ári til
Húnavallaskóla. Guðmundur
Ingi sagði þá tölu ekki óeðliiega
háa. „Þetta er víðlent svæði og
þessar tölur hafa verið samþykkt-
ar hér á fræðsluskrifstofunni. Við
höfum ekki fengið neinar athuga-
semdir frá ráðuneytinu eða ríkis-
endurskoðun og ég kannast ekki
við neina spillingu í mínu um-
dæmi“, sagði Guðmundur Ingi.
-gg
Brúðkaup
Natóskip í
Sundahöfn
I tilefni árlegra heræfinga Nat-
óflotans í Norðurhöfum hafa
verndararnir ákveðið að heiðra
Reykvíkinga með því að senda
þeim herskip til að dást að frá í
dag og frammá laugardag.
Þetta er freigáta, heitir U.S.S.
DOYLE, með 250 manna áhöfn.
Hún liggur við Sundahöfn. Á
föstudag getur almenningur látið
teyma sig um borð.
Flotaæfingarnar heita Nort-
hern Wedding 1986, „Brúðkaup í
Norðurslóðum“.
Ölfusá
Laugardalshöll
Hugvitsmenn
á Heimilinu
138 sýnendur á
Heimilinu ’86. Fjöldi
skemmtiatriða á
dagskrá: trúðar,
jafnvœgislistamenn,
skákkeppni og
töframaður. Verður
slegið heimsmet í
bökubakstri?
Meðal atriða á sýningunni
Heimilið ’86 sem hefst í
Laugardalshöil á morgun verður
sérstök deild sem ber heitið Hug-
vit ’86, en þar munu íslenskir hu-
gvitsmenn, ráðgjafar og stoðfyr-
irtæki hugvitsmanna sýna hug-
myndir og verk sín. Þar geta gest-
ir barið augum 24 uppfinningar
af margs konar tæi og verða veitt
sérstök verðiaun fyrir bestu hug-
myndina.
fíjörn Hermannsson, einn
eigenda Kaupstefnunnar sem
stendur fyrir sýningunni, sagði í
samtali við Þjóðviljann að 138
sýnendur tækju þátt í Heimilinu
’86 og þar væri að finna flest það
sem að notum kæmi við heimili
og heimilishald. „Tilgangurinn
með svona sýningarhaldi er sá að
koma á framfæri hvers konar
vörum og þjónustu og að gefa
Byrjað á
ósavegi
Ljúka á við um 3 kflómetra veg-
arspotta frá Eyrarbakka út að
Ölfusárósum nú í haust og eru
áætlaðar 10 miljónir króna til
verksins á fjárlögum þessa árs.
Vegarlagningu yfir ósana á að
Ijúka að fullu árið 1988 sam-
kvæmt vegaáætlun og er gert ráð
fyrir að framkvæmdir muni kosta
alls hátt á annað hundrað miljón-
ir króna.
Björn Hermannsson: tilgangurinn með svona sýningu er að gefafólki kost á að kynnasér það helsta í vörum og þjónustu
á einum stað en einnig einfaldlega að skemmta fólki. Ljósm.: KGA.
fólki kost á að kynna sér það sem
á boðstólum er á einum stað“,
sagði Björn.
Undirtitill sýningarinnar í
Laugardalshöll er sýning - mark-
aður - skemmtun. Segja ein-
kunnarorðin talsvert um það sem
haft er í frammi. Meðal
skemmtiatriða má nefna sérstak-
an skákbás þar sem stórmeistarar
og alþjóðlegir meistarar úr 01-
ympíuliði íslands tefla við gesti
frá kl. 16-19 alla sýningardaga.
Vel þekktir fjöllistamenn
skemmta á Heimilinu ’86, The
Commodore Cabaret. Þar er að
finna trúða, jafnvægislistamenn
og sjónhverfingamanninn Shalid
Malik. í baksal og á útisvæði
verður rekið Skemmtiland fyrir
yngri kynslóðina þar sem boðið,
verður upp á hvers konar leiki og,
þrautir. Barnagæsla verður á sýn-
ingunni.
Heimilið ’86 hefst á morgun,
fimmtudag, kl. 18.00 en lýkur
sunnudaginn 7. september. Er
opið virka daga frá 16-22 en um
helgar frá 13-22.
- v.
Þessi framkvæmd hefur staðið
fyrir dyrum í fjölda ára og stóðu
lengi miklar deilur um réttmæti
hennar. Það var hins vegar ekki
fyrr en í fyrra að þetta komst inn í
vegaáætlun. Framkvæmdir hóf-
ust í sumar og verður haldið
áfram í haust, en aðal fram-
kvæmdatími verður næstu tvö
árin eins og fyrr segir.
Byggja á rúmlega 300 metra
langa brú yfir ósana og er það stór
kostnaðarliður, en auk þess þarf
að flytja mikið efni á staðinn til
uppfyllingar. Tilgangurinn með
þessari vegagerð er fyrst og
fremst sá að auðvelda flutning
hráefnis frá Þorlákshöfn til
Eyrarbakka og Stokkseyrar, en
höfn er varla til á þessum stöðum,
og því verða bátar frá Stokkseyri
og Eyrarbakka að landa í Þor-
lákshöfn og flytja aflann síðan
iandleiðina.
-€g
Afbrot
Fleiri manndráp hér
en í grannlöndunum
29 manns létust vegna manndrápa 1972-1982.
Meira en annars staðar á Norðurlöndum
Manndráp eru fleiri hér á landi
en í nágrannalöndum okkar
Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Þessar upplýsingar koma fram í
ritgerð Hildigunnar Ólafsdóttur
um þróun afbrota á íslandi sem
var birt í 2. tölubiaði nýs
Verndar-blaðs.
Ennfremur kemur fram að á
þriggja ára tímabili á síðasta
áratug voru 14 manns ákærðir
fyrir manndráp en í fjórum
manndrápsmálum voru átta
einstaklingar ákærðir fyrir
manndráp á fjórum
einstaklingum. Samanborið við
Norðurlönd er þetta hátt hlutfall
manndrápa og eru tölurnar
næstum því eins háar og í
Finnlandi, segir Hildigunnur í
ritgerð sinni. Þróunin er sú sama í
þessum tveimur löndum, mann-
drápum fjölgar á seinni hluta
síðasta áratugar. Eftir 1980
fækkar skráðum afbrotum vegna
manndrápa aftur.
Þegar tíðni manndrápa
hækkaði varð sú breyting á
tengslum afbrotamanns og
fórnarlambs að fleiri en áður hafa
verið drepnir af ókunnugum.
Alls hefur 51 látið lífið vegna
manndrápa hér á landi á árunum
frá 1951 til 1982, þar af 29 manns
síðan 1972.
-vd
Afmælisveislan
20 milj. framúr áætlun
Beinn kostnaður við afmœlishaldið var kominn 20 miljónumfram úr
áœtlun þ. 31 júlí-óskað eftir sundurliðuðum kostnaði við afmœlið
Búið var að greiða 20 miljón-
um meira úr borgarsjóði til af-
mælishalds borgarinnar þ. 31.
júlí en áætlað hafði verið að
greiða til afmælishaldsins fyrir
18. ágúst, en sú áættun hljóðaði
uppá 14-16 miljónir. A fjárhagsá-
ætlun borgarinnar var fyrirhug-
að að verja alls 19 miljónum til
afmælishaldsins, en þar er ein-
göngu innifalinn beinn kostnað-
ur. Þessar upplýsingar voru
lagðar fram á borgarráðsfundi í
gær.
Á sama fundi lagði fulltrúi
Kvennalistans í borgarstjórn Ing-
ibjörg Sólrún Gísladóttir fram
bókun þar sem hún óskaði eftir
sundurliðuðu uppgjöri fyrir þá
þætti afmælishaldsins sem verða
afstaðnir 16. september n.k. Þá
óskaði Ingibjörg Sólrún einnig
eftir áætluðum kostnaði þeirra
þátta afmælishaldsins sem þá
verður ólokið og yfirliti yfir
kostnað vegna tækjakaupa og
framkvæmda sem tengjast af-
mælishaldinu.
Auk bókunarinnar lagði Ingi-
björg Sólrún fram fyrirspurn á
fundi borgarráðs þar sem hún
óskaði eftir svörum við því
hversu mikið þrír aðilar sem
störfuðu við undirbúning afmæl-
ishalds borgarinnar, þeir Kjartan
Ragnarsson, Baldur Hermanns-
son og Gísli B. Björnsson, hafi
fengið greitt fyrir sérstök verk-
efni sem þeir unnu af hendi.
-K.Ól.
Afbrot
Nauðgun í fyrrinólt
Karlmaður handtekinn
Konu var nauðgað í fjölbýlis-
húsi í Breiðholtinu í fyrrinótt og í
gærmorgun var karlmaðurinn
handtekinn fyrir verknaðinn.
Kallað var á lækni og sjúkrabíl
vegna meiðsla konunnar, en ekki
reyndist nauðsynlegt að flytja
hana á slysadeild. Bæði voru þau
gestkomandi ífjölbýlishúsinu, en
maðurinn forðaði sér í annan
bæjarhluta eftir verknaðinn, þar
sem hann síðan var handtekinn.
-gg
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3